Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 40
HJALLAKIRKJA. Sameiginleg guðsþjón-
usta Digranes-, Linda- og Hjallasóknar í
Digraneskirkju kl. 11.
KÓPAVOGSKIRKJA. Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Karl V. Matthíasson predikar og
þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópa-
vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Boðið
verður upp á hressingu að lokinni guðs-
þjónustu.
LINDAKIRKJA í Kópavogi. Sameiginleg
guðsþjónusta Digranes-, Linda- og Hjalla-
sóknar í Digraneskirkju kl. 11.
SELJAKIRKJA. Sunnudagskvöldið 13.
ágúst kl. 20 guðsþjónusta með alt-
arisgöngu. Þá mun sr. Bolli Pétur Bolla-
son predika og kór kirkjunnar leiðir söng-
inn undir stjórn Jóns Bjarnasonar
organista.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN. Samkoma
kl. 20. með mikilli lofgjörð og fyr-
irbænum. Ágúst Valgarð Ólafsson predik-
ar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til-
veruna“ sýndur á Ómega kl.14. Og
laugardaginn 19. ágúst samkoma kl. 20
með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Ólaf-
ur H. Knútsson predikar. Þáttur kirkj-
unnar „Um trúna og tilveruna“ sýndur á
Ómega kl.14.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.
Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð-
un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN. Samkoma sunnu-
daginn kl. 20. Elín Kjaran og Ólafur Jó-
hannsson flytja ávarp. Umsjón Harold
Reinholdtsen. Opið hús daglega kl. 16–
18 í ágúst (nema mánudaga).
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a.
Sunnudaginn 13. ágúst er vitnisburða-
samkoma kl. 20 í umsjá Bjargar R. Páls-
dóttur. Lofgjörð og vitnisburðir Drottni
Jesú til dýrðar. Kaffi og samfélag eftir
samkomu.
FÍLADELFÍA. Sunnudagur 13. ágúst al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
Garðar Ragnarsson. Lofgjörðarhópur
Samhjálpar leiðir söng. Fyrirbænir í lok
samkomu. Allir eru hjartanlega velkomn-
ir. ,Athugið barnakirkjan hefst 27. ágúst.
KROSSINN. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3. Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30
á föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga
heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ. Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg-
is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN.
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka. Sunnudaga.
Messa kl. 10.30 Messa á ensku kl. 18.
Alla virka daga. Messa kl. 18. Reykjavík,
Maríukirkja við Raufarsel. Sunnudaga.
Messa kl. 11. Laugardaga. Messa á
ensku kl. 18.30 Virka daga. Messa kl.
18.30 Riftún í Ölfusi. Sunnudaga.
Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafn-
arfjörður, Jósefskirkja. Sunnudaga.
Messa kl. 10.30 alla virka daga. Messa
kl. 18.30 Karmelklaustur. Sunnudaga.
Messa kl. 08.30 Virka daga. Messa kl.
8. Keflavík, Barbörukapella. Skólavegi
38. Sunnudaga. Messa kl. 14. Stykk-
ishólmur, Austurgötu 7. Alla virka daga
messa kl. 18.30. Sunnudaga messa kl.
10. Ísafjörður. Sunnudaga messa kl. 11.
Flateyri, laugardaga messa kl. 18. Bol-
ungarvík. Sunnudaga kl. 16. Suðureyri.
Sunnudaga messa kl. 19. Akureyri,
laugardaga. Messa kl. 18. Sunnudaga.
Messa kl. 11.
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA.
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja-
vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl.
11. Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði.
Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður. Gavin Anthony. Safn-
aðarheimili aðventista Gagnheiði 40,
Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjón-
usta kl. 11. Ræðumaður Osi Carvalho.
Safnaðarheimili aðventista Blikabraut
2, Keflavík. Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður. Guðný
Kristjánsdóttir. Aðventkirkjan Brekastíg
17, Vestmannaeyjum. Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Maxwell Ditta.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum.
Sunnudagur 13. ágúst. Kl. 11. Messa
með altarisgöngu, lofgjörð og miklum
söng. Guðspjall dagsins er undir fyr-
irsögninni „Gjör reikningsskil“ og í pistl-
inum úr Orðskviðum Salómons er „Spek-
inni sungið lof“. Þess verður minnst
sérstaklega að 950 ár eru frá stofnun
Skálholtsstóls og 9 ár frá stofnun Hóla-
stóls. Kór Landakirkju syngur undir
stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar org-
anista. Eftir messu er kaffisopi og spjall
í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björns-
son, sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA. Messa kl. 14. 13.
ágúst. Sólveig Anna Bóasdóttir, dr.theol.
predikar. Sóknarprestur þjónar fyrir alt-
ari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA. Morg-
unsöngur kl. 10.30. Ath. tímann. Prest-
ur. Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti.
Antonía Hevesi. Félagar úr kór kirkjunnar
leiða söng.
GARÐAKIRKJA.Göngumessa kl. 11.
Safnast verður saman í kirkjunni. Síðan
verða skoðaðar framkvæmdir þær sem
nýlega hlutu viðurkenningu Garðabæjar.
Farið um kirkjugarð með viðkomu í duft-
reit, gamla garði, vinnuaðstöðu og víðar.
Endað í Króki. Þar verður kirkjukaffi í
boði Garðabæjar. Ganga sem flestir ráða
við. Kórfélagar leiða söng undir stjórn Jó-
hanns Baldvinssonar. Sr. Friðrik J. Hjart-
ar þjónar.Rúta fer frá Vídalínskirkju kl.
10.30 og frá Hleinum litlu síðar.
ÞORLÁKSKIRKJA. Messa kl. 11. Prestur
Baldur Kristjánsson, organisti Jón
Bjarnason.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA. Guðsþjón-
usta sunnudaginn 13. ágúst kl. 11. Barn
borið til skírnar. Meðhjálpari Ástríður
Helga Sigurðardóttir. Kór kirkjunnar syng-
ur undir stjórn Natalíu Chow Hewett.
KEFLAVÍKURKIRKJA. Sunnudaginn 13.
ágúst guðsþjónusta kl. 11 sem verður
útvarpað og einnig guðsþjónusta kl. 20, í
þeirri messu verður altarisganga. Org-
anisti Hákon Leifsson og kór Keflavík-
urkirkju, prestur sr. Skúli S. Ólafsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri. Bæn
kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20.
Dögg Harðardóttir talar. Allir velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA. Messa að kvöldi
dags kl. 20 í umsjá sr. Láru G. Odds-
dóttur. Organisti Kristján Gissurarson.
Mánudaginn 14. ágúst kyrrðarstund kl.
18.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA. Messa verður
sunnudag 13. ágúst kl. 11.
SELFOSSKIRKJA. Messa kl. 11,. Sókn-
arprestur predikar og þjónar fyrir altari.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu
eftir athöfnina.
STRANDARKIRKJA. Messa kl. 14. Prest-
ur Baldur Kristjánsson, organisti Jón
Bjarnason.
HAUKDALSKIRKJA. Guðsþjónusta verð-
ur sunnudag 13. ágúst kl. 14.
HVERAGERÐISKIRKJA. Orgelstund kl.
20. Organisti Jurg Sondermann. Prestur
Baldur Kristjánsson
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
40 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR
Fermingarstörfin
hefjast í Fríkirkjunni
í Reykjavík
Guðsþjónusta kl. 14, fermingarbörn
og fjölskyldur þeirra eru hvött til að
koma og taka virkan þátt. Guðs-
þjónustan markar upphaf ferming-
arstarfanna og vikan fram undan
verður helguð fermingarfræðslu og
samveru í kirkjunni. Í lok guðsþjón-
ustu verður stuttur fundur með for-
eldrum þar sem vetrarstarfið verð-
ur rætt og undirbúið. Tónlistina
mun þau Anna Sigríður Helgadóttir
og Carl Möller leiða. Fríkirkju-
prestarnir Hjörtur Magni Jóhanns-
son og Ása Björk Ólafsdóttir munu
þjóna saman fyrir altari. Hjörtur
Magni predikar. Allir hjartanlega
velkomnir.
Upphaf fermingar-
námskeiðs
í Bústaðakirkju
Fermingarbörn vorsins 2007 og for-
eldrar þeirra eru beðin um að koma
til messu kl. 11. Gögn vegna ferm-
ingarnámskeiðs verða afhent. Org-
anisti Guðmundur Sigurðsson.
Kaffisopi eftir messu. Kvöldmessa
kl. 20 í tilefni 30 ára tímamóta Free-
portklúbbsins. Inger Anna Aikman
predikar og Freeportfélagar, Mar-
inó Þorsteinsson og Gunnar Örn
Ólafsson, annast ritningarlestra.
Freeportklúbburinn hefur komið
saman til funda í Bústaðakirkju og
verið þannig samferða í vexti og
framgangi kirkjunnar frá fyrstu tíð.
Guðmundur Sigurðsson organisti
og félagar úr Kór Bústaðakirkju
annast tónlistarflutning. Eftir mess-
una verður afmæliskaffi í safn-
aðarheimilinu.
Fermingarnámskeið
Neskirkju
hefst um helgina
Árlegt sumarnámskeið ferming-
arbarna hefst með sameiginlegum
fundi fermingarbarna og foreldra
þeirra eða forsjármanna í Nes-
kirkju sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.
Kennsla hefst síðan daginn eftir,
mánudaginn 15. ágúst kl. 10 og
stendur til kl. 16 alla daga fram á
föstudag. Fræðslan fer fram í safn-
aðarheimilinu og kirkjunni. Nám-
skeiðinu lýkur með messu sunnu-
daginn 20. ágúst kl. 11 en þá ganga
fermingarbörnin til altaris í fyrsta
sinn í fylgd foreldra sinna.
Á námskeiðinu munu starfa
margir fræðarar með ólíkan bak-
grunn og reynslu. Kennt verður í
litlum hópum, innan kirkju og utan,
farið í vettvangsferðir og fengnar
heimsóknir.
Þau börn sem sækja námskeiðið
þurfa ekki að ákveða hvort þau ætla
að fermast fyrr en að loknu nám-
skeiðinu og í reynd ekki fyrr en á
vori komanda. Á námskeiðinu verð-
ur lögð áhersla á hefðbundna
fræðslu, leik og upplifun. Kennt
verður um grundvallaratriði krist-
innar trúar og menningararfinn
sem íslensk þjóð hefur haldið í
heiðri í þúsund ár og rætt um al-
gengar tilvistarspurningar.
Stuðst verður við Biblíuna, nýja
verkefnabók sem Neskirkja gefur
nú út í fyrsta sinn og kvikmynd um
ævi Jesú. Leyst verða ýmis verk-
efni, farið verður í svonefnt ljós-
myndarallí og fleira.
Fermingarskráning
og Vatnaskógarferðir
Hafnarfjarðarkirkju
Skráning stendur enn yfir til ferm-
ingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju
fyrir fermingar á komandi ári 2007.
Að þessu sinni er líkt og tvö síð-
ustu ár boðið upp á tvenns konar
fermingarfræðslu á vegum Hafn-
arfjarðarkirkju og hægt að velja
þar á milli eins og gefist hefur afar
vel.
Hópur a) er sumarhópur. Sá hóp-
ur er nú brátt að fara í þriggja daga
fermingarnámskeið í Vatnaskóg áð-
ur en skólinn byrjar. Börnum úr
Setbergs- og Öldutúnsskóla býðst
að fara í Vatnaskóg þriðjud. 15.
ágúst – fimmtud. 17. ágúst. Börnum
úr Hvaleyrar- og Lækjarskóla býðst
að fara í Vatnaskóg föstud.18. ágúst
– sunnud. 20. ágúst. Kostar ferðin
5.500 kr.
Síðan verður engin reglubundin
kennsla fyrir sumarhópinn fyrr en í
byrjun nóvember nk., en ferming-
arbörnunum gefst kostur á að taka
þátt í starfi kirkjunnar, t.d. æsku-
lýðsstarfi, sem kynnt verður nánar
jafnframt því sem þau sækja guðs-
þjónustur með sínu fólki.
Hópur b) er hausthópur. Sá hópur
mun sækja fræðslu að jafnaði tvisv-
ar í mánuði, tvo tíma í senn á laug-
ardagsmorgnum frá september til
nóvember og taka þátt í öðru starfi
og sérverkefnum sem kynnt verður
nánar, en í nóvember nk. sameinast
sumar- og hausthópur og nemendur
úr sömu skólum verða þá saman í
fermingarfræðslutímum annan
hvern laugardag, einn tíma í senn.
Þeim býðst að fara í Vatnaskóg í
septembermánuði í hálfan annan
sólarhring. Kostar ferðin 3.000 kr.
Haustnámskeið
fermingarfræðslu
í Árbæjarkirkju
Mánudaginn 14. ágúst kl. 9 árdegis
hefst haust-fermingarnámskeið Ár-
bæjarsafnaðar. Fræðslan hefst með
vikunámskeiði áður en skólinn byrj-
ar, þ.e.a.s. mánudaginn 14. ágúst –
föstudagsins 18. ágúst frá 9–13. Síð-
an er gert ráð fyrir mánaðarlegum
samverustundum í kirkjunni fram
að fermingum vorið 2007. Sunnu-
daginn 20. ágúst verður foreldra-
fundur að lokinni guðsþjónustu sem
börnin munu að mestu sjá um. Þau
börn sem ekki geta notfært sér
þetta tilboð koma til skráningar
mánudaginn 4. september eftir að
skóla lýkur þann daginn. Fá þau í
hendur tilhögun um nám vetrarins.
Æðruleysismessa
á Akranesi
Á morgun, sunnudaginn 13. ágúst
kl. 20, verður haldin æðruleys-
ismessa í Akraneskirkju. Fluttir
verða fallegir sálmar, stutt hugleið-
ing, lesin ritningarorð og reynslu-
saga sögð. Félagar í AA-samtök-
unum á Akranesi aðstoða í
guðsþjónustunni. Hinn þjóðkunni
dægurlaga- og gospelsöngvari, Þor-
valdur Halldórsson, leiðir sönginn.
Kirkjukaffi verður á eftir.
Æðruleysismessur hafa verið
haldnar í Akraneskirkju einu sinni
til tvisvar á ári frá því á aldamótaári
2000. Hafa þær mælst mjög vel fyr-
ir.
Helgistund
á Biskupssþúfu
Ráðgert er að halda helgistund á
Biskupsþúfu á Holtamannaafrétti,
austan Þjórsár ofarlega sunnnudag-
inn 13. ágúst kl. 16 í tengslum við
dagsferð Ferðafélags Íslands. Til
helgistundarinnar eru allir boðnir
velkomnir. Allajafna hefur það þótt
skemmsta leið úr Sunnlend-
ingafjórðungi til Austfjarða um há-
sumar að ríða upp úr Hreppum og
yfir Þjórsá á Sóleyjarhöfðavaði.
Rétt fyrir innan þann höfða, aust-
anvert við ána, er Þúfuver; dregur
það nafn af hól nokkrum, sem geng-
ur fram í verið niður af Sprengi-
sandi og heitir Biskupsþúfa; hafði
þar til forna verið áfangastaður
Skálholtsbiskupa, þegar þeir fóru
vísitasíuferðir norður í Múlasýslur.
Hægt er að ganga að staðnum frá
Kvíslarveituvegi. Þarna er mein-
ingin að safnast saman til helgrar
tíðar.
Fermingarbörn vorsins
2007 í Dómkirkjunni
Fermingarfræðsla Dómkirkjunnar
hefst þriðjudaginn 15. ágúst. Vænt-
anleg fermingarbörn komi í kirkj-
una kl. 9.30 að morgni. Fræðslan
verður alla daga vikunnar og síðan í
vetur samkvæmt áætlun sem gefin
verður út í haust. Á námskeiðinu 15.
– 18. ágúst verður farið yfir kjarna-
atriði kristinnar trúar, fjallað um
lífsvanda unglinga og það sem mæt-
ir ungu fólki í dag. Viðfangsefnin
verða hefðbundin fræðsla, leikur og
upplifun. Við leggjum upp úr því að
fræðslan nú og í vetur veki áhuga á
fermingunni, trúnni og tilverunni –
og bjóðum fermingarbörn okkar
hjartanlega velkomin. Ferming-
ardagar Dómkirkjunnar 2007
verða: Pálmasunnudagur, 1. apríl
kl. 11.00; skírdagur, 5. apríl kl.
11.00 og hvítasunnudagur, 27. maí
kl. 11.00
Göngumessa
í Garðakirkju
Svokölluð göngumessa verður í
Garðakirkju á sunnudag kl. 11.00.
Eftir að safnast hefur verið saman í
kirkjunni verður nágrenni hennar
skoðað nánar. Miklar breytingar
hafa orðið á aðkomunni að kirkj-
unni og hefur hún að tillögu um-
hverfisnefndar hlotið sérstaka við-
urkenningu Garðabæjar fyrir
snyrtilegt umhverfi.
Garðakirkjugarður er bæj-
arprýði. Gamli kirkjugarðurinn ilm-
ar af sögu. Hann er vel afmarkaður
af hlöðnum grjótvegg sem nýlega
hefur verið endurnýjaður. Um-
hverfis hann hefur verið skipulögð
gróðurvin með góðum stígum milli
grafarstæðanna, bekkjum til að
hvíla lúin bein, auk sérstaks reits
fyrir duftker. Farið verður um
garðinn og m.a. litið á aðstöðu
starfsfólksins.
Gangan endar í Króki á Garða-
holti, en þar verður kirkjukaffi í
boði Garðabæjar. Þetta er létt
ganga sem flestir ráða við. Kór-
félagar leiða söng undir stjórn Jó-
hanns Baldvinssonar, organista
safnaðarins. Sr. Friðrik J. Hjartar
þjónar. Rúta fer frá Vídalínskirkju
kl. 10.30 og frá Hleinum litlu síðar.
Á www.gardur.is má sjá kort af
garðinum og fletta upp í leg-
staðaskrá.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þingvallakirkja.