Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Skynjun hrútsins magnast því him-
intunglin beina athyglinni að tilfinningum
hans. Þú ert næmari fyrir þyrnóttu fólki,
góðum samningi, vonlausum vísbend-
ingum og væmninni sem heltekur þig
þegar þú átt samskipti við hjartfólginn
ástvin.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er engin ástæða til þess að fela sig
eða þykjast, þó að þú finnir hjá þér hvöt
til þess. Enginn vill hætta á að gera sig að
fífli fyrir framan aðra. Vertu bara viss um
að vera öruggur. Þú ert bæði viðunandi
og í góðum metum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Himintunglin mæla með því að tvíburinn
bregðist við þverrandi arðsemi. Stundum
felst besta sóknin í því að breyta áhersl-
unum. Gleymdu vandamálinu. Taktu þér
pásu. Þú sérð hlutina skýrt og greinilega í
kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hjarta þitt er einlægt og þú gefur allt
sem þú átt. Léttu andlega álaginu af sjálf-
um þér. Auðvitað þarftu að sýna ábyrgð í
viðkvæmum og alvarlegum aðstæðum, en
það eru takmörk fyrir því sem hægt er að
ætlast til af þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Spáðu í framfarir þínar. Það er nauðsyn-
legt skref í þroskaferlinu. Leggðu þig
fram við að nota það sem þú lærðir fyrir
löngu, þannig kemst þú hjá áföllum, bæði
fjárhagslegum og félagslegum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Raunsæi meyjunnar hjálpar henni til þess
að vera eins og Davíð að sigra Golíat. Að
því undanskildu að risinn mikli er ekkert
annað en þín eigin reiði. Ef þér tekst að
vinna bug á henni með slöngvivaði verður
þú sannarlega kóngur eða drottning.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Um leið og þú færð hugmynd skaltu
framkvæma hana. (Annars bíður þú bara,
efast og gleymir henni á endanum.) Réttu
fram höndina ef þú hittir einhvern sem
þig langar til að kynnast. Þér verður vel
tekið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vertu á varðbergi gagnvart orkusugum
og hlauptu í burtu ef einhver þeirra verð-
ur á vegi þínum. Um þessar mundir er allt
of auðvelt að spila með tilfinningarnar.
Hvort sem um er að ræða sorg eða gleði
finnur þú hana djúpt og innilega.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Er eirðarleysið eitthvað að angra þig?
Slakaðu á. Jafnvægi er lykillinn að því að
komast áleiðis. Þú ert góður og gegn eins
og þú ert. Framfarir verða af sjálfu sér ef
þú trúir því að þú eigir heimtingu á alls-
nægtum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hetjudáðir eru í eðli steingeitarinnar. Ef
maki þinn stendur ekki við skuldbind-
ingar sínar, bjargar þú málunum. Greið-
inn verður endurgoldinn síðar, en þó að
svo væri ekki, myndir þú endurtaka leik-
inn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Skilin á milli góðs sjálfstrausts og hroka
eru ekki svo skörp, þú uppgötvar það
núna. Hvernig fer maður að því að virðast
sjálfsöruggur án þess að hræða aðra? Þú
sýnir ábyggilega af þér of mikla góð-
mennsku í þeim tilgangi að falla ekki í
áliti.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fjármálin hvíla á fisknum. Hafðu trú á
getu þinni til að skapa. Þú aflar meira fjár
ef þú ert staðráðinn í því að gera það.
Ekki hafa áhyggjur af því „hvernig“ þú
ferð að því í augnablikinu, vertu bara viss
um að þú átt það skilið.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Sambönd verða eins og villt
safarí-ferð þegar Venus, ást-
argyðja með meiru, fer inn í
frumskóg ljónsins. Hún verður á þeim
slóðum fram til 5. september. Rómantíkin
blómstrar þegar hinar frumstæðari kennd-
ir fá að njóta sín. Um þessa helgi uppskera
þeir sem þora að elska upphátt.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 geðvondur, 8
digurt, 9 tekur, 10 málm-
ur, 11 slitni, 13 kjánar, 15
höfuðfats, 18 mannsnafn,
21 gerist oft, 22 bæli, 23
sætta sig við, 24 spjalla
saman.
Lóðrétt | 2 skræfa, 3
snáði, 4 ljúka, 5 mergð, 6
hæðir, 7 þrjóskur, 12
veiðarfæri, 14 ekki göm-
ul, 15 hitti, 16 dragsúg,
17 al, 18 skriðdýr, 19 at-
vinnugrein, 20 fuglinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rupla, 4 bugar, 7 móður, 8 rjótt, 9 sút, 11 annt,
13 fita, 14 erfir, 15 bull, 17 ílát, 20 þrá, 22 lofar, 23 bæt-
um, 24 rúnir, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 rimpa, 2 peðin, 3 aurs, 4 bert, 5 glófi, 6 rétta,
10 útför, 12 tel, 13 frí, 15 bólur, 16 lyfin, 18 letja, 19
tomma, 20 þrír, 21 ábót.
Tónlist
Ketilhúsið Listagili | Hljómsveitin Fræ með
tónleika, opnað kl. 21.30. Sadjei hitar upp.
Aðgangseyrir 1.000 kr., öllum opið.
Reykholtskirkja | Jón Ólafur Sigurðsson
leikur á orgelið og Kristín R. Sigurðardóttir
syngur á morgun kl. 17. www.reykholt.is
Tékkneski tónlistarhópurinn Musica ad
Gaudium heldur tónleika í 15. ágúst kl. 20.
Myndlist
101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se-
ven sisters. Opið fim.-laug. kl. 14-17.
Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason og
Maríó Múskat (Halldór Örn Ragnarsson).
Opið fim., fös. og lau. kl. 13–17.
Art-Iceland Mublan | Samsýning gallerísins
Art-Iceland.com. Sýnendur eru: Árni Rúnar
Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álf-
heiður Ólafsdóttir. Sýningin er í Versl. Mubl-
unni, Nýbýlavegi 18, Kópavogi.
Byggðasafn Garðskaga | Reynir Þor-
grímsson, Reynomaticmyndir. Björn Björns-
son tréskúlptúr. Opið kl. 13–17, alla daga.
Café Karólína | Karin Leening sýnir.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým-
isverk. Opið virka daga og laugard. kl. 14–18.
Eden, Hveragerði | Árni Björn sýnir. Opið kl.
9–22 daglega til 14. ágúst.
Energia | Sölusýning á landslagsmyndum
eftir Mýrmann. Uppl. á www.myrmann.tk
Gallerí BOX | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir
textaverk inn í BOXinu og skilti í Listagilinu.
Opið á fim. og lau. kl. 14–17.
Grafíksafn Íslands | „Sýning eða ekki-
sýning?“ Óformleg sýning með með teikn-
ingum, litógrafíum, skissum og fleiru.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin
blíðu hraun" beinir sjónum að hrauninu í
Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum
Ásgerðar Búadóttur veflistakonu.
Handverk og Hönnun | Íslenskur listiðnaður
og nútíma hönnun eftir 37 aðila. Opið alla
daga kl. 13–17.
Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir afstrakt
málverk. Stendur til 1. sept.
Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir
sýnir. Sýning framlengd til 19. ágúst.
Kirkjuhvoll Akranesi | Sýning á verkum eft-
ir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla Ís-
lands. Opið kl. 15–18. Til 13. ágúst.
Kling og Bang gallerí | Sýningunni Hugris
eftir austurríska myndlistarhópinn Gelitin
lýkur 13. ágúst. Opið kl. 14–18.
Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur
Smith, Hafsteinn Austmann og Kristín Þor-
kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig
vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í
eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega
nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf op-
inn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo-
uisu Matthíasdóttur. Sýningin rekur allan
listamannsferil Louisu í sex áratugi.
Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag-
an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp-
hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr
safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Opið
daglega kl. 11–17, lokað mánudaga.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á verkum úr safneign.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning
á listaverkum sem voru valin vegna úthlut-
unar listaverka-verðlaunanna Carnegie Art
Award árið 2006.
Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós.
Eggert Pétursson fjallar um málverk sín 13.
ágúst kl. 15. Viðmælandi Eggerts er Halldór
Björn Runólfsson listfræðingur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af
helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn-
ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót-
unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portettum Sigurjóns
Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga
kl. 14–17. Tónleikar á þriðjudagskvöldum.
Nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Ljósmyndir frá Austur-
Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole
G. Jensen.
Out of Office – Innsetning. Listakonurnar
Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knúts-
dóttir sýna. Gjörningar alla laugardaga og
sunnudaga kl. 15–17.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina.
Saltfisksetur Íslands | Sigrid Österby opn-
ar sýningu „Táknmyndir“, í dag kl. 11. Opið
alla daga kl. 11–18. Stendur til 4. sept.
Suðsuðvestur | Hreinn Friðfinnsson sýnir
innsetninguna Sögubrot og myndir. Opið,
fimmtud. og föstudaga kl. 16–18, um helgar
kl. 14–17. www.sudsudvestur.is
Thorvaldsen bar | Arnar Ingi Gylfason opn-
ar málverkasýningu í dag kl. 17. Samhliða
sýningunni verður heimasíðan www.arn-
argylfason.com opnuð.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning í til-
efni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla
stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggva-
götu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og
um helgar kl. 13–17.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er búinn
húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í
kringum aldamótin 1900. Opið kl. 9–18,
fimmtud. kl. 9–22. 500 kr.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku,
ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýn-
ing og gönguleiðir í nágrenninu. Uppl. á
www.gljufrasteinn.is og í 586 8066.
Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar
og verkfæri af öllum stærðum og gerðum,
framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega kl. 13–17
til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn-
arfirði sem er bústaður galdramanns og lit-
ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17.
öld. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld
sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík
2001. Opið alla daga kl. 10–17.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og
misindismenn. Reykjavík í íslenskum glæpa-
sögum.
Ritað í Voðir. Sýning Gerðar Guðmunds-
dóttur. Gerður safna bókstöfum úr íslensk-
um handritum svo og laufblöðum haustsins,
þrykki á síður og bý til handrit og bækur.
Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar
byggðar á Vetrarborginni eftir Arnald Indr-
iðason. Opið mán.-fösd. kl. 9–17, laugard. kl.
10–14.
Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist?
Brúðkaupssiðir fyrr og nú fjallar um brúð-
kaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Op-
in alla daga kl. 10 og 17.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–
18. ww.sagamuseum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl.
og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11–
18. Sjá nánar á www.hunting.is
Víkin-Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“.
Sýningunni er ætlað að veita innsýn í sögu
togaraútgerðar og draga fram áhrif hennar
á samfélagið.
Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönnun
og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna
um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Helstu
handrit þjóðarinnar á handritasýningunni
og Fyrirheitna landið.
Skemmtanir
Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties leikur
frá kl. 23. www.kringlukrain.is
Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveit Frið-
jóns leikur í kvöld, frítt inn til miðnættis.
Uppákomur
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða