Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 68

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 68
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu menntamálaráðherra um að hækka afnotagjöld Ríkis- útvarpsins um 8% frá og með næstu mánaðamótum. Verður mánaðargjaldið þá 2.921 króna með virðisaukaskatti. Afnotagjöldin hækkuðu síðast í maí 2004, og segir Páll Magn- ússon útvarpsstjóri að sé miðað við verðlagsþróun á þeim rúm- lega tveimur árum sem liðin eru síðan þá hefðu afnotagjöldin þurft að hækka um 16% til að framlög til stofnunarinnar drægjust ekki saman. Var því sótt um leyfi til að hækka afnotagjöld um 16%, en leyfi fékkst einungis fyrir 8% hækkun. Hallarekstur hefur verið á Ríkisútvarpinu undanfarin ár, á síðasta ári var hallinn um 200 milljónir króna. Páll segir að ekki sé búið að gera milliuppgjör RÚV opinbert, en ljóst sé að vandinn hafi verið svo mikill á undanförnum árum að eigið fé stofnunarinnar sé uppurið. „Þessi 8% eru um það bil helm- ingur af þeim verðlagshækkun- um sem orðið hafa síðan síðasta hækkun fékkst, svo þetta er ekki nema helmingur upp í það. En þetta er betra en ekkert,“ segir Páll. Hann segir ljóst að það hafi ekki verið hægðarleikur fyrir stjórnvöld að hækka afnotagjöld- in um 16% á þenslutímum, en þetta verði að duga til að vega upp á móti þeim hækkunum sem orðið hafi í samfélaginu. Páll segir ljóst að hagur RÚV hafi versnað sem nemi mismun- inum á hækkuninni nú og verð- lagsþróun frá síðustu hækkun. „Það verður að taka á því með öðrum hætti. En eins og málum er háttað núna, með óbreyttum rekstri og rekstrarfyrirkomu- lagi, má segja að það er nánast innbyggt tap í reksturinn og hef- ur verið mjög lengi.“ Áform um breytt rekstrarform RÚV gætu bætt reksturinn mik- ið með því að gera stjórnendum kleift að gera reksturinn skil- virkari og komast út úr langvar- andi taprekstri, segir Páll. Hann segir að áform um nefskatt í stað afnotagjalda geri þessa hækkun ekki tilgangslitla, reiknað sé með að tekjur RÚV haldist óbreyttar þegar því verði breytt úr stofnun í hlutafélag. Afnotagjöld hækka um 8% »Afnotagjöld Rík-isútvarpsins hækka um 8% frá og með 1. október, upp í 2.921 krónu á mánuði. » Síðast hækkuðu þau um7% frá 1. maí 2004, upp í 2.705 krónur á mánuði. »Þar áður hækkuðu af-notagjöldin um 5% 1. janúar 2004, og voru eftir það 2.528 krónur á mánuði. Í HNOTSKURN ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Á hádegi í dag er spáð suðvestan 5-10 m/s og víða verða skúrir. Bjartviðri á Austurlandi. Hlýjast verður eystra.» 8 Heitast Kaldast 15°C 8°C og skoðaði sig um á Bessastöðum. Er þetta væntanlega einn af fjörugri hópunum sem þar hafa litið inn í heimsókn undanfarið. HÓPUR grænlenskra barna sem dvelja hér á landi við sundæfingar þáði í gær heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Börnin, sem eru á 12. ári, eru frá þorpum á austurströnd Grænlands. Þau ætla að að iðka hér sund, skák og kynnast landi og þjóð. Morgunblaðið/ÞÖK Sundnemar sóttu Bessastaði heim VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra segir starfsemi ratsjár- stöðva Ratsjárstofnunar mjög þýð- ingarmikla og mikilvægt sé að þær starfi áfram. ,,Hún er mikilvæg fyrir borgara- legt flug. Hún er það líka vegna varna Íslands og ekki er síður ástæða til að nefna að [ratsjárstöðvarnar] gegna mikilvægu hlutverki í sam- bandi við öryggi á norðurhöfum. Það er því augljóst að við teljum mikil- vægt að þær starfi áfram,“ segir Val- gerður. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá Ratsjárstofnun í lok maí og ekkert eftirlit hefur því verið með ómerktum flugvélum í lofthelgi Íslands frá þeim tíma. Upplýsingar sem Ratsjárstofnun aflar um flugumferð yfir Íslandi og umhverfis landið sem hafa verið nýtt- ar af varnarliðinu eru síðan fram- sendar til Flugmálastjórnar Íslands. Skv. upplýsingum Flugmálastjórnar sem fengust í gær fær flugumferð- arstjórnin áfram upplýsingar frá rat- sjárstöðvunum eins og verið hefur. Loftvarnakerfið er einnig hluti af heildarloftvarnakerfi Atlantshafs- bandalagsins. Mannvirkjasjóður NATO greiddi allan kostnað við mannvirki og búnað kerfisins, sem er því í eigu NATO en bandaríski flug- herinn hefur greitt rekstrarkostnað Ratsjárstofnunar, sem er áætlaður rúmlega 1,2 milljarðar á þessu ári. Valgerður Sverrisdóttir segir ljóst að þó nokkur kostnaður fylgi rekstri ratsjárstöðvanna. ,,Það er óljóst á þessari stundu hvernig farið yrði með þann kostnað, til framtíðar litið,“ seg- ir hún. Mikilvægt að ratsjár- stöðvarnar starfi áfram Óljóst hvernig farið yrði með kostnað sem er á annan milljarð  1,2 milljarðar | 10 FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að viðræðum Íslands og Bandaríkj- anna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september nk. í Washington. Framtíð ratsjárstöðvanna er meðal þess sem er til umfjöllunar í yfirstandandi viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmálin. ,,Við gerum okkur vonir um að það náist verulegur áfangi á næsta fundi,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir utanríkisráðherra, spurð um viðræðurnar í gær. Væntir verulegs áfanga á næsta fundi LÍKLEGA hafa fáir verið heit- bundnir jafn lengi og „kær- ustuparið“ Hrafnhildur Eiríks- dóttir og Kolbeinn Lárus Petersen, a.m.k. hlutfallslega. Í stuttu máli hafa þau „verið saman“ alla ævi og reyndar níu mánuðum betur. Mæð- ur þeirra störfuðu nefnilega mjög náið saman alla meðgönguna þar sem þær léku saman í Eldhúsi eftir máli á Smíðaverkstæðinu í Þjóð- leikhúsinu í vor. Aino Freyja Järvelä og Þórunn Lárusdóttir eru þó ekki einar leik- kvenna í sýningunni um frjósemi meðan á sýningum stendur því nú hefur María Pálsdóttir leikkona bæst í þeirra hóp en hún á von á sér í janúar. „Við vorum endalaust að tilkynna um óléttur,“ segir hún og játar að kannski hafi þungun starfsystra hennar haft áhrif á að hún ákvað að slá til. „Þegar þær voru báðar komnar með bumb- urnar fóru eggjastokkarnir að hringla á fullu og þar sem tíminn hentaði mér vel var ekki eftir neinu að bíða.“ Þar sem leiksýningin fer aftur á fjalirnar á morgun þurfa þær Aino Freyja og Þórunn að undirbúa sig með öðrum hætti en í vor enda bíða litlir þurftafrekir einstaklingar þess að tjaldið falli. „Nú er maður bara byrjaður að mjólka og búinn að koma sér upp lager inni í frysti,“ segir Aino Freyja en Þór- unn hyggst gefa syninum sopann sinn rétt fyrir sýningu. „Svo vona ég bara að minnið og textinn hverfi ekki í brjóstagjafaþokunni!“ | 28 Frjósemi á fjölunum Morgunblaðið/Ásdís Á og í maga Þórunn Lárusdóttir, Kolbeinn Lárus Petersen, María Pálsdóttir, Aino Freyja Järvelä og Hrafnhildur Eiríksdóttir. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SKÚLI Helgason hefur fetað í spor föður síns, Helga Skúla- sonar, og tekið að sér hlutverk sögumannsins í barnaleikritinu Karíusi og Baktusi sem Leik- félag Akureyrar frumsýnir fljótlega. Brá Skúli sér í hljóð- ver í gær til að taka upp, en Ást- rós Gunnarsdóttir leikstýrir verkinu. Faðir Skúla leikstýrði eftirminnilegri sjónvarps- mynd um sykursjúku félagana Karíus og Baktus árið 1970 og fór þá með hlutverk sögumannsins. Og í sjónvarpsmyndinni lék Skúli hvorki meira né minna en sjálfan Jens, drenginn sem borðaði of mikið sælgæti og fékk tannpínu. Skúli var þá fimm ára. Hann man enn hvað hann fékk í laun fyrir hlut- verkið. „Ég fékk fimm hundruð kall á verðlagi árs- ins 1970 sem var mikill peningur í augum fimm ára drengs á þeim tíma og svo fékk ég sleikibrjóstsykur eins og ég gat í mig látið … ég hugsaði um það seinna að það hefði ef til vill verið sérkennilegt að borga drengnum með sleikibrjóstsykri – svona mið- að við boðskapinn í myndinni.“ | 24 Fékk sleikjó fyrir að leika Jens LEIKSTJÓRAR heim- ildamyndarinnar Zidane: Portrett 21. aldarinnar, myndlistarmennirnir Douglas Gordon og Phil- ippe Parreno, hafa verið tilnefndir til Gucci verð- launanna, en framleiðandi myndarinnar er Sigurjón Sighvatsson. Gucci-verðlaunin eru samstarfsverkefni Fen- eyjatvíæringsins, Kvik- myndahátíðarinnar í Fen- eyjum og Gucci-fyrirtækisins þar í borg, og eru veitt í fyrsta sinn í ár. Þau eru veitt listamönnum úr öðrum listgreinum sem þykja hafa lagt merkan skerf til kvikmyndalistarinnar. Gordon og Parreno eru báðir vel þekktir myndlistarmenn, og verk þeirra prýða meðal annars Pompidou-safnið í París og Guggenheim í New York. Myndin um Zidane fær lofsamlega dóma víða um heim, en hérlendis verður hún frumsýnd á Kvik- myndahátíðinni í Reykjavík í lok mánaðarins. | 21 Zidane skorar í Feneyjum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.