Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 68
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu menntamálaráðherra um að hækka afnotagjöld Ríkis- útvarpsins um 8% frá og með næstu mánaðamótum. Verður mánaðargjaldið þá 2.921 króna með virðisaukaskatti. Afnotagjöldin hækkuðu síðast í maí 2004, og segir Páll Magn- ússon útvarpsstjóri að sé miðað við verðlagsþróun á þeim rúm- lega tveimur árum sem liðin eru síðan þá hefðu afnotagjöldin þurft að hækka um 16% til að framlög til stofnunarinnar drægjust ekki saman. Var því sótt um leyfi til að hækka afnotagjöld um 16%, en leyfi fékkst einungis fyrir 8% hækkun. Hallarekstur hefur verið á Ríkisútvarpinu undanfarin ár, á síðasta ári var hallinn um 200 milljónir króna. Páll segir að ekki sé búið að gera milliuppgjör RÚV opinbert, en ljóst sé að vandinn hafi verið svo mikill á undanförnum árum að eigið fé stofnunarinnar sé uppurið. „Þessi 8% eru um það bil helm- ingur af þeim verðlagshækkun- um sem orðið hafa síðan síðasta hækkun fékkst, svo þetta er ekki nema helmingur upp í það. En þetta er betra en ekkert,“ segir Páll. Hann segir ljóst að það hafi ekki verið hægðarleikur fyrir stjórnvöld að hækka afnotagjöld- in um 16% á þenslutímum, en þetta verði að duga til að vega upp á móti þeim hækkunum sem orðið hafi í samfélaginu. Páll segir ljóst að hagur RÚV hafi versnað sem nemi mismun- inum á hækkuninni nú og verð- lagsþróun frá síðustu hækkun. „Það verður að taka á því með öðrum hætti. En eins og málum er háttað núna, með óbreyttum rekstri og rekstrarfyrirkomu- lagi, má segja að það er nánast innbyggt tap í reksturinn og hef- ur verið mjög lengi.“ Áform um breytt rekstrarform RÚV gætu bætt reksturinn mik- ið með því að gera stjórnendum kleift að gera reksturinn skil- virkari og komast út úr langvar- andi taprekstri, segir Páll. Hann segir að áform um nefskatt í stað afnotagjalda geri þessa hækkun ekki tilgangslitla, reiknað sé með að tekjur RÚV haldist óbreyttar þegar því verði breytt úr stofnun í hlutafélag. Afnotagjöld hækka um 8% »Afnotagjöld Rík-isútvarpsins hækka um 8% frá og með 1. október, upp í 2.921 krónu á mánuði. » Síðast hækkuðu þau um7% frá 1. maí 2004, upp í 2.705 krónur á mánuði. »Þar áður hækkuðu af-notagjöldin um 5% 1. janúar 2004, og voru eftir það 2.528 krónur á mánuði. Í HNOTSKURN ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Á hádegi í dag er spáð suðvestan 5-10 m/s og víða verða skúrir. Bjartviðri á Austurlandi. Hlýjast verður eystra.» 8 Heitast Kaldast 15°C 8°C og skoðaði sig um á Bessastöðum. Er þetta væntanlega einn af fjörugri hópunum sem þar hafa litið inn í heimsókn undanfarið. HÓPUR grænlenskra barna sem dvelja hér á landi við sundæfingar þáði í gær heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Börnin, sem eru á 12. ári, eru frá þorpum á austurströnd Grænlands. Þau ætla að að iðka hér sund, skák og kynnast landi og þjóð. Morgunblaðið/ÞÖK Sundnemar sóttu Bessastaði heim VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra segir starfsemi ratsjár- stöðva Ratsjárstofnunar mjög þýð- ingarmikla og mikilvægt sé að þær starfi áfram. ,,Hún er mikilvæg fyrir borgara- legt flug. Hún er það líka vegna varna Íslands og ekki er síður ástæða til að nefna að [ratsjárstöðvarnar] gegna mikilvægu hlutverki í sam- bandi við öryggi á norðurhöfum. Það er því augljóst að við teljum mikil- vægt að þær starfi áfram,“ segir Val- gerður. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá Ratsjárstofnun í lok maí og ekkert eftirlit hefur því verið með ómerktum flugvélum í lofthelgi Íslands frá þeim tíma. Upplýsingar sem Ratsjárstofnun aflar um flugumferð yfir Íslandi og umhverfis landið sem hafa verið nýtt- ar af varnarliðinu eru síðan fram- sendar til Flugmálastjórnar Íslands. Skv. upplýsingum Flugmálastjórnar sem fengust í gær fær flugumferð- arstjórnin áfram upplýsingar frá rat- sjárstöðvunum eins og verið hefur. Loftvarnakerfið er einnig hluti af heildarloftvarnakerfi Atlantshafs- bandalagsins. Mannvirkjasjóður NATO greiddi allan kostnað við mannvirki og búnað kerfisins, sem er því í eigu NATO en bandaríski flug- herinn hefur greitt rekstrarkostnað Ratsjárstofnunar, sem er áætlaður rúmlega 1,2 milljarðar á þessu ári. Valgerður Sverrisdóttir segir ljóst að þó nokkur kostnaður fylgi rekstri ratsjárstöðvanna. ,,Það er óljóst á þessari stundu hvernig farið yrði með þann kostnað, til framtíðar litið,“ seg- ir hún. Mikilvægt að ratsjár- stöðvarnar starfi áfram Óljóst hvernig farið yrði með kostnað sem er á annan milljarð  1,2 milljarðar | 10 FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að viðræðum Íslands og Bandaríkj- anna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september nk. í Washington. Framtíð ratsjárstöðvanna er meðal þess sem er til umfjöllunar í yfirstandandi viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmálin. ,,Við gerum okkur vonir um að það náist verulegur áfangi á næsta fundi,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir utanríkisráðherra, spurð um viðræðurnar í gær. Væntir verulegs áfanga á næsta fundi LÍKLEGA hafa fáir verið heit- bundnir jafn lengi og „kær- ustuparið“ Hrafnhildur Eiríks- dóttir og Kolbeinn Lárus Petersen, a.m.k. hlutfallslega. Í stuttu máli hafa þau „verið saman“ alla ævi og reyndar níu mánuðum betur. Mæð- ur þeirra störfuðu nefnilega mjög náið saman alla meðgönguna þar sem þær léku saman í Eldhúsi eftir máli á Smíðaverkstæðinu í Þjóð- leikhúsinu í vor. Aino Freyja Järvelä og Þórunn Lárusdóttir eru þó ekki einar leik- kvenna í sýningunni um frjósemi meðan á sýningum stendur því nú hefur María Pálsdóttir leikkona bæst í þeirra hóp en hún á von á sér í janúar. „Við vorum endalaust að tilkynna um óléttur,“ segir hún og játar að kannski hafi þungun starfsystra hennar haft áhrif á að hún ákvað að slá til. „Þegar þær voru báðar komnar með bumb- urnar fóru eggjastokkarnir að hringla á fullu og þar sem tíminn hentaði mér vel var ekki eftir neinu að bíða.“ Þar sem leiksýningin fer aftur á fjalirnar á morgun þurfa þær Aino Freyja og Þórunn að undirbúa sig með öðrum hætti en í vor enda bíða litlir þurftafrekir einstaklingar þess að tjaldið falli. „Nú er maður bara byrjaður að mjólka og búinn að koma sér upp lager inni í frysti,“ segir Aino Freyja en Þór- unn hyggst gefa syninum sopann sinn rétt fyrir sýningu. „Svo vona ég bara að minnið og textinn hverfi ekki í brjóstagjafaþokunni!“ | 28 Frjósemi á fjölunum Morgunblaðið/Ásdís Á og í maga Þórunn Lárusdóttir, Kolbeinn Lárus Petersen, María Pálsdóttir, Aino Freyja Järvelä og Hrafnhildur Eiríksdóttir. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SKÚLI Helgason hefur fetað í spor föður síns, Helga Skúla- sonar, og tekið að sér hlutverk sögumannsins í barnaleikritinu Karíusi og Baktusi sem Leik- félag Akureyrar frumsýnir fljótlega. Brá Skúli sér í hljóð- ver í gær til að taka upp, en Ást- rós Gunnarsdóttir leikstýrir verkinu. Faðir Skúla leikstýrði eftirminnilegri sjónvarps- mynd um sykursjúku félagana Karíus og Baktus árið 1970 og fór þá með hlutverk sögumannsins. Og í sjónvarpsmyndinni lék Skúli hvorki meira né minna en sjálfan Jens, drenginn sem borðaði of mikið sælgæti og fékk tannpínu. Skúli var þá fimm ára. Hann man enn hvað hann fékk í laun fyrir hlut- verkið. „Ég fékk fimm hundruð kall á verðlagi árs- ins 1970 sem var mikill peningur í augum fimm ára drengs á þeim tíma og svo fékk ég sleikibrjóstsykur eins og ég gat í mig látið … ég hugsaði um það seinna að það hefði ef til vill verið sérkennilegt að borga drengnum með sleikibrjóstsykri – svona mið- að við boðskapinn í myndinni.“ | 24 Fékk sleikjó fyrir að leika Jens LEIKSTJÓRAR heim- ildamyndarinnar Zidane: Portrett 21. aldarinnar, myndlistarmennirnir Douglas Gordon og Phil- ippe Parreno, hafa verið tilnefndir til Gucci verð- launanna, en framleiðandi myndarinnar er Sigurjón Sighvatsson. Gucci-verðlaunin eru samstarfsverkefni Fen- eyjatvíæringsins, Kvik- myndahátíðarinnar í Fen- eyjum og Gucci-fyrirtækisins þar í borg, og eru veitt í fyrsta sinn í ár. Þau eru veitt listamönnum úr öðrum listgreinum sem þykja hafa lagt merkan skerf til kvikmyndalistarinnar. Gordon og Parreno eru báðir vel þekktir myndlistarmenn, og verk þeirra prýða meðal annars Pompidou-safnið í París og Guggenheim í New York. Myndin um Zidane fær lofsamlega dóma víða um heim, en hérlendis verður hún frumsýnd á Kvik- myndahátíðinni í Reykjavík í lok mánaðarins. | 21 Zidane skorar í Feneyjum ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.