Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 31

Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 31
rannsókn MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 31 RANNSÓKN á drukknum ávaxta- flugum hefur leitt í ljós hver ein af orsökunum er fyrir því að bjór hefur meiri áhrif á fólk í hita en kulda. Frá þessu er sagt á vefn- um forskning.no. Það borgar sig að vera í dálítið köldu umhverfi ef fólk vill komast hjá því að verða of drukkið. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það hjálpar líka að drekka minna. Sama mólekúl-virkni og stjórn- ar viðbrögðum líkamans við hita- stigi hefur áhrif á áfengisþol. Drukknar ávaxtaflugur Á nákvæmlega sama hátt og manneskjur verða ávaxtaflugur drukknar þegar þær fá í sig of mikið áfengismagn. Þegar flug- urnar hafa slokrað í sig áfengi fer það út í líkamann í gegnum frumuhimnurnar. Þegar áfengið kemur að frumuhimnun heilans hefur það áhrif á sveigjanleika þeirra. Þetta truflar frumuvirkn- ina og þar af leiðandi verður fólk ölvað. Fleira hefur áhrif á frumu- himnur en áfengi og má þar m.a. nefna hitastig. Lágt hitastig gerir það að verkum að frumuhimn- urnar verða lítið eitt stífari og til að koma í veg fyrir að þær stífni alveg auka frumurnar framleiðslu sína á fitusýrum sem troða sér inn í himnurnar og mýkja þær lít- ið eitt. Sömu prótein stýra þess- um fitusýrum og stýra losun áfengis. Þetta varð til þess að prófessor við Brown-háskólann bandaríska, Kristi Montooth, fór að velta fyrir sér tengingunni þarna á milli. Heitar og kaldar flugur Montooth grundvallaði rann- sóknir sínar á spurningunni um hvort próteinin sem verða virk í köldu veðri gerðu ávaxtaflug- urnar betur í stakk búnar til að þola áfengi. Í félagi við sam- starfsfólk sitt prófaði hún tilgát- una á tveimur tegundum ávaxta- flugna. Önnur tegundin er frá hitabelti Norður-Ástralíu, þar sem hitastig er að jafnaði um 26°C, hin tegundin er frá Tas- maníu en þar er hitastigið 15°C. Þegar hitastigið var hækkað upp í 26°C hjá tasmanísku flug- unum minnkaði áfengisþolið úr 13,2% í 8,8%. Þegar áströlsku flugurnar voru settar í umhverfi þar sem hitastigið var undir 15°C jókst áfengisþol þeirra úr 12,3% í 15,2%. Áfengisþol og sveigjanleiki frumuhimnanna Rannsóknarhópurinn fann eig- inlega út að áströlsku flugurnar tvöfölduðu framleiðsluna á gen- um sem hafa áhrif á fitusýrur þegar þær voru fluttar í kaldara loftslag. Eitt þessara gena hefur áhrif á ensímið acetyl-CoA synthetase, sem stýrir mik- ilvægum samruna fitusýra og hef- ur áhrif á losun áfengis úr lík- amanum. Annað gen sem varð virkt hefur áhrif á ensímið posp- holipase D, sem losar áfengi úr himnum. Það eru því sömu þættir sem auka sveigjanleika frumuhimn- anna og auka áfengisþol. Morgunblaðið/Golli Bjór Ný rannsókn sýnir að það borgar sig að vera í dálítið köldu umhverfi ef fólk vill komast hjá því að verða of drukkið. Minna viðnám gegn áfengi í hita Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn              ! "  #$%& ' (!$ " ) * "% "    +!)  ,)  +! + "- . )  /01 *& 2 $   . + $ $$  ! ) . 3" 3(% -  % 4 $$ 5$  & % $, - $, "+$ $  (% % 6$  % + ( (%& 7$   !%  "$, (% + $ - 89 '91/) 2% $, - 89 '911 %  :! & & Fjölskylduhátíð í Listasafni Reykjavíkur 22. september VÍSINDINVIÐ STEFNUMÓT VÍSINDAVAKA 2006 Allir velkomni r! Félagsvísindadeild HÍ ● Gagnasetur HR ● Gervigreindarsetur HR ● Hafrannsóknarstofnunin ● Hjartavernd Háskólinn á Akureyri, auðlindasvið ● Háskólinn á Akureyri, viðskipta- og raunvísindadeild ● Hreinherbergi HÍ ● Hugvísindadeild HÍ Jarðvísindastofnun HÍ ● Landbúnaðarháskóli Íslands ● Landspítali háskólasjúkrahús ● Laxfiskar ehf ● Líffræðistofnun HÍ ● Líf-Hlaup ehf ● Línuhönnun hf Lyfjaþróun hf ● Marel ● Náttúrufræðistofnun Íslands ● NimbleGen Systems Inc. ● ORF Líftækni hf ● Orkusetur Orkustofnunar ● RANNÍS Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins ● ReykjavíkurAkademían ● Stjörnu-Oddi hf ● Stofnun Árna Magnússonar ● Undirbúningshópur fyrir Tilraunahús Ungir vísindamenn HÍ ● Veðurstofa Íslands ● Verkfræðideild HÍ ● Vísindamiðlun HÍ ● Vísindavefur HÍ ● Össur hf Og sérstaklega fyrir káta krakka: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn - Vísindaveröldin Þátttakendur á Vísindavöku Í DAG KL. 18:00 - 21:0 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.