Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Auðlesið 55
Staksteinar 8 Hugvekja 57
Veður 8 Minningar 56/57
Vikuspegill 16 StaðurStund 60/67
Daglegt líf 20 Krossgáta 68
Hugsað upphátt 29 Dægradvöl 69
Veiði 30 Dagbók 72
Forystugrein 38 Víkverji 72
Reykjavíkurbréf 38 Velvakandi 72
Umræðan 40/54 Ljósvakamiðlar 74
* * *
Innlent
Samfylkingin kynnti í gær til-
lögur sem miða að því að lækka mat-
arreikning heimilanna. Er gert ráð
fyrir að hægt sé að lækka reikning-
inn um allt að 200 þúsund krónur á
ári með því að framkvæma þær til-
lögur sem hagstofustjóri gerði í
skýrslu um matarverð. » 1
Landsnet undirbýr nú mat á
umhverfisáhrifum vegna nýrra
háspennulína frá virkjunum á
Hellisheiði og að álveri Alcan í
Straumsvík. Með þessu er einnig
búið í haginn fyrir álver í Helgu-
vík. » 4
Valgerður Sverrisdóttir, utan-
ríkisráðherra, ræddi stuttlega við
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins um verkefni sem miðar
að því að afgönsk stjórnvöld geti
tekið við stjórn flugvallarins í Kabúl
úr höndum bandalagsins árið 2009.
Stefnt er að því að Íslendingar stýri
verkefninu. » 8
Þingvallanefnd hefur ákveðið að
kynna tillögu að nýrri brú yfir Öx-
ará. Kynningin mun fara fram á vef-
setri nefndarinnar og leggur for-
maður Þingvallarnefndar áherslu á
að ný brú verði ekki lögð ef veruleg
andstaða komi fram. Vonast hann til
að almenningur tjái sig um tillöguna
á vefsetrinu. »6
Tillaga fasteignafélagsins Klasa
um 4.500 manna byggð á landfyll-
ingu við sunnanvert Seltjarnarnes
verður tekin fyrir á fundi skipulags-
og mannvirkjanefndar í október nk.
Félagið hefur þegar falið arki-
tektastofu að vinna tillöguna en á
svæðinu verður íbúða- og þjón-
ustubyggð. » 76
Brúnni yfir Jökulsá á Dal var lok-
að í gær og verður hún að hluta tekin
niður um helgina. Burðarvirkið
verður hins vegar látið standa og
mun hverfa í lónið. » 76
Erlent
Franskt dagblað birti í gær
skýrslu frá leyniþjónustu Frakk-
lands þar sem skýrt er frá því að yf-
irvöld í Sádi-Arabíu séu sannfærð
um að hryðjuverkaforinginn Osama
bin Laden hafi dáið úr taugaveiki
fyrr í mánuðinum. Varnarmálaráðu-
neyti Frakklands sagði að ekki væri
hægt að staðfesta fréttina. » 1
Bein Mariu Feodorovnu, danskr-
ar móður síðasta keisara Rússlands,
voru flutt áleiðis til Sankti Péturs-
borgar í gær eftir minningarathöfn í
dómkirkjunni í Hróarskeldu.
Feodorovna lést árið 1928 og hafði
óskað eftir því að verða grafin við
hlið eiginmanns síns, Alexanders III
keisara. » 1
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
blaðið Íslands þúsund ár.
FRAMTÍÐ olíubirgðastöðvarinnar í
Örfirisey, og skipulag á svæðinu,
mun að öllum líkindum liggja ljóst
fyrir á næsta ári. Verkefnisstjórn
sem kannar kosti þess og galla að
flytja birgðastöðina annað fékk sam-
þykkta tímaáætlun og fjárhags-
ramma verkefnisins á fundi borgar-
ráðs í vikunni.
Jón Viðar Matthíasson, slökkvi-
liðsstjóri slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins, segir að fyrir einu og
hálfu ári hafi verið settur af stað
vinnuhópur sem átti að ræða fram-
tíðarskipulag í Örfirisey. Sá hópur
skilaði af sér í maí sl. og er verk-
efnastjórnin að taka við og þróa
verkefnið frekar. „Meginmarkmið
með þessu verkefni núna er að koma
borgaryfirvöldum í þá stöðu að geta
stundað markvissa áhættustjórnun
þannig að þau fái raunhæfa valkosti
til að meta og velja, s.s. hvort aðrar
staðsetningar séu betri fyrir olíu-
birgðastöðina en núverandi stað-
setning.“
Stefnt er að því að verkefnastjórn-
in skili niðurstöðum sínum í apríl á
næsta ári og geta borgaryfirvöld þá
farið yfir málið og ákveðið framtíð
svæðisins. Jón Viðar segir að úr
verkefninu eigi að koma fram hvort
það sé skynsamlegur kostur að færa
birgðastöðina, en hann útilokar ekki
að sá kostur verði fyrir valinu að hún
fari hvergi. „Því menn vilja stunda
markvissa áhættustjórnun og það
getur komið upp að ekki sé sniðugt
að flytja hana og skapa þannig meiri
áhættu.“
Í verkefnastjórninni eru tveir
fulltrúar frá olíufélögunum, fulltrúi
frá umhverfissviði Reykjavíkurborg-
ar og frá Faxaflóahöfnum, ásamt
Jóni Viðari, sem er fulltrúi SHS.
Yfirvöld fái
raunhæft val
Í HNOTSKURN
»Verkefnastjórn kannar núkosti og galla þess að flytja
olíubirgðastöðina í Örfirisey.
Niðurstöðu er að vænta í apríl á
næsta ári.
»Fulltrúar frá olíufélögum,umhverfissviði, Faxaflóa-
höfnum og slökkviliðinu eiga
sæti í verkefnastjórninni.
RAGNHEIÐUR
E. Árnadóttir,
aðstoðarmaður
Geirs H. Haarde
forsætisráð-
herra, hefur
ákveðið að bjóða
sig fram í 4. sæti
á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Suð-
vesturkjördæmi
eða Kraganum
svonefnda. Flokkurinn fékk fimm
menn kjörna í kjördæminu við síð-
ustu alþingiskosningar.
„Þetta er auðvitað stór ákvörðun
og það tók mig nokkurn tíma að
velta henni fyrir mér. En nú er ég
búin að taka hana og er afar ánægð
með það,“ segir Ragnheiður.
Hún hefur verið aðstoðarmaður
Geirs frá haustinu 1998, fyrst í fjár-
málaráðuneytinu, síðan í utanrík-
isráðuneytinu og nú í forsætisráðu-
neytinu. Ragnheiður hefur setið í
fjölda nefnda á vegum ríkisins og
hefur verið í varastjórn Sjálfstæð-
isfélags Garðabæjar frá árinu 2005.
Ragnheiður lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði frá Háskóla Ís-
lands og MSFS-gráðu í alþjóða-
stjórnmálum frá háskólanum í
Georgetown. Hún er gift Guðjóni
Inga Guðjónssyni, framkvæmda-
stjóra Sirius, og á með honum einn
son og tvær stjúpdætur.
Sækist eftir fjórða
sæti í Kraganum
Ragnheiður E.
Árnadóttir
JARÐGÖNG undir Vaðlaheiði í
Svalbarðsstrandarhreppi og Þing-
eyjarsveit þar sem hringvegurinn
myndi liggja eru ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum samkvæmt áliti
Skipulagsstofnunar.
Greið leið ehf. sendi erindi til
Skipulagsstofnunar en í því kemur
fram að heildarlengd ganganna verði
7,4 kílómetrar og að hringvegurinn
muni styttast um 16 kílómetra með
tilkomu þeirra. Um einkafram-
kvæmd verði að ræða og veggjald
yrði innheimt af vegfarendum sem
myndu nýta sér göngin. Í niðurstöð-
um Skipulagsstofnunar kemur m.a.
fram að óhjákvæmilega verði nokkr-
ar ásýndarbreytingar á svæðinu
beggja vegna Vaðlaheiðar vegna
gangamunna, skeringa og umfangs-
mikilla fyllinga. Stofnunin telur þó
að hugmyndir um landmótun og frá-
gang, sem kynntar hafa verið, séu til
þess fallnar að draga úr þessum
ásýndarbreytingum en leggur
áherslu á mikilvægi samstarfs við
Umhverfisstofnun, Vegagerðina og
landeigendur við frágang og land-
mótun. Þá kemur og fram að land-
areignir beggja vegna gangamunn-
anna muni skerðast en fram-
kvæmdaaðili muni greiða bætur
fyrir það land sem raskast.
Vaðlaheiðargöng
ekki háð umhverfismati
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við hafnarbakkann við
Skúlagötu í tengslum við byggingu tónlistarhúss. Fram-
kvæmdirnar fela meðal annars í sér að hafnarbakkinn
við Austurbugt verður færður og mun þurfa að fylla
upp í um tuttugu metra belti af hafnarbakkanum.
Listaverkið Samvinna eftir Pétur Bjarnason verður
flutt til af þeim sökum og fundinn annar samastaður
vestar á Miðbakkanum. Verkið var gjöf bandarísku
sendiherrahjónanna Sue og Charles E. Cobb til Ís-
lendinga árið 1991 í tilefni af því að fimmtíu ár voru lið-
in frá því að stjórnmálasamband tókst með þjóðunum
tveimur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Samvinnu fundinn nýr staður