Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 19
Öflugasta fjarstýringin á Íslandi stendur öllum þeim til boða sem eru með ADSL þjónustu hjá Símanum!*
Með henni færðu Skjáinn þar sem þér býðst yfir 60 skemmtilegar erlendar sjónvarpsstöðvar í gæðum
sem eiga engan sinn líka á Íslandi. Að auki færðu aðgang að SkjáBíói þar sem þú leigir
bíómyndir heima í stofu, þegar þér hentar.
Til að fá Skjáinn og bestu myndgæðin ásamt SkjáBíó ferðu á sölustaði Símans eða hringir í 800 7000.
Til að fá Stöð 2 og Sýn í bestu myndgæðum á Skjánum hringir þú í þjónustuver 365 í síma 5156100.
* Ef tæknilega er mögulegt
Nú nærðuStöð2 og Sýnlíka í bestumyndgæðunum
Íboði á Skjánum
ogbíóheima í stofu
Síminn færir þér
bestumyndgæðin
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
2
7
7
Í
hugum margra er fótbolti
ástríða og slær allt annað út.
Uppáhaldsliðinu er fylgt við
hvert fótmál og tilfinningalíf
hins sanna stuðningsmanns
sveiflast í takt við velgengni og mót-
læti liðsins. Það liggur í hlutarins
eðli að aðeins örfá lið hampa titlum
hvað eftir annað. Áhangendur
flestra liða verða að sætta sig við
jafnt og þétt mótlæti, en þá verða
sigurstundirnar vitaskuld þeim mun
sætari.
En hvað kostar það að láta mót-
lætið yfir sig ganga svo árum og
jafnvel áratugum skiptir? Á því hef-
ur ekki verið gerð úttekt á Íslandi
svo vitað sé, en nýverið birtist
greinargerð frá Virgin Money um
það hvað breskur knattspyrnuáh-
angandi, sem sækir leiki heima og
að heiman, kostar til á ævinni. Nið-
urstaðan er tæpar fjórtán milljónir
króna og er þá miðað við 52 ár. Þá
er gert ráð fyrir að viðkomandi
kaupi ársmiða á heimaleiki fyrir 20
þúsund pund (2,7 milljónir króna),
sæki úti- og bikarleiki reglulega fyr-
ir 11.600 pund (1,5 milljónir króna),
greiði 40 þúsund pund í ferðakostn-
að (5,4 milljónir króna) og 25.900
pund (3,5 milljónir króna) fyrir ým-
iss konar aukahluti á borð við trefla
og treyjur.
Dugir fyrir tveggja vikna
kaupi Coles eða 31 síðu úr
penna Rooneys
Þessar niðurstöður hafa vakið
nokkra athygli og orðið pistlahöf-
undum efni í nokkra dálksentí-
metra. Giles Smith skrifar dálk í
Lundúnablaðið The Times þar sem
hann gerir frekar lítið út upphæð-
inni og segir að hún myndi til dæm-
is aðeins rétt duga til að kaupa
sparkkunnáttu knattspyrnumanns-
ins Ashley Cole í tvær vikur. Hann
veltir málinu einnig fyrir sér frá
bókmenntahliðinni: „Sennilegar
heimildir gefa til kynna að Wayne
Rooney muni fá fimm milljónir
punda (676 milljónir króna) fyrir
fimm binda meistaraverk, sem hann
hyggst ljúka við á ferli sínum.
Fyrsta bindið kom nýlega út og
telst vera 311 síður með atriðisorða-
skrá. Ef framleiðsla hans helst stöð-
ug á samningstímanum mun Roo-
ney fá greidd 3.215,43 pund (435
þúsund krónur) á síðu. Ætlar ein-
hver að segja mér að 52 ára tryggð
við knattspyrnufélag með öllum
þeim sögum og mannlegu dramatík
sem fylgir sé ekki meira virði en 31
síða með prósa eftir Rooney?“
Simon Hattenstone hjá dag-
blaðinu The Guardian lítur svo á að
14 milljónirnar séu borgaðar fyrir
ævilöng vonbrigði. Honum kemur
mest á óvart að meðaltalið skuli
ekki vera hærra: „Vinur minn var
að punga út 1.700 pundum (230 þús-
und krónum) fyrir ársmiða á leiki
Arsenal. Á því verði myndi hann ná
14 milljónum án þess að komast á
útileik. Því má bæta við að hann
slapp vel – dýrustu ársmiðarnir hjá
Arsenal kosta 4.400 pund (595 þús-
und krónur) á „klúbbsvæðinu“.“
Hvernig hefði Karl Marx
brugðist við?
Hattenstone blandar Karli Marx
inn í málið þegar hann veltir fyrir
sér hvernig knattspyrnufélögin fara
með almenning: „Ef Karl Marx
væri á lífi í dag er líklegt að hann
myndi a) styðja AFC Wimbledon
eða Real Man United [svo] og b)
verja mestöllum tíma sínum í aðal-
bókasafninu í Manchester við rann-
sóknir á kenningu, sem kallaðist
„knattspyrna: örheimur félagslegs
ranglætis í kapítalísku samfélagi“.
Arðrán hinna vinnandi stétta kemur
hvergi betur fram en á knatt-
spyrnumarkaðnum. Hvernig eiga
venjulegir áhangendur að hafa efni
á því að fara á leiki? Þeir hafa það
ekki, en margir sleppa nauðsynjum
til þess að sanna tryggð sína við
málstaðinn. Eins og Marx myndi
segja: „Boltinn er ópíum fólksins“.“
Hattenstone tekur spænska liðið
Barcelona sem dæmi um það að
hægt sé að ná árangri án þess að
kreista hverja krónu út úr áhang-
endunum. Þar kostar dýrasti ár-
smiðinn 300 pundum minna en
ódýrasti ársmiðinn hjá Arsenal. Síð-
an bendir hann á að til séu áhang-
endur, sem vilji láta féfletta sig og
tekur dæmi um einn, sem hafi eytt
375 milljónum punda (50 milljörðum
króna) í að fylgjast með knatt-
spyrnuliðinu Chelsea leika heima og
að heiman og hafi í þokkabót aðeins
stutt liðið í þrjú ár.
Reuters
Dýr ástríða Ódýrasti ársmiðinn á heimaleiki Arsenal er 40 þúsund krónum
dýrari en dýrasti ársmiðinn á heimaleiki Barcelona. Thierry Henry tekur
horn á nýjum velli Arsenal í London.
ÍÞRÓTTIR»Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
„Boltinn er
ópíum fólksins“
Knattspyrnuáhuginn getur kostað skilding-
inn þegar stórlið eru annars vegar. Nú hefur
verið reiknað út hvað breskir knattspyrnu-
áhugamenn borga að meðaltali á ævi sinni
fyrir að fylgja áhugamálinu eftir.