Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 30

Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 30
fíkniefnavandinn 30 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ... VIÐ SKEMMTILEGT FÓLK ... VIÐ SPENNANDI Taktu þátt, hvert ár skiptirmáli“, er yfirskrift for-varnaverkefnis gegn fíkni-efnavandanum sem hrund- ið hefur verið af stað í grunnskólum landsins. Fimmtudagurinn 28. sept- ember nk. er helgaður baráttunni gegn fíkniefnum. „Vísindalegar rannsóknir sýna að hægt er að draga úr hættu á að börn og unglingar ánetjist fíkniefnum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sem er verndari þessa átaks og átti frumkvæði að for- varnaátakinu. Þrír grunnþættir reyndust skv. rannsóknunum áhrifaríkir í baráttu foreldra fyrir því að börn þeirra verði ekki fíkni- efnaneyslu að bráð – heillaráðin eru sem mest samvera foreldra og barna, seinkun á því að unglingar hefji áfengisdrykkju og loks þátt- taka barna og unglinga í íþróttum og æskulýðsstarfi. Hin einföldu þrjú heillaráð duga vel sé þeim fylgt „Þessar rannsóknir sem okkar bestu félagsvísindamenn hafa stundað um áraraðir eru mjög mik- ilvægur leiðarvísir,“ segir Ólafur. „Það hafa verið uppi allskonar hugmyndir á undanförnum árum um hvað myndi duga í baráttunni 28. september er átaksdagur gegn fíkniefnum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti er verndari átaksins. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ólaf Ragnar, sem átti frumkvæði að verkefninu. Morgunblaðið/Ásdís Gegn fíkniefnum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, styðja átakið. Forvörnin er hjá okkur sjálfum Jakob V. Hafstein hefur mætt á Ið- una síðustu tíu ár. „Það er yndislegt að kíkja út um gluggann þegar mað- ur vaknar á morgnana og hafa þetta fallega útsýni yfir allt svæðið,“ segir hann þar sem við stöndum upp við veiðihúsið. Hann hnýtir rauða Kröflutúpu á mjög sveran taum. „Hérna er alltaf von á trölla, það þýðir ekkert grennra en 22 punda tauma. Maður hefur séð þá stóru stökkva hér.“ Hann bendir á straumskilin sem eru svo einkennandi fyrir vatna- svæðið. „Ég veiði eingöngu á flugu hérna. Maður bregður fyrir sig spæninum þegar aðstæður eru von- lausar.“ Ég spyr Jakob hvort ein- hverjar flugur séu í uppáhaldi hjá honum. „Kröflurnar hans Kristjáns eru gríðarlega góðar og skemmtilegar. Þær fengust lengi vel ekki í búðum en ég hef alltaf átt gamlan lager af þeim. Frances hefur líka gefið mér marga fiska, enda hef ég notað hana mikið í gegnum tíðina. Í gamla daga, þegar ég var að veiða í Laxá í Aðaldal, voru það hefðbundnu ensku flugurnar, sem eru gríðarlega fallegar. Doctorarnir, Sweep og Sapphire blue.“ Jakob veiddi mikið í Aðaldalnum með föður sínum. Í bókinni Laxá í Aðaldal sem Jakob heitinn skrifaði og gefin var út árið 1965 hefst einn kafli á þessari lýsingu: Stangveiði | Veitt með Jakobi V. Hafstein á Iðu Veiðiáhuginn fylgir nafni Morgunblaðið/Golli Á Iðu Feðgarnir og nafnarnir Jakob V. Hafstein við áningastað veiðimanna á Iðu í H́vítá; vatnaskilin liggja utar. „Við komum hér fyrr í sumar og náðum tíu löxum á einum og hálfum degi,“ segir Jakob eldri. Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.