Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 34
daglegt líf 34 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H árið á Mary Ellen Mark er svart, enda höfuðið framköll- unarherbergi. Hæglátt fas, tvær fléttur og ber- ir fætur í opnum skóm, eiginlega minnir hún á indíána. Nema hún er alltaf með vélbúnað í höndunum, ef ekki mynda- vél þá farsíma. Augnablikin eru dýrmæt ljós- myndurum. Stúlka og strákur liggja fléttuð saman á Lyngási. Þegar Mary Ellen sér ljós- myndir Ellenar starfsmanns af þeim, þá stekk- ur hún upp á stól og byrjar að smella. Anika og Magnús haldast arm í arm og Mary Ellen kall- ar: – Eru þau skotin? Ágústa starfsmaður hlær bara. Á veggnum eru myndir af mótorhjólum og stórt plakat myndarinnar „Superman Returns“. Í næsta herbergi liggur Beinta María í fanginu á Birnu starfsmanni og potar í augað á henni; þannig tjá sumir væntumþykju sína, – eða er það kannski stríðni? Mary Ellen neyðist til að hætta þegar Anika er sótt. Eftir liggur Magnús og horfir upp í stjörnubjart loftið, þar sem stjörnur hanga á snúrum. Þannig eru stjörnurnar á þessum stað – þær skína bjart en þurfa festinguna. Gengur inn í heiminn – Það er gaman að fylgjast með henni vinna, þetta er meiri eljan,“ segir Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Safamýrarskóla. Hún kemur átta á morgnana og stendur í ströngu til fimm á daginn. Og greinilegt að hún gengur inn í þennan heim eins og ekkert sé eðlilegra. Þegar krakkarnir fara í sund þá stekkur hún ofan í til þeirra til að ljós- mynda þau þar. Hún lætur sér ekki nægja að fylgjast með heldur tekur þátt í lífi þeirra. Mary Ellen Mark hefur fylgst með fötluðum krökkum í Safamýrarskóla, á Lyngási og í Öskju- hlíðarskóla í heilan mánuð og myndað þá fyrir ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafni Íslands sem opnuð verður í september á næsta ári. Á sama tíma hefur Martin Bell eiginmaður hennar tekið upp efni fyrir heimildarmynd um líf Alexanders Pálssonar, fatlaðs stráks í Öskjuhlíðarskóla, en Martin hefur m.a. fengið óskarstilnefningu fyrir heimildarmyndina Streetwise um líf unglinga á götunni í Seattle. Mary Ellen þekkir vel til í Öskjuhlíðarskóla, því hún var tilnefnd til verð- launa á Visa Pour l’Image-ljósmyndahátíðinni í Perpignan í Frakklandi fyrir myndaþátt frá degi í Öskjuhlíðarskóla sem birtist í Morgunblaðinu í árslok 2005. Á meðal þeirra krakka sem hún myndaði var Alexander. – Hann er ástæðan fyrir því að ég réðist í þetta verkefni, segir hún. Eftir því sem ég kynntist honum betur rann upp fyrir mér hve mikið er í hann spunnið. Hann talar ekkert tungumál, en getur samt tjáð sig og skilningurinn er meiri en mig óraði fyrir. Hann skynjar allt og drekkur það í sig. Þegar ég geng inn á skólalóðina sér hann mig alltaf, alveg sama hversu langt er í hann, hann er með haukfrána sjón, og honum sárnar ef ég byrja ekki á að heilsa honum. Ég mun sakna Alexanders. Þannig byrjaði ég á þessu verkefni – við tengdumst strax. Og það sama gerðist þegar ég hitti Steinunni [Sigurðardóttur fatahönnuð] án þess að ég hefði hugmynd um að hún væri móðir hans. Hún og Páll [Hjaltason arkitekt] hafa hugsað einstaklega vel um hann. Þau elska hann svo mikið. Er hann ekki yndislegur, spyr hún Martin. – Jú, hann er einstakur krakki, svarar Martin. Þannig er oft samskiptamynstrið hjá þeim, um leið og Mary Ellen hefur orðað hugsun, þá varpar hún henni sem spurningu yfir á Martin. – Er það ekki, Martin? Teikningar eftir krakka Það er húsfyllir á opnum fyrirlestri Mary Ell- en í Listaháskólanum og margir verða frá að hverfa. Hún situr við borð, flettir myndum á tjaldinu og segir sögur af sumu því sem fyrir augu ber, svo sem tólf ára vændisstúlku í Bombay og tvíburasystrunum Paulu og Paulie sem eiga sér þá ósk að deyja saman. – Ég ætla að halda annan stærri fyrirlestur með nýju myndunum þegar sýningin verður opnuð í Þjóðminjasafninu, segir þessi hálfsjö- tuga kona, sem er einn virtasti ljósmyndari samtímans. Hún er margverðlaunuð og var um aldamótin valin áhrifamesti starfandi kven- ljósmyndarinn af einu helsta ljósmyndatímariti Bandaríkjanna, American Photo. Þegar Mary Ellen Mark sekkur sér ofan í við- fangsefnin kemst ekkert annað að, sem sést vel á því að hún verður áhugalaus ef talið leiðist að öðru. Oftast snúa verkefnin að fólki sem er frá- brugðið að einhverju leyti eða býr við sérstakar kringumstæður. Hún gengur þá inn í aðstæð- urnar, nær trausti fólks og fylgir því eftir dög- um og vikum saman. Dæmi um það eru frásagnir sem hún hefur unnið gagngert fyrir tímarit og bækur, eins og þegar hún fylgdist í nokkrar vikur með Fe- derico Fellini gera kvikmyndina Satyricon, dvaldi á öryggisdeild fyrir geðsjúkar konur í Oregon um nokkurra vikna skeið, fylgdist með lífinu á líknarheimili Móður Theresu í Kalkútta eða bjó meðal vændiskvenna í Bombay. Á sýningunni á Þjóðminjasafninu næsta haust verða einnig myndverk eftir nemendur Safamýrarskóla. Til tals hefur komið að sýn- ingin fari víðar með UNICEF, en það er enn á hugmyndastigi. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður er formaður fulltrúaráðs UNI- CEF og segist hafa lýst hugmyndinni á stjórn- arfundi og talað um hvað þetta væru frábærir krakkar, hvert með sínu móti. – Ég sagðist vilja bæta myndum þeirra í bók- ina. Þar á meðal væru stórkostlegar teikningar eftir stúlku sem hefði unnið til verðlauna í sam- keppni barna, ekki einungis fatlaðra. Þá spurði Eiður Guðnason, sem einnig á sæti í stjórninni: „Manstu hvað hún heitir?“ Ég svaraði: „Lára Lilja.“ Þá sagði hann stoltur: „Þetta er dóttur- dóttir mín sem þú ert að lýsa.“ Spörfugl og smali Þegar blaðamann ber að garði í Safamýr- arskóla er Mary Ellen Mark að mynda Önnu Sóleyju sem situr í fanginu á starfsmanni og raular hip hop lag. Í rúminu fær Karolis púst og kallar Mary Ellen litla drenginn „spörfuglinn“. Hún nefnir krakkana gjarnan á lýsandi hátt. Ef til vill til að komast nær þeim. Yfir í Lyngási sitja Halli og Pétur í sófanum. – Þeir eru bestu vinir, segir hún. Úr hátalaranum ómar hip hop í flutningi 50 Cent. Halli stendur upp, gengur til blaðamanns, grípur hönd hans og stígur í takt við sveifluna. Og þó að hann setjist aftur helst sveiflan í búkn- um. Pétur sýgur puttann, sem hann gerir ekki alla jafna, en hann er óvenju spenntur þennan dag. Það eru margir framandi gestir í heim- sókn. Mary Ellen er með myndavélina á lofti, en hefur þó róandi nærveru, án þess hún tali mikið þegar hún vinnur – hún tjáir sig með látbragð- inu. Halli bregður á leik og gerir dýrahljóð. – Hann var smali í fyrra lífi, segir hún og brosir góðlátlega. Það kunna fleiri trikk. – Hvernig gerir töffarinn, spyr Anna starfs- maður. Pétur krossar hendur og gerir rappmerki með fingrunum. – Brostu, segir hún vinalega. Og hann brosir. – Eru þetta klíkumerki – og hvar hefur hann þá lært þau, spyr Mary Ellen. – Þetta er örugglega merki leynilegrar klíku hryðjuverkamanna sem þrífst einungis innan veggja þessa skóla, segir Martin og hlær. Pétur lætur sér fátt um finnast í rapparabux- unum sínum. – Hann heldur að hann sé svartur, en hann er hvítur, segir Mary Ellen. – Hann á langa leið fyrir höndum, segir Mart- in brosandi. Stjörnur á snúrum Mary Ellen Mark hefur ljósmyndað fatlaða krakka í Safamýr- arskóla og á Lyngási í heilan mánuð. Hún er að sýna litbrigði mannlífsins; krakkana sem stundum gleymast. Pétur Blöndal talaði við ljósmyndarann og fleiri sem að verkefninu koma. Vinir Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark með Bjössa vini sínum úr Lyngási sem hún kallar „bangsa“. Morgunblaðið/Mary Ellen Mark Einn dagur Mary Ellen Mark var tilnefnd til verðlauna fyrir myndaþátt úr Öskjuhlíðarskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.