Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 36
daglegt líf 36 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ F yrir ofan skrifborð Ingvars Gíslasonar hangir málverk Erlings sonar hans af útvegs- býlinu Bjargi á Norð- firði, þar sem Ingvar ólst upp. Við málverkið hanga myndir af ungum manni og ungri konu. – Eru þetta foreldrar þínir, spyr blaðamaður háttvís. – Þetta er ég ungur og þetta er konan mín, svarar Ingvar og bendir á myndirnar, – þegar mannsmynd var á okkur, bætir hann við og hlær. Ingvar fæddist á Norðfirði árið 1926 og varð áttræður á þessu ári. Hann er hæglátur í fasi, orðvandur og vart er hægt að hugsa sér virðu- legri feril, þingmaður frá 1961 til 1987 og menntamálaráðherra frá 1980 til 1983. En það er blik í aug- unum. Ef til vill stríðnisglampinn frá æskuárunum á Norðfirði. Eftir að hann hefur traktérað blaðamann á kaffi og vínarbrauði sveiflar hann öðrum fæti upp á stólarminn í betri stofunni, hárið lausbeislað, hneppt frá hálsmálinu og vestið dökkt við svarta skyrtu. – Hefur fatastíllinn breyst frá því þú hættir á þingi? – Já, ég er farinn að ganga eins og ræfill til fara, segir hann glettinn. Nú hef ég kastað bindinu. Það hélt ég að kæmi aldrei fyrir mig. Ingvar bjó á Norðfirði til átján ára aldurs, ólst upp á stóru heimili og var farinn að hjálpa föður sínum Gísla Kristjánssyni útvegsbónda við störf- in kornungur. – Ég man eftir mér átta ára að beita, en það var nú meira leikur, segir hann mildilega. Ég hjálpaði til við saltfiskverkun og búskapinn, einkum var ég ágætur sláttumaður og hafði gaman af því að slá með orfi og ljá. Ég byrjaði ekki á því fyrr en ég var ellefu ára og átti lítið orf sem var búið til handa mér. Ég tók þátt í slætti til sumarsins 1944 en eftir það hættu foreldrar mínir búskap. Ingvar hafði nóg fyrir stafni sem lítill gutti og tólf ára fór hann á síld. – Það var bara leikur, segir hann, en samt! Þegar ég horfi aftur var þetta frjálslegur og skemmtilegur tími fyrir okkur börnin. Og ég tek æskubekkinn oft sem dæmi um hversu margt gott fólk getur rúmast í einni kennslustofu. Það voru ekki próblemin þar. – Nei, takk! – Varstu grallari? – Tilfellið var að ég var svolítill prakkari, svarar Ingvar með prakk- arasvip eins og hann sé til alls vís. Það kom fyrir að maður lagði í smá hrekki, en það var svo skammarlegt margt af þessu. Við höfðum gaman af því að hrekkja kalla sem tóku því illa, en þetta var í mesta sakleysi. Nei, nei, maður var enginn engill, langt frá því. En samt held ég að ég hafi nú komið mér þokkalega vel. Í stríðslok fluttu foreldrar Ingv- ars, Gísli og Fanný Ingvarsdóttir, norður til Akureyrar, en þá var hann reyndar sestur á skólabekk í MA. – Pabbi var mikill athafnamaður á Norðfirði og hafði mikið umleikis til sjós og lands. Hann var þó fyrst og fremst útgerðarmaður og byrjaði upphaflega á saltfiskveiðum, en á kreppuárunum féll verð á saltfiski, þannig að hann gafst upp á því. Þá keypti hann síldarskip og skip sem átti að flytja fisk til Englands. En vegna breyttra atvinnuhátta kaus hann að flytja norður, enda voru þar betri möguleikar á síldarútgerð. Eft- ir sjósókn í aldarfjórðung var allt einskis virði sem hann átti og ekkert upp úr því að hafa. Kommúnistar voru orðnir áhrifa- miklir á Norðfirði þegar þetta var og náðu meirihluta árið eftir eða 1946. – Haft var á orði að pabbi hefði flú- ið kommana. En hann vildi nú ekkert kannast við það. Enda gerðu þeir honum ekkert. En þetta voru öflugir menn, Lúðvík Jósefsson fremstur, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stef- ánsson. Þá hófust menntaskólaárin og er Ingvari minnisstætt hversu lítill samgangur var milli nemenda og kennara, helst að Sigurður Líndal Pálsson enskukennari véki sér að þeim og gengi með þeim Eyrar- landsveginn niður í bæ. En þeim mun meiri samgangur var nemenda í milli. – Við vorum alltaf í heimsóknum hver hjá öðrum og í djúpum samræð- um, en reyndum að standa okkur í náminu, að minnsta kosti nógu vel til að komast upp á milli bekkja. Regl- urnar voru skýrar og ef menn fylgdu þeim, þá nutu þeir mikils frelsis þess utan. Öll áfengisnotkun var bönnuð og ekki mikið drukkið í mínum hópi, enda erfitt að komast yfir áfengi. Ég hafði líka engan áhuga á því, smakk- aði það ekki fyrr en ég hafði fullorðn- ast meira. En reykingar voru ansi al- gengar, enda gerðu menn sér enga grein fyrir hættunni sem þeim fylgdi. Ingvar var ákveðinn í því að ger- ast blaðamaður allt frá unglingsár- unum á Norðfirði. Á meðan hann var að finna sína hillu í Háskólanum vann hann eitt ár sem blaðamaður á Vikunni til að sjá fyrir sér. – Ég hefði getað verið lengur og mér líkaði blaðamannskan vel, enda hafði ég stúderað hana bóklega, skrifað mikið í skólablöðin og verið ritstjóri Munins. Ég hafði ekki unnið lengi þegar ritstjórinn sagði við mig að hann væri farinn í sumarfrí. Það gekk ágætlega, ég sá um útgáfu á fjórum blöðum. En kaupið var lágt og ég var óánægður með að hafa ekki lokið háskólaprófi, svo ég skráði mig í lögfræði á vordögum árið 1950 og lauk kandídatsprófi árið 1956 eða fyrir fimmtíu árum. Þá var ég orðinn þrítugur og þriggja barna faðir. Ingvar kynntist Ólöfu Auði Er- lingsdóttur í MA og tóku þau saman þegar hann flutti til Reykjavíkur ár- ið 1947. Þau eignuðust fimm börn og þegar hún lést í fyrra höfðu þau ver- ið gift í 57 ár. – Nú er ég einn, segir Ingvar. Það var afskaplega mikil breyting. Sér- staklega fyrst eftir að ég varð aleinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prakkari Ingvar Gíslason var „svolítill prakkari“ í æsku á Norðfirði. Andinn í limrunum heillaði mig Pétur Blöndal ræðir við INGVAR GÍSLASON Við manninn mælt – Hún nær ótrúlegu sambandi við fötluðu börnin sem persónur, lítur ekki undan og skyggnist á bakvið. Hún er næm á fólk, góður mann- þekkjari og með ríka mannúð. Og hefur sérhæft sig í umhverfi sem blasir ekki við, þó að það sé fyrir aug- unum á okkur. Skilningur á mörgum víddum Mary Ellen Mark segist undrandi á því hversu ljúfir í viðmóti starfs- menn Safamýrarskóla og Lyngáss séu. – Ég kynntist því þegar ég mynd- aði á stofnun í Oregon fyrir konur sem áttu við geðræn vandamál að stríða að sumir starfsmenn unnu þar vegna þess að þá skorti sjálfstraust og vildu komast í valdaaðstöðu. En ég hef á tilfinningunni að aðeins afburða fólk komi til álita sem starfsmenn í Safamýrarskóla og á Lyngási. Ég hef líka myndað í Öskjuhlíðarskóla og markið er sett hátt á þessum stöðum. Það er stöðugt verið að örva krakk- ana, ekki síst í Safamýrarskóla og á Lyngási þar sem þeir þurfa meira á því að halda. Þar er hópurinn smærri og nándin meiri, enda nálægt því að vera einn starfsmaður á hvern krakka og sumir hafa jafnvel unnið með þeim árum saman. Mary Ellen Mark hefur áður myndað börn á líknarheimili Móður Theresu í Kalkútta og segir starfs- andann svipaðan þar. – Þá á ég ekki við hvað fjármuni snertir, því þar var mikil fátækt, heldur ástúð og umhyggju. Ég finn líka sterkt að starfsmenn og aðstand- endur blygðast sín ekki fyrir börnin eins og maður hefur fundið sums staðar, heldur njóta þess að vera með þeim, kynnast persónuleika þeirra og hversu létt þau eru í sér. – Stoltið leynir sér ekki! Margrét skýtur inn í: – Eiður sagði einmitt á stjórn- arfundi UNICEF að móðir eins barnsins hefði verið spurð hvort þetta væri ekki mikil byrði. „Þetta er ekki byrði heldur guðs gjöf,“ svaraði hún. – Steinunn segir þetta líka, bætir Martin við. – Ég get sagt litla sögu sem styður þetta, segir Mary Ellen. Ein stúlkan er óskaplega andlitsfríð og þegar ég hafði orð á því við móður hennar að hún væri með augu dóttur sinnar, þá svaraði hún: „Nei, hennar eru miklu fallegri.“ Það réði miklu um verkefnavalið að Mary Ellen Mark langaði til að takast á við þá áskorun að ná að kynnast krökkunum. – Þeir eru svo djúphyggnir að það tekur tíma að átta sig á þeim og þess vegna er hætta á að fólk vanmeti þá. En svo rennur það upp fyrir manni hvað skilningur þeirra er á mörgum víddum. Og maður má gæta sín að særa ekki tilfinningar þeirra, eins og sást þegar Sóley lét til sín taka: „Hvað um mig?“ Ég hafði ekki veitt henni sömu athygli og hinum krökkunum. Ljósmyndir grípa augnablikið Í Öskjuhlíðarskóla eru krakkarnir farnir að þekkja Mary Ellen og sumir heilsa henni með nafni. – Ein stúlkan stillti sér upp við hliðið að eigin frumkvæði og vildi að ég tæki myndir af sér. Þegar ég heimsótti bekkinn hennar þekkti hún mig ekki aftur, en um leið og hún sá polaroid-myndavélina í frímínútum, þá ruddist hún efst í rennibrautina og stillti sér upp þar. Sá sem vildi kom- ast upp á eftir henni varð alveg brjál- aður, en hún hreyfði sig hvergi. Martin Bell hefur verið við tökur í Öskjuhlíðarskóla undanfarinn mánuð og því vaknar spurning hvort munur sé á efnistökum ljósmyndara og kvik- myndatökumanns. – Já, það er mikill munur, segir Mary Ellen. Ljósmyndir geta ekki reitt sig á sögu viðfangsefnisins held- ur verða að vera sjálfstæðar, hver ein og einasta. Sagan getur ekki skipt máli fyrr en á ljósmyndasýningu eða í bók, sem er gallerí í sjálfu sér. Kvik- myndatökuvél eru allir vegir færir, en sumt skilar sér ekki á ljósmynd, eins og strákurinn í Öskjuhlíðarskóla sem getur snúið hlutum á fingrinum á sér eða strákurinn sem brosti í nudd- herberginu þegar lyktin af nuddolí- unni barst að vitum hans. – En frábærar ljósmyndir grípa augnablikið og það er andstætt eðli kvikmyndar, segir Martin. Þess vegna tekst ljósmyndurum oft ekki að flytja sig yfir í kvikmyndir, af því að þeir eru alltaf að leita að augna- blikinu. Í kvikmyndum er augnablikið ekki eitt heldur samsett úr mörgum myndskeiðum. – Martin fann endi á heimild- armyndina í dag, segir Mary Ellen hróðug. – Það getur verið, segir hann var- færinn. Ég á eftir að klippa atriðið, en krakkarnir voru að planta trjám. Veðrið var ömurlegt þegar lagt var af stað úr bænum og ég spurði hvort þau ætluðu að fresta ferðinni, en það var af og frá, – þessir harðgeru Ís- lendingar. Og þegar við komum á áfangastað var veðrið dásamlegt og athöfnin táknræn og falleg. Krakkinn með trukkana Daginn eftir er Ólafur B. Ólafsson tónmenntakennari að spila snákalag- ið í Öskjuhlíðarskóla og Martin Bell eltir snákinn með myndavélinni. Krakkarnir stýra snáknum, Alexand- er fremstur í hjólastólnum og Guð- laugur ýtir honum áfram. Hann er nefndur „guðfaðirinn“, því hann er alltaf að gera öðrum greiða, s.s. opna dyrnar eða ná í grátþurrku. Og allir dagar hefjast á því að hann faðmar Alexander að sér þegar krakkarnir mæta í skólann. – Flestir óttast tilveru þessara krakka og líta undan, segir Martin. En ég vona að heimildarmyndin verði til þess að færa krakkana skrefi nær því að vera manneskjur í huga fólks og auki skilning á þeirra aðstæðum. Geitungur blandar sér í leikinn og gerir atlögu að Ólafi, sem tekst að ná honum með því að smella saman hönd- um, og geitungurinn dettur á gólfið. – Vill einhver ábót, segir hann og brosir. Svo útdeilir hann hljóðfærum, setur Atla við trommurnar og segir: – Þá er Tommy Lee mættur! Allt gengur sinn vangagang, þó að stundum verði óvæntar uppákomur, eins og Mary Ellen kynntist: – Einn strákurinn heldur á tveim trukkum hvert sem hann fer og ein- hvern veginn fékk hann þá flugu í höfuðið að ég vildi stela þeim af hon- um, segir hún og hlær. – Þú ætlaðir líka að gera það, segir Martin stríðinn. – Alltaf þegar hann sér mig hleyp- ur hann í felur, heldur Mary Ellen áfram. – Ég vildi að hann væri með spjall- síðu, segir Martin. Þá stæði þar: „Hún kom aftur í dag – að leita að trukkunum mínum.“ Morgunblaðið/Mary Ellen Mark Sundtími Nemendur Öskjuhlíðarskóla í sundi á mynd Mary Ellen Mark.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.