Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 49

Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 49 ÖLDUGATA 17 - 220 HAFNARFIRÐI SÖLUSÝNING Í DAG MILLI KL. 16 OG 17 Rúmgott og virðulegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar, 185 fm, þar af 12 fm þakrými og 20 fm bílskúr. Húsið er 6 herbergja og skiptist í kjallara, hæð og ris. Sólpallur fyrir framan húsið og útgengi út í garð út frá þvottahúsi. TILBOÐ ÓSKAST Elsa Björg Þórólfsdóttir viðskiptastjóri elsa@domus.is s. 664 6013/440 6013 Laugavegi 97, Reykjavík, sími 440 6000 Laus við kaupsamning Lækjarbakki – Selfossi Steypt 170,9 fm einbýlishús, byggt 2004 auk 34,6 fm bílskúrs. 4 herb. + 1 stofa. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa... Dásamlega rómantískt hús á besta stað á Selfossi í barnvænu hverfi, 5 mínútna göngufæri frá leikskóla. Algjört dúllerí og blúndur í sérflokki, eitthvað sem þú bara verður að skoða, ég á ekki orð! Þarna er líka ekta prinsessuherbergi með handmáluðum vegglistaverkum, baðherbergið er eins og amerískt spa með sérpantaðri innréttingu frá Tex- as, sú eina á landinu. Sérsmíðuð stórglæsilegt eldhúsinnrétting með frönskum hurðum. Góð lofthæð og geggjað gólfefni, mjög gott heildar- skipulag í einstaklega smekklega innréttuðu húsi. Láttu ekki þetta framhjá þér fara. Verð 37 millj. Þröstur Árnason lögg. fasteignasali og Sigurður Sveinsson hdl. og lögg. fasteignasali Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. ● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið- stígar og reiðvegir liggja til allra átta? ● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug og hönd? ● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr- ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við þéttbýlið? ● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs- ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf? Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign- arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð. Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm. Hitaveita. Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%. Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði. Fasteignasalan Garður • Skipholti 5 • Símar 562 1200 og 862 3311 SÖLUSÝNING í dag sunnudag kl. 13-17 NÝTT Á ÍSLANDI! Búgarðabyggð! – TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG – Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja Hver er draumurinn? Sölufólk hjá Fasteignasölunni Garði ásamt landeigendum verða á staðn- um og veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar. Einnig má fá upplýsingar í símum 562 1200 og 862 3311 eða senda tölvupóst á gard@centrum.is Sími 533 4040 Fax 533 4041 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Fyrir trausta og fjársterka viðskiptavini hefur okkur verið falið að auglýsa eftir eignum: Raðhúsi í Fossvogi og sérhæð eða rúmgóðri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Góðar greiðslur í boði. Uppl. veitir Dan V. S. Wiium í síma 533 4040 og 896 4013. EIGNIR ÓSKAST FOSSVOGUR – VESTURBÆR Kristinn Valur Wiium sölumaður, s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is ÉG MÓTMÆLI harðlega þeim hugmyndum að fylla flugvall- arsvæðið í Keflavík af ríkisstofn- unum. Það er enginn metnaður í þessum hugmyndum. Flugvallarsvæðið, með öllum þeim byggingum og aðstöðu sem þar eru getur verið grunnurinn að stærstu viðskiptahugmynd Ís- landsögunnar. Tækifærin eru í að gera svæðið að fríríki með skatt- frjálsri verslunarmiðstöð af stærstu gerð. Einnig heilsurækt- arstöð og hvíldarstað fyrir metn- aðarfulla sem geta notið dvalar í umhverfi sem ætti engan sinn líka í Evrópu. Söfn og nátturminjar með að- gang að Bláa lóninu geta verið heimsfræg miðstöð hvíldar og hressingar. Leifsstöð á að koma að þessu ásamt Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum. Þetta getur verið lykill Íslend- inga að alþjóðaviðskiptum þar sem flugskýlin geta verið alþjóðlegar sýningarhallir. Sjálfsagt að fjármálastofnanir verði staðsettar á svæðinu sem dyrnar að útrás Íslendinga. Um- hverfi þarf að gera aðlaðandi í kringum íbúðir á svæðinu. En fyrst og fremst er þetta tækifæri sem ekki má eyðileggja með því að fylla svæðið af dauðum rík- isstofnunum. ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON, húsgagnasmíðameistari. Fríríki á Keflavík- urflugvelli Frá Árna Birni Guðjónssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.