Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HEILBRIGÐ-
ISMÁL hafa verið
mikið í umræðunni að
undanförnu, einkum í
tengslum við málefni
Landspítala –háskóla-
sjúkrahúss. Lækna-
stéttin hefur í þessu
máli gengið hart fram
og flíkað því ákaft hve
ábyrgð þeirra gagn-
vart sjúklingum sé
mikil. Eins og málum
er háttað, sé hætta á að
hagsmunum þeirra
verði kastað fyrir róða.
Nú er það svo að þegar minnst er á
ábyrgð lækna, þá rótar það upp hjá
þeim einstaklingum sem telja sig
hafa farið illa út úr lífinu, beinlínis
vegna læknamistaka. Undirritaður
er í þessum hópi og hann telur sig
ekki hafa orðið varan við þessa miklu
ábyrgð læknanna.
Meint mistök sem áttu sér stað við
geislameðferð á höfuðæxli í veik-
indum dóttur minnar á því virta
sjúkrahúsi Karólínska í Svíþjóð í lok
febrúar 1982, hafa aldrei verið við-
urkennd, en þarna áttu í hlut bæði ís-
lenskir og sænskir læknar. Nefndin
sem starfar hér á landi og tekur fyrir
meint læknamistök hefur tekið þetta
mál tvívegis fyrir og komist að sömu
niðurstöðu, að skammturinn hafi ekki
verið of stór, en samt liggur það ljóst
fyrir að geislinn fór dýpra en hann
átti að fara, skemmdi fremsta hluta
heilans með þeim afleiðingum, að
dóttir mín er mjög fötluð, ósjálf-
bjarga að flestu leyti og vart líður á
löngu þar til hún verður bundin hjóla-
stól vegna hreyfihömlunar, afleið-
ingar heilaskemmdanna.
Einhver hlýtur að bera þarna
ábyrgð, hvort sem það eru íslenskir
eða sænskir, og barnið var sent út frá
íslensku sjúkrahúsi, Landspít-
alanum.
Eins og gefur að skilja þá hefur
þetta mál legið á mér lengi og nú er
svo komið að ég verð að segja þessa
sögu, sem er miður skemmtileg.
Það var 15. desember 1979 sem
okkur Hólmfríði Hjaltadóttur fædd-
ist yndisleg dóttur, Ólöf Arna. Allt
virtist í lagi í fyrstu, en þegar hún var
um tveggja ára aldurinn í ársbyrjun
1982 tókum við eftir því að vinstra
augað var að færast fram og varð
þetta áberandi á skömmum tíma. Við
fórum með hana til læknis á Sauð-
árkróki, þar sem við bjuggum, og
vorum þá spurð að því hvort barnið
hefði rekið sig á. Nei, við höfðum ekki
orðið vör við það. Við
fórum með barnið milli
lækna á staðnum og í
maímánuði sendi Birgir
Guðjónsson okkur með
Ólöfu Örnu til sérfræð-
ings á Akureyri, Magn-
úsar Stefánssonar.
Magnús hafði ekki skoð-
að barnið lengi þegar
hann ákvað að senda
okkur með hana taf-
arlaust suður, þar sem
hún var lögð inn á Land-
spítalann. Við gerðum
okkur strax grein fyrir því að þarna
var mikil alvara á ferðum og í hönd
fór rannsókn á æxli í höfði og frumu-
breytingasjúkdómi. Við tóku tvær
erfiðar vikur þar sem beðið var eftir
greiningu á því hversu alvarlegs eðlis
sjúkdómurinn væri.
Í hönd fór lyfjameðferð og þegar
hún dugði ekki var ákveðið að við
færum með Ólöfu Örnu á Karólínska
í Svíþjóð í lok febrúar 1983. Okkur
skildist að geislameðferðin sem þar
átti að gera, væri tiltölulega hættu-
laus, enda tæki þar sem hægt væri að
stilla dýpt geislans vel, en slík tæki
voru þá ekki til hér á landi.
Með geislameðferðinni var hægt
að koma böndum á sjúkdóminn, en
æxlið hjaðnaði samt ekki eins og von-
ast var til og það var síðan fjarlægt
með skurðaðgerð á Borgarspít-
alanum árið eftir að mig minnir, 1984.
Við vorum að vona að þar með væri
beina brautin framundan eða svo gott
sem, en svo var aldeilis ekki. Í ljós
kom að Ólöf Arna var mikið á eftir
sínum jafnöldum og kom það í sjálfu
sér ekki á óvart, en þessi mismunur
jókst. Hún þurfti að fara í sérskóla og
það sem verra var að Ólöf fór að
missa mál og var orðin algjörlega
mállaus um 12 ára aldur.
Á þessu tímabili fengum við ýmsar
greiningar frá læknum, m.a. eina þar
sem talið var að hún væri með heila-
rýrnunarsjúkdóm sem sennilega
væri í tengslum við krabbameins-
sjúkdóminn sem hún var með áður og
okkur skildist að þetta myndi smám
saman draga hana til dauða. Þetta
var hræðileg greining, en sem betur
fer var vonin alltaf sterkari en allt
annað og í rauninni vorum við á þess-
um tímapunkti orðin sannfærð um að
„Læknamafían“
viðurkenndi aldrei
mistökin
Þórhallur Ásmundsson fjallar
um málefni dóttur sinnar og
meint læknamistök
Þórhallur Ásmundsson
Opið hús á Klapparstíg 14
sunnudaginn 24. sept. milli kl. 15:30 og 16:30
Glæsilegar 3ja herbergja íbúðir á jarðhæð og 2. hæð í nýju lyftuhúsi steinsnar frá Skugga-
hverfinu á mótum Klapparstígs og Lindargötu. Íbúðirnar skiptast í stórt opið rými, stofu,
borðstofu og eldhús, tvö rúmgóð svefnherbergi og fallegt baðherbergi. Í íbúðinni á 2. hæð
eru góðar svalir en suðurverönd með sérafnotarétti á jarðhæðinni.
Mjög vandaður frágangur einkennir íbúðirnar þar sem hvergi hefur verið til sparað. Hurðir
íbúðanna, fataskápar ásamt bað- og eldhúsinnréttingum eru úr eik. Eldhústæki eru einnig
vönduð og með stáláferð en blástursofn, gufugleypir og keramikhelluborð fylgja. Það er
innfelld halogenlýsing í stofu, eldhúsi og gangi og gólfhiti er í öllum herbergjum, hvert með
sérhitastilli. Íbúðirnar eru afhentar tilbúnar án gólfefna.
Albert Björn Lúðvígsson
sölumaður, s. 840 4048
Guðrún Árnadóttir
lögg. fasteignasali
Sýnum í dag tvö glæsileg um 100 fm hús á mjög góðum útsýnisstað í Skorradalum. Húsin, sem
eru á um 4.000 fm eignarlóðum, skilast fullbúin að utan með stórri verönd og rúmlega fokheld
að innan. Um er að ræða mjög vönduð hús. Verð 22 millj. Áhvílandi 15 millj. kr. sumarhúsalán
og seljandi getur útvegað frekari fjármögnun.
Sölumaður Þórhallur sími 896 8232, Hlynur sími 616 9199.
SÖLUSÝNING Í DAG KL. 13-15
INDRIÐASTAÐIR - SKORRADAL
HRÍSÁS 19 OG 21
Í AÐDRAGANDA
að kosningu nýrrar
stjórnar Heimdalls
gerðu framboðin allt
til að næla í fleiri at-
kvæði. Eitt af því var
að láta unglinga, und-
ir lögaldri, skrá sig í
Sjálfstæðisflokkinn
gegnt því að þeir fengju bjór og
fleiri veigar í partíi sem framboðin
héldu. Auk þess fengu þau bíó-
miða og fleira ef þau kusu. Þetta
viðgekkst líka fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í vor og prófkjörin
þar áður og var mest áberandi hjá
Sjálfstæðisflokknum, þó eitthvað
hafi einnig verið um það hjá öðr-
um flokkum.
Finnst öllum í lagi að stjórn-
málaflokkar þessa
lands, þeir sem semja
lögin, brjóti þau og
gefi unglingum undir
lögaldri áfengi? Svo
ekki sé talað um
„múturnar“, nammi,
matur og drykkur,
svo þau kjósi, þótt að
sjálfsögðu sé það
þeirra lokaákvörðum
hvort og hvern þeir
kjósi.
Einnig veit ég þess
dæmi að fyrir próf-
kjör innan Sjálfstæðisflokksins
hafi verið hringt í nemendur
Verslunarskólans og þeir beðnir
um að ganga í flokkinn til að kjósa
þennan eða hinn. Ef þeir neituðu
eða sögðust ekkert vita um stjórn-
mál var gengið á þá, jafnvel hringt
oft í þá, og sagt „gefðu mér bara
kennitöluna þína, er hún ekki
010101-0101? Sko ég skrái þig
bara og þú getur alltaf skráð þig
Kosningabarátta
Heimdallar
Brynhildur Bolla-
dóttir fjallar um
stjórnarkjör í Heim-
dalli og aðferðir við
prófkjör
Brynhildur Bolladóttir
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122