Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 53
mistök hefðu átt sér stað í Svíþjóð, þó
læknarnir vildu ekki viðurkenna það.
Seinna þegar myndir voru skoð-
aðar sagði læknir mér að á fremsta
hluta heilans væri eins og brunasár.
Ég vissi alveg hvað það þýddi.
Og nú kann einhver að spyrja,
könnuðuð þið ekki lagahliðina með
tilliti til bótaréttar? Jú, við gerðum
það, en þar sem afleiðingarnar voru
svona lengi að koma í ljós tapaðist
dýrmætur tími. Jón Steinar Gunn-
laugsson lögfræðingur og nú hæsta-
réttardómari vann mál fyrir foreldra
á Akureyri. Ég hafði samband við
Jón, en hann taldi einsýnt að það
þýddi ekkert að sækja málið fyrir
dómstólum hér á landi, þar sem það
teldist fyrnt. Hann benti mér á að
hafa sambandi við Jóhann Pétur
Sveinsson lögfræðing, sem þá starf-
aði mikið fyrir landssamtökin Sjálf-
björg og gæti hann hugsanlega sótt
bótarétt í gegnum samtök í Svíþjóð.
En til þessa kom ekki, þar sem Jó-
hann Pétur Sveinsson lést því miður
nokkrum vikum seinna.
Þar með vorum við komin í öng-
stræti með málið og ekki árennilegt
að fara lengra með það, enda hvorki
móralskur né fjárhagslegur styrkur
fyrir hendi, þetta langa „stríð“ hafði
tekið sinn toll.
Síðustu árin hefur verið talsvert
um að sköpuð sé staða umboðsmanns
fyrir hinu og þessu, meira að segja
umboðsmaður íslenska hestsins. Mér
er ekki kunnugt um að til sé staða
umboðsmanns sjúklinga, og kannski
veitir ekki af því, en ég ætla samt
ekki að leggja það til.
Hinsvegar segi ég þessa sögu í von
um að það sem ég og fyrrverandi
kona mín þurftum að ganga í gegn-
um, heyri sögunni til og langveik
börn og sjúklingar njóti meiri
ábyrgðar læknastéttarinnar og í raun
íslenska heilbrigðiskerfisins en þetta
dæmi sannar. Lái mér hver sem vill,
að mér komi í hug það ljóta nafn
„læknamafían“ hér í fyrirsögn grein-
arinnar.
En ég vil samt ekki skilja svo við
þetta mál, öðruvísi en þakka lækn-
unum Guðmundi Jónmundssyni og
Jóni Kristinssyni og öllu starfsfólki
Barnaspítala Hringsins kærlega fyr-
ir allt.
»… segi ég þessa söguí von um að það sem
ég og fyrrverandi kona
mín þurftum að ganga í
gegnum, heyri sögunni
til og langveik börn og
sjúklingar njóti meiri
ábyrgðar læknastétt-
arinnar…
Höfundur er blaðamaður og ritstjóri,
búsettur á Siglufirði.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 53
Teikningar og nánari upplýsingar á www.kjoreign.is Arkitektar: T.ark, Brautarholti 6
GLÆSILEGAR SÉRHÆÐIR MEÐ ÚTSÝNI YFIR ELLIÐAVATN
KLAPPAKÓR 1 - 203 KÓPAVOGI
• VANDAÐAR INNRÉTTINGAR OG INNIHURÐIR MEÐ
SÉRVÖLDUM EIKARSPÓN
• STAÐSETNING HÚSANNA ER FRÁBÆR OG ÚTSÝNI
STÓRBROTIÐ
• FULLBÚNAR SÝNINGARÍBÚÐIR
• SÖLUMENN KJÖREIGNAR VERÐA Á STAÐNUM
Ármúla 21 • Reykjavík • Sími 533 4040 Netfang: kjoreign@kjoreign.is • Fax 533 4041
UM ER AÐ RÆÐA SÉRLEGA VÖNDUÐ
OG VEL STAÐSETT HÚS Á FRÁBÆRUM
ÚTSÝNISSTAÐ
Húsin eru alls fimm og eru tvær til fjórar íbúðir í húsi. Tíu
íbúðanna eru 3ja herbergja 84,5 fm og sjö íbúðir eru fimm
herbergja 149,0 fm. Að auki fylgir íbúðunum sérmerkt
stæði og sérgeymsla í lokuðu bílastæðahúsi. Íbúðirnar eru
til afhendingar fljótlega tilbúnar án gólfefna. Þó eru bað-
herbergi flísalögð á vandaðan hátt í hólf og gólf. Lofthæð
íbúðanna er meiri en venja er og hurðirnar eru í yfirstærð.
jöreign ehf
Fasteignasala
SÖLUSÝNING Í DAG
SUNNUDAG KL. 14–16
Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is
Gott viðskiptatækifæri
í veitingarekstri
Til sölu vel rekinn veitingastaður í glæsilegur húsnæði, sem sér-
hæfir sig í hádegisþjónustu. Segja má að einungis sé um dag-
opnun virka daga að ræða, en mikil eftirspurn er eftir frekari
þjónustu á þeim vettvangi. Staðurinn kallar á að hafin verði
þjónusta á kvöldin og um helgar.
Frábært tækifæri fyrir einn eða fleiri aðila með matreiðslu-
og/eða þjónsþekkingu sem vilja skapa sér eigin stöðu á mark-
aðnum.
Stórgóð tækifæri til enn frekari vaxtar á sviði veisluþjónustu og
á hvers kyns kvöld- og helgarverkefnum ef menn vilja.
Húseign staðarins er einnig til sölu, en er ekki skilyrði. Því getur
langur leigusamningur fylgt.
Frekari upplýsingar gefur Guðmundur Valtýsson
hjá Fasteignakaupum.
Vandað 174 fm endaraðhús á eftirsóttum stað. Húsinu fylgir auk
þess 26 fm stæði í bílageymslu. Húsið skiptist m.a. í rúmgóðar
stofur með fallegum arni, stórt eldhús og þrjú rúmgóð svefn-
herbergi. Úr stofum er gengið út í garð. Stórar suðursvalir eru útaf
efri hæð hússins. Mikil lofthæð er á efri hæð. Parket og flísar á
gólfum. Vandaðar innréttingar. V. 48,9 m. 5754
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Kringlan - Endaraðhús
26.900.000 - Laus strax.
108,8 fm ásamt 38 fm bílskúr, útihús um 200
fm, þarfnast lagfæringar. 2 LANDSPILDUR
sem eru í leigu til 25 ára, samtals 23 ha. Til-
valið til trjáræktar eða beitar.
Þórgunnur s. 483 1041 / Helgi Már s. 530 1808.
Birkihlíð - 825 Stokkseyri
Glæsilegar íbúðir
í miðbæ Reykjavíkur
Garðatorg kynnir fimm glæsilegar, nýjar íbúðir í
miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða þrjár íbúðir á
3. hæð og tvær á 4. hæð. Um er að ræða 3ja og
4ja herbergja íbúðir. Verð 28,5-36,5 millj.
úr flokknum“. Óharðnaðir ungling-
arnir gátu ekkert sagt og létu
ganga yfir sig. Fæstir eiga eftir að
nenna að standa í því að afskrá
sig og það er aðeins meira mál, en
að segja það, af óskiljanlegum
ástæðum.
Ef einstaklingur er ekki orðinn
18 ára og það er hringt svona í
hann, þarf þá ekki að tala við for-
eldra fyrst og fá leyfi? Alla vega
til að skrá hann í sjálfan flokkinn,
en ekki bara ungliðahreyfinguna,
og til þess að hafa kosningarétt í
t.d. stjórnarkosningum Heimdallar
þarf viðkomandi að vera skráður í
sjálfan flokkinn.
Þessi framboð, sem gera þetta,
ættu að skammast sín rétt eins og
þeir stjórnmálamenn sem hafa
gert þetta áður. Svona fólk vil ég
ekki að stjórni landinu mínu eða
sé framtíðar stjórnmálamenn
landsins.
» Svona fólk vil ég ekkiað stjórni landinu
mínu eða sé framtíðar
stjórnmálamenn lands-
ins.
Höfundur er menntaskólanemi.