Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 59
Easyline 105
Kerrur til sölu á gamla verðinu!
Verð frá 39.900. Innanmál
105x84x32 cm. Burðargeta 350 kg.
8" dekk. Klassakerra frá Easyline.
Lyfta.is - Reykjanesbæ -
421 4037 - www.lyfta.is
Húsviðhald
Póstkassa samstæða Plexi-
form.is 5553344 Stærri hólf/ fyrir
stigahús 8.000- pr.hólf. Stafir/
húsnúmer 690.- pr. staf, nokkrar
leturgerðir/ svart og hvítt. Sófa-
borð fyrir gróður/ plast og gler,
3 stærðir.
Kerrur
Smáauglýsingar 5691100
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Ný launakönnun VR er komin út. Kynntu þér niðurstöður
hennar á www.vr.is og berðu mánaðarlaun þín saman
við kjör annarra félagsmanna.
Hvar stendur þú
í launastiganum?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Bridsfélag Kópavogs
Fyrsta spilakvöld haustsins byrj-
aði rólega, en 12 pör mættu þó til
leiks í eins kvölds tvímenning.
Efstu pör:
Sigrún Þorvarðard. – Oddur Hannesson 135
Ragnar Björnss.– Sigurður Sigurjónss. 128
Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánss. 126
Næsta fimmtudag hefst þriggja
kvölda tvímenningur og að venju er
spilað í Hamraborg 11, 3. hæð, og
hefst spilamennska kl. 19.30.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 21.9.
Spilað var á 12 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S
Oliver Kristóferss. – Gísli Víglundss. 250
Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 243
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 238
Árangur A–V
Ragnar Björnsson – Pétur Antonson 312
Jóhannes Guðmannss. – Unnar Guðmss. 273
Viggó Nordqvist – Gunnar Andrésson 270
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á 13 borðum 21.
sept. Miðlungur 264. Efst vóru í NS
Páll Ólason - Elís Kristjánsson 330
Sigtr. Ellertsson - Þorsteinn Laufdal 319
Halla Ólafsdóttir - Pálína Kjartansd. 318
Sigríður Gunnarsd. - Lilja Kristjánsd 281
AV
Leifur Jóhanness. - Jón Stefánsson 339
Birgir Ísleifsson - Ernst Backmann 320
Björn Björnsson - Haukur Guðmss. 308
Gréta Finnbogad. - Trausti Eyjólfss. 274
Spilað er mánudaga og fimmtu-
daga kl. 13.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson | norir@mbl.is
FRÉTTIR
BORIST hefur
eftirfarandi at-
hugasemd frá
Sigurbirni
Sveinssyni, for-
manni Lækna-
félags Íslands:
„Tómas Helga-
son, prófessor
emeritus, dr.
med., fékk birtar
þ. 23.9. í Morgun-
blaðinu tvær ályktanir aðalfundar
Læknafélags Íslands, sem nokkur
styr hefur staðið um.
Er það vel. Með ályktununum
voru einnig birtar greinargerðir
hans, sem hann lét fylgja tillögum
sínum til fundarins. Fyrirsögn þess-
arar birtingar var: Greinargerðir
Læknafélags Íslands. Er það
óheppilegt orðalag, þar sem í grein-
argerðunum koma fram skoðanir
Tómasar en ekki endilega fundar-
manna.
Greinargerðir Tómasar lýsa þó vel
þeim jarðvegi sem ályktanir aðal-
fundar LÍ eru sprottnar úr.
Heppilegra hefði verið að birta
þetta efni undir þeirri fyrirsögn sem
hér er að ofan heldur en þeirri, sem
valin var.
Sigurbjörn Sveinsson,
formaður Læknafélags Íslands.“
Greinargerðir
Tómasar Helgasonar
LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir
eftir vitnum af umferðaróhappi
sem varð á gatnamótum Sæbrautar
/Langholtsvegar föstudaginn 22.
september kl. 16.28. Þar var hvítri
Toyota Corolla skutbifreið ekið
vestur Sæbraut og beygt að Lang-
holtsvegi til suðurs og ljósgrárri
Hyundai Trajet skutbifreið var ekið
austur Sæbraut og varð árekstur
með þeim á gatnamótunum. Öku-
menn voru ekki sammála um af-
stöðu umferðarljósanna er óhappið
varð. Vitni eru vinsamlegast beðin
um að hafa samband við umferð-
ardeild lögreglunnar í Reykjavík í
síma 444-1130.
Lýst eftir vitnum
FYRIRLESTUR verður haldinn í
Lögbergi, á morgun, mánudaginn
25. september, í stofu 102, kl.
12.20–13.20.
Fyrirlesturinn byggist á rann-
sókn sem fjallar um starfsum-
hverfi hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra á LSH og tengsl þess við
starfsánægju, kulnun og gæði
hjúkrunar. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt að styrkjandi stjórn-
unarhættir hafa jákvæð áhrif á
líðan starfsmanna og gæði þjón-
ustunnar.
Í fyrirlestrinum verður rætt
um hvaða þættir hafa áhrif á líð-
an starfsmanna á LSH. Einkum
verður fjallað um hvaða stjórn-
unaraðferðir geta haft jákvæð
áhrif á starfsánægju og dregið úr
kulnun og jafnframt haft jákvæð
áhrif á þjónustu við sjúklinga
spítalans.
Fyrirlestur um
gæði hjúkrunar
KRABBAMEINSFÉLAG Reykja-
víkur hefur um árabil haldið nám-
skeið fyrir einstaklinga eða hópa
sem vilja hætta að reykja.
Næsta námskeið hefst fimmtu-
daginn 28. september nk. Þátttak-
endur hittast sex sinnum á fimm
vikna tímabili, að námskeiði loknu
er þátttakendum fylgt eftir.
Á námskeiðinu fá þátttakendur
fræðslu og ráðgjöf til að hætta að
reykja ásamt stuðningi til að takast
á við reyklausa framtíð. Leiðbein-
andi er Ingibjörg Stefánsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Hægt er að
skrá sig í síma 540 1900.
Reykbindindis-
námskeið hefst
Sigurbjörn
Sveinsson