Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Í ár eru tuttugu og sjö ár liðinfrá því Rauðu khmerarnirvoru hraktir frá völdum í Kambódíu. Þá hafði ógnarstjórnin verið við völd í heil fjögur ár í landinu og leitt af sér dauða tæpra tveggja milljóna saklausra borgara. Fjöl- margir voru teknir af lífi án dóms og laga en enn aðrir sultu í hel eða týndu lífi í vinnubúðum kommúnistastjórnarinnar sem kennd var við Angkar. Margir sér- fræðingar kjósa í dag að færa tölu látinna nær þriðju milljón sem gerir voðaverkin í Kambódíu að einu hroðalegasta þjóðarmorði síð- ustu fimmtíu ára. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því að SÞ samþykktu að koma á laggirnar sérstökum rétt- arhöldum yfir eftirlifandi leiðtog- um Rauðu khmeranna, hefur eng- inn verið dæmdur. Leiðtogi þeirra, Pol Pot náðist ekki fyrr en árið 1997 en hann lést ári síðar saddur lífdaga, áður en að réttarhöld yfir honum gátu hafist. Ástæðuna fyrir því að svo illa gengur að hefja réttarhöldin er vísast að finna í veikum innviðum stjórn- og rétt- arkerfis Kambódíu. Landið allt er enn í rústum eftir stjórnartíð Pol Pots þar sem opinberir starfs- menn, lögfræðingar, verkfræð- ingar og aðrir menntamenn voru kerfisbundið leitaðir uppi og myrt- ir af ómenntuðum vígamönnum stjórnarinnar sem trúðu því að öll utanaðkomandi menntun og vitn- eskja væri af hinu illa og Angkar til ama.    Eina áhrifamestu frásögninaum stjórnartíð Rauðu khmer- anna er að finna í sjálfsævisögunni Stay Alive My Son sem kambód- íski stærðfræðingurinn Pin Yathai skrifaði. Yathai vann sem verk- fræðingur hjá hinu opinbera þeg- ar Rauðu khmerarnir komust til valda og var hrakinn ásamt 17 manna fjölskyldu sinni úr höf- uðborginni Phnom Pehn, til að vinna á hrísgrjónaökrum landsins sem allir höfðu verið þjóðnýttir. Stjórnmálaástand Kambódíu hafði fram að því einkennst af spillingu og stjórnleysi og þegar Rauðu khmerarnir boðuðu jöfnuð og rétt- læti sáu margir Kambódear fram á betri tíð. Sú von brást hins veg- ar snögglega þegar hið rétta and- lit Angkar kom í ljós. Hrís- grjónaakrarnir reyndust eins og og vinnubúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni, vera þrælk- unarbúðir þar sem heilu fjölskyld- urnar létust ýmist úr hungri eða illri meðferð af hendi frelsaranna.    Frásögn Yathais er eins og áð-ur sagði áhrifmikil og það er allt að því ótrúlegt til þess að hugsa að maður eins og hann hafi ekki misst vitið við að horfa upp á fjölskyldu sína – foreldra, systkini, börn og eiginkonu – veslast upp og deyja vegna beinna áhrifa Rauðu khmeranna. Bókin er nauð- synleg lesning fyrir áhugafólk um stjórnartíð Pol Pots í Kambódíu en hún er einnig stórkostlegur vitnisburður um lífsvilja mannsins og staðfestu frammi fyrir ólýs- anlegri grimmd og hrikalegu óréttlæti. Helvíti á jörðu »Hrísgrjónaakrarnirreyndust [...] vera þrælkunarbúðir þar sem heilu fjölskyldurn- ar létust ýmist úr hungri eða illri meðferð af hendi frelsaranna. Hörmungar Þrjár milljónir manna urðu fórnarlömb Rauðu khmeranna. hoskuldur@mbl.is AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Undarleg orðræða þess efn-is hvort hægt sé að verahægri grænn hefur und-anfarið verið í gangi, sem allt eins má yfirfæra í spursmálið hvort mögulegt sé að vera hægri listamaður. Hvorutveggja slíkt him- inhrópandi hugsanabrengl að farsæl- ast er að leiða samræðuna hjá sér. En telja verður mjög eðlilegt að hér áður ánetjuðust listamenn komm- únisma meður því að fræðin báru í sér mikla samúð með lítilmagnanum og listin byggist að stórum hluta á húmanisma og virðingu fyrir lífinu. Reynslan hefur þó sýnt að er til kom var grunnt til botns í þessum húm- anisma, einnig skal minnast þess að hugtökin friður og húmanismi voru jafn töm í munni kommúnista og naz- ista, en í báðum tilvikum orðið að innantómri tuggu er yfir lauk. Annað mál og í hæsta mátaraunhæfur umræðugrund-völlur væri hins vegar hvern- ig listin hefur verið notuð og misnot- uð allt frá því hugtakið var skilgreint á endurreisnartímabilinu. Það er hins vegar nýrri tíma afkvæmi að hagnýta sér listina jafnt í staðbundn- um sem heimspólitískum tilgangi, setja samasemmerki við róttækni í skapandi athöfnum og róttækni í pólitík. Öllum má þó vera ljóst að ill- mögulegt er að setja skynfærin und- ir tilbúnar fræðikenningar, eðli þeirra breytist ekki, um náttúrulög- mál að ræða og milljónir ára að þróast. Menn mála hvorki betur né leika snilldarlegar á hljóðfæri með því að aðhyllast rétta skoðun né veifa rétta flokksskírteininu, og í áranna rás hafa strangtrúaðir síður en svo málað fegurstu altaristöflurnar. Myndlist er til að mynda miklu meira en opin frásagnarháttur, þannig býr sjálfur myndflöturinn yf- ir mörgum duldum sem og óskil- greindum lögmálum, er einmitt aðall hennar og aðdráttarafl. Veit ekki betur en að listamenn með ólíkar skoðanir hafi valið sér myndefni og tjáhátt eftir eigin höfði, þótt jafnan láti mun fleiri í þessu efni sem öðrum berast með straumnum. Í handverki er sömu sögu að segja, fjöldi þeirra sem eftirgerir hluti er margfalt meiri en þeirra sem virkja sköpunargáfu sína jafnvel þótt það kalli yfir þá fá- tækt og harðræði, mögnin halda þeim í fjötrum eins og vímuefni. List- in á sig sjálf, er ekkert flæði sem al- farið er hægt að stöðva einangra og eigna sjálfum sér og skoðunum sín- um til fremdar og vegsauka. Allar til- raunir til að alhæfa og miðstýra hafa fyrr eða síðar borið í sér stöðnun og úrkynjun. Hvað ást á náttúrunni og sköp-unarferlinu öllu snertir,gilda svipuð lögmál. Náttúr- an er frumkraftur og alltaf á hreyf- ingu sem ekkert mannlegt fær stöðv- að, en svo komið og fyrir stjórnlausan ágang lifir mannkynið á tímum sem verndun hennar er orðin að lífsspursmáli. Menn hafa haldið sig geta eignað sér náttúruna og hagnýtt endalaust til efnahagslegs ávinnings, þótt það stríði gegn vist- kerfinu. Náttúra og listir eiga það sameiginlegt að innibera líf og ekk- ert á jörðinni getur þrifist án full- tingis þeirra. Allar framfarir undir því komið að virk framrás hafi hér sinn eðlilega gang og bakland, um það er öll mannkynssagan til vitnis. Heimurinn virðist vera að gera sér þetta ljóst eins og ég hef vísað til í pistlum mínum undanfarið og hér er gamla Evrópa engin undantekning. Náttúru og umhverfissjón- armiðum vex stöðugt ásmegin um þvera álfuna, kemur meðal annars fram í herferð gegn fjölgun öku- tækja, takmörkun á umferð þeirra í miðborgum og lokun stærri iðn- og orkuvera Þessa sér einnig stað í listum ogað sjálfsögðu sýnilegast íarkitektúr eins og við blasir í glæsilegum nýbyggingum í Norður- Evrópu, og áfram er haldið um end- urbyggingu og endurnýjun fornra kirkna og herrasetra, má hér helst nefna Frúarkirkjuna í Dresden. Að- sóknin eftir opnun hennar hefur framkallað firnalangar biðraðir og síðast er ég vissi var ekkert lát á henni. Og í nýuppgerðri Land- stjórahöll hefur græna hvelfingin svonefnda, hvar Ágúst sterki af Sax- landi varðveitti dýrgripi sína, verið endurbyggð og færð í upprunalegt horf frá 1733. Græna hvelfingin er einstætt sam- safn gripa eftir völundinn Johan Melchior Dinglinger skart- gripameistara hirðarinnar, sem hann útfærði í félagi við bræður sína Georg Friðrik og Georg Kristófer ásamt myndhöggvaranum Baltasar Permoser. Hvað sem einhverjir kunna að segja um bruðl í gulli, og eðalsteinum líkt og safírum, demönt- um smarögðum (grænum gim- steinum) er hér um völundarsmíði að ræða sem slær flestu ef ekki öllu við í heimi hér og gerir að verkum að jafnt forhertir kommúnistar sem hörðustu íhaldsmenn súpa hveljur. Listaborgin mikla er sem óðast að rísa úr öskustó og öðlast sinn fyrri orðstír, mesta lýtið á henni svo kom- ið er rússneski arkitektúrinn frá eft- irstríðsárunum Þá ber að geta þess að á Vilhel- míubryggju í Rotterdam, hvar hol- lenska Ameríkulínan hafði fyrrum aðsetur, er risin 43 hæða íbúða- samstæða, sem er mjög í anda stað- bundinnar nútímalistar og hins flata og knappa landrýmis. Arkitektinn, hin 51 árs gamla Francina Houben, er höfuð Mecano arkitektastofunnar í Delft. Samstæðan bætist við frægar byggingar í næsta nágrenni eftir Renzo Piano, Norman Foster og Peter Wilson. Í Hollandi kunna menn flestum betur að nýta rýmið og skapa um leið einstakar og hrifmikl- ar byggingar. Í Düsseldorf á sömu- leiðis sér stað mikil endurnýjun í arkitektúr, og er það liður í því að þar voru menn hræddir um að þeir væru að dragast aftur úr, einnig hvað listaviðburði snertir. Opnað hefur verið nýtt safn í endurgerðu Landþingshúsi, Museum K21, hvar hátt er til lofts og vítt til veggja, og frá 16. september til 7. janúar stend- ur yfir myndlistarhátíð í allri borg- inni, Quadriennale 06, sem ætla mætti að margur ungur og framsæk- inn landinn eigi mikið erindi á (www, kunshalle-dusseldorf.de). Og í Lista- höllinni er á sama tíma uppi sýning á verkum Caravaggios sem allir hljóta að nálgast með lotningu, ungir sem gamlir, háir sem lágir, íhaldsmenn sem kommúnistar(www.museum- kunst-palast.de).Þá er vert að minn- ast þess að 500 ár eru liðin frá andláti Andrea Mantegna, hirðmálara Gon- zagna í Mantua, sem var einn af hin- um stóru á endurreisnartímabilinu, og af mörgum álitinn hinn sérstæð- asti. Hér greip ég einungis í eitt ogannað hendi næst en afnógu er að taka, minni ein- ungis enn einu sinni á þá miklu upp- byggingu og þær metnaðarfullu og staðbundnu innrásir sem hvarvetna eiga sér stað í vestri austri suðri og norðri, meðan fámenna þjóðin á Dumbshafi hummar slíkt af sér og hugar einungis að umbúðum og út- rásum. Gleymir að huga að eigin verðmætum, byggja yfir þau og halda einarðlega fram… Hræringar Hið nýja Risavaxin 43 hæða íbúðasamstæða arkitektsins Francina Houben er risin á Vilhelmíubryggju í Rotterdam. Til vinstri Hotel New York Hið gamla Endurbyggð Frúarkirkjan í Dresden. Síðast þegar ég vissi var ekkert lát á hinu gríðarlega aðstreymi fólks til kirkjunnar. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.