Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 63

Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 63 Kynning á NordForsk Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Kynning á styrkjaáætlunum NordForsk, Hvammi, Grand Hóteli, þriðjudaginn 26. september klukkan 8:15 til 10:00. NordForsk er sjálfstæð stofnun með það hlutverk að efla norræna samvinnu í rannsóknum og rannsóknarnámi. NordForsk auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr tveimur nýjum áætlunum um norræn öndvegisnet. Önnur er á sviði velferðarrannsókna og hin á sviði rannsókna á matvælum, næringu og heilsu. Á fundinum verða áætlanirnar kynntar og starfsemi NordForsk almennt. Umsóknarfrestur Velferðarrannsóknir 16. október Matvæli, næring og heilsa 23. október Dagskrá ● 8:15 Setning Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís. ● 8:20 Hlutverk NordForsk Hafliði Pétur Gíslason prófessor, fulltrúi Íslands í stjórn NordForsk. ● 8:35 Norræn öndvegisnet Eiríkur Smári Sigurðarson, Rannís. ● 8:50 Matvæli, næring og heilsa Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. ● 9:20 Velferð Tryggvi Þór Herbertsson prófessor, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. ● 9:50 Aðrir rannsóknastyrkir hjá NordForsk Eiríkur Smári Sigurðarson, Rannís. Fundurinn hefst klukkan 8:15 og honum lýkur klukkan 10:00. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur skrái sig með tölvupósti til rannis@rannis.is SKREF UPP á við (Step Up) er til- brigði við kunnuglegt stef sem birtist í rómantískum dansmyndum allt frá Footloose til Save the Last Dance, en hún fjallar um samband ungrar stúlku af efri stétt við strák úr einu af óæðri hverfum bæjarins. Bæði eru dansarar af guðs náð þótt þau hafi skólast á ólíkan hátt. Nora (Jenna Dewan) er á lokaári í fínum listaskóla og er að æfa útskriftarverkefni sitt sem hún vonast til að muni fleyta sér inn í hinn harða heim nútímadansins. Tyler (Channing Tatum) er alinn upp í fátækrahverfi borgarinnar þar sem aðallega búa blökkumenn, en sjálfur er hann hvítur. Hann er besti dans- arinn í kjallarapartíum í hverfinu, en virðist stefna á glapstigu með líf sitt. Leiðir þeirra Noru og Tylers liggja saman þegar hann neyðist til að vinna fyrir skólann sem hún sækir til að bæta fyrir skemmdarverk og Tyler býðst til þess að leysa af slasaðan mótdansara Noru á æfingum fyrir lokaprófið. Smám saman fellur Nora fyrir Tyler sem færir henni nýja sýn á dansinn og lífið – og öfugt. Skref upp á við er ágætlega gerð rómantísk dansmynd, þar eru dansatriðin vel út- færð og vel til þess fallin að bera myndina uppi. Þó svo að dálítið ein- feldningslegur tónn einkenni þetta viðsnúna nútímaöskubuskuævintýri er hún ágæt skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af dansi og unglingaróm- antík. Dans og unglingarómantík KVIKMYND Sambíóin Leikstjórn: Anne Fletcher. Aðalhlutverk: Channing Tatum, Jenna Dewan, Mario, Drew Sidora og Rachel Griffiths. Banda- ríkin, 98 mín. Skref upp á við (Step Up)  Heiða Jóhannsdóttir Dansfimi Dansatriðin í Step up eru vel útfærð og bera myndina uppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.