Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 64
64 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
HERDÍS Anna Jónasdóttir söng-
nemi hlýtur verðlaun úr Styrkt-
arsjóði Halldórs Hansen, sem veitt
verða í dag í tónlistarsal Listahá-
skólans við Sölvhólsgötu. Verð-
launaupphæðin nemur 500.000 kr.
og hyggst Herdís Anna nýta sér
verðlaunin til framhaldsnáms við
Hans Eisler tónlistarháskólann í
Berlín.
Þeir einir koma til greina sem
verðlaunahafar sem hafa útskrifast
og eru á leið til framhaldsnáms.
Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað
er úr sjóðnum.
„Ég held að þetta sé mjög virtur
skóli. Ég fer inn á fjórða ár í dip-
loma-námi sem er alls sex ár. Í
fyrstu ætla ég eingöngu að einbeita
mér að náminu en síðan verð ég eitt-
hvað að reyna að koma mér á fram-
færi,“ segir Herdís Anna.
Mist Þorkelsdóttir, deildarforseti
tónlistardeildar Listaháskólans,
segir að sjóðurinn hafi verið stofn-
aður í janúar 2005, en þá var jafn-
framt í fyrsta sinn úthlutað úr hon-
um.
Halldór Hansen var barnalæknir
og mikill tónlistarunnandi. Hann
hafði ferðaðist mikið til útlanda og
sótt tónleika og þar kynntist hann
mörgum af stærstu tónlist-
armönnum heims. Hann var ástríðu-
fullur safnari tónlistar og tónlist-
artengds efnis. Styrktarsjóðurinn
varð til þegar Halldór arfleiddi
Listaháskólann að plötusafni sínu
sem er um 7.500 eintök. Einnig
fylgdu með geisladiskar, bækur og
nótur. Að sögn Mistar var þetta
stofngrunnur að tónlistarbókasafni
Listaháskólans en einungis var til
vísir að slíku safni í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík. Ennfremur kvað
Halldór svo á að stofnaður yrði sjóð-
ur til þess að halda utan um safnið,
skrá það og gera það aðgengilegt
og jafnframt til þess að keypt yrði
meira efni inn á bókasafnið. Safnið
er í vörslu Listaháskólans en opið
öllum. Það var líka ósk Halldórs að
einn efnilegur nemandi fengi styrk
á hverju ári til framhaldsnáms.
Bóka- og plötukostinum hefur að
hluta til verið komið fyrir í húsa-
kynnum tónlistardeildar Listahá-
skólans á Sölvhólsgötu. Síðastliðið
haust lauk skráningu á hljómplöt-
unum en allt efni sem keypt hefur
verið inn samkvæmt stofnskrá
styrktarsjóðsins er óskráð ennþá.
Mist segir að plötukosturinn sé
skráður inn í Gegni og er því að-
gengilegur öllum landsmönnum.
„Listaháskólinn er í mikilli húsnæð-
iseklu og við höfum reynt eftir bestu
getu að koma þessu fyrir. Það efni
sem við búum yfir er meira en við
höfum pláss fyrir,“ segir Mist.
Tónlist | Hálfri milljón króna úthlutað
úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen
Herdís Anna fær
styrk til náms í Berlín
Morgunblaðið/Ásdís
Afburðarnemandi Herdís Anna Jónasdóttir hlaut 500.000 kr. styrk.
PANTIÐ MIÐA
TÍMANLEGA Í
SÍMA 437 1600
Leikstjóri:
Peter
Engkvist
Sýningar í
september
og október
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga til fimmtudaga
í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með
greiðslu viku fyrir sýningardag
LEIKHÚSTILBOÐ:
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800
Sunnudagur 24/09 kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 27/09 kl. 20 Örfá sæti laus
Fimmtudagur 28/09 kl. 20 Uppselt
Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 6/10 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 8/10 kl. 20 Uppselt
Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 13/10 kl. 20 Örfá sæti laus
Laugardagur 14/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 15/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 20/10 kl. 20 Örfá sæti laus
Laugardagur 21/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 22/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu
Laus sæti
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Í dag kl. 14 Lau 30/9 kl. 14
Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Í kvöld kl. 20 Lau 30/9 kl. 20
Fös 6/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 UPPS.
Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir
hópinn.
Í kvöld kl. 20 Mið 27/9 kl. 20
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20
BANNAÐ INNAN 16 ÁRA.
Engum hleypt inn án skilríkja.
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd
með forráðamönnum*
*Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
MEIN KAMPF
Mið 27/9 kl. 20 UPPS.
Fös 29/9 kl. 20
Lau 7/10 kl. 20
Sun 8/10 kl. 20
Lau 14/10 kl. 20
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir!
5 sýningar á 9.900 kr.
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Manntafl e. Stefan Zweig
Alveg brilljant skilnaður e. Geraldine Aron
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala í fullum gangi!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu
Sun 24. sept kl. 14 UPPSELT – 2. kortasýn
Sun 24. sept kl. 15 UPPSELT
Lau 30. sept kl. 14 UPPSELT – 3. kortasýn
Lau 30. sept kl. 15 Aukasýning – í sölu núna!
Sun 1. okt kl. 14 UPPSELT – 4. kortasýn
Sun 1. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 1. okt kl. 16 UPPSELT
Sun 8. okt kl. 17 örfá sæti laus – 5. kortasýn
Sun 15. okt kl. 14
Sun 15. okt kl. 15 örfá sæti laus
Sun 15. okt kl. 16 UPPSELT
Næstu sýn: 22/10 kl. 14 og 15
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Hugleikur sýnir
Systur
eftir Þórunni Guðmundsdóttur
í Möguleikhúsinu við Hlemm
Í kvöld kl. 20
Sunnud. 1. okt. kl. 20
Föstud. 6. okt. kl. 20
Sunnud. 15. okt. kl. 20
Föstud. 20. okt. kl. 20
Aðeins þessar sýningar!
Sýning ársins
Leikskáld ársins
Leikkonur ársins
Tréhausinn á leiklist.is.
Miðapantanir í síma 551 2525
eða midasala@hugleikur.is
www.hugleikur.is
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
rauð tónleikaröð í háskólabíói
Hljómsveitarstjóri ::: Krzysztof Penderecki
Einleikari ::: Florian Uhlig
FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER KL. 19.30
Krzysztof Penderecki ::: Sjakonna fyrir strengi
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 4
Krzysztof Penderecki ::: Píanókonsert
norrænir músíkdagar í háskólabíói
Það ferskasta í norrænni nútímatónlist
FIMMTUDAGINN 5. OKTÓBER KL. 19.30
sköpun heimsins í háskólabíói
Jón Leifs ::: Edda I
LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17.00
lifandi goðsögn
Danski kvikmyndaleikstjórinnLars von Trier sagði í viðtali
við The Guardian á föstudag að hann
hefði áhyggjur af tengslum Íslands
og Danmerkur. Hópur Íslendinga
væri búinn að kaupa upp megnið af
Kaupmannahöfn. Hann fullyrðir að
Íslendingar hati Dani vegna danskra
yfirráða á Íslandi á öldum áður. Ný
kvikmynd von Triers, Sá sem öllu
ræður, fjallar um danskan mann sem
reynir að selja Íslendingum fyr-
irtækið
sitt.
The Gu-
ardian seg-
ir að í
myndinni
sé laumað
inn fáein-
um at-
hugasemd-
um um samskipti Dana og
Íslendinga. Þá sé í myndinni einnig
dregið fram undarlega sjálfstyft-
unarkennt þjóðareinkenni Dana,
sem virðist njóta þess að vera sagt að
þeir séu heimskir. „Þegar Íslending-
arnir ausa Dani fúkyrðum finnst
Dönunum það æðislegt,“ segir von
Trier.
Við gerð Þess sem öllu ræður hafði
von Trier engan kvikmyndatöku-
mann með sér, heldur beitti nýrri
tækni sem kallast „Automavision“.
Hún felur í sér að fyrst er valið besta
sjónarhornið fyrir myndavélina og
síðan er tölva látin ákveða hvenær
vélinni er beint upp eða niður, til
hliðar eða aðdráttarlinsa notuð.
Von Trier segir að sér hafi þótt
þetta hressandi vinnuaðferð. „Ég er
maður sem hefur áhyggjur af mjög
mörgu, en að gera undarlega hluti
með myndavélina er ekki einn af
þeim.“
Fólk folk@mbl.is
Fréttir
í tölvupósti