Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 65 menning Alla jafna eru íslenskiráhugamenn um spenn-andi tónlist vel settirhvað varðar tónlist frá Bandaríkjunum og Bretlandi, en heldur vandast málið þegar kemur að tónlist frá frændþjóðum okkar á hinum Norðurlöndunum. Ekki er bara að tónlist þaðan sést sjaldan í íslenskum plötuverslunum heldur er það hending ef hingað rata fremstu hljómsveitir Dana, Norð- manna, Svía eða Finna. Þetta er bagalegt í ljósi þess að í þessum nágrannalöndum okkar eru starf- andi margar af fremstu hljóm- sveitum og listamönnum Evrópu nú um stundir og nægir að nefna dönsku hljómsveitirnar frábæru Mew og Under byen sem báðar hafa sent frá sér frábærrar plötur á árinu, plötur sem eru með því besta sem komið hefur út af fram- sæknu rokki og tilraunapoppi. Frábærar Árósasveitir Það vill svo skemmtilega til að báðar eru hljómsveitirnar ættaðar frá Árósum, en sú fyrrnefnda hef- ur flutt sig um set og starfar nú í lastabælinu Kaupmannahöfn. Un- der byen er aftur á móti enn með höfuðstöðvar í Árósum. Sú sendi frá sér plötu fyrir skemmstu, Samme stof som stof, sem er sem betur fer fáanleg hér á landi og fær bestu meðmæli. Under byen rekur ættir til þess er stöllurnar Katrine Stochholm og Henriette Sennenvaldt stofn- uðu hljómsveit heima í Árósum – Sennenvaldt samdi texta og söng, en Stochholm lék á hljómborð og samdi lögin. Framan af söng Sen- nenvaldt á ensku en fannst text- arnir svo lélegir og óekta að hún tók að semja á dönsku og hefur gert það síðan. Í viðtali við belg- ískan vefmiðil lét hún þau orð falla fyrir nokkrum árum að þó það hafi verið átak að semja á dönsku hafi hún snemma áttað sig á því að fyrir vikið væru textarnir heið- arlegri. Ekki létu þær stöllur duga að hafa bara píanó og rödd, heldur dreymdi þær um strengi, slagverk og ýmisleg blásturshljófæri og sjö skipuðu hana á fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í smábænum Hinnerup skammt utan við Árósa, en þar voru þær upp aldar Katr- ine Stochholm og Henriette Sen- nenvaldt. Þetta var vorið 1996 og hljómsveitin nafnlaus. Við svo búið mátti ekki standa og fyrir valinu varð heiti eins laganna á tónleika- dagskránni, Under byen, sem lýsir að sögn Sennenvaldt einkar vel inntaki texta hennar, því hvernig hlutirnir líti út þegar skyggnst er undir yfirborðið og það grand- skoðað sem bærist í djúpunum, en einnig hafa þau vísað í bækur Svend Åge Madsen um fólkið sem býr neðanjarðar „de underjor- diske“. Dönskuspursmálið Fyrsta smáskífan, Puma, kom út skömmu fyrir jól 1997 en í kjöl- farið urðu smávægilegar manna- breytingar á sveitinni. Að þeim loknum hóf sveitin eiginlegt tón- leikahald í Árósum og víðar og vakti snemma ekki bara athygli fyrir hljóðfæraskipan og frum- legar lagasmíðar, heldur ekki síst fyrir það að vera með danska texta, enda tíðkaðist að ekki í hjá ungsveitum í Danmörku á þeim árum og tíðkast varla enn. Athygl- in varð til þess að sveitinni bauðst plötusamningur vorið 1999 og fyrsta stóra platan, Kyst, var hljóðrituð í Stokkhólmi þá um haustið. Skífan kom út í nóvember og fékk fína dóma, framúrskarandi dóma reyndar, í flestum blöðum. Kyst vakti á sveitinni mikla at- hygli og kallaði á mikið tónleika- hald. Katrine Stochholm, sem stofnaði sveitina með Henriette Sennenvaldt eins og getið er, kunni aftur á móti illa við sig á sviði og hætti á endanum að spila með sveitinni nema á stöku tón- leikum heima í Árósum. Hún hélt þó áfram að semja og taka upp með henni um hríð. Í hennar stað kom píanóleikarinn Thorbjørn Krogshede og með tímanum hefur hann ekki bara leyst Stochholm af við hljóðfæraslátt heldur er hann annar helsti lagasmiður Under byen nú um stundir. Fræg í Rolling Stone Önnur breiðskífa Under byen, Det er mig der holder træerne sammen, kom út vorið 2003 og um sumarið lék sveitin á Spot hátíð- inni Árósum sem er helsta kynn- ingarhátíð danskra (og norrænna) hljómsveita ár hvert. Ég var svo heppinn að vera frammi í anddyri á tónleikahöllinni í Árósum þegar Under byen spilaði, enda fengu þau ekki inni á aðalsviði hátíð- arinnar. Hvað sem því leið þá var frammistaða þeirra slík að aðrar hljómsveitir gleymdust að mestu í umfjöllun um hátíðina. Má nefna að David Fricke, blaðamaður Roll- ing Stone og Jakobínurínuvinur, lofaði sveitina í hástert í blaði sínu og kallaði hana bestu hljómsveit Danmerkur, ef ekki heims. Í kjölfar umfjöllunar Frickes fékk Under byen talsverða athygli utan Danmerkur sem vonlegt er og Det er mig der holder træerne sammen var gefin út víða um heim. Þegar þessi orð eru skrifuð er hljómsveitin til að mynda að undirbúa tónleikaferð um Norður- Ameríku og fer þaðan í mikla ferð um Evrópu sem lýkur í Kaup- mannahöfn í byrjun desember. Annir vegna skyndilegs áhuga utan Danmerkur og mannabreyt- ingar urðu til þess að seinka vinnu við næstu breiðskífu Under Byen en hún kom loks út í vor og heitir því sérkennilega nafni Samme stof som stof. Tónlistin á plötunni er heldur harðari en á fyrri skífum sveitarinnar sem skýrist hugs- anlega af því að aðrir sjá um laga- smíðar eftir að Katrine Stochholm gekk úr skaftinu. Hvað sem því líður þá sannar Samme stof som stof að Under byen er ein helsta hljómsveit Danmerkur nú um stundir og ekki margar sveitir sem standa henni á sporði á Norð- urlöndunum öllum. Helsta hljóm- sveit Danmerkur Afbragð Under byen. Henriette Sennenvaldt er lengst til vinstri TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður einstakt tækifæri til að njóta haustsins við góðan að- búnað í þessari skemmtilegu borg á frábærum kjörum. Tallinn býður allt það helsta sem fólk sækist eftir í borgarferð; fallegar byggingar, ótel- eljandi veitingastaði, fjörugt nætur- líf, úrval verslana og mjög gott verðlag. Gisting á frábærum kjörum á Hotel Domina Inn Llmarine, ný- tískulegu og fallegu fjögurra stjörnu hóteli með góðum aðbúnaði og þjónustu. Fjölbreytt gisting í boði. frá Kr.39.990 M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Domina Inn Ilmarine **** með morgunverði, 18. október. Netverð á mann. Tallinn 18. október Glæsileg helgarferð frá kr. 39.990 Hotel Domina Inn Ilmarine **** - SPENNANDI VALKOSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.