Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Austan og norð-
austan 3–8 m/s og
skýjað með köfl-
um, en þokuloft á
Austurlandi. Sums staðar
næturfrost. » 8
Heitast Kaldast
13°C 7°C
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
EF HUGMYNDIR fasteignafélags-
ins Klasa um landfyllingu við sunn-
anvert Seltjarnarnes ná fram að
ganga yrði gríðarleg breyting á
svipmóti bæjarins og íbúafjöldi gæti
nánast tvöfaldast. Félagið hefur
fengið arkitektastofu til að vinna til-
lögu að íbúða- og þjónustubyggð og
verður málið tekið fyrir á fundi
skipulags- og mannvirkjanefndar í
október.
Ingimar Sigurðsson, formaður
skipulags- og mannvirkjanefndar
Seltjarnarnesbæjar, segir að verið
sé að tala um gríðarlega mikla
byggð sem eigi að hýsa um 4.500
manns. „Þarna eiga að vera raðhús,
einbýlishús, fjölbýlishús, skóli, leik-
skóli og verslunarmiðstöð svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Ingimar en
tekur fram að hugmyndin sé enn á
byrjunarstigi. „Ég er búinn að fara
á einn fund með þeim, þar sem þeir
kynntu hugmyndir sínar og átti að
gera grein fyrir þeim á síðasta fundi
í nefndinni. Því var frestað sökum
tímaskorts og verður málið tekið
fyrir á fundi í október.“
Bæjarstjórn fékk erindið sent í
ágúst og samþykkti að vísa því til
skipulags- og mannvirkjanefndar.
Þar sem tillagan hefur ekki verið
tekin fyrir, hvorki í skipulagsnefnd
né bæjarstjórn, segir Ingimar
ótímabært að geta sér til um hvort
hún verði að veruleika.
Fleiri huga að landfyllingu
Klasi er ekki eina fyrirtækið sem
stefnir að landfyllingu við Seltjarn-
arnes því Þyrping hf., sem er þróun-
arfélag í eigu fasteignafélagsins
Stoða hf., er með tillögu sína um 22
þúsund fermetra landfyllingu norð-
austan við gatnamót Norðurstrand-
ar, Suðurstrandar og Eiðsgranda.
Gert er ráð fyrir verslunarhúsnæði
fyrir Hagkaup og Bónus auk útivist-
arstíga og opinna svæða á fylling-
unni. „Það er búið að taka þetta fyr-
ir einu sinni í nefndinni þar sem
samþykkt var að Þyrping héldi
kynningarfund fyrir bæjarstjórn,
sem hefur verið gert, og kynnti hug-
myndina fyrir bæjarbúum áður en
við tökum málið aftur til efnislegrar
meðferðar,“ segir Ingimar. Kynn-
ingin mun standa fram til loka mán-
aðarins en í framhaldi mun skipu-
lagsnefnd taka málið fyrir að nýju.
4.500 manna byggð rísi á landfyllingu
Íbúafjöldi Seltjarnarness myndi tvöfaldast verði tillaga fasteignafélagsins Klasa að veruleika
„Þarna eiga að vera raðhús, einbýlishús, fjölbýlishús, skóli, leikskóli og verslunarmiðstöð“
Morgunblaðið/Ásdís
Landfylling Mikil breyting yrði á svipmóti Seltjarnarness fái hugmynd Klasa
hljómgrunn hjá íbúum. Tillagan er hjá skipulags- og mannvirkjanefnd.
LJÓSMYNDARINN Mary Ellen
Mark hefur fylgst með fötluðum
krökkum í Safamýrarskóla, á
Lyngási og í Öskjuhlíðarskóla í
heilan mánuð og myndað þá fyrir
ljósmyndasýningu á Þjóðminjasafni
Íslands sem opnuð verður í septem-
ber á næsta ári. Þá er eiginmaður
hennar Martin Bell að vinna að
heimildarmynd um líf Alexanders
Pálssonar í Öskjuhlíðarskóla.
Mary Ellen segir markið sett hátt
á þessum stöðum og þykir ástúðin
þar svipuð og á líknarstofnun móð-
ur Theresu í Kalkútta. „Ég finn líka
sterkt að starfsmenn og aðstand-
endur blygðast sín ekki fyrir börnin
eins og maður hefur fundið sums
staðar, heldur njóta þess að vera
með þeim og kynnast persónuleika
þeirra.“ | 34–36.
Morgunblaðið/RAX
Vinir Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark á Lyngási með vinum sínum Halla og Pétri.
Stoltið
leynir
sér ekki
„EFNAHAGSLEGAR aðstæður hér á landi
eru með því besta sem gerist í heiminum. Í því
tilliti hafa íslensk börn aldrei haft það betra,“
segir Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna,
í samtali við Morgunblaðið í dag, þar sem leit-
að er svara við spurningunni: Er Ísland barn-
vænt samfélag?
Ingibjörg segir að við búum við góða leik-
skóla og öflugt grunnskólakerfi. Heilsugæsla
sé óvíða betri í heiminum og ungbarnadauði
hvergi minni. Þjónusta við börn sé á mjög háu
stigi. „Að því leyti er Ísland án efa barnvænt
samfélag. Það væri vanþakklæti að halda öðru
fram.“
Þegar kemur að tilfinningalegu atlæti telur
Ingibjörg að við gætum gert betur. „Við Ís-
lendingar erum óhemju duglegt fólk. Við vær-
um ekki hérna annars, þrjú hundruð þúsund
hræður, á hjara veraldar.
Vilja aga, öryggi og skjól
Við vinnum mikið og höfum fyrir vikið
kannski ekki alltaf nægan tíma fyrir börnin
okkar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Ís-
lands dvelur 71% barna átta klukkustundir
eða lengur á leikskóla á degi hverjum en það
er lengri tími að meðaltali en hjá starfsfólk-
inu. Heilt á litið held ég að við gætum bætt
okkur hvað þetta varðar, sýnt börnum meiri
virðingu og tillitssemi. Gefið þeim meiri
tíma.“
Í könnun sem Gallup gerði fyrr á þessu ári
kom í ljós að 36,5% starfandi fólks á aldrinum
25–65 ára á höfuðborgarsvæðinu kveðast oft
hafa takmarkaðan tíma fyrir fjölskylduna eða
aðra mikilvæga aðila í sínu lífi vegna vinnu.
28,5% svöruðu sömu spurningu játandi árið
2000 og er aukningin marktæk.
Eyjólfur Magnússon Scheving grunnskóla-
kennari segir þetta áhyggjuefni. „Íslensk
börn hafa ekkert breyst í áranna rás. Þau vilja
hafa aga, öryggi og skjól. Nálgunin nú til dags
er hins vegar önnur. Stóra vandamálið í sam-
félaginu sem við búum í er hraðinn. Það eru
allir að flýta sér, fullorðnir og börn. Foreldrar
vinna mikið og eru fyrir vikið alltaf á síðasta
snúningi, allt þarf að gerast í gær. Af þessum
sökum eru börn upp til hópa rótlaus í dag. Það
eru alltof mikil læti í kringum þau og alltof
mikið framboð af afþreyingu. Börnin vita ekki
í hvorn fótinn þau eiga að stíga.“
Þjónusta við börn er á háu stigi á Íslandi en samvera er af skornum skammti
Hraðinn stóra vanda-
málið í samfélaginu
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Börn síns tíma | 10–14
BRÚNNI yfir Jökulsá á Dal var lokað í
gær og verður almenningi ekki kleift að
komast á milli bakka á svæðinu við Kára-
hnjúka fyrr en umferð verður hleypt yfir
stífluna á næsta ári. Fyrirhugað er að taka
allt lauslegt af brúnni en burðarvirkið mun
að mestu standa eftir og hverfa í lónið.
Brúin var sett upp á árinu 2002 og var
upphaflega hugsuð sem vinnubrú til að
nota yfir byggingartímann. Hún er rétt
fyrir utan hættusvæði Kárahnjúkavirkjun-
ar þannig að almenningur naut góðs af
brúnni. Ekki verður hægt að komast yfir
bakka á svæðinu nema hafa heimild til að
fara yfir Kárahnjúkastíflu en vegurinn þar
yfir verður opnaður almenningi næsta
sumar.
Brúnni yfir
Jöklu lokað
Morgunblaðið/RAX
FIMMTÍU og einn ökumaður var á föstu-
dag kærður fyrir of hraðan akstur á götum í
grennd við Glerárskóla og Brekkuskóla á
Akureyri en hámarkshraði þar er 30 km/
klst. Lögreglan var með sérstakt eftirlit við
skólana. Skv. upplýsingum frá lögreglunni
á Akureyri hefur athugun lögreglu leitt í
ljós að stór hópur ökumanna virði ekki há-
markshraða í íbúðahverfum þar sem há-
markshraði er 30 km/klst. Um 50% aki yfir
leyfilegum mörkum og 30% yfir þeim mörk-
um sem reglugerð um sektir við umferð-
arlagabrotum nær til, þ.e. á 44 km hraða
eða meira. Það sem af er árinu hefur lög-
reglan á Akureyri haft afskipti af 1.650 öku-
mönnum sem ekki fylgdu reglum um há-
markshraða en á sama tíma í fyrra var
fjöldinn 1.250.
Nú hafa rúmlega 32.000 manns undirrit-
að yfirlýsingu undir slagorðinu „Nú segjum
við stopp“ á heimasíðunni stopp.is. Síðan
var sett á laggirnar vegna átaks gegn bana-
slysum.
Hraðakstur
við barnaskóla
♦♦♦