Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 272. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
EILÍFÐARVERKIÐ
HALDA Í ÞAÐ GAMLA Í HUNDRAÐ ÁRA
GÖMLU HÚSI Á SUÐURGÖTUNNI >> 30
UNDRAHELLIR
ÖRYGGI AUKIÐ VIÐ
ÞRÍHNÚKAGÍG
NÁTTÚRAN >> 10
Washington. AFP. | Vísindamenn bandarísku
geimferðastofnunarinnar, NASA, birtu í gær
einstæðar myndir af risastórum eldgíg á Mars,
sem gætu varpað ljósi á sögu rauðu plán-
etunnar svokölluðu, mótun hennar og rennsli
vatns á yfirborðinu. Myndirnar voru teknar
með myndavélum MRO-könnunarhnattarins,
sem er á braut um Mars, og af myndavélum
könnunarfarsins „Tækifæri“, sem ætlað er að
rannsaka gígbarmana. Óvíst er hvort farið
verður sent niður á gígbotninn.
Talið er að gígurinn, sem ber heitið Viktoría,
sé sá stærsti sem könnunarfarið muni senda
upplýsingar um, að sögn Doug McCuistion,
stjórnanda rannsóknarleiðangurs NASA á
Mars. „Þetta veitir okkur glugga að fortíð plán-
etunnar,“ sagði McCuistion í gær.
MRO-könnunarhnettinum var skotið á loft í
ágústmánuði 2005 en hann náði fyrir nokkrum
dögum endanlegri stöðu sinni á braut um Mars.
Tækifæri lenti hins vegar á Mars í janúar 2004.
Nýjar myndir frá Mars
AP
Risastór Viktoríugígurinn er 800 m breiður.
AP
Glugginn Gígbarmarnir verða rannsakaðir.
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
FINNUR Ingólfsson, fyrrverandi
forstjóri VÍS, fer fyrir hópi fjárfesta
á vegum fyrrum Sambandsfyrir-
tækja, Samvinnutrygginga og fleiri,
með það fyrir augum að kaupa
tæpra 30% hlut í Icelandair Group
fyrir rétt um 8 milljarða króna.
Þessir fjárfestar hafa stofnað með
sér sérstakt fjárfestingarfélag og í
þeim hópi eru samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins auk Finns, þeir
Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður
Samvinnutrygginga og kaupfélags-
stjóri á Sauðárkróki, og Helgi S.
Guðmundsson, formaður bankaráðs
Seðlabankans. Þá fer Bjarni Bene-
diktsson, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, fyrir fjárfestingar-
félagi sem eigendur Olíufélagsins
hafa stofnað og hyggst kaupa 10–
11% hlut í Icelandair Group og loks
eru helstu stjórnendur Icelandair í
viðræðum við Glitni um kaup á eitt-
hvað innan við 10% hlut í félaginu.
Skuldir um 14 milljarðar
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er stefnt að því að ganga frá
samningum á milli Glitnis og ofan-
greindra aðila nú um helgina og rætt
er um að kaupverðið verði 30 til 33
milljarðar króna. Enn liggur ekki
ljóst fyrir hversu hár sjóður mun
fylgja félaginu í kaupunum, líklega
um 4 milljarðar og um 14 milljarðar í
skuldum.
Glitnir samdi um það við FL
Group sl. þriðjudag að sölutryggja
51% hlut í Icelandair Group og upp-
gefið heildarvirði samkvæmt því
samkomulagi var 43 milljarðar
króna. Glitnir er samkvæmt þessu
að ná því markmiði, svo fremi sem
ekkert óvænt kemur upp á hvað yf-
irstandandi áreiðanleikakönnun
varðar.
Stofnað verður sérstakt félag um
Icelandair Group, sem Glitnir mun
alfarið sjá um sölu á. Til að byrja
með þau 51% sem þegar hefur verið
samið um og síðar þau 49% sem eftir
standa og ráðgert er að setja á
markað fyrir áramót og hafa að ein-
hverjum hluta nú þegar verið sölu-
tryggð. Munu ofangreindir fjárfest-
ar samstiga í því að tryggja að
félagið verði ekki of skuldsett eftir
kaupin þótt mögulega verði skuld-
setning eitthvað aukin frá því sem
nú er.
Glitnir að ljúka sölu á
51% í Icelandair Group
Fyrrum SÍS-forkólfar kaupa tæp 30% og eigendur ESSO um 10%
Í HNOTSKURN
»Söluvirði félagsins ersagt vera á milli 30–35
milljarðar króna.
»Bjarni Benediktsson ferfyrir fjárfestahópi úr
röðum eigenda Olíufélags-
ins, sem hyggst kaupa allt að
11% í félaginu.
»Helstu stjórnendur Ice-landair Group hyggjast
kaupa um 10% í félaginu.
ALLT að 4.000 íraskir lögregluþjónar hafa
týnt lífi og 8.000 særst í árásum síðan í sept-
ember 2004. Þetta kom fram í yfirlýsingu
frá Joseph Peterson herforingja í gær en
hann fer með þjálfun írösku lögreglunnar.
Á þessu ári hafa lögreglusveitir tekið við
af bandarískum hersveitum sem helsta
skotmark uppreisnarmanna og kann það að
skýra hið mikla mannfall í þeirra röðum.
Jafnframt viðurkenndi Peterson að enn
væri mikil spilling innan lögreglunnar og
innanríkisráðuneytisins, að því er fram kom
í frétt blaðsins New York Times um málið.
Á þessu ári hafa lögreglusveitir tekið við
af bandarískum hersveitum sem helsta
skotmark uppreisnarmanna og kann það að
skýra hið mikla mannfall í þeirra röðum.
Óöldin í Írak heldur áfram en tugir líka
hafa fundist í Bagdad á síðustu dögum.
Reuters
Eftirlit Hermenn leita í bíl skömmu áður
en útgöngubann skall á í Bagdad í gær.
4.000 lög-
reglumenn
látið lífið
„NÝJA þyrlan sem við
erum að fá, eða leigja, er
væntanleg um helgina
og verður þá vonandi
tekin í notkun,“ sagði
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra í gær um
leigu Landhelgisgæslu
Íslands á tveimur þyrl-
um.
Óvíst er hvort þyrlan
kemur til landsins í dag eða á morgun en
ljóst er að flugmenn gæslunnar þurfa tvo til
þrjá daga til aðlögunar, því þrátt fyrir að
vera af sömu gerð og TF-LÍF, stærri þyrla
LHG, er munur á stjórnkerfum. Frá og
með byrjun næstu viku er því ljóst að gæsl-
an mun hafa yfir að ráða þremur björg-
unarþyrlum, tveimur af stærri gerðinni og
einni minni, TF-SIF.
Gæslan mun leigja tvær þyrlur til að
mæta vaxandi umsvifum vegna brotthvarfs
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og var
gert ráð fyrir að þær kæmu báðar í október.
Ekki er hins vegar búist við síðari þyrlunni
fyrr en í næsta mánuði og má rekja það til
örðugleika með tæknibúnað en illa gengur
að koma fyrir í henni næturlýsingu.
Stærri þyrlan
væntanleg
um helgina
Björn Bjarnason
♦♦♦
TUGIR þúsunda manna komu
saman í miðborg Búdapest í gær
og kröfðust afsagnar Ferenc
Gyurcsany, forsætisráðherra
Ungverjalands, eftir að þingið
lýsti yfir trausti sínu á hann. Um
leið hafði stjórnarandstaðan, und-
ir forystu íhaldsflokksins Fidesz,
hvatt andstæðinga Gyurcsanys til
að fjölmenna í miðborgina. Hins
vegar lýsti Viktor Orban, leiðtogi
Fidesz, því yfir, að hann færi ekki
lengur fram á að nýjar kosningar
yrðu haldnar, sem gæti létt á
þrýstingnum á forsætisráð-
herrann. Olli sú ákvörðun mörg-
um stjórnarandstæðingum mikl-
um vonbrigðum.Reuters
Mótmæli í
Búdapest