Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 272. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EILÍFÐARVERKIÐ HALDA Í ÞAÐ GAMLA Í HUNDRAÐ ÁRA GÖMLU HÚSI Á SUÐURGÖTUNNI >> 30 UNDRAHELLIR ÖRYGGI AUKIÐ VIÐ ÞRÍHNÚKAGÍG NÁTTÚRAN >> 10 Washington. AFP. | Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, birtu í gær einstæðar myndir af risastórum eldgíg á Mars, sem gætu varpað ljósi á sögu rauðu plán- etunnar svokölluðu, mótun hennar og rennsli vatns á yfirborðinu. Myndirnar voru teknar með myndavélum MRO-könnunarhnattarins, sem er á braut um Mars, og af myndavélum könnunarfarsins „Tækifæri“, sem ætlað er að rannsaka gígbarmana. Óvíst er hvort farið verður sent niður á gígbotninn. Talið er að gígurinn, sem ber heitið Viktoría, sé sá stærsti sem könnunarfarið muni senda upplýsingar um, að sögn Doug McCuistion, stjórnanda rannsóknarleiðangurs NASA á Mars. „Þetta veitir okkur glugga að fortíð plán- etunnar,“ sagði McCuistion í gær. MRO-könnunarhnettinum var skotið á loft í ágústmánuði 2005 en hann náði fyrir nokkrum dögum endanlegri stöðu sinni á braut um Mars. Tækifæri lenti hins vegar á Mars í janúar 2004. Nýjar myndir frá Mars AP Risastór Viktoríugígurinn er 800 m breiður. AP Glugginn Gígbarmarnir verða rannsakaðir. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FINNUR Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, fer fyrir hópi fjárfesta á vegum fyrrum Sambandsfyrir- tækja, Samvinnutrygginga og fleiri, með það fyrir augum að kaupa tæpra 30% hlut í Icelandair Group fyrir rétt um 8 milljarða króna. Þessir fjárfestar hafa stofnað með sér sérstakt fjárfestingarfélag og í þeim hópi eru samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins auk Finns, þeir Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Samvinnutrygginga og kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans. Þá fer Bjarni Bene- diktsson, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, fyrir fjárfestingar- félagi sem eigendur Olíufélagsins hafa stofnað og hyggst kaupa 10– 11% hlut í Icelandair Group og loks eru helstu stjórnendur Icelandair í viðræðum við Glitni um kaup á eitt- hvað innan við 10% hlut í félaginu. Skuldir um 14 milljarðar Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er stefnt að því að ganga frá samningum á milli Glitnis og ofan- greindra aðila nú um helgina og rætt er um að kaupverðið verði 30 til 33 milljarðar króna. Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu hár sjóður mun fylgja félaginu í kaupunum, líklega um 4 milljarðar og um 14 milljarðar í skuldum. Glitnir samdi um það við FL Group sl. þriðjudag að sölutryggja 51% hlut í Icelandair Group og upp- gefið heildarvirði samkvæmt því samkomulagi var 43 milljarðar króna. Glitnir er samkvæmt þessu að ná því markmiði, svo fremi sem ekkert óvænt kemur upp á hvað yf- irstandandi áreiðanleikakönnun varðar. Stofnað verður sérstakt félag um Icelandair Group, sem Glitnir mun alfarið sjá um sölu á. Til að byrja með þau 51% sem þegar hefur verið samið um og síðar þau 49% sem eftir standa og ráðgert er að setja á markað fyrir áramót og hafa að ein- hverjum hluta nú þegar verið sölu- tryggð. Munu ofangreindir fjárfest- ar samstiga í því að tryggja að félagið verði ekki of skuldsett eftir kaupin þótt mögulega verði skuld- setning eitthvað aukin frá því sem nú er. Glitnir að ljúka sölu á 51% í Icelandair Group Fyrrum SÍS-forkólfar kaupa tæp 30% og eigendur ESSO um 10% Í HNOTSKURN »Söluvirði félagsins ersagt vera á milli 30–35 milljarðar króna. »Bjarni Benediktsson ferfyrir fjárfestahópi úr röðum eigenda Olíufélags- ins, sem hyggst kaupa allt að 11% í félaginu. »Helstu stjórnendur Ice-landair Group hyggjast kaupa um 10% í félaginu. ALLT að 4.000 íraskir lögregluþjónar hafa týnt lífi og 8.000 særst í árásum síðan í sept- ember 2004. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Joseph Peterson herforingja í gær en hann fer með þjálfun írösku lögreglunnar. Á þessu ári hafa lögreglusveitir tekið við af bandarískum hersveitum sem helsta skotmark uppreisnarmanna og kann það að skýra hið mikla mannfall í þeirra röðum. Jafnframt viðurkenndi Peterson að enn væri mikil spilling innan lögreglunnar og innanríkisráðuneytisins, að því er fram kom í frétt blaðsins New York Times um málið. Á þessu ári hafa lögreglusveitir tekið við af bandarískum hersveitum sem helsta skotmark uppreisnarmanna og kann það að skýra hið mikla mannfall í þeirra röðum. Óöldin í Írak heldur áfram en tugir líka hafa fundist í Bagdad á síðustu dögum. Reuters Eftirlit Hermenn leita í bíl skömmu áður en útgöngubann skall á í Bagdad í gær. 4.000 lög- reglumenn látið lífið „NÝJA þyrlan sem við erum að fá, eða leigja, er væntanleg um helgina og verður þá vonandi tekin í notkun,“ sagði Björn Bjarnason dóms- málaráðherra í gær um leigu Landhelgisgæslu Íslands á tveimur þyrl- um. Óvíst er hvort þyrlan kemur til landsins í dag eða á morgun en ljóst er að flugmenn gæslunnar þurfa tvo til þrjá daga til aðlögunar, því þrátt fyrir að vera af sömu gerð og TF-LÍF, stærri þyrla LHG, er munur á stjórnkerfum. Frá og með byrjun næstu viku er því ljóst að gæsl- an mun hafa yfir að ráða þremur björg- unarþyrlum, tveimur af stærri gerðinni og einni minni, TF-SIF. Gæslan mun leigja tvær þyrlur til að mæta vaxandi umsvifum vegna brotthvarfs varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og var gert ráð fyrir að þær kæmu báðar í október. Ekki er hins vegar búist við síðari þyrlunni fyrr en í næsta mánuði og má rekja það til örðugleika með tæknibúnað en illa gengur að koma fyrir í henni næturlýsingu. Stærri þyrlan væntanleg um helgina Björn Bjarnason ♦♦♦ TUGIR þúsunda manna komu saman í miðborg Búdapest í gær og kröfðust afsagnar Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, eftir að þingið lýsti yfir trausti sínu á hann. Um leið hafði stjórnarandstaðan, und- ir forystu íhaldsflokksins Fidesz, hvatt andstæðinga Gyurcsanys til að fjölmenna í miðborgina. Hins vegar lýsti Viktor Orban, leiðtogi Fidesz, því yfir, að hann færi ekki lengur fram á að nýjar kosningar yrðu haldnar, sem gæti létt á þrýstingnum á forsætisráð- herrann. Olli sú ákvörðun mörg- um stjórnarandstæðingum mikl- um vonbrigðum.Reuters Mótmæli í Búdapest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.