Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 12
12 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í FRUMVARPI til fjáraukalaga,
sem fjármálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi, er farið fram á að
fjárheimildir ríkissjóðs á þessu ári
verði auknar um 14,3 milljarða. Í
frumvarpinu kemur einnig fram að
gert sé ráð fyrir því að heildar-
tekjur ríkissjóðs á árinu aukist um
40 milljarða króna frá fjárlagaáætl-
un og nemi því 375 milljörðum
króna. Meginskýringin er auknar
skatttekjur ríkissjóðs. Fyrsta um-
ræða um fjáraukalagafrumvarpið
fer fram á Alþingi eftir helgi.
Í skýringum með frumvarpinu
kemur fram að sótt er um 5,5 millj-
arða aukna heimild til fjármála-
ráðuneytisins. Þar af eru 3 millj-
arðar vegna gjaldfærslu afskrifaðra
skattkrafna og 2,5 milljarðar vegna
launa- og verðlagsmála, einkum
vegna hækkunar á launum ófag-
lærðra og áhrifa af breytingum á
gengi krónunnar á árinu.
Einnig er í frumvarpinu farið
fram á rúma 2,2 milljarða til heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
isins. Þar af eru 1,9 milljarðar
vegna lífeyristrygginga í kjölfar
samkomulags við Landssamband
eldri borgara. Ennfremur er farið
fram á 1,8 milljarða til samgöngu-
ráðuneytisins. Þar af er einn millj-
arður vegna bætts öryggis á vegum
úr höfuðborginni.
Jafnframt er farið fram á að fjár-
heimildir til dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins hækki um 1,2 millj-
arða. Þar af eru 500 milljónir til
eflingar þyrlusveit Landhelgisgæsl-
unnar og 500 milljónir til smíði á
nýju varðskipi. Aukinheldur er far-
ið fram á að fjárheimild til mennta-
málaráðuneytisins aukist um 865
milljónir króna. Þar af eru 240
milljónir vegna fjölgunar nemenda í
framhaldsskólum.
Þá er lagt til að fjárheimildir
landbúnaðarráðuneytisins verði
auknar um rúmlega 740 milljónir.
Þar af fara tæplega 330 milljónir til
að styrkja byggingu reiðhalla. Að
lokum má nefna beiðni um að utan-
ríkisráðuneytið fái 640 milljónir í
aukna heimild. Þar af eru 540 millj-
ónir vegna aukinna útgjalda Kefla-
víkurflugvallar og vegna öryggis-
gæslu í kjölfar brotthvarfs
varnarliðsins.
Heimildir aukist
um 14,3 milljarða
Morgunblaðið/Eyþór
Þingstörf Annir eru iðulega miklar á þinginu fyrstu dagana. Meðal annars er tekist á um fjárlög og fjáraukalög.
Í HNOTSKURN
» Í fjáraukalagafrumvarp-inu er m.a. lagt til að veitt
verði 31 milljón króna viðbót-
arfjárheimild til eflingar lög-
gæslu vegna framkvæmdanna
á Austfjörðum. Í frumvarpinu
kemur fram að lögreglan hafi
þurft að viðhafa sólarhrings-
vakt við vinnusvæði virkjana-
og álversframkvæmda á Aust-
fjörðum í sumar.
» Gerð er tillaga um aðframlag til Ábyrgðarsjóðs
launa lækki um 125 milljónir
króna þar sem allt bendir til
að útgjöld sjóðsins verði nokk-
uð lægri en gert er ráð fyrir í
fjárlögum. Fyrstu sjö mánuði
ársins voru útgjöld sjóðsins
um 300 milljónir.
Fyrsta þingvikan gefur væntanlegatóninn að því sem koma skal á þessukosningaþingi. Í umræðum semfram hafa farið á Alþingi í vikunni
hafa stjórnarliðar m.a. talað um að mikill efna-
hagslegur árangur hafi náðst á kjörtímabilinu;
þeir leggja m.a. áherslu á að staða ríkissjóðs
sé sterk, að kaupmáttur hafi aukist og störfum
hafi fjölgað, svo dæmi séu nefnd. Stjórnarand-
stæðingar hafa á hinn bóginn m.a. talað um
vaxandi misskiptingu og um leið gagnrýnt rík-
isstjórnina fyrir óstöðugleika í efnahags-
málum, viðskiptahallann, vaxtahækkanir og
verðbólgu. Þetta eru sennilega setningar sem
kjósendur eiga eftir að heyra aftur og aftur á
kosningavetri. Ljóst er þó að fleiri mál eiga
eftir að setja svip sinn á veturinn, eins og t.d.
umhverfismál og stóriðjumál.
Stjórnarandstæðingar mættu til leiks í upp-
hafi þings með því að boða til sérstaks blaða-
mannafundar þar sem þeir vildu leggja
áherslu á samstöðu sína gegn núverandi rík-
isstjórn. Forystumenn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna fylgdu þessu eftir í ræðum
sínum, í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra,
í byrjum vikunnar og sögðu að markmið
stjórnarandstöðunnar væri að koma rík-
isstjórnarflokkunum frá völdum í komandi
kosningum. Í vikunni hafa síðan litið dagsins
ljós nokkur þingmál, sem lögð eru fram sam-
eiginlega, af fulltrúum allra stjórnarand-
stöðuflokkanna.
Þessi yfirlýsing stjórnarandstöðunnar, um
að standa saman, hefur þó gefið stjórnarliðum
tilefni til þess að hnýta í hana þegar færi
gefst. Til að mynda gerði Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra það að umtalsefni, í um-
ræðum um varnarmál í vikunni, að stjórn-
arandstaðan væri ekki samstiga í öryggis- og
varnarmálum. Vinstri grænir vilja úr NATO,
Frjálslyndir vilja vera í NATO og formaður
Samfylkingarinnar orðaði það þannig að hún
vildi að 7. gr. varnarsamningsins yrði virkjuð
og að við færum með varnarmálin inn á vett-
vang NATO.
Stjórnarandstæðingar hafa þó líka lagt sig
fram um að greina ósamstöðu milli ríkisstjórn-
arflokkanna og sagði Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. í
umræðunum um varnarmálin að ekki hefði
verið samhljómur í ræðum forsætisráðherra
og utanríkisráðherra. Sá fyrrnefndi hefði talað
í vestur, þ.e. í átt til traustara sambands við
Bandaríkin, en sú síðarnefnda, Valgerður
Sverrisdóttir, hefði talað í austur, þ.e. í átt til
nánara samstarfs við Evrópusambandið.
Stjórnarliðar hafa þó af og til í gegnum árin
talið ástæðu til að árétta í ræðum sínum
traustið í stjórnarsamstarfinu. Jón Sigurðs-
son, formaður Framsóknarflokksins, gerði
það einnig í ræðu sinni á Alþingi í vikunni er
hann sagði: „Samstarfið í ríkisstjórninni og
milli stjórnarflokkanna er gott, málefnalegt og
farsælt. Það skilar þjóðinni miklu.“
Þingmenn; hvort sem þeir eru í stjórn eða
stjórnarandstöðu, eru þó ekki alltaf sjálfkrafa
ósammála. Þannig var lagafrumvarp eitt af-
greitt með hraði og mikilli samstöðu þing-
manna á miðvikudagskvöld. Með samþykkt
frumvarpsins fær nefnd forsætisráðherra,
sem annast á skoðun gagna sem snerta örygg-
ismál Íslands á árunum 1945 til 1991, frjálsan
aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda
sem snerta þessi öryggismál. Mælt var fyrir
frumvarpinu kl. 18.04 og það var afgreitt með
36 samhljóða atkvæðum sem lög frá Alþingi
kl. 18.33. Gæti verið met!
Tónninn sleginn í fyrstu vikunni
arna@mbl.is
BRÉF FRÁ ALÞINGI
Eftir Örnu Schram
JÓHANN Páll
Símonarson sjó-
maður gefur kost
á sér í 6. sæti í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík vegna
kosninganna
næsta vor.
Jóhann starf-
aði sem sjómaður
í mörg ár, lengst
af hjá Eimskipafélagi Íslands.
Hann hefur tekið þátt í félagsmál-
um og var um árabil virkur félagi í
Sjómannafélagi Reykjavíkur og
gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf-
um. Þá hefur hann látið sig öryggis-
mál sjómanna varða. Jóhann Páll
hefur auk þess ritað blaðagreinar
um öryggismál sjómanna og látið til
sín taka á þeim vettvangi.
Jóhann Páll hefur um langt ára-
bil verið virkur í kosningastarfi
Sjálfstæðisflokksins í alþingis- og
sveitarstjórnarkosningum. Hann
hefur einnig stundað nám við
stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks-
ins.
Gefur kost á
sér í 6. sætið
Jóhann Páll
Símonarson
VERNHARÐ
Guðnason, for-
maður Lands-
sambands
slökkviliðs- og
sjúkraflutninga-
manna (LSS),
sækist eftir 6.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík 27. og 28. október vegna
þingkosninganna í vor. Vernharð er
44 ára, kvæntur og þriggja barna
faðir. Samhliða starfi sínu sem for-
maður LSS starfar hann sem
slökkviliðsmaður og bráðatæknir
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins (SHS).
„Ég tel að reynsla mín af því að
vera í forystu fyrir slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn í landinu og
gæta hagsmuna þeirra í víðum skiln-
ingi, ekki síst í kjarabaráttu, muni
nýtast mér vel í stjórnmálastarfi. Ég
tel einnig brýnt fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að fólk með reynslu af fé-
lags- og kjaramálum sé í framvarða-
sveit flokksins. Löng reynsla mín af
því að starfa í þágu almennings sem
slökkviliðs- og sjúkraflutningamað-
ur veitir mér einnig sýn á mannlífið
og þekkingu á högum fólks, sem er
dýrmætt veganesti inn í stjórnmál-
in,“ segir í fréttatilkynningu frá
Vernharð.
Sækist eftir
sjötta sæti
Vernharð
Guðnason
♦♦♦
ÞINGBRÉF
BJARNI Harðar-
son, fyrrverandi
ritstjóri Sunn-
lenska frétta-
blaðsins og vænt-
anlegur bóksali á
Selfossi, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 2. sæti
á lista Framsókn-
arflokksins í Suð-
urkjördæmi. Bjarni tilkynnti
ákvörðun sína á opnum fundi með
forustumönnum Framsóknarflokks-
ins á Hótel Selfossi. Bjarni hefur
verið skráður í Framsóknarflokkinn
í hartnær tvo áratugi en ekki fyrr
beitt sér á vettvangi stjórnmálanna
að neinu ráði. Hann hefur aldrei ver-
ið á lista flokksins; hvorki vegna
kosninga til Alþingis né sveitar-
stjórnar.
Framsóknarmenn í Suðurkjör-
dæmi hafa ekki ákveðið hvernig vali
á væntanlegum frambjóðendum
verður háttað, en margir framsókn-
armenn á Suðurlandi vilja viðhafa
prófkjör við val á listann.
Gefur kost á
sér í 2. sæti
Bjarni Harðarson
RAGNHEIÐUR
Ríkharðsdóttir,
bæjarstjóri og
oddviti sjálfstæð-
ismanna í Mos-
fellsbæ, hefur
tekið ákvörðun
um bjóða sig fram
í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í
Suðvesturkjör-
dæmi fyrir kom-
andi alþingiskosningar sem fram fer
11. nóvember. Ragnheiður sækist
eftir 3. sæti listans.
Ragnheiður er íslenskufræðingur
með uppeldis- og kennsluréttindi frá
HÍ og framhaldsnám í menntunar-
fræðum með áherslu á stjórnun frá
KHÍ. Hún starfaði sem kennari og
skólastjóri í yfir 20 ár. Ragnheiður
hefur verið oddviti sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn og bæjarstjóri í Mos-
fellsbæ frá 2002 og hefur setið í
stjórn Sambands íslenskra sveitarfé-
laga frá 2002 og í nefndum á vegum
þess. Ragnheiður var tilnefnd af
dómsmálaráðherra í verkefnastjórn
um nýskipan lögreglumála og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Ragnheiður er kunn fyrir brenn-
andi áhuga og þekkingu á mennta-
og íþróttamálum og hefur fylgt eftir
af krafti úrbótum í samgöngumálum.
Ragnheiður er gift Daða Runólfssyni
og þau eiga tvö börn og þrjú barna-
börn.
Sækist eftir
3. sætinu
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
♦♦♦