Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 19

Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 19 EKKI er mögulegt að finna hér við land steingervinga á borð við þá sem norskir steingervingafræðingar hafa fundið við Svalbarða og eru um 150 milljóna ára gamlir. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fundist hefðu steingerðar leifar risastórra skriðdýra sem lifðu í haf- inu þegar risaeðlurnar reikuðu um jörðina. Um er að ræða leifar tveggja útdauðra tegunda lagar- skriðdýra sem nefnast svaneðlur og hvaleðlur og hefur steingerving- unum verið lýst sem „grameðlum hafsins“. Norsku vísindamennirnir lýstu steingervingunum sem „gullnámu“ og undruðust að svo mikið magn steingerðra leifa skyldi finnast á ein- um stað. Ein beinagrindanna sem fundust er svo stór að vísindamenn- irnir kalla hana „sæskrímslið“. Arnþór Garðarsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, segir að leifarnar sem fundust við Sval- barða séu frá miðlífsöld. Berg á Ís- landi sé innan við 20 milljóna ára gamalt og því séu engar líkur á því að finna leifar sem eru eldri en það. Margt fundist á Svalbarða frá fyrri jarðlífsöldum Um fund norsku vísindamann- anna segir Arnþór að hann hafi ekki kynnt sér hann til hlítar. Þó sé ekki óviðbúið að slíkar leifar finnist á Svalbarða en þar hafi fundist „mjög margt frá fyrri jarðlífsöldum. Meginlöndin hefur rekið norður, en ekki bara í austur og vestur, og þennan útkjálka hefur rekið frá hita- beltinu og norðurúr,“ segir Arnþór. Sennilega sé hið mikla magn hinna steingerðu leifa sem vísindamenn- irnir fundu það merkilegasta við fundinn. Arnþór segir jafnframt að miklir fundarstaðir steingervinga séu einnig á Norðaustur-Grænlandi. Arnþór segir að mjög mikið sé til af íslenskum steingervingum, þótt ekki séu þeir 150 milljóna ára gaml- ir. Þeir séu frá ýmsum tímum, en þó allir frá því eftir ísöld. „Hér voru stórir skógar á tertíer- tímanum [fyrir ísöld],“ segir hann. Eitthvað af steingervingum hefur fundist úr þeim segir hann og bendir á surtarbrandslög og millilög úr hraunum sem þá runnu. Fundist hafi steingervingar skordýra og eins spendýrs, sem þótt hafi merkilegur fundur. Reuters „Gullnáma“ Jørn Harald Hurum, einn norsku vísindamannanna, við hlið eins steingervinganna sem fundist hafa á Svalbarða. Grameðlur hafsins Þessi tölvugerða mynd sýnir hvernig lagareðlurnar litu út þegar þær lifðu í hafinu fyrir um það bil 150 milljónum ára. Engar leifar „sæskrímsla“ við Ísland ’„Hér voru stórir skóg-ar á tertíertímanum [fyrir ísöld].“ ‘ Lúxemborg. AP. | Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, og fleiri bandarískar löggæslustofnanir fá aðgang að per- sónuupplýsingum um farþega, sem koma með flugi frá Evrópusam- bandslöndum til Bandaríkjanna, samkvæmt samkomulagi sem náðist í gær eftir níu klukkustunda samn- ingafund. Samkomulagið kemur í stað samnings frá 2004 sem evrópsk- ur dómstóll ógilti á lögformlegum forsendum. Nýja samkomulagið gildir til júlí á næsta ári og stefnt er að því að var- anlegur samningur liggi þá fyrir. Samkvæmt samkomulaginu hefur heimavarnaráðuneyti Bandaríkj- anna ekki sjálfgefinn rétt til að sækja upplýsingar í tölvukerfi evr- ópskra flugfélaga, heldur verður að biðja um gögnin. Bandaríska toll- gæslan hefur einungis heimild til að deila upplýsingum um farþega með öðrum löggæslustofnunum sem tryggja gagnavernd með sambæri- legum hætti. Flugfélögin eiga að senda upplýs- ingar um 34 atriði um hvern farþega, þ.á m. nöfn, heimilisföng, sætisnúm- er, krítarkort og ferðaáætlun þeirra, til bandarískra yfirvalda í síðasta lagi 15 mínútum eftir flugtak. FBI fær gögn um evrópska farþega London. AFP, AP. | Jack Straw, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bret- lands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af því að íslamskar höf- uðslæður væru „sýnileg yfirlýs- ing um aðskiln- að“ frá breska samfélaginu eftir að hann hafði sætt gagnrýni fyrir að biðja ísl- amskar konur að taka af sér slæð- urnar þegar þær kæmu á skrifstofu hans. Straw, sem er nú leiðtogi bresku stjórnarinnar í neðri deild þingsins, sagði í reglulegum dálki sem hann skrifar í blaðið Lancashire Evening Telegraph að sér þætti óþægilegt að tala við fólk sem hann sæi ekki. Hann bæði því múslímakonur sem kæmu á skrifstofu hans í kjördæmi hans í Blackburn að taka slæðurnar af sér. Virðingarleysi? Straw útskýrði orð sín í viðtali við BBC í gær og sagði að með því að nota slæðurnar væru konurnar að lýsa því yfir að þær væru ekki hluti af breska samfélaginu. Viðbrögðin við ummælum Straws voru blendin. Nokkrar hreyfingar breskra múslíma sögðu þau til marks um virðingarleysi fyrir músl- ímum. Talsmenn annarra múslíma- hreyfinga sögðust hins vegar skilja afstöðu Straws og bentu á að kon- urnar gætu sjálfar valið hvort þær notuðu höfuðslæðurnar; það væri engin skylda. Vill ekki slæðurnar Blendin viðbrögð við orðum Straws Jack Straw www.sigridurandersen.is Sigríður Andersen Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október. Skemmtileg stund við Austurvöll Í dag, laugardaginn 7. október, kl. 15.00 opna stuðningsmenn Sigríðar Andersen kosningaskrifstofu í Landssímahúsinu við Austurvöll. • Tónafljóðin taka lagið • Barnahorn og hoppukastali • Heitar vöfflur með rjóma Allir velkomnir Stuðningsmenn Sigríðar Andersen STÓRVIRKI! SAGA BISKUPS- STÓLANNA Fátt er jafngróið íslenskri sögu og biskupsstólarnir báðir. Saga þeirra er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt þúsund ár. Þeir voru höfuðstaðir trúarlífs landsmanna framan af öldum en einnig menningar og mennta og voru umsvifamiklir at- vinnurekendur til sjávar og sveita. Má segja að landinu hafi verið stjórnað þaðan um margra alda skeið og þar komu við sögu svip- miklir biskupar og aðrir kirkjuhöfð- ingjar. SAGA BISKUPSSTÓLANNA - bók sem allir Íslendingar verða að lesa!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.