Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 21

Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 21 NÝJASTA leiksýning Vesturports, Hamskiptin eftir Franz Kafka, var frumsýnd á miðvikudagskvöldið í Lyric Theatre í Hammersmith- hverfinu í London. Eins og kom fram í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu á föstudag var gagnrýnandi hins virta dagblaðs The Guardian, Michael Billington, stórhrifinn af sýningunni og gefur henni fimm stjörnur af fimm mögulegum sem kvað vera afar sjaldgæft. Við sama tón kveður hjá Patrick Marmion, leiklistargagnrýnanda The Daily Mail, en þar segir meðal annars að sýningin sé sú „heitasta“ í bænum. Tónlistina á geisladisk Í gagnrýni Billingtons, sem birt- ist á fimmtudaginn, segir að sigur sýningarinnar felist í hugvitssam- legri notkun á líkamanum til að ná fram hinum sorglega kjarna (ham- skiptunum) sögunnar. Gísli Örn Garðarsson fari á kostum í alls kyns klifri og loftfimleikum sem keyri þó aldrei úr hófi fram og grafi þar með ekki undan sálarstríði aðalpersón- unnar, Gregors Samsa. Aðrir sem fá hrós hjá Billington eru Nína Dögg Filippusdóttir sem leikur systur Gregors en gagnrýn- andi segir að henni takist stórvel að miðla til áhorfandans þeim um- breytingum sem verða á persón- unni eftir því sem á líður – frá hjálpsamri systur Samsa til kvalara hans. Þá fá þeir Nick Cave og Warr- en Ellis mikið lof fyrir tónlistina sem honum þykir smellpassa við verkið. Patrick Marmion hjá The Daily Mail er á svipuðum nótum og hrós- ar sérstaklega leikgerðinni sem er eftir David Farr, listrænan stjórn- anda Lyric-leikhússins, og Gísla Örn Garðarsson. Verkið sé rétti- lega sett á svið sem fjölskylduharm- leikur og að þeim takist vel upp við að staðsetja hinn sálfræðilega sárs- auka sem liggi harmleiknum til grundvallar. Að lokum hrósar hann fyrrnefndum Nick Cave fyrir tón- listina og segist vona að hann láti það ekki bíða lengi að gefa tónlist- ina út á geisladiski. Hamskiptin sem æfingadýna En Adam var ekki lengi í paradís, eins og máltækið segir, og í gagn- rýni Rohda Koenig, sem birtist í The Independent á föstudaginn, kveður við annan tón. Dómurinn hefst á þessum orðum: „Listrænn stjórnandi Lyric, David Farr, hefur sagt frá því að hann og Gísli Örn hafi komist að því fyrir ári þegar þeir sátu við skál eitt kvöldið, að uppáhaldsbókmenntaverk þeirra beggja væri Hamskipti Kafka. Í kjölfarið ákváðu þeir að setja verk- ið á svið og á miðvikudaginn gat að sjá afrakstur þeirrar vinnu – en nú verð ég að spyrja: getur verið að það hafi ekki runnið af þeim félög- um síðan?“ Koenig er ekki mikið um tónlist þeirra Ellis og Cave gefið og heldur því fram að rödd þess síðarnefnda sé aðeins eitt af því sem aflaga fer í sýningunni. Gísli Örn leggi allt of mikla áherslu á líkamlega þáttinn í stað hins andlega sem hljóti að fylgja því að vera fastur í líkama sem lætur ekki að stjórn. Og áfram heldur Koenig: „Foreldrar Gregors eru eldra fólk í upphaflegri útgáfu Kafka en hér eru þeir ungir og lið- ugir, fimleikafólk sem stekkur upp á og yfir borð. […] En verst af öllu er,“ segir Koenig, „að þeir David Farr og Gísli Örn hafa þurrkað út leigjendurna þrjá og skapað þess í staðinn annan, hinn stjórnsama Herr Fischer sem öskrar að fjöl- skyldunni: „Sá tími mun koma þeg- ar okkur tekst að hrekja meindýrið burt úr samfélagi okkar, og þið er- uð þar með talin!“ Þessi augljósa vísun gerir fjölskylduna að fórn- arlömbum félagslegra aðstæðna í stað andlegra kvalara.“ Koenig hrósar að vísu Ingvari E. Sigurðs- syni og Nínu Dögg fyrir frammi- stöðu sína en segir að hæfileikum þeirra sé sóað af höfundum verks- ins sem noti Hamskipti Kafka sem æfingadýnu. Fullt hús öðlast aðra merkingu Ólíkar umsagnir um sýningu Vestur- ports á Hamskiptum Kafka í London ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 EKKI VERA ÞINN VERSTI ÓVINUR Allir hafa hæfileika. Finndu þína og ræktaðu. Ekki gefast upp. Leitaðu hjálpar ef þú þarft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.