Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 26
daglegt líf
26 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk
Kaupmannahöfn - La Villa
R
O
YA
L
Nýtt frá Te & Kaffi
stundin - bragðið - stemningin
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Uppskrift?“ spyr GuðnýFriðþjófsdóttir og hlærstríðnislega. „Það erengin uppskrift að þess-
ari súpu, strákar mínir, ég elda aldr-
ei sömu súpuna tvisvar.“ Ljóst má
vera að Guðný hyggst liggja á gull-
inu líkt og ormurinn forðum. Hún
upplýsir þó að hún sé aldrei með
kartöflur í súpunni. „Það passar
ekki.“
Það var á hausthátíðinni „Sveita-
rómantík“ í síðasta mánuði að
Guðný fór með sigur af hólmi á Ís-
landsmótinu í kjötsúpugerð. Dóm-
endur voru gestir hátíðarinnar og
skiptu þeir tugum ef ekki hundr-
uðum sem brögðuðu á súpunni. Sig-
ur Guðnýjar mun hafa verið örugg-
ur. „Ég held það hafi verið tilkynnt
hvað súpan mín sigraði með miklum
mun en ég heyrði það ekki þar sem
ég hafði í svo mörg horn að líta
þennan dag.“
Vann fiskisúpukeppnina í fyrra
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Guðný ber sigur úr býtum í súpu-
gerð á „Sveitarómantík“ en í fyrra
var humarsúpa hennar, „Íslands-
súpan“, leidd til öndvegis í fiski-
súpukeppninni. „Ég leyfði liðs-
mönnum KF Nörd að bragða á
þeirri súpu þegar þeir komu hérna í
sumar og einhverjir höfðu á orði að
þessi súpa hlyti að hafa unnið
heimsmeistaramótið. Þeir eru svo
miklir herramenn, blessaðir,“ segir
Guðný.
Hún útilokar ekki að gera atlögu
að þriðja Íslandsmeistaratitlinum að
ári. „Kannski ég spreyti mig þá á
kleinunum.“
Þá er komið að því að bera súp-
una á borð. Blaðamaður og ljós-
myndari leggja hatt sinn og staf til
hliðar. Eftirvæntingin er að bera þá
ofurliði. Og súpan stendur undir
væntingum – og vel það. Þvílíkt lost-
æti. Morgunblaðsmenn ranghvolfa
augunum meðan þeir lofsyngja Guð-
nýju hvor í kapp við annan.
„Jæja, það er gaman að geta glatt
ykkur,“ segir meistarinn þakklátur.
„Maðurinn minn, börn og tengda-
sonur kvarta a.m.k. ekki þótt þau fái
kjötsúpu þrjá daga í röð. Vilja hana
miklu frekar en pítsu og hamborg-
ara. Er ekki sagt að hjartað liggi í
gegnum magann? Það hafa margir
matarást á mér! Bæði menn og mál-
leysingjar, því hundarnir fá afgang-
ana.“
Hálfur lítri af vodka
Í því vindur Guttormur Jónsson,
umsjónarmaður húsanna á Safna-
svæðinu, sér inn úr dyrunum. Hefur
væntanlega runnið á lyktina. „Hvað,
eruð þið mættir svona snemma?“
ávarpar hann gestina. „Sáuð þið
Guðnýju kannski slátra rollunni í
morgun?“
Kokkurinn hlær.
„Ert þú ekki með einhverja súpu-
uppskrift handa þeim, Gutti?“ segir
Guðný og snýr vörn í sókn.
„Það held ég nú,“ svarar Gutti um
hæl. „Ég var einu sinni í ofsaveðri á
Kili. Þá dró einn ferðafélaginn tvær
pakkasúpur úr pússi sínu og hrærði
þeim saman. Ég sá svo um að bæta
hálfum lítra af vodka út í. Við gróf-
um okkur að því búnu í fönn og
vöknuðum stálslegnir. Ég er hand-
viss um að súpan hefur bjargað lífi
okkar.“
Þar með er hann rokinn.
Fer aldrei eftir uppskriftum
Ekki er hægt að kveðja Guðnýju
án þess að spyrja um galdurinn á
bak við góðan mat.
„Það eru a.m.k. ekki uppskrift-
irnar, því ég fer aldrei eftir þeim,“
svarar hún glettin. „Ekki er það
heldur námið, því ég hef aldrei lært
matreiðslu. Ætli það sé ekki bara
ástríðan. Ef maður hefur gaman af
því að elda verður maturinn góður.“
Langi menn að bragða á matnum
hennar Guðnýjar skal upplýst að
hún sér um veitingahúsið á Safna-
svæðinu en opið er daglega frá kl.
13–17 á veturna en frá kl. 10–17 á
sumrin. Upphaflega var hún með
leirverkstæði á svæðinu en tók við
eldhúsinu fyrir rúmu ári. „Ég tók
við 17. júní 2005 með hlaðborði og
hef haft meira en nóg að gera síðan.
Leirinn bíður betri tíma.“
Sú dagsetning er við hæfi. Skaga-
menn og nærsveitungar geta þá
slegið tvær flugur í einu höggi,
fagnað afmæli lýðveldisins og deg-
inum þegar meistarakokkurinn hóf
störf.
Eldar sömu súpuna aldrei tvisvar
Morgunblaðið/Eyþór
Kjötsúpa Þetta er algjört lostæti enda besta súpa landsins.
Í eldhúsinu á Safnasvæð-
inu á Akranesi kraumar
súpa í potti. Það er engin
venjuleg súpa – heldur
besta kjötsúpa landsins.
Orri Páll Ormarsson
stendur agndofa yfir
pottinum meðan Guðný
Friðþjófsdóttir hrærir í
verðlaunaverki sínu af
mýkt og næmni hins út-
farna fagurkera.
Meistari Guðný Friðþjófsdóttir hrærir fagmannlega í bestu kjötsúpu landsins.
orri@mbl.is
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
BLIKKÁS –