Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 27 Rauði krossinn á Egilsstöðum ætlar að hafa opið hús fyrir þá erlendu starfsmenn Kára- hnjúkavirkjunar sem koma með rútum í bæj- arfrí á sunnudögum. Þar geta þeir spjallað og vonandi hitt heimafólk, en eins og kunnugt er hafa þeir ekki átt margra kosta völ í afþrey- ingu í bæjarferðum sínum. Betra er seint en aldrei hjá Rauða krossinum, þetta er síðasti veturinn sem eitthvað af mannskap frá Imp- regilo verður á svæðinu. Gott framtak. Vega- Húsið á Egilsstöðum ætlar í vetur að beina sjónum að erlendum konum hjá Bectel/Alcoa Fjarðaáli og í Kárahnjúkavirkjun, með því að bjóða þeim upp á mánaðarleg námskeið og barnagæslu. Líka myndarlegt framtak.    Fimleikadeild Hattar stendur fyrir fernu- og pappasöfnun á Egilsstöðum til fjáröflunar. Íbúar geta á fimmtudögum sett út fyrir dyr sínar fernur og pappa sem safnast hafa á heim- ilinu og iðkendur úr fimleikadeildinni fara um bæinn, jafnt krílin sem eldri krakkarnir, og safna herlegheitunum. Hjartahlýtt eldra fólk gaukar gjarnan kökubita eða súkkulaðirúsínu að krökkunum. Þetta er hið besta mál, en til að það virki þarf tvennt að gerast; fólk þarf að muna eftir að setja fernurnar og pappann út fyrir dyr og þeir sem safna verða að standa sig í að fjarlægja það á hverjum fimmtudegi. Fljótsdalshérað er að fara í átak í umhverfis- málum og er það vel, svæðið er grænt og vænt og á að hafa sterka græna ímynd sem stenst skoðun. Enn er vöngum velt yfir skrítnum sveiflum í þjónustuframboði á Héraði í miðri uppsveiflu. Stór fyrirtæki eins og Húsasmiðjan, Blómaval, Fóðurblandan, Tölvulistinn, Office 1 og fleiri landsþekktar keðjur yfirtaka eða ryðja undan sér rekstri heimamanna. Þetta er að mörgu leyti hið besta mál. En þessir aðilar leigja nán- ast í öllum tilfellum húsnæði og heimamenn, sem hafa af þessu áhyggjur, segja þá geta horfið með kortérs fyrirvara ef þeim sýnist svo. Sem dæmi um aðila sem hafa gefist upp á rekstri og ýmist hætt eða selt undanfarin misseri má nefna kvikmyndahús, skósmið, skóverslun, barnafatabúð, tískuverslanir, blóma- og gjafavöruverslun, rafvöruverslun og bari. Og eru sjálfsagt einhverjir ótaldir. Núna er blessað kaupfélagið, sem stendur sig oft ágætlega, að hætta með vefnaðarvöru og hvert fer Magnús þá eftir lakaléreftinu? Það er í al- vöru talað eitthvað bogið við að almenn þjón- usta skuli rýrna í miðju góðærinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Haustskrúð Egilsstaðir og Eyvindará. EGILSSTAÐIR Steinunn Ásmundsdóttir blaðamaður Systurþáttur Vísnahornsins hef-ur öðlast fastan sess á vefsíðu Stokkseyrar og hefur þar sömu yfirskrift. Þar segir frá meðmælum sem Guðmundur Valur Pétursson fékk er hann fyrstur Stokkseyringa falaðist eftir vinnu í Hólmaröst þegar starfsemin flutti frá Reykja- vík til Stokkseyrar. Hér má sjá meðmælin sem hann fékk frá Sláturfélagi Suðurlands: Góðan daginn Guðmundur gamli beina-raftur til allra verka ónýtur ekkert nema kjaftur. Og þegar Guðmundur hvarf til starfa við trésmíðar fékk hann meðmæli eftir störf sín í Hólmaröst: Góðan daginn Guðmundur góði vöðvakraftur til verka allra velhæfur varla hreyfist kjaftur. Guðmundur Valur starfaði í Hólmaröst um árabil og fékk þar sæmdarheitið „hrútapabbi“ vegna starfa fyrir Hrútavinafélagið Örvar, sem nú heitir „Hrútavinir Group“ vegna útrásar Hrútavina á síðustu misserum. Margar vísur eru til um störf og leiki Guðmundar Vals á síðustu árum og flestar fóru á launamiða í Hólmaröst, en siður er þar að setja eina vísu í viku hverri á launaseðilinn. Mjög er það til eftirbreytni. Bjarni Pétursson, Sléttu, Fljótum, orti: Vinnan mín í verði er lág. Viljan þó ei brestur. Lifi eftirlaunum á eins og gamall prestur. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Laun og meðmæli VÍSINDAMENN hafa kannað hugs- anleg tengsl brjóstagjafar og greind- ar barna í áratugi og fram hafa komið vísbendingar um að börn, sem höfð voru á brjósti, séu greindari en pela- börnin. Ný rannsókn hefur þó leitt í ljós að brjóstagjöf hefur lítil eða eng- in áhrif á greind barna. Breskir vísindamenn komust að því að þótt börn sem höfð voru á brjósti stæðu sig betur á greind- arprófum var það vegna þess að mæður þeirra voru greindari, með meiri menntun og stóðu sig betur í því að sjá börnunum fyrir örvandi og þroskandi umhverfi. Rannsóknin byggðist á gögnum um 5.475 börn og 3.160 mæður í Bandaríkjunum. Brjóstagjöf eykur ekki greind barnsins rannsókn Subaru Forester brúar bil milli tveggja heima. Hann er lipur og léttur í borgarakstri en hefur dráttarkraft á við mun stærri jeppa sem gerir hann óstöðvandi á landsbyggðinni. Sítengt aldrifið tryggir einstakt veggrip og niðurstaðan er jepplingur sem nýtist þér jafnt innan sem utan bæjar. Samt er Forester ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðinum í dag. * Samkvæmt sölutölum Umferðarstofu 01/04 til 28/04 2006 Opið: Mán. - fös. kl. 9:00 - 18:00. Lau. 12:00 - 16:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 464 7940 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Umboðsmenn um land allt J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Farðu út um allt fyrir 2.590.000 kr. Forester 2.590.000,- Forester PLUS 2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Fylgir með á meðan birgðir endast. Upphækkun, heilsársdekk, dráttarbeisli og 16” álfelgur. www.subaru.is 250.000 kr. Vetrartilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.