Morgunblaðið - 07.10.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 07.10.2006, Síða 28
tíska 28 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ New York, London, Mílanó og París.Hvert tískuhúsið af öðru hefur sl.vikur lagt tískuglöðum línurnar um fatnað næsta sumars. Dökkt og ljóst, stutt og sítt, hefðbundið og framandlegt. Stundum eru skilaboðin svo mótsagna- kennd að erfitt getur verið að lesa í þau. Í tískuborginni París fær frumleikinn yf- irleitt að njóta sín, fantasíukennd hönnun sem hefur lítið með hversdaginn að gera á vel heima á sýningarpöllunum þar – og Par- ís er líka draumaborg flestra fatahönnuða. Bresku hönnuðurnir Vivian Westwood og Stella McCartney voru í hópi þeirra sem sýndu sumartísku sína fyrir árið 2007 þar, auk annarra kunnuglegra hönnuða á borð við þá Karl Lagerfeld, John Galliano og Jean Paul Gaultier. Sýrukenndur sjöundi áratugur, diskó- sveiflan og mjúk útfærsla á níunda ára- tugnum settu víða svip sinn á sýningarnar. En ekki þó alls staðar. Fatahönnuðir á borð við Rei Kawakubo hjá Comme des Garson eru til dæmis á því að verk þeirra eigi ekki að fylgja straumnum og tíðarandi fyrri alda mun að öllum líkinum aldrei yfirgefa verk Vivienne Westwood. Æskudýrkun og ævintýraþrá Austrænt Jean-Paul Gaultier leitar víða fanga. Reuters Mjallhvít? Vivienne Westwood leikur sér með Disney-útgáfuna af Mjallhvíti. Sumarleg Sætur og stelpulegur galli frá Stellu McCartney. Hafnabolti? Bandarískur blær hjá Jean-Paul Gaultier. Framandleg Comme des Garcons fylgir ekki straumnum. HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 draumur algjör Staðalbúnaður MASC stöðugleikastýring ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar • Rafdrifnar rúðuvindur MITSUBISHI COLT er frábær bíll sem hefur sópað að sér verðlaunum, enda kostirnir augljósir; glæsileg hönnun, mikið innra rými með mikla möguleika, nýjar öflugar vélar, 6 hraða „Allshift“ sjálfskipting og margt fleira. Komdu og prófaðu hann Verð: 1.590.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.