Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 33
Evrópu-
akist hún
ynslan
reint
ún þjóð-
Og þjóð-
ordæmi
kotar
muna og
máþjóða.
ga lífs-
na undir
ð lög og
sam-
ða. Þess
gin þver-
lgin, eins
við
ð þjóðir
áður
ingu og
ekki fyrr
sjálfstæði
sækja
samein-
skyldu
ýðræðis,
f sam-
lfa öld?
a upp úr:
ögur
ekki not-
nlengi og
óðir sem
n og
si og lýð-
vrópu-
lar,
jóðir
u og
ðirnar á
an Slóv-
min inn,
ega að
ðin: lýð-
rkaðs-
ðislegri
saman
ýstri lýð-
gvædda
em val-
p dag og
ur gert
ma fá-
í Evrópu
en dæmi
nnan ár-
ferði
m fátæku
Mið- og
aríbahaf-
Sagan sýnir, að samrunaferlið í
Evrópu hefur reynst vera jákvætt
afl í þágu friðar og framfara í álf-
unni.
Sjálfstæð utanríkisstefna?
Í ljósi þess sem hér hefur verið
sagt um sambúð Evrópuþjóða á
eftirstríðstímanum er ástæða til
að spyrja: Hvernig hefur gæslu-
mönnum íslenska lýðveldisins
gengið að gæta okkar þjóðarhags-
muna á sama tíma? Hvernig hef-
ur þeim farnast í samskiptum við
hernaðarstórveldið – eina heims-
veldið sem nú er uppistandandi –
að loknu kalda stríðinu? Við höf-
um jú kosið að halda okkur í
hæfilegri fjarlægð frá Evrópu og
treysta frekar á tvíhliða varn-
arsamstarf við Bandaríkin.
Sú skoðun er útbreidd, að leið-
togar lýðveldisins hafi verið
Bandaríkjunum helst til leiðitam-
ir, enda hafi varnarliðið verið hér
fyrst og fremst til að gæta banda-
rískra hagsmuna í kalda stríðinu
fremur en að verja Ísland fyrir
hugsanlegri innrás og hernámi.
Það sé svo þessu sjónarmiði til
staðfestingar, að þegar Banda-
ríkjamenn eygðu enga ógn framar
við sína hagsmuni á Norður-
Atlantshafi, hafi þeir einhliða tek-
ið ákvörðun um að pakka saman
og hverfa á braut, hvað svo sem
leið vilja íslenskra stjórnvalda.
Um réttmæti þessarar sögutúlk-
unar má svo sem deila. Hitt fer
ekki á milli mála, að margir
þeirra, sem litið hafa á Banda-
ríkjamenn sem sérstaka „vina-
þjóð“ Íslendinga, hafa lýst von-
brigðum sínum með viðskilnað
Bandaríkjastjórnar og tala um, að
traust þeirra á stórveldinu hafi
beðið hnekki. Meðal þeirra eru
bæði fyrrverandi formaður Fram-
sóknarflokksins, Halldór Ásgríms-
son, og ritstjóri Morgunblaðsins.
Ekki verður hins vegar séð, að
meirihluti þjóðarinnar harmi
brottför hersins. Flestir virðast
því fegnir, að þessum kafla Ís-
landssögunnar er nú lokið. En
hvert á að senda þakkarskeytið,
með leyfi? Verðum við ekki að
senda það á Hvíta húsið eða til
Pentagon? Ekki getum við sent
það í stjórnarráðið eða upp á
Rauðarárstíg, því að brottför
hersins var sannarlega ekki okkar
mönnum að þakka. Hún var þeim,
þvert á móti, þvert um geð!
En sú skoðun, að þeir Davíð og
Halldór og eftirmenn þeirra, Geir
og Jón, hafi staðið traustum fót-
um í arfleifð forvera sinna, sem
hafi jafnan gengið erinda stór-
veldisins í stóru og smáu, fær að
mínu mati ekki staðist dóm stað-
reyndanna. Vissulega vantaði
talsvert upp á, að þeir sem með
völdin fóru hverju sinni, fylgdu
fram sjálfstæðri utanríkisstefnu,
þegar samviska heimsins hefði átt
að stugga við þeim eins og t.d. í
Víetnam-stríðinu, eða þegar
Bandaríkin beittu afli sínu, gjarn-
an á laun, til að steypa lýðræð-
islega kjörnum ríkisstjórnum í
Mið- og Suður-Ameríku og komu
herforingjum til valda, sem stund-
uðu bæði fjöldamorð og manns-
hvörf í skjóli bandarísks valds.
En í kalda stríðinu, milli hins
frjálsa heims og heimskomm-
únismans, giltu gjarnan hin
fleygu orð, sem höfð voru eftir
Roosevelt Bandaríkjaforseta um
einn af einræðisherrunum, sem
ríktu í skjóli bandarísks auðvalds
í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku:
„He is a son of a bitch, but he is
our son of a bitch.“ Öfugt við
þessa reynslu grannríkja Banda-
ríkjanna í nýja heiminum, verður
seint sagt með rökum um leiðtoga
íslenska lýðveldisins, að þeir hafi
látið stórveldið skipa sér fyrir
verkum eða hlýtt fyrirmælum
þeirra í einu og öllu. Leyfist mér
að nefna nokkur dæmi, sem verð-
skulda að þeim sé haldið til haga
á þessum tímamótum.
1. Stofnaðild að Sameinuðu þjóð-
unum árið 1945: Leiðtogum lýð-
veldisins var mikið í mun að Ís-
land festi nýfengið sjálfstæði
sitt í sessi í augum heimsins
með því að gerast stofnaðili
Sameinuðu þjóðanna á fyrsta
fundi þeirra í San Francisco
1945. En leiðtogar Bandamanna
gerðu það að skilyrði, að aðild-
arríkin segðu möndulveldunum
stríð á hendur. Öll svokölluð
„associated states“, sem höfðu
lagt stríðsrekstri Bandamanna
lið, án þess að vera beinir
stríðsaðilar, gengu að þessu –
nema Ísland. Þótt til nokkurs
væri að vinna vildu íslenskir
ráðamenn ekki gera Ísland að
því viðundri í augum heimsins,
að vopnlaus og herlaus þjóð
segði Þýskalandi stríð á hend-
ur, eftir að það hafði verið ger-
sigrað og eftir að stríðinu í
Evrópu var lokið. Epigónar
þessara manna töldu sig vera
menn til þess að styðja löglausa
innrás Bandaríkjamanna í Írak
í von um að fá að halda hernum
á Suðurnesjum. Þeir urðu landi
og þjóð til skammar. Það sama
verður ekki sagt um forvera
þeirra.
2. Í stríðslok báru Bandaríkja-
menn fram kröfur um þrjár
herstöðvar á Íslandi til 99 ára.
Þeir ætluðu m.ö.o. að gera Ís-
land að hjálendu sinni með var-
anlegum hætti – gera Ísland að
eins konar Guantanamo Bay
norðursins. Það verður að segja
forráðamönnum íslenska lýð-
veldisins til hróss, að þessum
kröfum var einarðlega vísað á
bug.
3. Við inngöngu Íslands í Atlants-
hafsbandalagið 1949 gengu ís-
lenskir ráðamenn ríkt eftir því
að fá skriflega viðurkenningu
annarra aðildarríkja á sérstöðu
Íslands. „Að Ísland hefði engan
her, og ætlaði ekki að stofna
her, og að ekki komi til mála að
erlendur her eða herstöðvar
verði á Íslandi á friðartímum.“
– Er það ekki nákvæmlega
þetta, sem við erum að upplifa
nú, 57 árum síðar?
4. Varnarsamningurinn við
Bandaríkin 1951. Þegar Kór-
eustríðið braust út, sem margur
maðurinn á þeim tíma taldi að
yrði upphaf þriðju heimstyrj-
aldarinnar, var farið fram á
hernaðaraðstöðu á Íslandi á ný.
Við því var orðið á þeim for-
sendum, að ófriðvænlegt væri í
heiminum, þannig að fyrirvar-
arnir frá 1949 giltu ekki lengur.
Bandaríkjamenn notuðu þá
tækifærið og vildu fá því fram-
gengt að samningstíminn væri
ótakmarkaður, eða að varn-
arsamningurinn félli ekki úr
gildi fyrr en Atlantshafsráðið
ákvæði. M.ö.o. reynt var að fá
því framgengt, að Íslendingar
framseldu samningsvaldið í
hendur öðrum þjóðum. Það er
fróðlegt að heyra, hvernig
Bjarni Benediktsson, þáv. utan-
ríkisráðherra, svaraði þessum
kröfum, en hann sagði í samtali
við Halvard Lange utanrík-
isráðherra Noregs: „Ég sagði,
að þessar tillögur væru ger-
samlega óaðgengilegar frá sjón-
armiði Íslendinga, og mundum
við frekar taka þá áhættu að
hafa engar varnir hér, en að
ganga að þessu.“ Íslendingar
settu m.ö.o. það að skilyrði, að
báðir aðilar hefðu einhliða upp-
sagnarfrest með hæfilegu tíma-
marki. Og þeir höfðu sitt fram.
Þess vegna getum við nú beitt
uppsagnarákvæði samningsins,
þegar okkur þóknast og þjóð-
arhagsmunir krefjast.
5. Glæsilegasta dæmið um sjálf-
stæða utanríkisstefnu lýðveld-
isins á grundvelli eigin mats á
brýnum þjóðarhagsmunum er
hálfrar aldar barátta þjóð-
arinnar fyrir útfærslu landhelg-
innar í tvö hundruð mílur og
fyrir forræði strandríkja yfir
auðlindum hafsins. Þorskastríð-
in þrjú eru kennslubókardæmi
um baráttu smáþjóðar fyrir lífs-
hagsmunum sínum – baráttu
sem virtist vera við algert ofur-
efli. Hverjir voru andstæðing-
arnir? Ekki aðeins breska
heimsveldið – það sem eftir var
af því – heldur hefðbundnir
hernaðarhagsmunir flotavelda
um frjálsa för á úthöfunum. Í
stað alþjóðalaga höfðu dóm-
stólar ekki við annað að styðj-
ast en hefðir heimsveldanna og
því ekki á þá að treysta, ef
bjarga átti auðlindum hafsins
frá rányrkju og tryggja íbúum
strandríkjanna lífsviðurværi
sitt. Hverjir voru bandamenn-
irnir? Það voru fátækar þjóðir
úr vanþróaða heiminum, þar
sem fiskveiðar skiptu máli fyrir
afkomu íbúanna, í S-Ameríku,
Asíu og Afríku. Íslendingar
unnu þetta stríð, ásamt banda-
lagsþjóðum sínum, gegn
ríkjandi hagsmunum stórvelda,
af því að alþjóðasamfélagið
hlustaði á vísindaleg rök og
málflutning smáþjóða, sem
byggðist á þeim, þótt við lægi á
köflum, að valdbeitingarárátta
hervelda hefði sitt fram.
6. Ég er nýkominn frá Riga, höf-
uðborg Lettlands. Tilefnið var
að 15 ár voru liðin frá því að
endurheimt sjálfstæði Letta
öðlaðist viðurkenningu á al-
þjóðavettvangi. Tilefnið var
opnun sögusýningar um sjálf-
stæðisbaráttuna. Þarna voru
lögð fram gögn úr skjalasöfnum
sjálfstæðishreyfingarinnar og
ráðuneyta, sem vörðuðu afstöðu
annarra þjóða til sjálfstæð-
isbaráttunnar. Þar kom fram,
að Ísland gerðist málsvari þess-
ara þjóða, þegar öflugri ríki á
Vesturlöndum ýmist þögðu eða
báðu talsmenn hinna nýfrjálsu
þjóða að hafa hægt um sig. Í
þessu máli gekk „litla Ísland“,
eins og það oft er nefnt, fram
fyrir skjöldu í blóra við yf-
irlýsta stefnu og hagsmuni, t.d.
Bandaríkjanna og Þýskalands.
Þjóðverjar töldu sig eiga frið-
samlega sameiningu Þýska-
lands undir velvild Gorbashevs;
Bandaríkin sóttust eftir stuðn-
ingi Rússa við fyrra innrás-
arstríð sitt í Írak 1991. For-
ystumenn beggja stórveldanna
lögðu því hart að leiðtogum
sjálfstæðishreyfinganna, að þeir
sættu sig við heimastjórn innan
Sovétríkjanna. Íslendingar
héldu því fram, þvert á móti, að
Vesturveldin gætu ekki samið
við Sovétríkin um endalok
seinni heimstyrjaldarinnar í
þessum heimshluta á kostnað
Eystrasaltsþjóðanna, sem hefðu
fært jafnvel meiri fórnir en aðr-
ar þjóðir Mið- og Austur-
Evrópu í stríðinu, þar sem þær
voru formlega innlimaðar í Sov-
étríkin. Þetta er dæmi um, að
smáþjóð hafi tekið frumkvæði í
þýðingarmiklu máli, sem þó
varðaði ekki þjóðarhag. Og ekki
verður sagt, að það hafi verið
áhættulaust með öllu, þar sem
íslenski veiðiflotinn var háður
eldsneyti frá Sovétríkjunum og
Sovétríkin voru enn mikilvægur
markaður fyrir íslenskar fisk-
afurðir. En þeir muna þetta
enn í Tallinn, Riga og Vilníus.
Þetta eru fáein dæmi um, að
forsvarsmenn íslenska lýðveld-
isins hafa, þegar á hefur reynt,
haldið fast á hagsmunum þjóð-
arinnar og ekki látið stórveldi
segja sér fyrir verkum, hvorki
varðandi eigin hagsmunamál né
önnur. Í ljósi þessa eru yfirlýs-
ingar fv. forsætis- og utanrík-
isráðherra Íslands um stuðning
þjóðarinnar við löglaust og sið-
laust innrásarstríð Bandaríkja-
manna í Írak þeim mun dap-
urlegri, sem þær brjóta í bága við
þá grundvallarhagsmuni smáþjóð-
ar, að styðja ævinlega lög og rétt
en hafna ofbeldi í samskiptum
þjóða. Öfugt við forvera þeirra,
sem létu ekki segja sér fyrir
verkum, þegar þjóðarhagsmunir
voru annars vegar, brugðust þeir
trausti þjóðarinnar. Þessi dæma-
lausa stuðningsyfirlýsing við ólög-
legan stríðsrekstur Bandaríkja-
manna í Írak lýsir dapurlegum
dómgreindarbresti, hafi tilgang-
urinn verið sá að tryggja áfram-
haldandi veru hersins hér á landi
í staðinn. Sagan sýnir að þýlyndi
við stórveldi hefur sjaldan orðið
smáþjóðum til framdráttar eða
vegsauka. Það er svo sér á parti,
ef menn telja sér trú um, að kurt-
eisishjal í Hvíta húsinu teljist til
inneignar í samskiptum ríkja.
„Vinátta“ stjórnmálamanna er
hverful og stundum fer best á því
að hælast ekki um af henni.
kisstefna? » Sagan sýnir að þý-lyndi við stórveldihefur sjaldan orðið
smáþjóðum til fram-
dráttar eða vegsauka.
Höfundur var utanríkisráðherra
Íslands 1988–95.
að þeir
nir
ta nið-
engur
menn líf-
a og
astjóri
andsins
i sé
a sér-
snarleg
umfram
ga 2/5
ja sem
ir þessu
gri heild-
83.000
nuði á
g eru þá
ar bætur
verið að
tlaust
ormaður
ndar hef-
mið ÖBÍ
am-
u en
segir
trygg-
Trygg-
eir hag-
sig um
di gjör-
breyta útkomunni. Er þá ekki rétt
að staldra við þótt ekki væri nú
annað og reikna upp á nýtt?
Tryggingastofnun hefur líka bent
á að skattframtal ársins 2005, sem
sjóðirnir styðjast við, sé ekki rétt-
ur mælikvarði á tekjur það ár,
miklu fremur endanleg tekjunið-
urstaða. Sérfræðingar TR bentu
forsvarsmönnum lífeyrisjóðanna
sérstaklega á þetta en þeir skelltu
skollaeyrum við. Af þessum
ástæðum einum var það rangt að
senda hraðsoðin bréf til á þriðja
þúsund örorkulífeyrisþega þann
28. júlí síðastliðinn. Þegar við
þetta bætist svo að í bréfum sjóð-
anna er ruglað saman hugtök-
unum örorkumat og orkutap þá er
ljóst að hér stendur ekki steinn
yfir steini. Afleiðingin er sú að í
mörgum tivikum er tekið til við-
miðunar tímabilið eftir að sjóðs-
félagi varð fyrir orkutapi og þar
til hann fékk örorkumat hjá lífeyr-
issjóði. Það gefur auga leið að það
gefur kolranga mynd af með-
altekjum fyrir orkutap enda hefur
fólk þá oft þegar hrapað niður í
tekjum. Sérfræðingar Trygg-
ingastofnunar ríkisins hafa nú
upplýst Efnahags og við-
skiptanefnd alþingis um það að
gangi ákvarðanir lífeyrissjóðanna
eftir muni þær setja af stað spíral
með þeim afleyðingum að á annað
þúsund bótaþega mun verða fyrir
keðjuverkandi tekjurýrnun á
næstu þremur árum jafnvel þótt
bætur almannatrygginga hækki.
Þetta gerist vegna samspils al-
mannatrygginga og lífeyrissjóða
og víxlverkana tekjutenginga.
M.ö.o. á næstu þremur árum yrðu
allar mögulegar kjarabætur hirtar
jafn óðum með skerðingum lífeyr-
issjóðanna þar til stór hluti lífeyr-
isþega væri þurrkaður út af borði
sjóðanna.
Það sem þeir sögðu hjá Lands-
samtökum lífeyrissjóða var að
þetta væru einfaldlega tölur á
blaði. Á bak við hverja einustu
tölu er hinsvegar einstaklingur
sem lagði traust sitt á samtrygg-
ingu skyldusparnaðarkerfisins.
Þeir sem fá högg nú eru einkum
sjómenn, fiskvinnslufólk, bygg-
ingaverkamenn og bændur. Fólk
sem greiddi samviskusamlega í
sinn lífeyrissjóð og sem þeim að
lögum bar skylda til að greiða í. Á
móti hefur verið sagt að lífeyr-
issjóðirnir séu að sligast undan ör-
orkubyrðinni eins og það hefur
verið orðað. Engu að síður hafa
þessir sömu aðilar synjað Örorku-
bandalagi Íslands um skýrslur
tryggingastærðfræðings sjóðanna
síðustu þrjú ár á þeirri forsendu
að afnám og skerðing lífeyris nú
sé ekki hluti af hinni trygg-
ingafræðilegu athugun. Hafa
menn eitthvað hér að fela? Hvaða
neyðarástand er það sem þrýstir
þessum lífeyrissjóðum með verka-
lýðshreyfinguna og samtök at-
vinnulífsins að bakhjörlum út í
þessar dæmalausu aðgerðir gegn
sjúku og fötluðu fólki? Vandi ein-
stakra sérgreinasjóða verður ekki
leystur með aðför að öryrkjum.
Það sem veldur miklum áhyggj-
um er hugarfarið sem að baki býr.
Hagsmunaárekstrarnir blasa við.
Verkalýðshreyfingin, með Alþýðu-
sambandið í broddi fylkingar, er
komin í mjög vafasama stöðu.
Hvort vegur þyngra í hags-
munagæslu Alþýðusambandsins,
Strafsgreinasambandsins og Sjó-
mannasambandsins- hagsmunir fé-
lagsmanna, sem margir hafa orðið
fyrir vinnuslysum og sliti vegna
álagsstarfa og eru því öryrkjar,
eða hagnaðarkröfur í óbreyttu líf-
eyrissjóðakerfi? Hvaða hagsmuni
er verkalýðshreyfingin fyrst og
fremst að verja þegar upp er stað-
ið og hvaða sjónarmið ráða þarna
för? Það er ljóst að ákveðinn
kjarni í íslenskri verkalýðshreyf-
ingu hefur áhyggjur af þessum
leiðangri og vill staldra við. Aðrir
sjá helst völdin og áhrifin sem
hinum gríðarlegu fjármunum
fylgja. Hrein eign lífeyrissjóðanna
nam á síðasta ári 1220 milljörðum
króna. Til samanburðar námu öll
ríkisútjöld á síðasta ári 315 millj-
örðum króna. Á milli ára höfðu
hreinar eignir lífeyrissjóðanna
hækkað um 18%. Það er vart til
sá miðstjórnarmaður í Alþýðu-
sambandinu sem ekki situr jafn-
framt í stjórn lífeyrissjóða. Í
hvaða stöðu er launþegahreyfingin
til að standa í alvöru samninga-
viðræðum við atvinnurekendur við
þessar aðstæður? Hvenær ráða
viðskiptasjónarmiðin för og hve-
nær sjónarmið félagsmanna? Af
hverju hefur Alþýðusambandið
ekki risið upp til varnar þeim fé-
lagsmönnum sem nú er vegið að?
Ofurgróðasjónarmiðið hefur náð
undirtökunum í samfélaginu á
kostnað mannvirðingar.
Í leiðinni erum við að glata
mörgum þeim gildum sem hafa
einkennt íslenskt samfélag og
þeirra merkast er samkenndin.
Það að finna til með öðru fólki og
láta sig velferð þess varða. Viljum
við raunverulega hafa þetta
svona? Viljum við virkilega horfa
upp á það að fátækt fólk verða
með kerfisbundnum hætti gert fá-
tækara á Íslandi og það á ábyrgð
verkalýðshreyfingarinnar? Það
verður að ganga út frá því að
hinni ranglátu ákvörðun um
skerðingar og niðurfellingar bóta-
greiðslna til öryrkja sem boðuð
hefur verið þann 1. nóvember nk.
verði breytt. Það breytir þó ekki
því að brýnt er að fram fari op-
inská umræða um hlutverk og
ábyrgð lífeyrissjóða en einnig
ábyrgð stéttarfélaga og atvinnu-
rekenda. Við getum ekki búið við
það að eiga von á svipaðri uppá-
komu aftur. Nokkrir lífeyrissjóðir
eru í vanda með að standa við
skuldbindingar sínar og þá þarf að
taka sérstaklega á því. Hitt er
ljóst að kerfið í heild sinni stendur
mjög traustum fótum en væri enn
traustara ef sjóðirnir sameinuðust
frekar. Samkvæmt fjármálaeft-
irlitinu var rekstrarkostnaður líf-
eyrissjóðanna nær 2.5 milljarðar
króna árið 2004. Í upphafi voru
sjóðirnir 96 talsins en Spurning
hvort 10 lífeyrissjóðir væri ekki
hæfilegur fjöldi slíkra sjóða í okk-
ar litla samfélagi. Það þarf síðan
að skoða mjög vel hvort það sé
ekki líka í þágu sjóðsfélaga að
sjóðirnir séu í virkri samkeppni
hver við annan um þjónustu og
kjör og að fólk ráði því sjálft í
hvaða sjóð það greiðir iðgjöld sín.
Núverandi ástand er óþolandi fyr-
ir almenning, sjóðsfélaga og lýð-
ræðið sjálft.
krossgötum
» Af hverju hefur Al-þýðusambandið
ekki risið upp til varnar
þeim félagsmönnum
sem nú er vegið að?
Höfundur er formaður
Öryrkjabandalags Íslands.