Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 34

Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 34
34 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA fékk Erla nokkur Elías- dóttir birta aðsenda grein í Morg- unblaðinu. Með grein sinni tekst henni þó því miður að verða bæði sjálfri sér og sameig- inlegum málstað okkar beggja til skammar. Er mér því bæði ljúft og skylt að koma á fram- færi leiðréttingum. Erla þessi virtist sjá samsæri í hverju horni þegar hún kom um daginn inn í eina af verslunum Body Shop á Íslandi. Til að gera langa sögu stutta talar hún um að á sumum vörutegundum sé lít- illega breytt en greini- lega nýtt vörumerki og að á þeim vöruteg- undum sé ekki að finna slagorð „Against ani- mal testing“ (þ.e.a.s. á móti tilraunum á dýr- um). Þá segist hún hafa leitað upplýsinga á net- inu og uppgötvað að í mars á þessu ári hafi L’Oreal-samsteypan keypt Body Shop. Af þessu dregur hún þá langsóttu og furðulegu niðurstöðu að Body Shop hafi svikið neytendur og „gengið frá“ hugsjóninni (eins og Erla orðar það)! Hið rétta er að firmamerki og vörumerki Body Shop var lítillega breytt á síðasta ári, einfaldlega til að gera þau nútímalegri og ferskari. Slíkt er algengt í viðskiptaheiminum. Nýja vörumerkið prýðir því velflestar vörutegundir í búðum okkar um þess- ar mundir þótt enn séu til nokkrar vörur með eldri gerð merkisins. Einnig er rétt að L’Oreal-sam- steypan gerði hluthöfum Body Shop yfirtökutilboð fyrr á þessu ári enda er það ekki óalgengt að samsteypur sjái sér hag í því að bæta við sig fyr- irtækjum – eins og flestum Íslend- ingum ætti að vera kunnugt um! Yf- irtökutilboðið var samþykkt með þeim skilyrðum að ekki yrðu gerðar neinar breytingar hvað varðar al- mennan rekstur, þ.m.t. öll baráttumál og stefnumörkun. Í kjölfarið hefur reksturinn gengið sinn vanagang og að eigendaskiptum frátöldum hafa engar breytingar átt sér stað, hvorki í starfsmannahaldi né nokkru öðru. Á umbúðum nýjustu vörutegunda okk- ar, t.a.m. nýrri Aloe vera-línu og línu snyrtivara með nerólí/jasmínu-ilmi stendur skýrum stöfum „Against ani- mal testing“. Ekki fæ ég því skilið hvað Erlu gekk til! Ég leyfi mér að þýða lauslega brot af þeim hluta nýendurskoðaðrar stefnumörkunar fyr- irtækisins er snertir dýravernd: „Við erum mótfallin allri notkun dýra í hvers kyns prófunum í þágu snyrtivöruiðnaðarins, höfum beitt okkur fyrir því að iðnaðurinn í heild sinni leiti annarra leiða og reynt að knýja fram nauðsynlegar lagabreyt- ingar. Við munum halda áfram að vera í far- arbroddi hvað þetta varðar með því að sýna fram á að hægt er að tryggja öryggi og hæstu gæði án tilrauna á dýr- um. Við prófum hvorki sjálf né fáum aðra til að prófa vörur okkar eða innihaldsefni þeirra á dýrum. Það höfum við aldrei gert og munum aldrei gera.“ Til nánari útskýr- ingar vil ég nefna það að Body Shop kaupir engin innihaldsefni í snyrti- vörur sínar nema birgirinn geti sýnt fram á og ábyrgst að þau efni hafi ekki verið prófuð á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins eftir 31. desem- ber 1990. Ennfremur vil ég ítreka að Body Shop-vörurnar eru vissulega of- næmisprófaðar – bara ekki á dýrum (enda eru vörurnar ekki ætlaðar þeim!) heldur ýmist með svokölluðum „in vitro“-prófunum eða einfaldlega á mennskum sjálfboðaliðum. Undirritaður furðar sig á grein- arskrifum Erlu enda eru þau til vitnis um dómgreindarleysi hennar. Sem starfsmanni Body Shop ber mér þó að þakka henni fyrir að benda fólki á þá staðreynd að tilraunir á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðar eru ekki bara grimmúðlegar heldur hreinlega óþarfi. Morgunblaðinu þakka ég birt- inguna og bið Erlu og aðra lesendur blaðsins vel að lifa. Um staðlausu stafina hennar Erlu Ragnar Halldór Blöndal skrifar um framleiðslu vara frá Body Shop Ragnar Halldór Blöndal »Hið rétta erað firma- merki og vöru- merki Body Shop var lítillega breytt á síðasta ári, einfaldlega til að gera þau nútímalegri og ferskari. Höfundur hefur starfað fyrir Body Shop á Íslandi í 11 ár. Í MARS 2006 ritaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Ríkisstjórnin rústar vaxtabótakerfinu“. Þar vakti ég athygli á því að eignaverðbólga frá haustinu 2004 hefði hækkað fast- eignamat með tilheyr- andi hækkunum fast- eignagjalda. Enn fremur að við blasti veruleg skerðing á vaxtabótum hjá fjölda einstaklinga, ein- stæðum foreldrum og hjónum við álagningu í ágúst 2006. Nefndi ég til sögunnar tvö dæmi byggð á skattframtölum félagsmanna Efl- ingar – stéttarfélags og útreikn- ingum samkvæmt vefsíðu rík- isskattstjóra. Ég tók málið upp á Alþingi í apríl 2006 og flutti frum- varp þar sem lögð var til breyting á lögum um tekjuskatt sem var til þess fallin að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega skerðingu vaxta- bóta hjá miklum fjölda framtelj- enda. Þessi tillaga var felld við atkvæðagreiðslu á Alþingi 3. júní 2006 með atkvæðum allra rík- isstjórnarþingmanna. Við endurnýjun kjarasamninga í júní sl. lýsti ríkisstjórnin sig hins vegar reiðubúna til að endur- skoða ákvæði um vaxtabætur ef í ljós kæmi við niðurstöðu álagn- ingar í ágúst 2006 að hækkun fasteignaverðs á árinu 2005 hefði leitt til marktækrar skerðingar á vaxtabótum. Það kom svo sann- arlega í ljós og hafa tugir fram- teljenda haft samband við mig sem hafa talið sig illa hlunnfarna. Stað- reynt er að skerð- ingin hefur bitnað á aragrúa framtelj- enda og fjöldi þeirra hefur lent í erf- iðleikum með afborg- anir af lánum vegna íbúðakaupa. Var það viðbúið þar sem gert var ráð fyrir óskertum vaxtabót- um við útreikninga á greiðslugetu þeirra við lántökur til íbúð- arkaupanna. Dapurlegt er frá því að segja að enn bólar ekkert á endurskoðun ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að Alþingi sé komið saman. Ætlar ríkisstjórnin virki- lega að svíkja fyrirheit sín við gerð kjarasamninganna í júní 2006? Vaxtabótaskerðinguna verður að bæta fyrir 1. nóvember nk. þannig að þeir fjölmörgu ein- staklingar, einstæð foreldri og hjón, sem skerðingin hefur bitnað á, geti staðið við greiðslu- skuldbindingar sínar. Kjósendur á öllu landinu, þar með talið í Suð- urkjördæmi fjármálaráðherra, fylgjast grannt með efndum rík- isstjórnarinnar. Vaxtabótaskerðingin er dæmi- gerð fyrir misskiptingarstefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur byggst á því að hygla há- tekju- og stóreignamönnum en halda lágtekjufólki í spennutreyju fátæktar. Ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafa til að mynda umbun- að sér árlega með um eða yfir 500.000 kr. skattalækkunum af árslaunum sínum með þessari skattastefnu. Ríkisstjórnin er meira að segja svo ósvífin að skattleggja tekjur yfir 90.000 kr., sem eru langt undir fram- færslumörkum, með 37,73% skatti, svo sem atvinnuleys- isbætur. Á sama tíma er aðeins lagður 10% skattur á fjármagns- tekjur milljarðamæringanna sem eru þessi misserin að kaupa upp Ísland. Það er brot á jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar sem verður lagt í dóm kjósenda í kom- andi kosningum og við blasir að málið verði lagt fyrir dómstóla. Fjármálaráðherra, hvað líður leiðréttingu á vaxtabótaskerðingunni? Atli Gíslason fjallar um skerðingu vaxtabóta » Skattastefna rík-isstjórnarinnar hef- ur byggst á því að hygla hátekju- og stóreigna- mönnum en halda lág- tekjufólki í spennu- treyju fátæktar. Atli Gíslason Höfundur er hæstaréttarlögmaður og mun skipa 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Í KASTLJÓSI sjónvarpsins hef- ur síðastliðna daga farið fram um- ræða um geðlyf. Þar hefur verið lögð áhersla á bók amerísks blaða- manns og látið í veðri vaka að geðlyf séu skaðleg og geð- sjúkdómar hafi aukist af þeim sökum. Þetta er rangt eins og sjá má af því sem hér segir. Ekki aukning í ný- gengi eða algengi! Ef borið er saman algengi geðsjúkdóma 1984 og 2002 mælt með sambærilegum hætti hefur ekki orðið aukning nema hvað varðar áfeng- isvanda meðal kvenna. Það er í raun merkilegt að hún sé ekki meiri í ljósi þess að áfengisneysla hefur farið úr 3,8 l í 7,5 l á hvern einstakling 15 ára og eldri. Ekki hefur orðið aukning á nýgengi geðsjúkdóma hér á landi á sl. 70 árum. Gjörbylting! Fyrir 1960 voru um 300 sjúk- lingar á Kleppi, langflestir til langtíma umönnunar. Sjúklingar sem ekki var hægt að hafa á heim- ilum vegna veikinda þeirra. Í dag eru um 150 rúm fyrir geðsjúka, langflest til skamms tíma í senn. Ef ekki hefði komið til gjörbylting með notkun geðlyfjanna þá þyrftu um 600 sex hundruð manns að dvelja á geðdeild langdvölum með allri umönnun vegna örkumlandi geðsjúkdóms. Nú eru langdval- arsjúklingar sem eru sambæri- legir væntanlega á bilinu 50 til 60.Hinir 550 eru utan sjúkrahúsa í samfélaginu, margir með veruleg- um stuðningi, bæði í formi al- mennrar geðlæknismeðferðar, lyfja og viðtala, auk iðju- og fé- lagsþjálfunar. Örorka og geðsjúkdómar Fjöldi þeirra sem skráðir eru á örorku vegna geð- sjúkdóma hefur auk- ist á síðustu árum. Er það án efa mest tengt samfélagslegum við- horfum eins og vilja lækna og Trygg- ingastofnunar til að skrá fólk, sem áður var skráð með lík- amlega sjúkdóma, með geðsjúkdóma á örorku, auk sam- félagslegra þátta sem leiða til þess að fólk fer frekar á örorku. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að hundraðshluti starfandi fólks 18 ára til 70 ára á íslenskum vinnumarkaði hefur verið stöðugur í kringum 82% frá 1991 til 2004. Heildarfjöldi öryrkja fer hins veg- ar úr 5% árið 1996 í 8% árið 2004. Þetta þýðir að væntanlega hefur fjölgun öryrkja komið úr hópi þeirra sem ekki hafa verið á vinnumarkaði. Mikil aukning í viðtals- meðferð Það hefur gleymst í umræðunni að fjöldi þeirra sem stunda við- talsmeðferð, geðlæknar, heim- ilislæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri hefur margfaldast á sl. 20 árum. Kostnaður af þessu er mik- ill og án efa hefur kostnaðaraukn- ing vegna þessa ekki orðið minni en vegna aukningar í geðlyfjum. Stór hluti þessa kostnaðar er hins vegar greiddur beint úr vasa sjúk- linganna þannig að áhyggjufullir peningamenn í heilbrigðisráðu- neyti og Kastljósi hugsa lítt um það og þess vegna tönnlast þeir á lyfjakostnaði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að skilja að meðferð við geðsjúkdómum er fjölþætt, og skipta þar lyf, viðtöl og ýmsar aðrar aðgerðir jöfnum höndum miklu máli. Umræða sem hvetur sjúklinga til þess að stöðva hluta meðferðarinnar eða til þess að efast um hana, er skaðleg sjúk- lingunum og lýðheilsu þjóðarinnar. Læknar og aðrir heilbrigð- isstarfsmenn, tökum virkan þátt í umræðu um heilbrigðismál og hjálpumst að við að beina fjöl- miðlaumræðunni inn á meira upp- byggilegar brautir. Kastljós um geðlyf Kristinn Tómasson fjallar um geðlyf og gerir athugasemd við umfjöllun Kastljóss »Umræða sem hvetursjúklinga til þess að stöðva hluta meðferð- arinnar eða til þess að efast um hana, er skað- leg sjúklingunum og lýðheilsu þjóðarinnar. Kristinn Tómasson Höfundur er dr. med., sérfræðingur í geð- og embættislækningum. MENN gerast margorðir um hin voveiflegu slys á vegum landsins, sem vonlegt er. Og ráðamenn segja stopp, en láta líklega við það sitja sem jafnan áður. Í níu af hverjum tíu slysatilfella er um að kenna hraðakstri. Fréttir af vitfirrtum hraðakstri berast nær daglega, ekki sízt þeirra sem nýlega hafa hlotið ökuréttindi. Ártúnsbrekkan í Reykjavík hefir komið mjög við sögu að und- anförnu. Sá sem þetta ritar á þar aldrei leið um án þess að verða vitni að akstri nær allra vegfarenda langt yfir löglegum mörkum. Hann hefir hinsvegar hérumbil aldrei séð neinn skipta sér af því. Hvað veldur? Fórnarlömb eiturefna eru talin tvöfalt fleiri en dauðaslys í umferð- inni. Nú hefir Ísland þá sérstöðu að vera land í veröldinni þar sem hæg- ast væri um vik að hindra innflutn- ing eiturlyfja. Um árið stóð svo á fyrir undirrituðum, að hann hafði lítilsháttar kynni af eiturefnasmygl- inu. Yfirmenn löggæzlu töldu þá, að aðeins tækist að leggja hönd á 4–5% þess, sem innflutningi næmi. Hverju gegnir þetta? Svarið við þessum vangaveltum er: Málið snýst um peninga. Þegar haft er í huga að nógir peningar eru til, verður málið fordæmanlegt. Ár- um saman hefir löggæzla í landinu verið svelt heilu hungri. Sökum mannfæðar og tækjaskorts er lög- gæzlan í engum færum um að gegna nauðsynlegustu varn- araðgerðum hvort heldur er í vörzlu á vegum eða hindrun inn- flutnings eiturefna. Hér þarf alveg að snúa við blaðinu. Það þarf að margfalda þá fjármuni og mannafla, sem beitt er til verkefnanna. Það þarf að segja stopp á þá ráðamenn, sem virðast ekki skilja aðalatriði málanna, en láta við það sitja fyrir kosningar að fá myndir af sér í blöðum á graf- arbakka fórnarlambanna með grát- viprur á grönum. Sverrir Hermannsson Aðalatriðið Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.