Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 35
HELGI I. Jónsson dómstjóri
svarar grein minni um Héraðsdóm
og Barnahús hinn 30. september sl.,
með grein sem í þetta
skipti er málefnaleg og
ég þakka fyrir. Þótt ef
til vill sé borið í bakka-
fullan lækinn að halda
þessari ritdeilu áfram,
tel ég að málefnið verð-
skuldi ítarlega umfjöll-
un. Dómstjórinn bend-
ir réttilega á að ég hafi
ekki svarað nokkrum
atriðum í málflutningi
hans, sem sjálfsagt er
að bæta úr. Ég á mér
það til málsbóta að
Hæstiréttur hefur áð-
ur úrskurðað í þessum álitaefnum.
Engu að síður skal farið nokkrum
orðum um þau atriði sem hann telur
skorta svör við.
Dómstjórinn kveður mig ekki
svara þeirri gagnrýni að „Barnahús
á sér ekki lagastoð … til að fram-
kvæma þar dómsathafnir“. Í 7. gr.
laga um meðferð opinberra mála er
ekki gerð fortakslaus krafa um að
dómþing skuli haldin í dómhúsum. Í
dæmaskyni er nefnt að dómþing geti
líka verið haldin í fangelsum, á
sjúkrahúsum eða heimilum „ef þörf
er á“. Fyrir liggur að Hæstiréttur,
svo og Dómstólaráð, hafa komist að
þeirri niðurstöðu að skýrslutaka í
Barnahúsi rúmist vel innan þessarar
lagaheimildar og hafa aðrir dóm-
stólar en í Reykjavík fylgt því. Þá
má geta þess að Barnahús er rekið á
grundvelli 6. mgr. 7. gr. barnavernd-
arlaga nr. 80/2002.
Þá segir dómstjórinn: „Rann-
sóknir sakamála geta ekki, eðli máls
samkvæmt, verið í verkahring
barnaverndarstarfsmanna.“ Þetta
er hárrétt enda koma starfsmenn
Barnahúss aldrei að rannsókn saka-
málsins á annan hátt en sem kunn-
áttumenn til fulltingis dómara við
skýrslutöku af börnum, sbr. heimild
59. gr. fyrrnefndra laga. Hefur
Hæstiréttur staðfest þennan skiln-
ing. Raunar eru dæmi þess að Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hafi sjálfur
leitað til starfsmanna barnavernd-
aryfirvalda til að annast skýrslutöku
af börnum í dómhúsinu.
Ennfremur segir dómstjórinn:
„Hlutverk starfsmanna barnavernd-
aryfirvalda er að gæta að hags-
munum og velferð barna og því geta
þeir ekki, út frá almennum réttarör-
yggissjónarmiðum, talist hlutlausir
rannsóknaraðilar í
sakamáli.“ Það skal
enn ítrekað að starfs-
menn barnaverndaryf-
irvalda sinna ekki
rannsóknum í saka-
málum sem er verkefni
lögreglu, sem átti aðild
að stofnun Barnahúss.
Á hitt er jafnframt að
líta að starfsmenn
barnaverndaryfirvalda
fara að ákvæðum
stjórnsýslulaga, m.a.
jafnræðisreglunni og
rannsóknarreglunni
við meðferð allra barnaverndarmála.
Þeim skyldum væru þeir að bregð-
ast ef þeir drægju taum barna ein-
hliða á kostnað sakbornings sem
kann að vera hafður fyrir rangri sök.
Þá er vandséð hvernig hagsmunir
barna geta falist í óvandaðri máls-
meðferð sem hugsanlega leiddi til að
saklaus maður hlyti dóm.
Þá segir dómarinn að starfsmenn
Barnahúss hafi með höndum könn-
unarviðtal sem fari fram áður en
kæra sé lögð fram og að slíkt kunni
ekki góðri lukku að stýra. Hér er um
misskilning að ræða. Markmið laga-
ákvæða um skýrslutökur af börnum
er að barnið þurfi aðeins einu sinni
að segja sögu sína. Þess vegna eru
strangar kröfur í Barnahúsi um að
máli sé vísað beint til lögreglu án
könnunarviðtals ef þess er frekast
kostur. Því er það algjör undantekn-
ing að könnunarviðtal eigi sér stað í
Barnahúsi áður en skýrslutaka fer
fram fyrir dómi.
Þá telur dómstjórinn að það sam-
ræmist illa réttaröryggissjón-
armiðum að starfsmenn Barnahúss
sinni meðferð barns eftir að skýrslu-
töku sé lokið. Ef barn verður fyrir
kynferðisofbeldi er mikilvægt að
tryggja barninu nauðsynlega aðstoð
og meðferð sem fyrst og æskilegt að
það gerist á stað sem barnið hefur
kynnst. Eins og áður sagði er mark-
miðið að einungis þurfi að taka eina
skýrslu af barni og því eðlilegt að
barn fái meðferð að skýrslutöku lok-
inni. Til að herða enn á aðgreiningu
rannsóknarhlutverks Barnahúss
annars vegar og stuðningshlutverks
þess við barn hins vegar, er aldrei
sami sérfræðingurinn sem tekur
skýrslu af barni fyrir dómi og veitir
því meðferð í Barnahúsi.
Loks nefnir dómstjórinn að ég
víki í engu að þeirri „almennu
ánægju“ sem ríki með þessa fram-
kvæmd mála í Héraðsdómnum.
Hann ætti að þekkja ítrekaðar
beiðnir foreldra og réttargæslu-
manna barna um að skýrslutaka fari
fram í Barnahúsi.
Meginástæða þess að talsmenn
Barnahúss leggja áherslu á sameig-
inlega skýrslugjöf barns í sakamál-
inu annars vegar og barnavernd-
armálinu hins vegar er þessi:
Barnaverndaryfirvöld hafa, eins og
réttarvörslukerfið, ríkar skyldur til
að rannsaka mál og afla sem
gleggstra upplýsinga um öll máls-
atvik. Um þetta er fjallað í 21. og 22.
gr. barnaverndarlaga og eru ákvæði
um víðtækar rannsóknarheimildir í
VIII. kafla sömu laga. Þessum laga-
skyldum geta barnaverndaryfirvöld
ekki sinnt sómasamlega nema að fá
skýra frásögn barnsins. Raunar
gildir það sama um lækna og með-
ferðaraðila ef þeir eiga að vinna
störf sín af fagmennsku. Það verður
að gera þá kröfu til dómara að þeir
beri virðingu fyrir hlutverkum ann-
arra opinberra samfélagsstofnana
og jafnframt að framkvæmdin sé í
samræmi við Barnasáttmála SÞ sem
Ísland hefur fullgilt. Margoft hefur
verið sýnt fram á það að börn – og
rannsóknarhagmunir – skaðist á
endurtekinni frásögn barns við ólíka
viðmælendur á mörgum stöðum,
sem er útkoman ef dómstóllinn setur
sér einhliða kröfur um framkvæmd-
ina eins og gert hefur verið í Reykja-
vík fram að þessu.
Börn og góðir dómarar
Bragi Guðbrandsson svarar
grein Helga I. Jónssonar » Þá er vandséð hvern-ig hagsmunir barna
geta falist í óvandaðri
málsmeðferð sem hugs-
anlega leiddi til að sak-
laus maður hlyti dóm.
Bragi Guðbrandsson
Höfundur er forstjóri
Barnaverndarstofu.
Fréttir á SMS
HLUTHAFAFUNDUR 16. OKTÓBER 2006
Stjórn Kaupflings banka hf.
Hluthafafundur í Kaupflingi banka hf. ver›ur
haldinn á Nordica hotel, Su›urlandsbraut 2,
Reykjavík, mánudaginn 16. október næstkomandi
og hefst klukkan 18.00.
Eftirfarandi mál eru á dagskrá fundarins:
Tillaga stjórnar Kaupflings banka hf. um ar›grei›slu:
„Bankinn grei›ir hluthöfum sínum í ar› 830.691.316 hluti
í Exista hf. Hluthafar munu fá 1,25 hluti í Exista fyrir hvern
hlut í Kaupflingi banka (1,25:1). 16. október 2006 er
ar›leysisdagur (e. ex-date), fla› er sá dagur sem vi›skipti
hefjast án réttinda til ar›s. Ar›sréttindadagur (e. record
date) á Íslandi er a› morgni 16. október 2006 og í Svífljó›
flann 18. október 2006.
Ar›grei›slan mun fara fram flann 26. október 2006.“
1
Önnur mál löglega upp borin.2
Fundarstörf fara fram á ensku.
Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› inn-
ganginn vi› upphaf fundarins.
KAUPfiING BANKI HF.
MEÐ undrun og trega horfir
maður á vinnubrögð Þjóðleik-
húss og Umhverfisstofnunar í
tengslum við löngu tímabært
viðhald á ytra byrði leikhússins.
Fyrst eftir að uppsláttur hófst
vegna viðgerða á miðju sumri
tóku menn að svipast um eftir
silfurbergi og hrafntinnu til
múrhúðunar, en hvort tveggja
eru fágætar steindir. Morg-
unblaðið upplýsti 20. september
sl. að ákveðið væri að nema silf-
urberg í Breiðdal, hátt í fjalli
innan hinnar fornu Breiðdals-
eldstöðvar og í dag, 6. október,
er forsíðufrétt í sama blaði um
að búið sé að skrapa saman með
leyfi Umhverfisstofnunar 50
tonnum af hrafntinnu á friðlýstu
svæði skammt frá fjölfarinni
gönguleið í Hrafntinnuskeri.
„Umhverfisstofnun telur best að
byrja að tína á því svæði sem
liggur næst skála FÍ á Hrafn-
tinnuskeri og í átt að brún þess
til norðurs. Leyfisveitingin er út
gefin 22. september sl. og feng-
urinn færður til byggða af Flug-
björgunarsveit sem verktaka í
tveimur áföngum á 10 dögum.
Flest er með ólíkindum við
þennan gjörning. Vörsluaðili
Friðlands að Fjallabaki heimilar
umrætt efnisnám um leið og
hann bendir góðfúslega á „… að
hrafntinna í hæsta gæðaflokki er
fágæt bæði á landsvísu og
heimsvísu og náttúruvernd-
argildi hennar hátt af þeim sök-
um. Hvorki Þjóðleikhús né Um-
hverfisstofnun gerðu
opinberlega grein fyrir því hvað
væri í bígerð og Umhverf-
isstofnun steinþagði um um-
rædda leyfisveitingu. Því er bor-
ið við að Þjóðleikhúsið sé
mikilvægur hluti af menningar-
arfi þjóðar. Ekki verður um það
deilt, en hvað um steindir, fá-
gætar á heimsvísu? Maður drúp-
ir höfði af skömm yfir slíku
framferði í skjóli myrkurs.
Skyldi einhverjum detta í huga
að flóðlýsa leikhús þjóðarinnar
að verki loknu til að minna á
þennan harmleik?
Hjörleifur Guttormsson
Harmleikur utan
sviðs í Þjóðleikhúsi
Höfundur er fyrrverandi ráðherra
og alþingismaður.