Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 37 LANDSVIRKJUN birti nýverið skýrsluna „Kárahnjúkavirkjun – Mat á áhættu vegna mannvirkja Endurskoðun“, LV-2006/054. Skýrsla LV er birt í heild sinni á vef Mbl. (mbl.is/itarefni). Í greininni „Áhættumati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant“ sem birtist í Mbl. 1. október fjalla ég um nokkra vankanta skýrslunnar. Staðreyndir sem ég benti á í grein minni og nota hér eru nær allar teknar úr skýrslunni þó með þeirri undantekningu að hamfaraflóðið sem fylgdi Gjálpargosinu var tekið til viðmiðunar. Rennslið varð mest um 50 þús. m3/s. Sú ógnareyðilegg- ing sem það flóð hafði í för með sér er mörgum í minni. Hamfararennsl- ið 50 þús. rúmmetrar/sek er tekið sem viðmiðun. Rofni ein stífla Kára- hnjúkavirkjunar þegar lón er fullt verður flóðtoppurinn sem fylgir um það bil 300% (af Gjálparrennslinu) fyrir Kárahnjúkastíflu, 220% fyrir Desjarárstíflu, 50% fyrir Sauð- arárstíflu, 25% fyrir Kelduárstíflu og 40% fyrir Ufsarstíflu. 2. október birtist greinin „Áhættumati fyrir Kárahnjúkavirkj- un er ekki ábótavant“ eftir Dóru Hjálmarsdóttur, höfund skýrsl- unnar. Hún starfar hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf (VST) sem annaðist verkið. Í svarinu eru villandi upplýsingar. Skoðun mín á að áhættumatinu sé ábótavant stendur óbreytt. Líkur á rofi stórrar stíflu í heimn- um eru 1/100.000 á ári. Við fyrstu sýn virðast líkur á stíflurofi svo lágar að hægt sé að líta fram hjá því að sá atburður geti gerist. Það vill svo til að líkur á að vinna á eina röð í Jóker hjá Lottó – að fá fimm tölur réttar í réttri röð – eru líka 1/100.000. Þar eru 2 milljónir kr. í vinning. Margir spila upp á þau bíti. Ef vinningurinn væri 18 milljarðar kr. þá er öruggt að þátttakan mundi aukast umtals- vert og er þetta sagt til dæmis um að umfang afleiðingar atburðar skiptir reginmáli. Rofni Kárahnjúkastífla er end- urbyggingarkostnaðurinn á Kára- hnjúkastíflu metinn á 18 milljarða kr. Þá er ótalið tekjutap, eyðilegging bújarða, umhverfis, mannvirkja og jafnvel manntjón. (Þá eru nátt- úruspjöllin sem lónið og mannvirkin valda ótalin. Í skýrslunni er ekki hægt að ganga að samantekt tjóns- ins.) Þetta er kjarni málsins. Þó svo að atburður gerist með litlum líkum getur áhættan orðið óviðunandi ef afleiðingarnar eru nógu uggvæn- legar. Það er ekki einvörðungu út frá náttúruverndarsjónarmiðum sem Norðmenn og Bandaríkjamenn eru hættir að byggja stórstíflur. Á Vest- urlöndum er almennt talið að áhætt- an sem stórstíflurofi fylgir sé óvið- unandi. Því að þó að líkur á rofi séu litlar eru afleiðingarnar geigvæn- legar. Ómögulegt er að útiloka stífl- urof. Ef hagsmunirnir við að byggja áhættusamt mannvirki eru mjög miklir (t.d. bygging kjarnorkuvers vegna fyrirsjáanlegs raforkuskorts) vega þeir á móti áhættunni. Dóra segir í svarinu að „mat Odds um líkur á að farþegaflugvél farist er ekki rétt. Líkur á að farþegaflugvél farist eru mun meiri en meðaltals- líkur á stíflurofi í heiminum“. – Ég tók upplýsingar um flugslys úr skýrslunni: Í viðauka 10 er graf V10.1 sem sýnir áhættu við ýmsar athafnir. Grafið er jafngilt áhættu- fylki og er tekið úr ritum ICOLD. Þar má lesa að „Annual probability of failures causing damage“ fyrir „Commercial Aviation“ liggi á bilinu 1/1.000.000 til 1/100.000 á ári. Til við- bótar: Á vef bandarísku flugumferð- arstjórnarinnar (www.faa.gov) stendur: „The goal for the end of the fiscal year is a three-year rolling average of 0.018 fatal accidents per 100,000 departures.“ Hver flugferð hefur þá um 50 sinnum lægri slysa- líkur en árslíkur á að virkjun rofni. Fullyrð- ing Dóru um þetta stenst því ekki. Dóra segir í grein- inni: „Líkur á rofi Desjarárstíflu eru ekki meiri en annarra stíflna á svæðinu. Lýs- ing á sprungu undir Desjarárstíflu er ekki rétt“ – Þegar ég tók Desjarárstíflu sem dæmi vegna stíflurofs hafði ég þessar upplýs- ingar úr töflu 3.1 í skýrslunni að leið- arljósi: „DES-1 er sam- nefnari fyrir nokkrar opnar sprungur undir vesturenda Desj- arárstíflu. Þessar sprungur eru í jök- ulruðningi sem liggur yfir Kárahnjúkamó- berginu … Þegar flóð- varsrenna var grafin austan við Desj- arárstíflu 2006 kom í ljós að eystra misgengið er siggengi með átta til tíu metra sigi austan megin. Sprung- urnar DES-2 og DES-3 gætu verið tengdar berggangi sem liggur á milli þeirra í stíflustæðinu.“ Þessi skrif mín eru ekki „til að vekja ekki óþarfa ugg meðal almenn- ings“ eins og Dóra telur, heldur til að benda á eðli þess áhættuspils sem Landsvirkjun hefur teymt þjóðina í. Ýmsir hafa bent á að það þurfi að gera nýtt áhættumat og fá til þess „óháðan“ aðila. VST sem hefur séð um mikið af hönnunar- og verk- fræðistörfum verkefnisins sé van- hæf. Undir þessi sjónamið tek ég og árétta að matinu sé ábótavant. Það telst að mínu mati að auki brot á siðareglum verkfæðinga að starfs- menn VST skuli hafa tekið skýrslu- gerð þessa að sér. Áhættumat er ekki ósvipað dómsúrskurði. Vega þarf og meta aðstæður, hönnun og útfærslu. Að láta starfsmenn VST vinna þetta áhættumat er svipað og að dómari dæmi í eigin máli. Enn um áhættumat fyrir Kárahnjúkavirkjun Oddur Benediktsson skrifar um áhættumat á Kárahnjúkastíflu » Þessi skrif mín eruekki „til að vekja ekki óþarfa ugg meðal almennings“ eins og Dóra telur, heldur til að benda á eðli þess áhættuspils sem Lands- virkjun hefur teymt þjóðina í. Oddur Benediktsson Höfundur er prófessor í tölv- unarfræði við Háskóla Íslands. BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 WWW.EGODEKOR. IS OPIÐ UM HELGINA: lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Leðurstóll á snúningsfæti Verð: 68.000,- Sófaborð m/sandblásnu gleri 120x64 Verð: 35.000,- Sjónvarpsskenkur fáanlegur í 2 stærðum: 200x58xH:48 Verð: 67.000,- 160x45xH:48 Verð: 59.000,- Glæsileg eikarlína Sjónvarpsskenkur 200x58xH:44 Verð: 85.000,- Vegghilla 240cm Verð: 19.800,- Sjónvarpsskenkur 240x58xH:48 Verð: 69.000,- Vegghilla m/ljósi Verð: 29.500,- CD hilla Verð: 13.900,- Stór skenkur 180x45xH:125 Verð: 108.000,- Stór stækkanleg borð, fáanleg í 2 stærðum: 160(+88)248x100 200(+88)288x110 PARIS leðurstóll Verð: 17.500,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.