Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 43
um góðs af myndarskap Hönnu þeg-
ar hún saumaði upphlut á yngri dótt-
ur okkar. Það verk var henni til sóma
og það leyndi sér ekki að hún var ekki
að gera slíkt í fyrsta skipti. Þetta lék
allt í höndum hennar og er góður
minnisvarði um listilegt handverk.
Stuttu eftir fráfall Sigurgeirs í
febrúar á liðnu ári þurfti hún að
leggjast inn á sjúkradeild Heilbrigð-
isstofnunarinnar á Blönduósi. Þó svo
að hún greri meina sinna í það skiptið
lá ekki fyrir henni að vera lengi
heima við og dvaldist hún því á
sjúkradeild þar til yfir lauk. Við
heimsóttum hana í sumar og lá þá
bókarkilja á náttborðinu hennar. Að-
spurð hvað hún væri að lesa svaraði
hún brosandi því til að þetta væru
einhverjar vísindabókmenntir.
Reyndar var það ekki svo en svarið
sýndi að húmorinn var í lagi. Hún lifði
lífinu æðrulaus og kvaddi það líka
þannig.
Ég á eina minning, sem mér er kær
í morgundýrð vafinn okkar bær
og á stéttinni stendur hann hljóður,
og hann horfir til austurs þar ársól rís,
nú er mín sveit eins og Paradís.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
(Oddný Kristjánsdóttir.)
Með þökkum og hlýhug minnumst
við Sveinn heilsteyptrar konu og
sendum fjölskyldunni samúðarkveðj-
ur.
Jóna Möller.
Mig langar til að minnast Hönnu
frænku frá Stóradal með fáeinum
orðum. Faðir minn og Hanna voru
uppeldissystkin þar sem hann ólst
upp hjá Sveinbjörgu móðursystur
sinni og Jóni alþingismanni frá 9 ára
aldri eftir að móðir hans dó úr
spænsku veikinni í janúar 1919. Faðir
minn leit á þau Guðrúnu, Jón yngri
og Hönnu sem eigin systkini og bar
alltaf hlýhug til frændfólksins og
uppeldisáranna í Stóradal.
Margar góðar bernskuminningar á
ég frá sumardvölum í gamla torfbæn-
um í Stóradal þar sem ég var í sveit
hjá Hönnu og Sigurgeiri fram að
fermingaraldri. Í minningunni var
Hanna alltaf glaðlynd, glettin og
skemmtileg, fór með kvæði og sagði
sögur, hún var líka mjög söngelsk,
sérstaklega man ég eftir færeysku
lagi sem við sungum oft saman. Fyrst
þegar ég kom í sveitina var ég svo
„stutt í annan endann“ sagði Hanna,
að ég náði ekki uppí eldhúsvaskinn til
að hjálpa við uppvaskið, hún setti þá
vatn í fat á bekkinn við eldhúsborðið
og þannig gat ég orðið að einhverju
gagni. Sigurgeir og synirnir unnu úti-
verkin og ég varð þess aðnjótandi að
vera í návist Hönnu og hjálpaði til við
húsverkin.
Við systkinin eigum Hönnu mikið
að þakka, það voru ekki ófá haustin
sem hún kom og saumaði á allan hóp-
inn. Munum við eftir að hún raðaði
okkur upp eftir aldri og mældi okkur
hátt og lágt, svo var saumað úr efnum
sem mamma hafði safnað saman og
líka var saumað „uppúr gömlu“.
Hanna var ótrúlega flink við sauma-
vélina, hún galdraði upp flíkur sem
gerðu það að verkum að við vorum
ábyggilega meðal best klæddu barna
á Blönduósi.
Þegar gamli bærinn í Stóradal
brann var ég stödd í Reykjavík, man
ég eftir blaðasölustrákunum kalla
„stórbruni – Stóridalur í Húnavatns-
sýslu brann til kaldra kola í nótt“.
Þetta var mikið áfall fyrir fjölskyld-
urnar tvær sem bjuggu þar og töp-
uðu nánast öllum eigum sínum.
Hanna og Sigurgeir fluttu í kjallara
samkomuhússins á Svínavatni eftir
brunann, ekki man ég eftir öðru en að
það væri talað um hugrekki og dugn-
að hjá þeim hjónunum á meðan þau
byggðu myndarlegt nýbýli í
Stekkjardal þar sem þau lifðu til ævi-
loka.
Þar sem ég bjó erlendis um árarað-
ir hafði ég ekki næg tækifæri til að
rækta tengslin við Hönnu, Sigurgeir
og fjölskyldu þeirra, þó kom það fyrir
að það var stoppað í kaffi í Stekkjar-
dal. Við jarðarförina hans Sigurgeirs
hitti ég frændfólkið mitt aftur,
Hanna hafði misst lífsförunaut sinn.
Stuttu seinna heimsótti ég hana á
sjúkrahúsinu á Blönduósi þar sem
hún var að jafna sig eftir beinbrot og
kvartaði sáran yfir að vera orðin
svona „léleg“ en það var samt sami
gamli glettnissvipurinn á henni þegar
hún sagðist vilja fara að drífa sig
heim úr þessum aumingjaskap. Nú
er Hanna öll, gefst henni tækifæri að
hvíla við hlið Sigurgeirs í grafreitn-
um sem hann valdi sjálfur, þann
fyrsta í nýja hluta kirkjugarðsins á
Svínavatni með útsýni yfir að
Stekkjardal.
Blessuð sé minning þeirra.
Margrét Sveinbergsdóttir.
Hanna Jónsdóttir, húsfreyja í
Stekkjardal, var gagnmerk kona.
Hún var fædd og alin upp á ættar-
óðalinu Stóradal í Svínavatnshreppi,
dóttir hjónanna Sveinbjargar Brynj-
ólfsdóttur og Jóns Jónssonar alþing-
ismanns. Foreldrar Hönnu voru
sveitarhöfðingjar og faðir hennar var
tvímælalaust mestur áhrifamaður
Húnvetninga um og upp úr 1930. Jón
var þingmaður Framsóknarflokksins
en þoldi ekki ofríki Jónasar frá Hriflu
og gerðist stofnandi Bændaflokksins
og náði kjöri sem þingmaður hans.
Jón féll frá á miðjum aldri en Svein-
björg hélt áfram búskap. Hanna var
yngst þriggja barna þeirra, en hin
voru Guðrún Hjartar og Jón, síðar
bóndi í Stóradal.
Hanna giftist Sigurgeiri Hannes-
syni frá Blönduósi og settu þau sam-
an bú á hluta Stóradals á móti Jóni
bróður hennar og Guðfinnu Einars-
dóttur konu hans.
1960 brann bærinn í Stóradal og
glataðist allt innbú. Stóðu fjölskyld-
urnar uppi allslausar og var úr vöndu
að ráða. Stóridalur var mikil jörð og
var henni skipt. Reistu Hanna og Sig-
urgeir nýbýli á hálflendunni og heitir
það Stekkjardalur. Með miklum
dugnaði og verklagni gerðu þau hjón
Stekkjardal að einu besta og falleg-
asta býli sveitarinnar á undra-
skömmum tíma. Hanna var óvenju-
lega dugleg, hagsýn og vel að sér til
munns og handa. Myndarskapur var
einkennandi bæði utan bæjar og inn-
an og bar vott um verklag þeirra
hjóna.
Hanna og Sigurgeir voru réttar-
bændur. Skilarétt upprekstrar-
félagsins, Auðkúlurétt, stendur í
landi Stekkjardals, svo og félags-
heimilið Dalsmynni. Þess vegna var
oft mjög gestkvæmt hjá þeim hjón-
um, enda voru þau ákaflega gestrisin
og svo var líka alltaf gaman að heim-
sækja þau, bæði greind og glaðvær.
Hanna og Sigurgeir eignuðust
fjóra syni, Jón, Hannes, Ægi og Guð-
mund. Eru þeir allir ágætis- og
myndarmenn.
Þegar aldur færðist yfir létu þau
jörð og bú í hendur Ægi syni sínum
og konu hans Gerðar Garðarsdóttur,
en byggðu sér lítið hús þar í túninu.
Áttu þau þar nokkur góð ár á meðan
heilsa entist. Þau höfðu bæði mikinn
áhuga á skógrækt, náðu góðum ár-
angri og vöktu áhuga sveitunga sinna
á henni.
Sigurgeir féll frá snemma árs 2005
eftir sjúkdómsstríð. Hönnu voru síð-
ustu mánuðir erfiðir vegna heilsu-
brests en nú hefur hún fengið hvíld
að loknu góðu dagsverki.
Ég kveð merkiskonuna Hönnu í
Stekkjardal með virðingu og þökk og
sendi afkomendum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Páll Pétursson.
Sumarið 1995 var ég ráðin til barn-
fóstrustarfa í Stekkjardal. Þetta
sumar markaði upphaf á kynnum
mínum af fallegri sveit, duglegum
bændum og yndislegri fjölskyldu. Nú
þegar Hanna Jónsdóttir hefur kvatt
þennan heim vil ég nota tækifærið og
minnast hennar og eiginmanns henn-
ar, Sigurgeirs Hannessonar, sem lést
í febrúar í fyrra.
Hanna og Geiri voru sannkallaðir
sveitarhöfðingjar, virt og dáð af
sveitungum sínum og hverjum sem
þeim kynntist. Þau byggðu upp ný-
býlið Stekkjardal eftir húsbruna í
Stóradal þar sem þau höfðu hafið bú-
skap sinn í tvíbýli við bróður Hönnu
og hans konu. Fjórum myndarlegum
sonum komu þau á legg sem allir
urðu foreldrum sínum til sóma. Þau
voru virk í félagslífi Húnvetninga,
hvort sem það var í kvenfélagi, karla-
kór eða búnaðarsamtökum og mátti
sjá það á viðurkenningum og heiðurs-
nafnbótum sem leyndust á veggjum
heimilis þeirra, innan um fjölskyldu-
myndir. Mikið listafólk voru þau
hjónin. Geiri átti rennibekk þaðan
sem komu margir fallegir munir; nál-
hús, glös og diskar svo fátt eitt sé
nefnt. Hanna hafði kennt handavinnu
á árum áður og þótti einstaklega góð
þjóðbúningasaumakona. Eins prjón-
aði hún mikið og óf og var mörgum til
ráðagerðar þegar að handavinnu
kom.
Ég var fjögur sumur í Stekkjardal
og lærði margt af því góða fólki sem
þar býr. Fjölskylda mín tók einnig
ástfóstri við sveitina og áttu Hanna
og Geiri stóran hlut í því. Það var allt-
af notalegt að koma í heimsókn til
þeirra, þar var aldrei neinn að flýta
sér (nema kannski í heyskap) og
ávallt konunglegar móttökur. Hanna
tók sér hlé frá gróðursetningu og
garðvinnu sem átti hug hennar allan,
Geiri fór úr rennismíðasloppnum og
settist niður til að ræða við gestina,
með Brand gamla eða barnabarn í
fanginu. Ég minnist þess sérstaklega
þegar afi minn heitinn kom keyrandi
með foreldrum mínum yfir Kjöl sum-
arið eftir að hann varð ekkill. Afi og
Geiri voru jafnaldrar og náðu þeir
einstaklega vel saman og varð
Svenna afa tíðrætt um þetta góða
fólk. Þegar við unglingarnir –
vinnuhjúin – vildum tilbreytingu frá
hversdagslegu amstri við bleiuskipt-
ingar, þvotta, mjaltir og heyskap, var
á vísan að róa með baðstofustemm-
ingu á kvöldin hjá þeim gömlu. Við
lásum okkur í gegnum Úrval sem
Geiri hafði verið áskrifandi að frá
upphafsdögum þess góða tímarits
eða spiluðum við Hönnu sem reykti
og prjónaði milli spilaumferða. Gleði-
gjafinn þeirra Geira og Hönnu síð-
ustu árin, tíkin Birta, varð til að
tengja okkur þessum heiðurshjónum
enn meir þegar við fengum með æv-
intýralegum hætti hvolpinn Gerplu
undan henni Birtu. Það var alveg
dæmigert fyrir hugsanahátt þeirra
hjóna hvernig Geiri afgreiddi hunda-
söluna, því við fengum ekki að borga
krónu, þetta ferfætta barnabarn var
ekki söluvara.
Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar senda sonum, tengda-
dætrum, barnabörnum og ættmenn-
um Hönnu Jónsdóttur og Sigurgeirs
Hannessonar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þeirra.
Sigríður Gísladóttir.
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA J. JÓHANNESDÓTTIR,
Holtsbúð,
Garðabæ,
áður til heimilis
í Melási 12,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 24. september.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Bjarni Friðfinnsson, Alda Sigríður Ásmundsdóttir,
Erna Friðfinnsdóttir,
Pétur Hákon Friðfinnsson, Hjördís Braga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
KJARTANS PÁLSSONAR,
Vaðnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heilsu-
gæslunnar í Laugarási og Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Helgadóttir,
Guðmundur Jóhannesson, Þórleif Gunnarsdóttir,
Brúney Bjarklind,
Ragnhildur Eiríksdóttir, Magnús Tryggvason,
Heimir Kjartansson, María Kjartansson,
Birna Kjartansdóttir, Gísli Jón Bjarnason,
Páll Helgi Kjartansson, Salome Hansen,
Jón Steingrímur Kjartansson, Dóra Þórsdóttir,
Guðjón Kjartansson, Anika Bäcker,
Ólafur Ingi Kjartansson,
Hans Hoffmann Þorvaldsson, Guðlaug Sigurðardóttir,
Svala Birna Sæbjörnsdóttir, Davíð Ben
og barnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Hringbraut 50,
(áður Bólstaðarhlíð 45),
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudag-
inn 3. október.
Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Magnús Guðjónsson,
Margrét Kristjánsdóttir, Jón S. Friðjónsson,
Sigurður Örn Kristjánsson, Ingibjörg M. Karlsdóttir.
Okkar elskulegi
HAUKUR D. ÞÓRÐARSON
fyrrum yfirlæknir
Reykjalundar,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðviku-
daginn 11. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddssjóð,
Reykjalundi.
María Guðmundsdóttir,
Pétur Hauksson, Anne Grethe Hansen,
Þórður Hauksson, Kristjana Fenger,
Magnús Hauksson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Gerður Sif Hauksdóttir, Karl Benediktsson,
Dóra Guðrún Wild, Árni Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HREFNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug-
ardaginn 30. september, verður jarðsungin frá Akur-
eyrarkirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13:30.
Smári Steingrímsson,
Steingrímur Smárason,
Hanna Smáradóttir,
Auður Smáradóttir,
tengdabörn og barnabörn.