Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 54
54 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
GAMLA, góða rokkbandið Gasolin
skipar sérstakan sess í brjósti
margra. Ekki aðeins Dana (sem
hvorki fyrr né síðar hafa tekið
jafnmiklu ástfóstri við nokkra
popphljómsveit, að undanskilinni
Shu-Bi-Dua) heldur á löngu liðin
hljómsveitin trygga aðdáendur hér
sem annars staðar á Norð-
urlöndum. Ástæðan er auðheyrð,
þeir Franz Beckerlee, Sören Ber-
lev, Wili Jonson og síðast en ekki
síst Kim Larsen voru og eru frá-
bærir lagasmiðir með ósvikna
sviðsframkomu rokkstjarna. Tón-
listin þeirra að mestum hluta gríp-
andi, melódískt rokk sem eldist
ekki. Þeir voru rokkarar af guðs
náð og við það að kitla alheims-
frægðina þegar best gekk en
tungumálið hjálpaði ekki.
Við upplifum þetta allt í Gasol-
in, vafningslausri og þræl-
skemmtilegri heimildarmyndinni
hans Anders Östergård. Hann
ræðir við kappana í dag og gaman
að bera þá saman við ungu og
spræku töffarana, nakta í mitt-
isstað á sjöunda áratugnum. Þeir
eru fyndnir og hafa frá mörgu að
segja um sjálfa sig, hvora aðra og
endalausar uppákomurnar, æv-
intýrin. Mikið er til af myndefni
sem er fléttað inn í samtölin og
gömlu perlurnar fljóta að sjálf-
sögðu með; „Lille Henry“, „Lang-
ebro“, „Pas på svinget i Solröd …“
Ómissandi fjölmörgum aðdáend-
um bandsins, ekki síst þeim sár-
svekktu áhangendum Kims Lar-
sen, sem stóðu tómhentir framan
við NASA á vordögum.
Gleðigjafarnir Gasolin
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
RIFF 2006: Háskólabíó
Heimildarmynd. Leikstjóri: Anders
Östergård. Með hljómsveitarmeðlimum
Gasolin: 92 mín. Danmörk 2006.
Gasolin TÁNINGSÁRIN með tilheyrandi
vaxtarverkjum, uppreisnaranda,
löngunum, ekki síst eftir nánum
samskiptum við hitt kynið, eru
áþekk hvar sem borið er niður.
Lím fjallar um þrjá unglinga á
heitu sumri í Patagóníu, hinum meg-
in á hnettinum, sunnarlega í Argent-
ínu. Þremenningarnir, sem allir búa
hjá einstæðum mæðrum, eru vin-
irnir Luca (Biscayart) og Nacho
(Viale) og stúlkan Andrea (Efron).
Þau halda hópinn í smábæ úti í sveit
þar sem lífið gengur sinn gang af
gömlum vana. Strákarnir eru saman
öllum stundum, eru byrjaðir að fikta
við reykingar og sjálfa sig, sniffa
lím, æfa saman í hljómsveit og löng-
unin að tapa sveindómnum ágerist
með hverjum deginum. Andrea leyf-
ir þeim að stíga fyrstu skrefin í átt
að settu marki.
Það er allt í þann mund að bresta
á í Lími, sem er fyrsta langa mynd
hins liðlega þrítugua Dos Santos,
breskmenntaðs kvikmyndagerð-
armanns sem er fæddur og uppalinn
á sögusóðum í Argentínu. Lím end-
urspeglar vafalaust eigin reynslu og
það skilar sér í einfaldri en einlægri
upprifjun á dýrðlegum en oft býsna
erfiðum tímamótum þegar unglingar
eru að taka út kynþroskann. Undir-
aldan er sterk undir ekkert sérlega
nýstárlegu yfirborði í dauflegum bæ,
og ungu leikararnir standa sig trú-
verðuglega og eiga ríkan þátt í að
gera Lím áhugaverða sem þroska-
sögu. Þá notar hann pönktónlist með
kraftmiklum árangri, en hún er snar
þáttur og flóttameðal í lífi piltanna.
Patagónískt veggjakrot
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
RIFF 2006: Tjarnarbíó
Leikstjóri: Alexis Dos Santos. Aðalleik-
arar: Nahuel Perez Biscayart, Nahuel
Viale, Ines Efron, Veronica Llinas.
110 mín. Argentína/England 2005.
Lím – Glue – historia adolescente
en medio de la nada RÚMLEGA þrjátíu milljónir
Kúrda eru dreifðir yfir landsvæði
sem þeir sjálfir kalla Kúrdistan og
nær til Írans, Írak, Sýrlands, Tyrk-
lands og Armeníu. Þrátt fyrir mörg
hundruð ára baráttu þjóðflokksins
fyrir fullveldi hefur kröfum þeirra
ávallt verið hafnað og það stundum
á öfgakenndan hátt eins og sann-
aðist í stjórnartíð Saddams Huss-
ein.
Tími drukknu hestanna er fyrsta
myndin sem kúrdíski leikstjórinn
Bahman Ghobadi gerði í fullri
lengd og fyrsta myndin sem var að
öllu leyti leikin á kúrdísku. Hún
fjallar um barnafjölskyldu við
landamæri Íraks og Írans sem
neyðist til að bjarga sér upp á eig-
in spýtur, eftir að faðir þeirra læt-
ur lífið af völdum jarðsprengju.
Þegar þeim er svo tilkynnt að
hreyfihamlaður bróðir þeirra þurfi
að gangast undir kostnaðarsaman
uppskurð til að halda lífi neyðast
systkinin til að taka erfiðar ákvarð-
anir.
Tími drukknu hestanna er átak-
anleg svo ekki sé dýpra í árinni
tekið og svo raunveruleg er hún,
bæði í leik og leikstjórn að áhorf-
andinn á bágt með að trúa því að
hér sé um leikna mynd að ræða. Sé
myndin jafnsannsögul og textinn í
upphafi segir til um, gefur hún
áhrifamikla innsýn í líf Kúrda við
landamæri Írans og Íraks.
Stórþjóðin
landlausa
Höskuldur Ólafsson
KVIKMYNDIR
RIFF 2006: Háskólabíó
Leikstjórn: Bahman Ghobadi.
98 mín. Íran, 1999
Tími drukknu hestanna - Fréttir
í tölvupósti
Fréttir á SMS
Í kvöld kl. 22 kynnir Sixties
nýútkomna plötu „Hvað er, hvað verður“
(lög eftir Jóhann G. Jóhannsson).
Hefðbundinn dansleikur á eftir.
Fjölbreyttur sérréttaseðill og tilboðsmatseðill á leikhúskvöldum
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala enn í fullum gangi!
Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu
Sun 8. okt kl. 17 UPPSELT - 5. kortasýn
Lau 14. okt kl. 14 Aukasýning - Örfá sæti laus
Lau 14. okt kl. 15 Aukasýning - í sölu núna!
Sun 15. okt kl. 14 UPPSELT
Sun 15. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 15 okt kl. 16 UPPSELT
Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT
Sun 22. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 22. okt kl. 16
Næstu sýn: 29/10, 5/11, 12/11,
Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu
Fim 12. okt kl. 20 5. kortasýn
Fös 13. okt kl. 20 6. kortasýn
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14
Sun 22/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
Fös 20/10 kl. 20 Sun 29/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Í kvöld kl. 20 UPPS.
Sun 8/10 kl. 20 UPPS.
Fim 12/10 kl.20 Lau 14/10 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið sýnir nýtt verk eftir
hópinn.
Í kvöld kl. 20 Sun 8/10 kl. 20
Fim 12/10 kl. 20 Fös 13/10 kl. 20
Bannað innan 16 ára. Síðustu sýningar
BRILLJANT SKILNAÐUR
Fim 26/10 kl. 20 Fim 2/11 kl. 20
Fim 9/11 kl. 20 Fim 16/11 kl. 20
Aðeins þessar sýningar.
MANNTAFL
Sun 29/10 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20
Fös 10/11 kl. 20 Sun 19/11 kl. 20
Aðeins þessar sýningar.
MEIN KAMPF
Í kvöld kl. 20 Sun 8/10 kl. 20
Lau 14/10 kl. 20 Lau 21/10 kl. 20
Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20
LEIKHÚSSPJALL
Leikhúsumræður á Borgarbókasafninu
í Kringlunni. Rætt veður um leikverkið
Mein Kampf.
Fim 12/10 kl. 20 Allir velkomnir.
AMADEUS
Lau 21/10 kl. 20 frums. UPPS. Bleik kort.
Fim 26/10 kl. 20 2.sýning Gul kort.
Lau 4/11 kl. 20 3.sýning Rauð kort.
Sun 12/11 kl. 20 4.sýning Græn kort
Lau 18/11 kl. 20 5.sýning Blá kort
Sun 19/11 kl. 20 6.sýning
VIÐ ERUM KOMIN-Íd
Októbersýning Íd, 2 ný verk:
Við erum komin e. Ólöfu Ingólfsdóttur
og Hver um sig e.Vaðal.
Fim 12/10 kl. 20 frumsýning UPPS.
Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
Fim 19/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga
í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með
greiðslu viku fyrir sýningardag
Upppantað á allar sýningar í október
Óstaðfestir miðar seldir viku fyrir sýningu.
Eftir Benedikt Erlingsson
Sýningar í september og október
Sala hafin á sýningar í apríl 2007
Fimmtudagur 12. apríl kl. 20
Föstudagur 13. apríl kl. 20
Laugardagur 14. apríl kl. 20
Sunnudagur 15. apríl kl. 16
Fimmtudagur 19. apríl kl. 20
(sumardagurinn fyrsti)
Föstudagur 20. apríl kl. 20
Laugardagur 21. apríl kl. 20
Sunnudagur 22. apríl kl. 16
Fimmtudagur 26. apríl kl. 20
Föstudagur 27. apríl kl. 20
Laugardagur 28. apríl kl. 20
Sunnudagur 29. apríl kl. 16
MIÐAPANTANIR:
GSM: 694 8900 / midasala@einleikhusid.is
Sýnt í Reiðhöll Gusts, Álalind 3, Kópavogi
Frumsýning 8. okt. kl. 20 - UPPSELT
Mið. 11. okt. kl. 20 - Nokkur sæti laus,
Fim. 12. okt. kl. 20
Fim. 19. okt. kl. 20,
Fös. 20. okt. kl. 20.
ATH. hlaðborð fyrir hópa í veislusal hússins
Nánari upplýsingar á: einleikhusid.is.