Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 64

Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 10-18 m/s. Þykknar upp SV- lands en þurrt. Smáskúrir eða slydda NV-til, ann- ars rigning. » 8 Heitast Kaldast 10°C 3°C KÖNNUN á stéttarstöðu þeirra sem komust inn í Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1904 til 1946 bendir til að stéttaskipting hafi verið mikil hér á landi. Þetta kemur fram í grein Inga Freys Vilhjálmssonar sagnfræðinema í Lesbók í dag. Einungis 3% nemenda skólans á árunum 1904 til 1927 voru börn verkamanna, sjómanna og annarra í svipuðum störfum. Jónas frá Hriflu vildi koma í veg fyrir að börn efn- aðra Reykvíkinga einokuðu skólann og kom á svokallaðri 25 manna reglu og veitti Gagnfræðaskólanum á Akureyri leyfi til að útskrifa stúd- enta árið 1927. Hlutfall efnalítilla nemenda breyttist hins vegar lítið ef nokkuð við þessa ráðstöfun. Upp- taka landsprófsins árið 1947 var hins vegar stórt skref í átt að efna- hagslegu jafnrétti til náms. MR Skóli fína fólksins áður fyrr. Stéttaskipting mikil á fyrri hluta 20. aldar Í ÁGÚST og september sl. gaf Þjóð- skrá út tæplega 4.000 kennitölur til útlendinga sem hér dvelja tíma- bundið, þar af voru 242 börn undir 18 ára aldri. Þjóðskrá hefur árum saman getað annað útgáfu kennitalna innan fárra daga en það breyttist í sumar vegna gríðarlegrar fjölgunar útlendinga, að því er segir í fréttatilkynningu og á skömmum tíma var biðtími eftir nýrri kennitölu meiri en fjórar vik- ur. Brugðist hefur verið við þessum vanda og er afgreiðslutími aftur kominn til fyrra horfs. Flesta daga berast Þjóðskrá þó enn yfir hundrað beiðnir. Langflestir útlendingarnir koma frá Póllandi eða 1.905. Næstflestir komu frá Þýskalandi eða 245 og 230 frá Litháen. Reynslan sýnir að ein- hver hluti ílendist hér á landi. 4.000 kennitölur á tveimur mánuðum Á ANNAÐ hundrað rjúpur voru veiddar á Norðausturlandi nú í upp- hafi októbermánaðar í rannsókn- arskyni. Öflun rjúpnanna var liður í viðamikilli rannsókn á sníkjudýr- um, sjúkdómsvöldum, heilbrigði og líkamsástandi íslensku rjúpunnar. „Tilgangurinn er m.a. að rann- saka hvort sjúkdómsvaldar geti að einhverju leyti útskýrt stofnsveiflu rjúpunnar, hvort þeir séu hugs- anlegir áhrifavaldar,“ sagði dr. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sem stýr- ir verkefninu. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem rannsókn af þessu tagi færi fram hér á landi. Beðið var með sýnatökuna fram í byrjun október, eða þar til ungar frá sumrinu voru orðnir fullvaxnir. Söfnun sýnanna tók aðeins nokkra daga, síðan tekur við tímafrek úr- vinnsla þeirra. Ætlunin er að end- urtaka rannsókir af þessu tagi ár- lega. Rannsóknin er samvinnu- verkefni Náttúrufræðistofnunar og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Vísindaveiðar á rjúpu RÍFLEGA 60% þeirra sem tóku þátt í launa- og kjarakönnun Starfs- greinasambandsins töldu að fjár- hagsleg staða þeirra í dag væri held- ur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum. Yfir 80% höfðu fundið mikið fyrir vaxandi verðbólgu und- anfarið og þá helst hækkun á mat- vælaverði. Könnunin byggist á 2.000 manna úrtaki úr félagaskrám Eflingar, Hlíf- ar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og 1.500 manna úrtaki úr öðrum aðildarfélögum Starfsgreina- sambandsins á landsbyggðinni. Svarhlutfall var 50,4%. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar voru kynntar á formannafundi Starfsgreinasambandsins sem lauk á Ísafirði í gær. Meðal annarra niðurstaðna var að 49% töldu mjög eða frekar líklegt að þau yrðu í sama starfi eftir þrjú ár og er þetta hlutfall lægra en í viðhorfs- könnun sem gerð var fyrir Flóa- bandalagið í mars 2005. Það vekur athygli að mun færri konur en karlar óskuðu eftir launa- hækkun umfram samningsbundnar hækkanir síðastliðna 12 mánuði eða 21% kvenna á móti 33% karla. Af þeim sem sóttust eftir launahækkun fengu 75% launahækkun í kjölfarið. Heildarlaun þeirra sem voru í fullu starfi voru að meðaltali tæplega 244.000 krónur, heildarlaun karla voru tæplega 279.000 en kvenna 188.000. Meðaldagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæplega 187.000 en hjá konum 150.000 krónur. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að fólk í umönnunarstörfum er ósátt- ast við laun sín og sögðust 54,7% vera frekar eða mjög ósátt en í heild var hlutfallið 32,1%. Helmingur kvenna var frekar eða mjög ósáttur með laun sín en um fjórðungur karla var sömu skoðunar. 60% telja fjárhagsstöðu sína betri en fyrir þremur árum Í HNOTSKURN » Mun færri konur en karl-ar hafa óskað eftir launa- hækkun umfram samnings- bundar hækkanir sl. ár. » Meðalvinnustundir voruað meðaltali 50 á viku hjá þeim sem voru í fullu starfi og meðalyfirvinnustundir 12. » Austurland sker sig úrmeð fjölda yfirvinnu- stunda en þar voru þær 17. BIFHJÓL gjöreyðilagðist í eldi á Kalkofnsvegi í gærkvöldi. Ökumaðurinn slapp sem betur fer án meiðsla, að sögn lögreglu, en hlýtur, miðað við ummerkin, að hafa verið töluvert brugðið. Upp- lýsingar lágu ekki fyrir um upptök eldsins. Annað mótorhjól eyðilagðist á Kleppsvegi, skammt frá bensínstöð Shell, seinna um kvöldið þegar bifreið var ekið á það. Ökumaður hjólsins slasaðist um- talsvert, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Morgunblaðið/Kristinn Bifhjól brann á Kalkofnsvegi Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR fyrir eldri borgara, auk fé- lags- og þjónustumiðstöðva, verða byggðar við Spöng í Grafarvogi og við Sléttuveg, samkvæmt til- lögu sem Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgar- ráðs, lagði fram á fundi ráðsins sl. fimmtudag. Til- lagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði 160 til 200 talsins, eftir því sem skipulag leyfir. Hver félags- og þjón- ustumiðstöð verður um 1.100 fm að stærð. Ætlunin er að semja við Eir um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvarinnar og þjónustu- íbúðanna í Spöng og á sama hátt á að semja við Hrafnistu um uppbyggingu og rekstur þjónustumið- stöðvar og þjónustuíbúða við Sléttuveg. Á fundinum var lögð fram yfirlýsing Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra, sem einnig er formað- ur stjórnar Eirar, þar sem m.a. kemur fram að hvorki borgarstjóri né undirmenn hans komi að samningsgerð og afgreiðslu hugsanlegra samninga við Eir og Hrafnistu vegna þessarar uppbyggingar. Minnihlutinn fagnar uppbyggingunni Árni Þór Sigurðsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, fagnaði í bókun viljayfirlýsingu um upp- byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara í Spöng og við Sléttuveg. Taldi hann Eir og Hrafnistu ákjós- anlega aðila úr hópi þeirra sem lýstu áhuga á að standa að uppbyggingu á þessum stöðum. Fulltrúar Samfylkingar, Björk Vilhelmsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, lýstu einnig ánægju með fyrirhugaða uppbyggingu þjónustuíbúðanna. Engu að síður undruðust þær hvernig samstarfsaðil- arnir, Eir og Hrafnista, voru valdir úr hópi þeirra 15 sem sóttu um. „Teljum við að það hefði verið eðli- legra að bjóða út þessa uppbyggingu og rekstur og velja síðan samstarfsaðila út frá gæðum, stefnu og verði sem boðið hefði verið upp á. Engin fordæmi eru um að fela sjálfseignarstofnunum rekstur þjón- ustu- og félagsmiðstöðva og heimaþjónustu, hvað þá án undangengins útboðs. Þá er ekki óeðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort það hafi áhrif á val stýri- hópsins að borgarstjóri er stjórnarformaður Eirar sem er annar samstarfsaðilinn sem borgarráð nú velur, þó svo hann nú segi sig eftir á frá framtíð- arsamningsgerð,“ segir m.a. í bókun þeirra. 160–200 þjónustuíbúðir rísi í Spönginni og við Sléttuveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.