Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 30
arnefndu eru mörg í miðborginni og má þar nefnda Abbeys Theatre (www.abbeytheatre.ie) og Gate Theatre (www.gate-theatre.ie). Í tónlistarhúsinu National Concert Hall (www.nch.ie) eru auk ópera haldnir tónleikar af ýmsu tagi. Í nokkrum menningarhúsum er einnig boðið upp á reglulegar danssýning- ar, en írski steppdansinn ásamt írskri þjóðlagahefð er órjúfanlegur og óviðjafnanlegur hluti menningar- innar á eyjunni. Dublin er auk þess vinsæll viðkomustaðustaður heims- frægra söngvara og hljómsveita og á næstunni verða þar m.a. Tom Jones, Gypsy Kings, James Brown, Pink og Christina Aquilera með tónleika. www.eventguide.ie Verslunargatan Grafton Street , Dublin 2 Aðalverslunargata Dublinar, Grafton Street minnir á litla þorps- Þjóðminjasafnið National Museum of Ireland, Kildare Street, Dublin 2 Áhugavert safn með fjölmörgum minjum frá forsögulegum tíma á Ír- landi, steinöld, brons- og járnöld en þar er einnig farið yfir miðaldirnar og sögu Kelta og víkinga í landinu. Safnið er auðvelt yfirferðar og gefur góða innsýn inn í mannkynssöguna og Íra. Flestir Íslendingar hafa líka sérstaklega gaman af því að skoða svæðið frá víkingatímanum enda margt þar sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. www.museum.ie Bjórverksmiðjan Guinness Store- house , St. Jame’s Gate Mörgum þykir bjórsopinnn góður og það á ekkert síður við um Íra en aðrar þjóðir. Þeir eru virkilega stolt- ir af sínum dökka Guinness. Innlend- um jafnt sem erlendum gefst kostur á að skoða safn og verksmiðju Guin- ness í Dublin og það er gífurlega vin- sælt. Á laugardagseftirmiðdegi get- ur röðin af fólki verið allt að 20–40 metra löng, svo það er betra að koma í fyrra fallinu! www.guinness-storehouse.com Vískiframleiðandinn Old Jameson Distillery, Bow Street Írar eru líka frægir fyrir viskíið sitt, Jameson, og þeirra safn og verksmiðja er líka vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Í lok skoðunar- ferðar er að sjálfsögðu boðið upp á hinar dýrindisveigar. www.jameson.ie Háskólinn Trintiy College, College Green, Dublin 2 Írski háskólinn Trinity College er í sama gæðaflokki og hinir bresku Oxford og Cambridge. Fallegar byggingarnar og garðarnir eru skoð- unarverðir ásamt bókasafninu, The Trinity Library, en þar eru geymdar helstu bókmenntaperlur Íra. www.tcd.ie Næturlífið í Temple Bar, Dublin 2 Í Temple Bar hverfinu er nætur- lífið næstum jafnfjörugt og í Reykja- vík en flestar krár loka engu að síður um miðnættið. Í Dublin eru um 1.000 barir og krár og það er því um auð- ugan garð að gresja og alls konar stemmningu að finna. Að sitja á heimilislegri írskri krá er ómissandi fyrir þá sem vilja komast örlítið nær írsku þjóðarsálinni en það kjaftar oftar en ekki á borgarbúum hver tuska. Í hverfinu er einnig margir listamenn með aðstöðu og sýningar á samtímalist. Menningin í miðborginni Menningin í Dublin blómstrar, jafnt tónlist sem leikhús en þau síð- götu og þar er Þorláksmessu- stemning allar helgar. Göngugatan var gerð upp fyrir nokkrum árum og er heildarmyndin einstaklega vel heppnuð. Búðirnar eru allar „írskar“ í ytra útliti, jafnt hinar alþjóðlegu keðjur sem innlendar verslanir eins og Dunnes Stores og verðlagið er jafnvel hagstæðara en í mörgum evr- ópskum stórborgum. Við götuna er einnig Harrods þeirra Dublinarbúa, verslunarmið- stöðin Thomas Brown. Írar leggja mikla áherslu á handverk og við Grafton Street og aðrar verslunar- götur eins og Henry Street, er fjöldi sérverslana með silfur, skartgripi, antík og fjölbreyttar írskar prjóna- vörur. www.dublintourist.com/directory/ shopping Rithöfundarsetrið James Joyce Centre, No. 35 North Great George’s Street James Joyce (1882–1941) er einn af mörgum merkum rithöfundum Íra sem haft hafa aðsetur í Dublin og eru menjar hans víða um borgina. Mörgum finnst bækur Joyce erfiðar yfirlestrar, hin fræga Ulysses og Finnegans Wake, sem báðar eru tímamótaverk á enskri tungu. Smá- sagnasafn hans, Dubliners, er hins vegar fínt fyrir byrjendur auk þess að vera skemmtilegur aldarspegill á samtíma rithöfundarins. Á meðal annarra merkra rithöfunda sem tengjast Dyflinni eða Írlandi má nefna nóbelsverðlaunaskáldin W.B Yeats, sem hlaut verðlaunin árið 1923, G.B Shaw (1925), Samuel Bec- Morgunblaðið/Þorkell Borgarlíf Menningin í Dublin blómstrar, enda borgin skemmtileg heim að sækja. Áhugaverðir staðir – topp 10 Verslunargatan Á Grafton street er að finna fjölda verslana. Líflegt næturlíf Um 1.000 barir eru í Temple Bar hverfinu. kett (1969) og Seamus Heaney (1995). www.jamesjoyce.ie Dublinarkastalinn Dublin Castle , Dublin 2 Í hjarta borgarinnar er Dublinar- kastali en um 930 varð hann aðsetur danskra og síðan norskra víkinga og miðstöð verslunar með þræla og silf- ur í Írlandi. Kastalinn varð síðan vígi margra stríða í Dublin og skipti nokkuð oft um eigendur. www.dublincastle.ie Kirkjurnar í Dublin Í borginni er fjöldi kirkna, flestar eru þær kaþólskar eða mótmælenda. Þeirra á meðal eru St. Catherinés Church, St Patricks og Christ Church Cathedral. www.dublinchurches.com ferðalög 30 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ DÖKKI bjórinn Guinness, viskíið Jameson og bleiki líkjörinn Bailey’s eru drykk- ir sem get- ið hafa sér gott orð á heimsvísu og tilvalið er að njóta í írsku um- hverfi. Heimilislegu krárnar bjóða margar upp á staðgóða málsverði á hagstæðu verði. Ann- ars er líkt og í flestum öðrum stórborgum hægt að finna alla heimsins flóru í mat og drykk í Dublin, austurlenska mat- sölustaði, skandinavíska og úr austurvegi auk Miðjarðarhafseld- hússins. Eftirmiðdagste að bresk- um hætti en með írsku ívafi svík- ur heldur engan á fimm stjörnu hótelinu The Westbury Hotel, Grafton Street, eftir versl- unarferð á strætinu. Matur og drykkur FRÁ Íslandi er ekki nema tveggja tíma flug til Dublinar. Í vetur er Úrval-Útsýn með pakkaferðir til borgarinnar en einnig eru seld stök flugsæti á 37.230 kr. Ef flogið er frá Íslandi til London má fá hagstæð fargjöld með lággjaldaflugfélögum eins og Ryanair (www.ryanair.com) frá London Stanstead til Dublinar en verð á þeim er frá 25 til 50 evrur eða um 2.500–5.000 krónur aðra leið fyrir ut- an skatta sem eru um 1.500 kr. Ryanair flýg- ur einnig frá Gatwick-flugvelli til Dublinar. Flugtími er um klukkustund. Air Lingus (www.airlingus.com) flýgur frá Heathrow- flugvelli í London til Dublinar og býður flug- ferðir á sambærilegu verði. Almenningssamgöngur í Dublin eru ágæt- ar en þar eru gulu tveggja hæða strætis- vagnarnir mest áberandi auk léttlesta. Far- gjald leigubíla er sanngjarnt og þar sem vegalengdir milli hótela og áhugaverðustu staðanna í miðborginni (Dublin 2) eru stuttar er það oft þægilegasti kosturinn fyrir ferða- menn en töluvert má einnig komast á tveim- ur jafnfljótum. Leigubílaferð innan miðborg- arinnar hleypur yfirleitt á 500–1.000 íslenskum krónum en leigubíll frá flugvell- inum kostar um 3.500 íslenskar krónur. Gistingu af öllum stærðum og gerðum er að finna í borginni og sé leitarorðunum „Hotels in Dublin“ slegið upp á leitarvélinni www.google.com birtast fjölmargar síður um gistimöguleika á alls konar verði. Flug, hótel og samgöngurdublin Maður er manns gaman í Dublin, höf- uðborg eyjarinnar grænu í Atlantshafinu, og eyjaskeggjar taka vel á móti megin- landsbúum sem og öðrum eyjabúum. Unn- ur H. Jóhanns- dóttir dvaldi í Dyflinni, drakk Guin- ness, skoðaði minjar víking- anna og vals- aði verslunar- strætin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.