Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 30
arnefndu eru mörg í miðborginni og má þar nefnda Abbeys Theatre (www.abbeytheatre.ie) og Gate Theatre (www.gate-theatre.ie). Í tónlistarhúsinu National Concert Hall (www.nch.ie) eru auk ópera haldnir tónleikar af ýmsu tagi. Í nokkrum menningarhúsum er einnig boðið upp á reglulegar danssýning- ar, en írski steppdansinn ásamt írskri þjóðlagahefð er órjúfanlegur og óviðjafnanlegur hluti menningar- innar á eyjunni. Dublin er auk þess vinsæll viðkomustaðustaður heims- frægra söngvara og hljómsveita og á næstunni verða þar m.a. Tom Jones, Gypsy Kings, James Brown, Pink og Christina Aquilera með tónleika. www.eventguide.ie Verslunargatan Grafton Street , Dublin 2 Aðalverslunargata Dublinar, Grafton Street minnir á litla þorps- Þjóðminjasafnið National Museum of Ireland, Kildare Street, Dublin 2 Áhugavert safn með fjölmörgum minjum frá forsögulegum tíma á Ír- landi, steinöld, brons- og járnöld en þar er einnig farið yfir miðaldirnar og sögu Kelta og víkinga í landinu. Safnið er auðvelt yfirferðar og gefur góða innsýn inn í mannkynssöguna og Íra. Flestir Íslendingar hafa líka sérstaklega gaman af því að skoða svæðið frá víkingatímanum enda margt þar sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. www.museum.ie Bjórverksmiðjan Guinness Store- house , St. Jame’s Gate Mörgum þykir bjórsopinnn góður og það á ekkert síður við um Íra en aðrar þjóðir. Þeir eru virkilega stolt- ir af sínum dökka Guinness. Innlend- um jafnt sem erlendum gefst kostur á að skoða safn og verksmiðju Guin- ness í Dublin og það er gífurlega vin- sælt. Á laugardagseftirmiðdegi get- ur röðin af fólki verið allt að 20–40 metra löng, svo það er betra að koma í fyrra fallinu! www.guinness-storehouse.com Vískiframleiðandinn Old Jameson Distillery, Bow Street Írar eru líka frægir fyrir viskíið sitt, Jameson, og þeirra safn og verksmiðja er líka vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Í lok skoðunar- ferðar er að sjálfsögðu boðið upp á hinar dýrindisveigar. www.jameson.ie Háskólinn Trintiy College, College Green, Dublin 2 Írski háskólinn Trinity College er í sama gæðaflokki og hinir bresku Oxford og Cambridge. Fallegar byggingarnar og garðarnir eru skoð- unarverðir ásamt bókasafninu, The Trinity Library, en þar eru geymdar helstu bókmenntaperlur Íra. www.tcd.ie Næturlífið í Temple Bar, Dublin 2 Í Temple Bar hverfinu er nætur- lífið næstum jafnfjörugt og í Reykja- vík en flestar krár loka engu að síður um miðnættið. Í Dublin eru um 1.000 barir og krár og það er því um auð- ugan garð að gresja og alls konar stemmningu að finna. Að sitja á heimilislegri írskri krá er ómissandi fyrir þá sem vilja komast örlítið nær írsku þjóðarsálinni en það kjaftar oftar en ekki á borgarbúum hver tuska. Í hverfinu er einnig margir listamenn með aðstöðu og sýningar á samtímalist. Menningin í miðborginni Menningin í Dublin blómstrar, jafnt tónlist sem leikhús en þau síð- götu og þar er Þorláksmessu- stemning allar helgar. Göngugatan var gerð upp fyrir nokkrum árum og er heildarmyndin einstaklega vel heppnuð. Búðirnar eru allar „írskar“ í ytra útliti, jafnt hinar alþjóðlegu keðjur sem innlendar verslanir eins og Dunnes Stores og verðlagið er jafnvel hagstæðara en í mörgum evr- ópskum stórborgum. Við götuna er einnig Harrods þeirra Dublinarbúa, verslunarmið- stöðin Thomas Brown. Írar leggja mikla áherslu á handverk og við Grafton Street og aðrar verslunar- götur eins og Henry Street, er fjöldi sérverslana með silfur, skartgripi, antík og fjölbreyttar írskar prjóna- vörur. www.dublintourist.com/directory/ shopping Rithöfundarsetrið James Joyce Centre, No. 35 North Great George’s Street James Joyce (1882–1941) er einn af mörgum merkum rithöfundum Íra sem haft hafa aðsetur í Dublin og eru menjar hans víða um borgina. Mörgum finnst bækur Joyce erfiðar yfirlestrar, hin fræga Ulysses og Finnegans Wake, sem báðar eru tímamótaverk á enskri tungu. Smá- sagnasafn hans, Dubliners, er hins vegar fínt fyrir byrjendur auk þess að vera skemmtilegur aldarspegill á samtíma rithöfundarins. Á meðal annarra merkra rithöfunda sem tengjast Dyflinni eða Írlandi má nefna nóbelsverðlaunaskáldin W.B Yeats, sem hlaut verðlaunin árið 1923, G.B Shaw (1925), Samuel Bec- Morgunblaðið/Þorkell Borgarlíf Menningin í Dublin blómstrar, enda borgin skemmtileg heim að sækja. Áhugaverðir staðir – topp 10 Verslunargatan Á Grafton street er að finna fjölda verslana. Líflegt næturlíf Um 1.000 barir eru í Temple Bar hverfinu. kett (1969) og Seamus Heaney (1995). www.jamesjoyce.ie Dublinarkastalinn Dublin Castle , Dublin 2 Í hjarta borgarinnar er Dublinar- kastali en um 930 varð hann aðsetur danskra og síðan norskra víkinga og miðstöð verslunar með þræla og silf- ur í Írlandi. Kastalinn varð síðan vígi margra stríða í Dublin og skipti nokkuð oft um eigendur. www.dublincastle.ie Kirkjurnar í Dublin Í borginni er fjöldi kirkna, flestar eru þær kaþólskar eða mótmælenda. Þeirra á meðal eru St. Catherinés Church, St Patricks og Christ Church Cathedral. www.dublinchurches.com ferðalög 30 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ DÖKKI bjórinn Guinness, viskíið Jameson og bleiki líkjörinn Bailey’s eru drykk- ir sem get- ið hafa sér gott orð á heimsvísu og tilvalið er að njóta í írsku um- hverfi. Heimilislegu krárnar bjóða margar upp á staðgóða málsverði á hagstæðu verði. Ann- ars er líkt og í flestum öðrum stórborgum hægt að finna alla heimsins flóru í mat og drykk í Dublin, austurlenska mat- sölustaði, skandinavíska og úr austurvegi auk Miðjarðarhafseld- hússins. Eftirmiðdagste að bresk- um hætti en með írsku ívafi svík- ur heldur engan á fimm stjörnu hótelinu The Westbury Hotel, Grafton Street, eftir versl- unarferð á strætinu. Matur og drykkur FRÁ Íslandi er ekki nema tveggja tíma flug til Dublinar. Í vetur er Úrval-Útsýn með pakkaferðir til borgarinnar en einnig eru seld stök flugsæti á 37.230 kr. Ef flogið er frá Íslandi til London má fá hagstæð fargjöld með lággjaldaflugfélögum eins og Ryanair (www.ryanair.com) frá London Stanstead til Dublinar en verð á þeim er frá 25 til 50 evrur eða um 2.500–5.000 krónur aðra leið fyrir ut- an skatta sem eru um 1.500 kr. Ryanair flýg- ur einnig frá Gatwick-flugvelli til Dublinar. Flugtími er um klukkustund. Air Lingus (www.airlingus.com) flýgur frá Heathrow- flugvelli í London til Dublinar og býður flug- ferðir á sambærilegu verði. Almenningssamgöngur í Dublin eru ágæt- ar en þar eru gulu tveggja hæða strætis- vagnarnir mest áberandi auk léttlesta. Far- gjald leigubíla er sanngjarnt og þar sem vegalengdir milli hótela og áhugaverðustu staðanna í miðborginni (Dublin 2) eru stuttar er það oft þægilegasti kosturinn fyrir ferða- menn en töluvert má einnig komast á tveim- ur jafnfljótum. Leigubílaferð innan miðborg- arinnar hleypur yfirleitt á 500–1.000 íslenskum krónum en leigubíll frá flugvell- inum kostar um 3.500 íslenskar krónur. Gistingu af öllum stærðum og gerðum er að finna í borginni og sé leitarorðunum „Hotels in Dublin“ slegið upp á leitarvélinni www.google.com birtast fjölmargar síður um gistimöguleika á alls konar verði. Flug, hótel og samgöngurdublin Maður er manns gaman í Dublin, höf- uðborg eyjarinnar grænu í Atlantshafinu, og eyjaskeggjar taka vel á móti megin- landsbúum sem og öðrum eyjabúum. Unn- ur H. Jóhanns- dóttir dvaldi í Dyflinni, drakk Guin- ness, skoðaði minjar víking- anna og vals- aði verslunar- strætin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.