Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
BLEIKA HETJAN
FLÓKI GUÐMUNDSSON GLEÐST YFIR ÞVÍ AÐ
BARBAPABBI HEFUR SNÚIÐ AFTUR >> 33
PENINGAAÐALL
MILLJÓNAMÆRINGAR
RÚSSLANDS, SAMEINIST
OG RÁNDÝR ÓÞARFI >> 15
London. AP, AFP. | Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, komst
naumlega hjá skaðlegum ósigri á
breska þinginu í gærkvöldi þegar
þingið felldi tillögu um tafarlausa
rannsókn á stefnu stjórnarinnar í
Íraksmálunum.
Tillagan var felld með 298 at-
kvæðum gegn 273 eftir heitar um-
ræður á þinginu. Flokkar þjóðern-
issinna í Skotlandi og Wales lögðu
tillöguna fram og vildu að skipuð
yrði sjö manna þingnefnd til að
skoða ástandið í
Írak og stefnu
bresku stjórnar-
innar ofan í kjöl-
inn.
Tólf upp-
reisnarmenn
Margaret Bec-
kett utanríkisráð-
herra sagði fyrir
atkvæðagreiðsluna að tillagan
myndi skapa óvissu um bresku her-
mennina í Írak og stofna lífi þeirra í
hættu. Forystumenn Íhaldsflokks-
ins sögðu að umræðan hefði veikt
Tony Blair og að þeir hygðust
leggja til í næsta mánuði að rann-
sókn færi fram eftir um það bil ár,
eða þegar íraskar öryggissveitir
hafa tekið við hlutverki bresku her-
sveitanna í Írak.
Þingmenn Íhaldsflokksins
greiddu atkvæði með tafarlausri
rannsókn og tólf „uppreisnarmenn“
í þingliði Verkamannaflokksins.
Blair komst naumlega hjá
rannsókn á Íraksmálunum
Tony Blair
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KÆRULEYSISLEGUR frágang-
ur á málmrörum varð til þess að
þau féllu af tengivagni flutningabíls
þegar honum var ekið inn á hring-
torg á Vesturlandsvegi síðdegis í
gær. Rörin runnu beint út fyrir veg
og ollu aðeins skaða á ljósastaur en
augljóslega er vegfarendum mikil
hætta búin af þungum farmi sem er
svo illa festur að hann rennur af
flutningabílum þegar minnst varir.
Stuttu síðar stöðvaði lögreglan í
Reykjavík annan vörubíl en í því
tilviki voru fjórar stroffur til að
festa átta tonna farm og hvorki var
notast við styttur né þverbönd.
„Um leið og þetta hallast eitthvað
fer þetta af bílnum,“ sagði varð-
stjóri lögreglunnar.
Í gildi er reglugerð um hvernig
eigi að festa farm en hún virðist
hafa verið hunsuð þegar rörin voru
sett á tengivagninn. Í reglugerð-
inni segir m.a. að til að koma í veg
fyrir að farmur renni til hliðar skuli
setja klossa, styttur eða skjólborð
og skuli hæð þeirra vera fjórð-
ungur af hæð farmsins. Á palli
vörubílsins sem flutti málmrörin
höfðu reyndar verið lagðar spýtur
sem virðast hafa átt að gegna slíku
hlutverki en þær voru einungis ör-
lítið brot af hæð röranna og komu
að litlu gagni.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Ágúst Mogensen, forstöðumaður
rannsóknarnefndar umferðarslysa,
að þar að auki hefði vagninn tæpast
virst nógu breiður til að flytja rör-
in. Mildi væri að ekki hefðu orðið
slys.
Ágúst sagði aðspurður að bíl-
stjórar bæru ábyrgð á farmi, nema
þegar um væri að ræða innsiglaða
gáma. Þeir ættu því með réttu að
neita að flytja farm nema hann
væri tryggilega festur. Ágúst tók
fram að hann þekkti ekki málsatvik
í þessu tilviki en hann kvaðst hafa
ákveðna samúð með bílstjórum.
Þeim væri boðið upp á ýmislegt s.s.
varðandi ástand ökutækja. „Í lög-
unum segir að þeir beri ábyrgð á
þessu öllu saman en við vitum
stundum betur. Að það er einfald-
lega sagt við menn: Þú ferð þessa
ferð eða þú ferð ekki fleiri ferðir
fyrir mig.“
Ágúst sagði óvíst hvort það færð-
ist í aukana að farmur væri fluttur
með ótryggum hætti en það væri á
hinn bóginn öruggt að vitund-
arvakning hefði orðið meðal öku-
manna almennt og þeir hringdu nú
í lögreglu, rannsóknarnefndina eða
fjölmiðla og tilkynntu um farma
sem hætta stafaði af.
Ótraustar festingar
brustu á hringtorginu
Annar flutningabíll stöðvaður stuttu síðar með illa festan 8 tonna farm
Morgunblaðið/Júlíus
Lán í óláni Rörin runnu út af tengivagninum og beint út fyrir veg. Enginn slasaðist.
Lítið hald Þessar spýtur virtust eiga að gegna
hlutverki klossa en þær komu að litlu gagni.
Í HNOTSKURN
» Rörin runnu af tengi-vagninum á hringtorgi.
» Til að varna því að farm-ur renni til hliðar á að
setja klossa, styttur eða
skjólborð og á hæð þeirra að
nema 1⁄4 af hæð farmsins.
» Bílstjórar bera ábyrgð áöryggi farms en for-
stöðumaður rannsókn-
arnefndar umferðarslysa
segir þá oft í erfiðri stöðu.
Canaveral-höfða. AP. | Geimrannsóknastofn-
un Bandaríkjanna, NASA, tilkynnti í gær
að hún hygðist senda geimferju til að gera
við Hubble-sjónaukann.
Senda átti geimfar til sjónaukans fyrir
þremur árum en hætt var við ferðina af
öryggisástæðum vegna Columbia-slyssins.
Stjörnufræðingar fögnuðu ákvörðun
NASA, en þeir höfðu óttast að geimsjón-
aukinn yrði ónothæfur árið 2009 og jafn-
vel fyrr ef búnaður hans yrði ekki end-
urnýjaður. Gert er ráð fyrir því að ferðin
verði farin í maí 2008 og hægt verði að
nota Hubble til ársins 2013.
Reuters
Öflugur Hubble hefur sent stórbrotnar
myndir af fjarlægum sprengistjörnum.
Geimferð til að
gera við Hubble
ÍSLENSKU bankarnir fjórir, Kaupþing
banki, Landsbankinn, Glitnir og Straumur-
Burðarás, greiða samtals 13,2 milljarða í
opinber gjöld á þessu ári. Kaupþing banki
greiðir mest eða tæplega 7 milljarða.
Álagður tekjuskattur lögaðila á tekju-
árinu 2005 nemur 34,7 milljörðum. Hann
hefur hækkað frá fyrra ári um nær 11 millj-
arða eða 46%. Fjöldi gjaldenda tekjuskatts
er nær 15.000 og hefur þeim fjölgað frá
fyrra ári um 11%. Tekjuskattur lögaðila
hefur hækkað nær stöðugt frá því skatt-
hlutfall var lækkað í 18% tekjuárið 2002.
Samtals greiða lögaðilar 73,9 milljarða í
opinber gjöld á þessu ári. | 10
Greiða 13,2
milljarða í
skatta
EIÐUR Smári Guðjohnsen kom tals-
vert við sögu í Meistaradeild Evrópu í
gærkvöldi þegar hann tók á móti sín-
um gömlu félögum úr Chelsea á Nou
Camp í Barcelona. Leiknum lauk
með 2:2-jafntefli og gerði Eiður
Smári síðara mark Barcelona, 2:1, en
Didier Drogba jafnaði í blálokin.
Þetta var fyrsta mark hans á Nýv-
angi. Eiður Smári var fluttur meidd-
ur af velli stundarfjórðungi fyrir
leikslok en læknar félagsins telja
meiðslin ekki alvarleg, að sögn Arn-
órs, föður Eiðs Smára, sem var á Nou
Camp. | Íþróttir
Skoraði og
meiddist
Reuters