Morgunblaðið - 01.11.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 01.11.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 17 Ég vil færa öllum sjálfstæðismönnum mínar innilegustu þakkir fyrir góðan stuðning í nýafstöðnu prófkjöri okkar. Einnig vil ég færa þeim fjölmörgu sem lögðu á sig ómælda vinnu til að hjálpa okkur í prófkjörinu mínar allra bestu þakkir. Með kærri kveðju, Illugi Gunnarsson Njarðvík | Íbúar hins nýja Tjarnahverfis í Reykjanesbæ hafa feng- ið sitt eigið fjall. Þaðan er gott útsýni yfir Suð- urnesin og þar verða sleðabrekkur í neðri hlíðum, ef einhvern tímann festir snjó á svæðinu. Fjallinu hefur nú verið gefið nafnið Kambur eftir hól sem stóð þarna. Mikið af jarðvegi fell- ur til við bygginga- framkvæmdir í nýju hverfunum í Innri Njarðvík. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverf- is- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að ákveðið hafi verið að nýta hann innan svæð- isins til þess að þurfa ekki að aka honum langar vega- lendir. Smám saman varð til hóll- inn sem upphaflega var nefnt Fjallið eina og nú er að fá á sig endanlega mynd. Tveir „tindar“ eru á fjallinu, báðir grjótklæddir og uppi á þeim efri er fánastöng með súlumerki efst, ein- kennismerki bæjarins. Viðar Már segir að súlan verði þó fjarlægð, sú til- raun hafi ekki heppnast nógu vel. Ætlunin er að láta bæjarfánann blakta þarna við hún. Uppi á fjallinu eru bílastæði og göngustígur í kringum kollana. Þá er hugmyndin að koma þarna upp útsýn- isskífu. Ætlunin er að er að lýsa tinda fjallsins upp um jólin. Kambur mælist 42 metra yfir sjávarmáli og stöngin bætir við 14 metr- um. Er þetta með hæstu punktum í bæjarfélaginu. Gott útsýni er af Kambi enda ekki mikið um fjöll í nágrenninu til að skyggja á. Viðar Már vekur athygli á því að Keilir sé í landi Voga, Þorbjörn í Grindavík en vantað hafi fjall í Reykjanesbæ þar sem Stapafellið sem bærinn á hlut í sé smám sam- an að hverfa vegna efnistöku. Kambur tekur á sig mynd Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýtt fjall Í Innri Njarðvík „gnæfir“ nú Kambur yfir byggðina. SUÐURNES HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is STEFNT er að því að húseignin við Vest- urgötu 16b í Reykjavík, eða svonefnt Grön- dalshús, verði flutt í Árbæjarsafn fyrir áramót, að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminjavarðar. Guðný Gerður segir að húsið hafi mikið varðveislugildi. „Þetta er gamalt hús sem er sérstakt á margan hátt, bæði í byggingarlagi og er mjög vel varðveitt en það hefur haldið sínum upprunalega svip,“ segir Guðný Gerður. Húsið á sér einnig merka sögu en þar bjó lengi Benedikt Gröndal skáld. „Þetta er hús sem er talið eiga heima mjög vel í Árbæjarsafni,“ segir Guðný Gerður. Hún segir að safnið hafi lengi haft hug á því að Gröndalshús bættist við húsakost þess. Al- veg frá því um 1970, þegar Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson gerðu fyrstu húsa- könnunina í Reykjavík, hafi Gröndalshús verið eitt þeirra húsa sem talið hafi verið vert að skoða með það í huga að flytja það í Árbæj- arsafn. Það hafi lengi verið á óskalista safns- ins. „Árið 2002 var unnið skipulag á þessum reit og þá var gerð tillaga að því að húsið yrði flutt í Árbæjarsafn,“ segir hún. Guðný Gerður segir að Reykjavíkurborg hafi í sumar keypt Grön- dalshús í þeim tilgangi að það yrði flutt í safnið. Gröndalshús var byggt árið 1882 en Bene- dikt Gröndal eignaðist það árið 1888 og bjó þar til dauðadags árið 1907. Húsið var lengi eftir það í eigu sömu fjölskyldunnar, að sögn Guð- nýjar Gerðar. Sérkennilegt byggingarlag Hún segir að byggingarlag Gröndalshúss sé sérkennilegt. Húsið er tvílyft að framan en bakhliðin er undir súð. Lóð bíði hússins á Árbæjarsafni en í skipu- lagi safnsins hafi lengi verið gert ráð fyrir að húsið flyttist þangað. Guðný Gerður segir að Gröndalshús verði sýningarhús í safninu þegar búið verður að flytja það þangað en út frá sögu þess sé mjög eðlilegt að í því verði Benedikts Gröndal á einhvern hátt minnst. Ekkert annað hús í sjónmáli sem safnið sækist eftir Aðspurð hvort Árbæjarsafn hafi hug á fleiri húsum í gamla vesturbænum til flutnings á safnið í náinni framtíð segir Guðný Gerður svo ekki vera. „Það er ekkert annað hús sem beinlínis er sóst eftir. Yfirleitt koma þessi hús frekar óvænt, þegar rýma þarf fyrir öðrum. En það er ekkert annað hús í sjónmáli sem safnið sækist eftir,“ segir hún. Borgarminjavörður segir húsið lengi hafa verið á óskalista safnsins sem talið er eiga vel heima þar Morgunblaðið/Golli Sérstakt Byggingarlag Gröndalshúss er sérkennilegt. Húsið er tvílyft að framan en bakhliðin er undir súð. Vesturgata 16b Benedikt Gröndal í málverkastofu sinni í Gröndalshúsi þar sem hann bjó lengi, en myndin var tekin árið 1906. Gröndalshús verður flutt á Árbæjarsafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.