Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 21
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
OFFITA eykur
líkurnar á því
að fá astma,
samkvæmt
niðurstöðum ný-
legrar fjölþjóð-
legrar rann-
sóknar, sem
Íslendingurinn
María Gunn-
björnsdóttir hef-
ur meðal ann-
arra unnið að. María er
sérfræðingur í almennri lyflækn-
isfræði og lungnasjúkdómum og
hefur undanfarin tíu ár starfað
við Akademíska háskólasjúkra-
húsið í Uppsölum í Svíþjóð, en
hún varði doktorsritgerð sína á
þessu sviði hinn 22. september sl.
Offita og andþyngsli
að næturlagi
Rannsóknin leiddi í ljós að með-
al einstaklinga, sem þjáðust af of-
fitu, voru 60% meiri líkur á því að
fá astma en hjá einstaklingum í
eðlilegum holdum. Offita reyndist
að sama skapi áhættuþáttur fyrir
önnur öndunarfæraeinkenni eins
og surg í brjósti og andþyngsli að
næturlagi. Aðrir áhættuþættir,
sem horft var til, voru bakflæði
og hrotur. Tíðni bakflæðis og
hrotna eykst hjá fólki sem þjáist
af offitu og reyndist bakflæðið
vera áhættuþáttur fyrir astma.
Þessi tengsl voru ekki til staðar
fyrir hroturnar, að sögn Maríu.
Einnig voru rannsökuð tengslin
á milli öndunarfæraeinkenna og
raka í húsum. „Raki í húsum er
algengur, bæði á Íslandi og á hin-
um Norðurlöndunum. Samtals
höfðu 18% af þátttakendum haft
vatnsleka, mygluvöxt eða raka-
skemmdir í gólfefni á umliðnu
ári. Einstaklingar, sem bjuggu í
röku húsnæði, höfðu oftar ein-
kenni frá lungum, svo sem hósta
og surg í brjósti og einnig var
astmi algengari meðal þeirra.
Þannig reyndist raki vera áhættu-
þáttur fyrir astma og önd-
unarfæraeinkenni,“ segir María.
Tíu ára Svíþjóðardvöl á enda
Doktorsvörn Maríu byggðist á
faraldsfræðilegri rannsókn sem
Ísland, Noregur, Danmörk, Sví-
þjóð og Eistland tóku þátt í.
Meira en sextán þúsund ein-
staklingar svöruðu spurningalista
um heilsu og heimilishagi. Sömu
einstaklingar höfðu átta árum áð-
ur svarað spurningalista á vegum
svokallaðrar Evrópurannsóknar
sem gerði það að verkum að unnt
var að meta hina ýmsu áhættu-
þætti fyrir astma og að fá önd-
unarfæraeinkenni.
María segist nú vera að fara að
pakka niður eftir tíu ára Svíþjóð-
ardvöl og hefur hún störf sem
sérfræðingur á Landspítalanum í
janúar næstkomandi. Eiginmaður
Maríu er Gunnar Hólmsteinn Ár-
sælsson og eiga þau tvö börn.
Veikindi Einstaklingar, sem bjuggu í röku húsnæði, höfðu oftar einkenni
frá lungum, svo sem hósta og surg í brjósti.
María
Gunnbjörnsdóttir
Þættir eins og offita og
raki ýta undir astma
AP
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 21
KRYDDKJARNI, sem er að finna í
karríi, gæti hjálpað til við að
vernda fólk gegn gigtveiki og
beingisnun, samkvæmt staðhæf-
ingum bandarískra sérfræðinga.
Turmerik, sem er í ætt við karrí,
er austur-indísk jurt með gildan
gulleitan jarðstöngul sem notuð
hefur verið um aldir í asísk lyf til
að meðhöndla ýmis bólguvanda-
mál. Einnig er þennan kjarna að
finna í vestrænum fæðubót-
arefnum.
Vísindamenn við Arizona-
háskóla hafa nú fundið það út að
þetta krydd hefur læknisfræðileg
áhrif á mannslíkamann.
Að mati sérfræðinga má vænta
þess að ný lyf úr þessum krydd-
efnum líti dagsins ljós í framtíðinni,
en ólíklegt er að aukin neysla þess-
ara kryddefna ein og sér skili sér í
heilsusamlegu samhengi. Klínískar
rannsóknir þurfa að fara fram áður
en hægt er að mæla með turmerik
eða karríi í lækningaskyni.
Fyrri athuganir við Arizona-
háskóla sýna að turmerik geti kom-
ið í veg fyrir bólgumyndanir í rott-
um. Svo virðist sem kryddkjarninn
haldi aftur af prótíni, sem stýrir
genum í liðamótum. Sérfræðingar
telja að með þessu megi ef til vill
líka beina sjónum að öðrum sjúk-
dómum á borð við astma, æða- og
taugasjúkdóma og ristilvandamál.
Krydd Menn eru nú farnir að beina sjónum að karríi í lækningaskyni.
Karrí spornar
gegn gigtveikinni
Fréttir
í tölvupósti
Hotel Corinthia Towers 5
Lúxushelgi í
Prag
16. eða 23. nóvember
frá kr. 49.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Nú er upplagt að skreppa til Prag og
dekra við sig í aðbúnaði í þessari einstak-
lega fögru borg. Prag hefur skipað sér
sess sem eftirlæti Íslendinga sem fara
þangað í þúsundatali á hverju ári með
Heimsferðum. Fararstjórar okkar gjör-
þekkja borgina og kynna þér sögu hennar
og heillandi menningu. Haustið er frábær
tími til að heimsækja borgina. Bjóðum nú
frábært tilboð á Hotel Corintia Towers
sem er glæsilegt fimm stjörnu hótel.
Gríptu tækifærið og skelltu þér í helgar-
ferð til þessarar frábæru borgar og njóttu
þess að hafa allan aðbúnað í toppi.
Verð kr.49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 16. eða
23. nóv. í 4 nætur á Hotel Corintia
Towers með morgunmat.