Morgunblaðið - 01.11.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 01.11.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 25 GÓÐAR samgöngur skipta landsbyggðina afar miklu máli. Raunar má segja að þær séu líf- æðarnar sem geri landið byggilegt, vel gerðir þjóðvegir, hafnir og flugvellir, grundvöllur þess að at- vinnulíf á landsbyggðinni sé sam- keppnishæft. Sterkt þéttbýli gerir búsetu í dreifbýlinu auðveldari og eftirsóknarverðari. Þessu til við- bótar má segja að nettenging sé hluti af samgöngukerfinu og jafn mikilvægt og aðrir þættir þess. Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur samgöngukerfi lands- manna tekið gríðarlegum breyt- ingum til hins betra. Nú er verið að tvöfalda Reykjanesbraut sem var löngu tímabær framkvæmd og forysta og frumkvæði Suðurnesja- manna í því verkefni er virkilega aðdáunarverð. Enn bíða þó mörg og mikilvæg verkefni. „Skuggagjöld“ Næst í röðinni hlýtur að vera tvöföldun vegarins yfir Hellisheiði. Sterklega kemur til greina að um framkvæmdina verði stofnað hluta- félag með aðkomu sveitarfélaga á Suðurlandi ásamt tryggingafélag- inu Sjóvá sem hefur sýnt mikinn áhuga og frumkvæði í málinu. Sú hugmynd hefur verið nefnd að hið nýja fyrirtæki sjái bæði um verkefnið og rekstur vegarins á næstu árin á svipaðan hátt og Spölur gerir með Hvalfjarðagöng. Hins vegar er ekki ætlunin að veg- farendur greiði toll fyrir afnotin heldur ríkissjóður og þá með svo- kölluðum „skuggagjöldum“ sem byggjast á greiðslu pr. ökutæki samkvæmt sjálfvirkri talningu á umferð. Suðurstrandarvegur frá Grinda- vík til Þorlákshafnar er tvímæla- laust mjög nauðsynlegur. Mik- ilvægast er þó sú staðreynd að með honum opnast greið leið milli Suðurlands og Reykjaness og þá verður ekki lengur þörf á að aka um höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt atvinnulífið mjög miklu máli og ekki síst ferðaþjónustuna í landinu. Samgönguvandi Eyjamanna Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa verið talsvert vandamál und- anfarin ár og er hreint ótrúlegt að flug þangað skuli hafa verið með þeim vandkvæðum sem raun er á. Þess vegna er fagnaðar- efni að ríkisstjórnin hafi tryggt fastar flugferðir og þannig verður það að vera til framtíðar. Herjólfur er barn síns tíma og nú er ástæða til að ljúka sem fyrst við rannsóknir á höfn í Bakkafjöru. Með henni eða álíka lausn myndu verða miklar breytingar á högum Eyjamanna. Stutt ferjuleið er mikil kostur sem þýðir tíðari ferðir og þar með meiri og auðveldari tækifæri fyrir heima- fólk jafnt sem ferða- menn að fara á milli. Um leið verða allir vöru- flutningar öruggari. Atvinnulífið Fyrir uppsveitir Ár- nessýslu eru einkum tvær vegabætur sem nauðsynlegt er að nefna hér. Önnur er er nýr Gjábakkavegur sem liggja mun milli Laugarvatns og Þingvalla- vatns. Hin er ný brú yfir Hvítá við Flúðir. Hvort tveggja eru áríðandi framkvæmdir sem styrkja mannlíf og atvinnulíf á þessum slóðum. Á samönguáætlun er brú yfir Hornarfjarðarfljót. Hún er mikið hagsmunamál fyrir heimamenn jafnt sem aðra landsmenn. Gamla brúin er löng, einbreið og orðin mjög slitin. Ný brú mun liggja mjög nálægt Höfn og hafa mikil áhrif á umferð þangað, öllum til hagsbóta. Gott samgöngunet er hluti af góðri byggðastefnu, því hljóta allir að vera sammála og þar af leiðandi er ljóst að atvinnulífið stendur og fellur með greiðum samgöngum. Ég vil gera mitt til að koma því til leiðar að hvort tveggja verði sterkara til fram- tíðar. Góðar samgöngur eru byggðamál Kjartan Ólafsson skrifar um samgöngur »Raunar má segja að þær séu líf- æðarnar sem geri landið byggilegt … Kjartan Ólafsson Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hlíðarsmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.