Morgunblaðið - 01.11.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 27
MINNINGAR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
HJÖRLEIFUR INGÓLFSSON
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
frá Vöglum í Vatnsdal,
Tjarnargötu 25a,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn
28. október.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 2. nóvember
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag langveikra barna.
Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir
Arna Björk Hjörleifsdóttir, Högni Sturluson,
Ingvi Þór Hjörleifsson, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir,
Árni Jakob Hjörleifsson, Geirþrúður Ósk Geirsdóttir
Halldór Hagalín Hjörleifsson,
Gunnar Brynjólfur Sigurðsson, Ólöf Haraldsdóttir,
Sara Björg Pétursdóttir,
Ingunn Guðmundsdóttir Larson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓREY KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
(Dóda),
hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
Garðabæ,
andaðist mánudaginn 23. október.
Útför verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn
3. nóvember næstkomandi kl. 13:00.
Sveinn Haukur Björnsson, Elín M. Sigurðardóttir,
Hugi Ingibjartsson,
Björn Valdimar Sveinsson,
Margrét Birna Sveinsdóttir,
Linda Kristín Sveinsdóttir,
Jón Guðni Ómarsson,
Kristófer Snær Hugason,
Ísak Tandri Hugason
og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur, dóttursonur
og frændi,
ÓLAFUR ÞÓR ÓLAFSSON,
lést fimmtudaginn 26. október.
Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstu-
daginn 3. nóvember kl. 13.30.
Sigrún Gyða Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Th. Ólafsson,
Elín Vigdís Ólafsdóttir,
Hrund Ólafsdóttir,
Bragi Ólafsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Sigrún Sól Ólafsdóttir, Pálmi J. Sigurhjartarson,
Guðrún Sigurðardóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ANDRÉS ÁSMUNDSSON
læknir,
Sjafnargötu 14,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn
30. október.
Þorbjörg Pálsdóttir,
Stefán Andrésson, Þórunn Andrésdóttir,
Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Þóra Andrésdóttir, Gunnar H. Roach,
Andrés Narfi Andrésson, Ása Sjöfn Lórensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HJALTI AUÐUNSSON,
Öldugötu 15,
Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur laugardaginn 28. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólöf Erla Þórarinsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra,
GUNVOR LANGVAD,
15.05.30 — 27.10.06
- hvetjandi, hlý, gefandi -
Jarðarförin fer fram frá Lyngbykirkju laugardaginn 4. nóvember
kl. 12.00.
Søren,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSTA JÓHANNA KRISTINSDÓTTIR
frá Löndum,
Dverghamri 11,
Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 29. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00.
Garðar Sigurjónsson,
Þórir Garðarsson, Þórunn Einarsdóttir,
Kristín Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir okkar,
SIGRÍÐUR GIZURARDÓTTIR
lífeindafræðingur,
Kvisthaga 29,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn
29. október.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Lúðvík Gizurarson,
Bergsteinn Gizurarson,
Sigurður Gizurarson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ THEÓDÓRSDÓTTIR BJARNAR
húsmóðir,
lést á lungnadeild Landspítala Fossvogi mánu-
daginn 30. október.
Útförin auglýst síðar.
Vilborg Sigríður Árnadóttir,
Kristín Árnadóttir, Ásgeir Þór Ólafsson,
Björn Th. Árnason, Sigurlín Einarsdóttir Scheving,
Einar Sveinn Árnason, Margrét Þorvarðardóttir,
Árni Árnason,
Vilhjálmur Jens Árnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku amma. Nú
ertu farin frá okkur en
samt ertu farin á miklu betri stað. Þó
að það sé virkilega sárt að vita að þú
sért ekki lengur hér, þá líður mér
samt svo mikið betur að vita að þú
finnur ekki lengur fyrir sársaukan-
um sem þú ert búin að vera með und-
anfarna mánuði, og nú sért þú hjá
afa og Betta frænda og ég tala nú
ekki um Passó, Tönju og Pollý.
Kannski leynist kisan mín, hann
Baldur, þarna uppi líka. Þú hélst svo
upp á hann. Ég man eftir því þegar
við fjölskyldan bjuggum í Fjallalind-
inni, og þú varst hjá okkur um jólin.
Þú spurðir alltaf hvar Baldur væri.
Þá var gerð leit að honum um húsið,
en hann fannst ekki. En síðan hopp-
aði hann bara inn um stofugluggann
og lagðist í fangið á þér. Þú varst svo
mikill dýravinur. Ég man eftir Passó
og Tönju. Þau fóru alltaf með ykkur
afa upp í sumarbústað. Alltaf í skott-
inu á bláa Subaruinum, og þau voru
líka þar þegar við Berglind frænka
fengum að vera í skottinu á leiðinni
upp í sumarbústað. Þá var þröngt á
þingi, en alltaf svo gaman og spenn-
andi. Ég man eftir því þegar að við
vorum að fara upp í bústað. Pabbi
skutlaði mér inn á Bugðulæk til þín,
og síðan biðum við alltaf eftir að
Berglind frænka kæmi. Síðan komu
Berglind og afi loksins og þá lögðum
við af stað austur í bústaðinn ykkar.
Við Berglind iðuðum alltaf í sætun-
um vegna þess að við vildum fara í
skottið. Og þar sem við vorum litlu
prakkararnir ykkar afa, fengum við
alltaf að stökkva aftur í um leið og
við keyrðum fram hjá Rauðavatni,
við litla hrifningu foreldra okkar.
Síðan sátum við þar og hlógum og
hlógum og afi fylgdist með okkur í
baksýnisspeglinum.
Ég get með sanni sagt að bestu
bernskuminningar mínar séu um
ykkur afa. Ég á svo margar góðar
minningar, en ef ég myndi skrifa
þær allar hérna niður þá tækju þær
margar blaðsíður. Sú helsta er samt
frá því að þú varst að reyna að greiða
hárið á mér hér um árið. Ég hef verið
um sjö ára gömul. Ég var svo hársár,
og þú varst að reyna að ná spennunni
úr hárinu á mér. Þú náðir henni ekki
Úlfhildur Þorsteinsdóttir
✝ Úlfhildur Þor-steinsdóttir
fæddist á Úlfs-
stöðum í Loðmund-
arfirði 25. nóv-
ember 1919. Hún
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli við Kleppsveg
7. október síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Laugarneskirkju
20. október.
úr mér strax, og varst
farin að kalla hana
,,aulaspennuna“. Síðar
hélst þetta viðurnefni
við spennuna.
Minningarnar um
þig, elsku amma, eru
mér svo ofboðslega
kærar. Þegar ég
kvaddi þig síðastliðinn
laugardag sagði Árni
bróðir: ,,Nú eru amma
og afi að dansa!“
Ég sé afa fyrir mér
bíða eftir þér í nýpúss-
uðum spariskónum, ið-
andi af spenningi. Níu ára bið eftir
að fá að halda þér aftur í örmum sín-
um er nú lokið. Tilhugsunin um að þú
sért með afa núna róar sorgina í
hjarta mínu mikið.
Elsku amma mín, ég ætla að
kveðja þig núna, með bros á vör en
söknuð í hjarta.
Ég bið að heilsa afa og Betta
frænda. Ef þú rekst á Baldur, þá
máttu gefa honum eina stroku frá
mér.
Hittumst síðar í betri heimi, elsku
amma mín.
Þín
Viktoría.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar