Morgunblaðið - 01.11.2006, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Kalvin & Hobbes
ÉG ER EINVALDUR HÉR
OG STJÓRNA ALLRI
RÍKISSTJÓRNINNI
ÉG LEYFI ENGIN
MÓTMÆLI!
ÉG EINN RÆÐ HINU GÓÐA!
ÉG EINN RÆÐ...
HÁTTATÍMI,
KALVIN!
HVAÐ MEÐ
AÐ KJÓSA
UM ÞETTA?
Kalvin & Hobbes
EF ÞÚ GÆTIR ÓSKAÐ ÞÉR
HVERS SEM ER, HVERS
MUNDIR ÞÚ ÓSKA ÞÉR?
ÉG MUNDI VILJA FÁ
STÓRT, SÓLRÍKT ENGI
EITTHVAÐ ASNALEGT ENGI!!
ÞÚ HEFUR ÞAÐ NÚ ÞEGAR!
HVAÐ MEÐ PENINGA?
HVAÐ MEÐ VÖLD? ÞÚ GÆTIR
FENGIÐ HVAÐ SEM ER!!
ÞAÐ ER ERFITT AÐ RÍFAST
VIÐ EINHVERN SEM ER
SVONA ÁNÆGÐUR
Kalvin & Hobbes
HÉRNA
FISKAR! ÞEIR HLJÓTA AÐKUNNA ÞENNAN
Risaeðlugrín
© DARGAUD
ÉG FLUTTI AÐALEGA ÚT AF NÁGRÖNNUNUM. ÞAÐ VAR
HRÆÐILEGT AÐ BÚA VIÐ ALLAN ÞENNAN HÁVAÐA
ÞAÐ VAR EINS GOTT. ÞESSI HELLIR LOSNAÐI Í
FYRRADAG OG ÉG GAT FLUTT INN STRAX
GJÖRIÐI
SVO VEL
OOOO EN
FALLEGT! MIKIÐPLÁSS!
ÞÆGILEGT!
OG
HLJÓÐBÆRT
FYRVERANDI LEIGJANDINN
KVARTAÐI UNDAN RAKA.
SJÁIÐ! ÞAÐ ER BARA EINN
VEGGUR SEM ER RAKUR
KOMUM
NÆR
HÉR ER
HANN
ÉG ÁKVAÐ AÐ INNRÉTTA
ÞENNAN HLUTA HELLISINS SEM
BAÐHERBERGI. ÉG ÞARF AÐ
REISA 3 VEGGI KRINGUM ÞAÐ
OG ÞÁ ER KOMIN...
ÞÁ ER
KOMIN...
STURTA!
JÁÁÁ! EKKI
VITLAUST
GÓÐ
HUGMYND!
HENTUGT!
MIG LANGAR NÆSTUM AÐ PRÓFA HANA
MIG
LÍKA
MIG
LÍKA
EKKERT MÁL!
LÁTIÐ YKKUR
LÍÐA EINS OG
HEIM HJÁ YKKUR
ÉG ER ÁNÆGÐUR
AÐ SJÁ HVAÐ ÞIÐ
ERUÐ UPPTEKNIR
AF HREINLÆTI
ROSALEGA
ER ÞETTA
GOTT!
Næstkomandi laugardag, 4.nóvember, efna meist-aranemar í alþjóðasam-skiptum við Háskóla Ís-
lands og Alþjóðamálastofnun Háskól-
ans til ráðstefnu um öryggismál
Íslands. Ráðstefnan er haldin í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafnsins undir yf-
irskriftinni Tímamót: valkostir ís-
lands í öryggis- og varnarmálum.
Pia Hansson nemi er einn af skipu-
leggjendum ráðstefnunnar: „Með
brottför varnarliðsins og nýjum varn-
arsamningi milli Íslands og Banda-
ríkjanna er óhætt að segja að Ísland
standi á tímamótum í öryggismálum.
Með málþinginu viljum við fara yfir
stöðu mála í dag og skoða betur nýtil-
kominn varnarsamning,“ útskýrir
Pia. „Þetta eru spennandi tímar og
við höfum fengið fræðimenn til að
ræða þá kosti sem eru í stöðunni;
hvort Ísland eigi að leita annarra
leiða í varnarmálum eða hvort örygg-
ismál landsins séu nú þegar góð.“
Aðstandendur ráðstefnunnar hafa
fengið til liðs við sig góða gesti: „Við
státum af einvalaliði fyrirlesara og
eigum von á fróðlegum og skemmti-
legum umræðum. Við vorum svo
heppin að fá Alyson Bailes, yfirmann
SIPRI-friðarrannsóknastofnunar-
innar í Stokkhólmi, til að taka þátt í
ráðstefnunni. Hún er mikill sérfræð-
ingur í varnar- og öryggismálum og
Evrópufræðum, með áralangan og
farsælan feril að baki við utanríkis-
þjónustu Bretlands og er fyrrverandi
sendiherra,“ segir Pia. „Einnig tekur
Michael T. Corgan, prófessor í
stjórnmálafræði við Bostonháskóla
og gestakennari við HÍ, þátt í ráð-
stefnunni. Hann mun veita sýn
bandarísks fræðimanns, en Michael
hefur rannsakað ítarlega tengsl Ís-
lands og Bandaríkjanna og skrifað
bækur og greinar um þau mál. Ragn-
heiður Elín Árnadóttir, aðstoð-
armaður forsætisráðherra og fulltrúi
hans í samninganefnd Íslands og
Bandaríkjanna um varnarmál, mun
flytja erindi og einnig Þórunn Svein-
bjarnardóttir, alþingismaður og
fulltrúi Samfylkingarinnar í
utanríkismálanefnd Alþingis. Þórunn
er með gráðu í alþjóðasamskiptum
frá John Hopkins-háskóla og hefur
verið gagnrýnin á varnarstefnu
stjórnvalda.“
Að loknum fyrirlestrum verða pall-
borðsumræður með þátttöku fyr-
irlesara auk Silju Báru Ómarsdóttur,
forstöðumanns Alþjóðamálastofn-
unar. Ráðstefnustjóri er Þóra Arn-
órsdóttir fréttamaður.
Ráðstefnan fer öll fram á ensku.
Dagskráin hefst kl. 13 og lýkur um-
ræðum um kl. 15.30. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Í lok ráðstefnunnar verður boðið til
fagnaðar í tilefni af stofnun nýs fé-
lags meistaranema í alþjóðasam-
skiptum. „Félagið hefur fengið nafnið
Alþjóðasamfélagið og er ætlað að
verða vettvangur fyrir fyrirlestra og
umræður um áhugaverð mál á sviði
alþjóðasamskipta,“ segir Pia en
formlegur stofnfundur verður á
fimmtudag.
Nánari upplýsingar má finna á
www.hi.is/page/ams.
Alþjóðamál | Ráðstefna um stöðu og
möguleika Íslands í öryggis- og varnarmálum
Eru varnir
Íslands tryggar?
Pia Hansson
fæddist í Lysekil
1964. Hún lauk
stúdentsprófi frá
MR 1985, BA-
prófi í fjölmiðlun
frá University of
Minnesota 1988
og stundaði nám
í sjónvarps-
dagskrárgerð við City University í
New York. Hún leggur nú stund á
meistaranám í alþjóðasamskiptum
við Háskóla Íslands. Pia starfaði
sem dagskrárgerðarmaður og upp-
tökustjóri hjá Stöð 2 og við sjón-
varpsdagskrárgerð í Danmörku.
Hún var upplýsingafulltrúi sendi-
ráðs Bandaríkjanna á Íslandi frá
2000–2006. Pia er gift Þór Ingólfs-
syni, grafískum hönnuði, og eiga
þau þrjú börn.
Clint Eastwood segir að ParisHilton sé „fræg fyrir ekki
neitt“. Clint hefur verið kvikmynda-
leikari í rúma fjóra áratugi og segir
að ólíkt því sem nú gerist hafi ein-
ungis raunverulegt hæfileikafólk
getað orðið frægt þegar hann hafi
verið að hefja ferilinn.
„Þegar ég var
ungur voru ein-
ungis fáeinar
kvikmynda-
stjörnur frægar.
Núna verða allir
stjörnur þannig
að það þarf að
búa til ofurstjörn-
ur. Erfingjar
verða stjörnur, eins og Paris Hil-
ton.“ Clint sagði sínar hetjur hafa
verið Eisenhower og Gary Cooper.
Fólk folk@mbl.is