Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 7

Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 7 FRÉTTIR fremur hefðu orðið skemmdir á varnargarðinum. Þá hefði sjór far- ið inn í sláturhúsið. Lítið tjón hefði orðið á húsinu, en mikil vinna hefði verið að þrífa þara og leir sem bor- ist hefði inn í húsið. Ekki er slátrað í húsinu en unnið er við kjötvinnslu. Sú vinna hélt áfram án truflunar í gær. Gunnólfur sagði að björg- unarsveitarmenn hefðu verið kall- aðir út á sunnudag þegar plötur höfðu losnað á fjárréttarhúsi. MILLJÓNATJÓN varð á hafn- armannvirkjum í Búðardal í óveðr- inu sem gekk yfir landið á sunnu- dag. Þá gekk sjór inn í sláturhúsið en lítið tjón varð á húsinu sjálfu. Nýbúið er að leggja malbik og hellur á hafnarbakkann í Búðardal. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri í Dalabyggð, sagði í samtali við Morgunblaðið að miklar skemmdir hefðu orðið á þessari klæðningu. Hún hefði sópast á haf út að hluta til og hellur hefðu gengið til. Enn- Við höfnina stendur gamla kaup- félagshúsið, en unnið er að því að breyta því í Leifssafn. Gunnólfur sagði að ekkert tjón hefði orðið á þessu húsi. Mannvirkin sem skemmdust við höfnina eru í eigu Dalabyggðar. Fulltrúar frá Siglingamálastofnun munu koma að því að meta tjónið á mannvirkjunum. Gunnólfur sagði að veðrið á sunnudaginn væri með verri veðr- um sem komið hefðu í Búðardal. Milljónatjón varð á hafnar- mannvirkjum í Búðardal Morgunblaðið/Björn Anton Einarsson Malbikið af Nýbúið var að leggja malbik og hellur á hafnarbakkann. Þetta stórskemmdist allt í óveðrinu á sunnudaginn. Tjónið skiptir milljónum. KARLMAÐUR á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur, svipt- ingarakstur, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Var hann einnig sviptur ökurétti í fimm ár. Í dómsniðurstöðu segir, að mað- urinn eigi sakaferil að baki frá árinu 1997 og með brotum þeim, sem hann var sakfellur fyrir í gær, hafi hann rofið skilorð reynslulausnar. Ekki komi til álita að skilyrða refsinguna. Málið dæmdi Finnbogi H. Alexand- ersson héraðsdómari, verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi Ásgeir Eiríksson. Fékk 15 mánuði KARLMAÐUR var handtekinn í fyrrinótt af lögreglunni í Reykja- vík og færður í fangageymslur eft- ir tilraun til innbrots í KB banka í Borgartúni. Málið uppgötvaðist um klukkan tvö þá um nóttina þegar vaktmaður í eftirlitsferð í bankanum varð var við óboðinn gest sem hafði brotið rúðu á fjórðu hæð bankans. Þangað hafði við- komandi komist um nýbyggingu sem stendur við bankann. Þegar innbrotsþjófurinn varð þess áskynja að upp um hann var að komast greip hann til þess ráðs að flýja af vettvangi. Það var hins vegar athugull lögreglumaður sem fann hann fljótlega við leit þar sem maðurinn hafði reynt að fela sig milli steinullarplatna í kjallara ný- byggingarinnar. Farið var með manninn á lögreglustöð þar sem hans biðu yfirheyrslur. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Tekinn við innbrot HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir lík- amsárás gegn fyrrverandi eiginkonu sinni í fyrrasumar og fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn í íbúð hennar síð- astliðið haust. Dómurinn taldi mann- inn ekki eiga sér neinar málsbætur og til refsiþyngingar horfði að lík- amsárásin var framin inni á heimili hennar að barni þeirra ásjáandi. Fram kom í málinu að maðurinn stæði í forræðisdeilu við konuna en að mati dómsins réttlætti það engan veginn háttsemi hans. Málið dæmdi Sandra Baldvins- dóttir héraðsdómari. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi Katrín Hilmarsdóttir fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Barði fyrr- verandi eiginkonu ♦♦♦ ♦♦♦ E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 3 4 6 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 2.590.000 kr. Saab 9-3 Linear 1.8 i, beinskiptur Saab Ertu ekki örugglega í þotuliðinu? Framleiðendur hinna virtu Saab bifreiða eiga að baki áratugalanga sögu sem flugvélaframleiðendur. Saab 9-3 hefur fengið fjölda verðlauna fyrir frábæra aksturseiginleika og öryggi. Sannkölluð evrópsk gæði, skemmtileg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður er það sem gerir Saab 9-3 að afburða bíl. Nú bjóðum við þér eina af þotunum í Saab bílaflotanum, 9-3 Linear, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu, finndu muninn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.