Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
FULLTRÚAR stjórnarandstöðunn-
ar gagnrýndu ríkisstjórnina á Alþingi
í gær fyrir að taka of lítið skref í þá átt
að leiðrétta skerðingu á vaxtabótum
vegna hækkandi fasteignamats þegar
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
mælti fyrir frumvarpi til breytinga á
lögum um tekjuskatt vegna hækkun-
ar á lágmarki eignaviðmiðunar að frá-
dregnum skuldum til skerðingar á
vaxtabótum.
Árni sagði frumvarpið í samræmi
við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar til
að greiða fyrir samkomulagi ASÍ og
SA um áframhaldandi gildi kjara-
samninga. Árni sagði að þegar
ákvarðanir um vaxtabætur vegna
vaxtagjalda síðasta árs lágu fyrir í
ágúst sl. hefði komið í ljós talsverð
skerðing á heildarfjárhæð vaxtabóta
frá því sem reiknað hafði verið með
skv. forsendum fjárlaga fyrir yfir-
standandi ár.
Með frumvarpinu væri eingöngu
verið að bregðast við fasteignamats-
þættinum en matið hefði hækkað frá
5–35% eftir því hvar á landinu væri
um að ræða. Í frumvarpinu er valin sú
leið að leggja til hækkun eignavið-
miða á grundvelli meðaltalshækkana,
enda ekki annað talið framkvæman-
legt. Því er lagt til að lágmark eigna-
viðmiðunar að frádregnum skuldum
til skerðingar á vaxtabótum verði
hækkað afturvirkt um 25% sem talin
er kosta ríkissjóð um 200 milljónir
króna umfram það sem gert var ráð
fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir
endurgreiðslur upp á 5,3 milljarða í
stað 5,1 milljarðs.
Hjón með 8 milljóna kr. árstekjur
og 20 milljóna kr. skuld vegna íbúða-
kaupa og 11 milljóna kr. eignastofn og
1 milljón í vaxtagreiðslur fengju því
94 þúsund í vaxtabætur í stað einskis
við síðustu álagningu í ágúst sl.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, gagnrýndi að út-
reikningar ríkisstjórnar hefðu ekki
verið í samráði við ASÍ. Rétt tala ætti
að vera 700 milljónir króna í stað 500
sem samtala fyrirhugaðrar leiðrétt-
ingar og 300 milljóna kr. áætlun fjár-
laga. Lýsti Steingrímur J. Sigfússon
einnig vanþóknun sinni á hve stutt
skref væri um að ræða.
Fjármálaráðherra boðar 200 milljóna kr. hækkun vaxtabóta vegna fasteignamats
Of lítil leiðrétting að mati
stjórnarandstöðunnar
Morgunblaðið/RAX
Vaxtabætur Þingmenn í þungum þönkum á Alþingi. Stjórnarandstaðan
gagnrýndi í gær fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar varðandi vaxtabætur.
GEIR H. Haarde
forsætisráð-
herra sagðist á
Alþingi í gær
meta Seðlabank-
ann mikils þótt
ekki væru menn
alltaf sammála
því sem bankinn
léti frá sér fara
er hann svaraði
fyrirspurn Stein-
gríms J. Sigfússonar um hvort
ráðherrann hefði sömu áhyggjur
af lánshæfismati þjóðarbúsins og
Seðlabankinn. Spurði Steingrímur
einnig hvort til greina kæmi að
endurskoða áform ríkisstjórnar í
skattamálum og stöðva undirbún-
ing frekari stóriðjuframkvæmda.
Í svari sínu sagði forsætisráð-
herra að markmið Seðlabankans
fælust í að sjá til þess að verð-
bólguspár bankans rættust.
„Þenslan er á mikilli niðurleið,“
sagði hann. Sagðist hann halda að
allar efnahagsspár, líka spár
Seðlabankans, sýndu fram á það
að spennan í efnahagslífinu væri
mjög á undanhaldi. „Við höfum
tímasett skattalækkanir með þeim
hætti að þær koma til fram-
kvæmda þegar dregið hefur úr
spennunni.“
Segir þensluna
fara minnkandi
Geir H.
Haarde
MAGNÚS Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, lýsti
eftir stefnu ríkisstjórnarinnar varð-
andi frjálst flæði vinnuafls frá Búlg-
aríu og Rúmeníu sem ganga í ESB
um næstu áramót. Sagði hann þetta
fjölmenn ríki með 30 milljónir íbúa.
Beindi hann þeirri fyrirspurn til
Magnúsar Stefánssonar félagsmála-
ráðherra hvort vænta mætti frum-
varps til breytinga á lögum um
frjálsan atvinnu- og búseturétt
launafólks innan EES og lögum um
atvinnuréttindi útlendinga. Spurðist
hann einnig fyrir um hvað liði fram-
kvæmdaáætlun varðandi málefni
innflytjenda sem kynna hefði átt fyr-
ir 1. október sl. Einnig hefði starfs-
hópur átt að fara yfir þessi málefni
þar sem fulltrúar stjórnvalda og
samtaka aðila vinnumarkaðarins
ættu að eiga sæti. „Þessi starfshópur
átti að skila af sér
1. nóvember sl. en
ég hef ekki séð að
af því hafi orðið,“
sagði Magnús
Þór
Í svari félags-
málaráðherra
kom fram að ekki
væri búið að
ákveða hvernig
yrði tekið á mál-
um varðandi Búlgaríu og Rúmeníu.
Um stefnumótun í málefnum inn-
flytjenda minnti ráðherra á, að inn-
flytjendaráð hefði verið skipað fyrr á
árinu og unnið hefði verið að stefnu-
mótun. „Ég vænti þess að við sjáum
afrakstur þeirrar vinnu fljótlega,“
sagði hann. Varðandi nefnd að störf-
um í félagsmálaráðuneytinu sem
fjallar um lagaumhverfi útlendinga,
sagði Magnús að mikil vinna hefði
verið innt af hendi. „Ég vænti þess
einnig að niðurstaða þeirrar vinnu
liggi fyrir fljótlega. Ég mun m.a.
eiga fund síðar í dag með fulltrúum
ASÍ í því máli.“
Magnús Þór taldi svar ráðherrans
lélegt og taldi ljóst að ríkisstjórnin
hefði enn ekki ákveðið hvað gera
ætti þegar Rúmenía og Búlgaría
yrðu aðilar að ESB. „Það eru ekki
margir dagar eftir af störfum þings-
ins og við hér á Alþingi þurfum að fá
þetta mál til meðferðar. Á þá virki-
lega að fara sömu leið og í vor þegar
lögin um frjálst flæði voru keyrð í
gegnum þingið á örfáum dögum, af-
greidd út úr félagsmálanefnd, nán-
ast með valdi og allir þingmenn
greiddu því atkvæði nema þrír þing-
menn Frjálslynda flokksins?“ sagði
Magnús Þór Hafsteinsson.
Lýsir eftir stefnu í
útlendingamálunum
Tveir starfshópar að störfum segir félagsmálaráðherra
Magnús Þór
Hafsteinsson
ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, beindi þeirri fyr-
irspurn til Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra í gær, hvort hann
teldi það vera hlutverk rík-
isstjórnar að meina fulltrúum op-
inberra stofnana að veita þing-
mönnum og Alþingi upplýsingar
um stöðu stofnananna sem þeir
væru í forsvari fyrir.
Forsaga fyrirspurnarinnar var
sú að Ásta sagðist hafa verið að
kynna sér hvaða afleiðingar hálfs
milljarðs króna skuldahali og fyr-
irsjáanlegur 1 milljarðs kr. halli
hefði á rekstur Landspítalans á
næstunni. Sagðist Ásta hafa fengið
þær upplýsingar að segja ætti upp
a.m.k. 300 manns á næstunni og
skerða almenna spítalaþjónustu.
„Skert þjónusta og uppsagnir
vofa yfir 300 manns,“ sagði Ásta.
„En hvers vegna er Alþingi og
þingmenn ekki upplýst um þetta al-
varlega ástand? Jú, ástæðan er sú
að ríkisstjórnin hefur sent út fyr-
irmæli með ríkisstjórnarsamþykkt
frá 6. október til ráðuneyta um að
stofnanir leiti ekki beint til Alþing-
is með mál sem þetta.“ Taldi Ásta
þetta vera til marks um „ótrúlega
framkomu við Alþingi“.
Margra ára vinnuregla
Geir sagðist telja að ef hann
skildi þingmanninn rétt væri verið
að kvarta yfir vinnureglu sem tíðk-
ast hefði í mörg ár varðandi vinnu
fjárlaganefndar að einstökum þátt-
um í fjárlagafrumvarpinu. „Þar
hefur reglan verið sú að ráðu-
neytin svara fyrir sínar stofnanir
gagnvart nefndinni en ekki stofn-
anirnar sjálfar,“ sagði Geir. „Fag-
ráðuneytin bera ábyrgð á fjár-
málum sinna stofnana gagnvart
þinginu og síðan bera þau sína
ábyrgð gagnvart þessum stofn-
unum.“
Minnti Geir þá á að eitt sitt síð-
asta verk sem fjármálaráðherra
hefði verið að beita sér fyrir mjög
stórfelldri aukafjárveitingu til LSH
„og þá þótti mönnum góðar horfur
á því að spítalinn kæmist í jafn-
vægi,“ sagði hann.
Segir uppsagnir vofa
yfir 300 manns á LSH
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„STÓRSLYS,“ segir Magnús Þór
Hafsteinsson, varaformaður og
þingflokksformaður Frjálslynda
flokksins, á heimasíðu sinni um
frjálst flæði vinnuafls hingað til
lands frá átta nýjum aðildarlöndum
Evrópusambandsins (ESB), sem
samþykkt var með lögum frá Al-
þingi 1. maí sl. með breytingu á lög-
um um frjálsan atvinnu- og búsetu-
rétt launafólks innan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES) og lögum
um atvinnuréttindi útlendinga. Með
lagabreytingunni voru felldar niður
aðgangstakmarkanir að íslenskum
vinnumarkaði fyrir einstaklinga sem
koma frá löndunum átta, þ.e. frá
Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Pól-
landi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi
og Ungverjalandi. Breytingin leiddi
til þess að fólk frá þessum löndum
þarf ekki lengur atvinnuleyfi til þess
að starfa á íslenskum vinnumarkaði
og launamanni sem er ríkisborgari
einhvers ríkjanna átta er heimilt að
koma hingað til lands í atvinnuleit
og nýtur sama forgangs til starfa
hér á landi og Íslendingar, sem og
fólk frá öðrum aðildarlöndum EES.
Enn fremur á hann sama rétt til að-
stoðar vinnumiðlunar og innlendir
ríkisborgarar sem eru í atvinnuleit.
Hins vegar ber fyrirtækjum sem
ráða til sín einstaklinga frá þessum
löndum að tilkynna ráðninguna til
Vinnumálastofnunar.
Gagnrýndi Frjálslyndi flokkurinn
hversu seint frumvarp um frjálst
flæði þessara átta ESB-landa kom
fram á Alþingi og greiddu allir þing-
menn flokksins atkvæði gegn frum-
varpinu sl. vor.
Helsta áhyggjuefni þeirra sem
gagnrýnt hafa lagabreytinguna er
m.a. það að íslenskt samfélag sé
ekki nægilega vel undirbúið til að
taka við svo miklum fjölda útlend-
inga. Hvað með íslenskukennslu
handa þessu fólki? Hvað með heil-
brigðiskerfið? Hvaða kostnað áætl-
uðu stjórnvöld að lagabreytingin
myndi hafa í för með sér? Reyndar
ekki krónu.
„Verði frumvarpið óbreytt að lög-
um verður ekki séð að það hafi í för
með sér aukin útgjöld fyrir ríkis-
sjóð,“ segir í greinargerð með frum-
varpinu sl. vor. Nú hefur hins vegar
komið á daginn, líkt og væntanlega
var fyrirséð, að álag á Vinnumála-
stofnun hefur stóraukist og mikil
þörf er á innspýtingu í íslensku-
kennslu þessa nýja starfsfólks og
fjölskyldna þess.
Jafn réttur allra frá ESB
Með lagabreytingunni í vor eru
nú lögð að jöfnu réttindi fólks frá
öllum aðildarríkjum ESB, en settur
hafði verið fyrirvari á nýju löndin
átta, sem gengu í sambandið 1. maí
árið 2004. Samhliða stækkun ESB
tók gildi stækkun EES sbr. aðild-
arsamning EES. Í samningaviðræð-
um um aðild ríkjanna átta að ESB
var gert ráð fyrir að sömu reglur
kæmu til með að gilda á öllu svæð-
inu. Í mörgum tilfellum þótti engu
síður nauðsynlegt að semja um sér-
staka aðlögun á löggjöf ESB gagn-
vart nýju aðildarríkjunum á tiltekn-
um sviðum. Meðal þess sem gerður
var fyrirvari um var gildistaka
ákvæða reglugerðar um frelsi laun-
þega til flutninga innan EES. Samn-
ingarnir um inngöngu ríkjanna átta
í ESB gerðu því ekki ráð fyrir að
þau ákvæði tækju gildi að því er
varðar frjálsa för ríkisborgara þess-
ara landa sem launamanna innan
svæðisins fyrr en í fyrsta lagi 1. maí
2006. Enn fremur var aðildarríkjum
Flæðið meira en reiknað var með
Lagabreyting sem átti ekkert að kosta kallar á fjármagn til íslenskukennslu þúsunda útlendinga
Í HNOTSKURN
»Á tímabilinu 1. maí–1. nóv-ember sl. bárust Vinnu-
málastofnun 3.327 skráningar
starfsmanna frá nýju aðild-
arríkjunum átta í ESB, þar af
2.447 nýskráningar.
»Á síðasta ári komu 2.765launamenn frá nýju aðild-
arríkjunum.
»Árið 2004 voru þeir 626.