Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 11
ESB heimilt að fresta gildistöku
ákvæðanna í allt að fimm ár til við-
bótar, eða til 1. maí 2011. Alþingi
samþykkti að beita aðlögunartak-
mörkunum gagnvart ríkisborgurum
þessara ríkja að því er íslenskan
vinnumarkað varðaði, en sl. vor voru
fyrirvararnir felldir úr gildi með
breytingu á lögum um frjálsan at-
vinnu- og búseturétt launafólks inn-
an Evrópska efnahagssvæðisins og
lögum um atvinnuréttindi útlend-
inga.
Skammur fyrirvari
Frumvarpið var lagt fram á Al-
þingi til meðferðar 10. apríl sl., tæp-
um mánuði áður en lögin áttu að
taka gildi. Í greinargerð með frum-
varpinu segir m.a. að nokkur þensla
hafi ríkt á íslenskum vinnumarkaði
á síðustu misserum. Dregið hafi
verulega úr atvinnuleysi og sam-
hliða hafi umsóknum um atvinnu- og
dvalarleyfi fjölgað. Segir að stefna
stjórnvalda við útgáfu dvalar- og at-
vinnuleyfa hafi verið sú að veita rík-
isborgurum nýju aðildarríkjanna að
samningnum um EES forgang um-
fram ríkisborgara frá ríkjum utan
svæðisins. Atvinnurekendur hafi því
verið hvattir til að leita eftir vinnu-
afli á sameiginlegum innri markaði.
Svo segir: „Svo virðist sem nokkur
hreyfanleiki sé meðal ríkisborgara
hinna nýju ríkja, enda atvinnuleysi
þar nokkurt.“
Þá er tekið fram að hlutfall út-
lendinga á innlendum vinnumarkaði
hefur aukist stórlega á síðustu árum
og er nú orðið um 7%, sem er það
hæsta á Norðurlöndum.
Í lögunum eru ákvæði um að at-
vinnurekendur þurfi að tilkynna um
það til Vinnumálastofnunar þegar
þeir ráða ríkisborgara ríkjanna átta
til starfa. Gildir þetta einnig þegar
útlendingur skiptir um starf hér á
landi, en þá tilkynnir nýi atvinnu-
rekandinn um ráðninguna til Vinnu-
málastofnunar. Tilgangur þessarar
tilkynningarskyldu atvinnurekanda,
samkvæmt greinargerð frumvarps-
ins, er m.a. að gera stjórnvöldum
kleift að fylgjast með framvindu
mála og hafa yfirsýn yfir aðstæður á
innlendum vinnumarkaði.
Mikil fjölgun frá 1. maí
Á tímabilinu 1. maí–1. nóvember
sl. bárust Vinnumálastofnun 3.327
skráningar starfsmanna frá nýju að-
ildarríkjunum átta, þar af 2.447 ný-
skráningar. Hefur þeim fjölgað jafnt
og þétt undanfarna mánuði. Á síð-
asta ári komu 2.765 launamenn frá
nýju aðildarríkjunum, eða rétt tæp
70% allra sem fengu hér atvinnu-
leyfi. Til samanburðar voru gefin út
1.375 atvinnuleyfi á árinu 2004 en
þar af komu 626 launamenn frá nýju
aðildarríkjunum, eða rúm 45%.
Vinnumálastofnun telur að vel yf-
ir 2.000 manns, sem þegar hafa
fengið kennitölur hjá Þjóðskrá, eigi
eftir að skila sér til skráningar.
Fólk frá aðildarlöndum EES má
dvelja og starfa hér á landi án sér-
staks leyfis í allt að þrjá mánuði frá
komu til landsins eða allt að sex
mánuði ef hann er í atvinnuleit. Ef
viðkomandi dvelst lengur í landinu
þá skal hann hafa dvalarleyfi.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að frá því í
september í fyrra og þar til lögin
tóku gildi 1. maí sl., hafi fáum um-
sóknum um atvinnuleyfi frá nýju að-
ildarríkjunum verið hafnað. „Ég
held að þetta flæði sé meira en
menn höfðu reiknað með og þá um
leið eftirspurnin því þetta fólk
kemst að ég tel undantekningar-
laust í vinnu,“ segir Gissur um áhrif
lagabreytingarinnar. „Það er auðvit-
að það sem skiptir höfuðmáli, að
hingað sé ekki að flæða fólk sem er
atvinnulaust.“
En Gissur segir að lagabreytingin
hafi ýmis áhrif sem bregðast verði
við. „Í kjölfarið koma ýmsar kröfur
sem þetta fólk gerir til samfélagsins
og við þurfum að svara. Númer eitt
er vinnan og númer tvö er að kenna
fólki tungumálið.“
Hann segir nauðsynlegt að fjár-
magn verði nú sett í íslensku-
kennslu.
Gissur segir nokkurn misbrest á
skráningu fólks frá nýju aðildar-
löndunum hjá Vinnumálastofnun.
Við því hefur stofnunin nú brugðist
m.a. með því að senda út bréf til 300
fyrirtækja þar sem þau eru beðin að
skrá starfsmenn sína. Stofnunin hef-
ur heimildir til að beita dagsektum
skrái fyrirtæki ekki starfsmenn.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Samfélagið Er íslenskt samfélag undir það búið að veita þeim mikla fjölda
útlendinga sem hingað koma til starfa þá þjónustu sem þeir eiga rétt á?
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 11
FRÉTTIR
SPENNUÞRUNGIÐ andrúmsloft
ríkti á Hótel Selfossi í gærkvöldi þeg-
ar talið var í prófkjöri Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi. Björgvin G.
Sigurðsson alþingismaður hélt 1. sæti
listans allt frá fyrstu tölum. Lúðvík
Bergvinsson alþingismaður var í 2.
sæti. Tveir nýir frambjóðendur, þau
Róbert Marshall og Ragnheiður Her-
geirsdóttir, tryggðu sér 3. og 4. sæti á
listanum. Jón Gunnarsson alþingis-
maður varð í 5. sæti en færist niður
vegna kynjakvóta. Í staðinn færist
Guðrún Erlingsdóttir, sem fékk 6.
sæti, upp um eitt sæti.
Fyrstu tölur voru birtar þegar búið
var að telja 1.500 atkvæði. Þær gáfu
strax til kynna að niðurstaða próf-
kjörsins gæti sætt nokkrum tíðind-
um. Björgvin var þá með flest at-
kvæði í 1. sæti og hélt þeirri forystu
alla talninguna, Ragnheiður með flest
atkvæði í 1.–2. sæti, Lúðvík í 1.–3.
sæti, Róbert í 1.–4. sæti og Jón í 1.–5.
sæti. Þegar leið á talninguna skaust
Róbert upp í þriðja sætið og sat þar
sem fastast. Þau Lúðvík og Ragnheið-
ur skiptust hins vegar á 2. og 4. sæti
og oft með litlum mun.
Alls kusu 5.149 í prófkjörinu sem
haldið var síðastliðinn laugardag.
Kosið var á 20 kjörstöðum sem voru
opnir frá kl. 9–18. Prófkjörið var opið
öllum kosningabærum íbúum kjör-
dæmisins. Kjörsókn þótti framar von-
um í ljósi leiðinlegs veðurs. Ætlunin
hafði verið að telja upp úr kjörköss-
unum á Hótel Selfossi á sunnudaginn
var. Veðurofsinn olli því að ófært var
á sjó og í lofti frá Vestmannaeyjum og
komust kjörgögnin því ekki til Selfoss
svo talning gæti hafist á tilsettum
tíma. Talningu var því frestað þar til
kl. 14 í gær.
Kristinn M. Bárðarson, formaður
kjördæmaráðs, sagði að síðasta flug
hefði farið frá Eyjum kl. 17.30 á laug-
ardag en kjörkassarnir ekki verið til-
búnir til flutnings fyrr en kl. 20. Ferð-
ir Herjólfs og flug féll svo niður á
sunnudag. „Fyrir fjórum árum voru
kassar úr Vestmannaeyjum líka veð-
urtepptir, en þá ætluðum við að telja
strax um kvöldið. Þá skall á vont veð-
ur og kassarnir komu með Herjólfi
morguninn eftir. Að fenginni þeirri
reynslu töldum við snjallt að telja nú á
sunnudeginum,“ sagði Kristinn.
Í síðasta prófkjöri Samfylkingar-
innar vegna alþingiskosninga tóku
þátt 2.400 flokksfélagar. Margrét Frí-
mannsdóttir var þá í 1. sæti, Lúðvík
Bergvinsson í 2. sæti, Björgvin G.
Sigurðsson í 3. sæti og Jón Gunnars-
son í 4. sæti.
Spennandi talning á Selfossi
Björgvin G. Sigurðsson hlaut 1. sæti, Lúðvík Bergvinsson lenti í 2. sæti, Róbert Marshall í 3. sæti,
Ragnheiður Hergeirsdóttir í 4. sæti. Jón Gunnarsson í 5. sæti og Guðrún Erlingsdóttir í 6. sæti.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ánægð Ragnheiður Hergeirsdóttir, Róbert Marshall og Björgvin G. Sig-
urðsson fagna með formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, í gærkvöldi.
Í HNOTSKURN
» Fjórir Samfylking-arþingmenn úr Suður-
kjördæmi sitja nú á Alþingi.
Þeir eru: Björgvin G. Sigurðs-
son, Jón Gunnarsson, Lúðvík
Bergvinsson og Margrét S.
Frímannsdóttir.
Margrét S. Frímannsdóttir,
sem leiddi listann í síðustu
kosningum, hefur tilkynnt að
hún hyggist láta af þing-
mennsku.
» Fimm efstu sætin í próf-kjörinu eru bindandi að
teknu tilliti til jafnréttisreglu
Samfylkingarinnar um að
hvort kyn skuli hafa að lág-
marki 40% fulltrúa. Guðrún
Erlingsdóttir færist því upp í
5. sæti á listanu en Jón Gunn-
arsson færist niður í 6. sæti.
' (
6
'
7! * 8
7 8 &
9 : *
8
!
"
+(
+(02/
+(3,(
+(/,-
+(3-(
+(4,0
+(3.(
,(+05
+(3/(
+(4,2
;(
,(42-
,(1+1
,(4+/
,(.0,
+(4,2
+(1,4
+(-14
+(-,4
„Niðurstaðan er
vonbrigði,“ sagði
Lúðvík Berg-
vinsson alþing-
ismaður. Hann
lenti í 2. sæti í
prófkjörinu en
hafði gefið kost á
sér í 1. sæti.
„Niðurstaðan er
önnur en ég
stefndi að en hún
er komin og ég tek henni. Ég vil
óska Björgvini til hamingju með
sigurinn.“
Lúðvík kvaðst vera ánægður með
að yfir fimm þúsund kjósendur í
Suðurkjördæmi skyldu hafa tekið
þátt í prófkjörinu.
Lúðvík
Bergvinsson
Niðurstaðan
er vonbrigði
BJÖRGVIN G. Sigurðsson sigraði örugglega í í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. „Ég fékk ótvíræða
kosningu og afgerandi í fyrsta sætið og í rauninni langt
framar vonum því ég taldi að baráttan yrði jöfn enda
keppinautar mínu miklir stjórnmálamenn. Þetta var
enginn leikur og ég er ákaflega stoltur yfir árangrinum
og þakklátur.“
Björgvin segir að niðurstaðan sé dómur fólksins í fjöl-
mennu prófkjöri „og vonandi get ég þakkað verkum
mínum í þinginu að einhverju leyti því menn uppskera
eins og þeir sá. Í stóru prófkjöri á enginn möguleika
nema hann hafi unnið fyrir því“.
Að sögn Björgvins er listinn skipaður mjög ólíku fólki og því spanni hann
mikla breidd. Búsetan hafi ekki ráðið vali kjósenda heldur hafi fólkið valið
þann lista sem því hafi þótt sigurstranglegastur og útkoman sé mjög sterk-
ur listi sem hann sé mjög stoltur af. „Listinn er þess bær að halda þeim ár-
angri sem við náðum síðast, að vera stærsti flokkurinn í kjördæminu og
vera með fjóra alþingismenn. Það er markmiðið.“
Sigurstranglegasti listinn
Björgvin G.
Sigurðsson
RAGNHEIÐUR Hergeirsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir
mikla baráttu við Lúðvík Bergvinsson um annað sætið.
„Ég sóttist eftir öðru til þriðja sæti og það eru auðvitað
vonbrigði að ná því ekki en hins vegar er ég afar ánægð
með þessa kosningu og mjög þakklát fyrir stuðninginn.
Það munar aðeins 25 atkvæðum á okkur Lúðvík í annað
sætið og ég lendi í því fjórða sem er baráttusætið okk-
ar.“
Tveir nýliðar eru í fjórum efstu sætunum, Róbert
Marshall og Ragnheiður Hergeirsdóttir. „Mér líst vel á
listann, þetta er öflugt fólk,“ segir Ragnheiður og telur
að það eigi eftir að vinna vel saman.
Mikil spenna ríkti meðan á talningunni stóð og skiptust Ragnheiður og
Lúðvík á að vera í öðru og fjórða sæti. Ragnheiður fékk bestu kosningu
kvenna og bendir á að aðeins hafi verið fimm konur á 17 manna framboðs-
lista. Engin kona hafi sóst eftir fyrsta sætinu og hún hafi verið í baráttu við
þrjá sitjandi þingmenn. Það hefði verið ákjósanlegt að komast hærra, „en
ég held að það sé flott að vera með konu í baráttusæti“, segir hún.
Kona sterk í baráttusætinu
Ragnheiður
Hergeirsdóttir
„Mér líður afskaplega vel. Ég komst í eitt af þremur
fyrstu sætunum og það var það sem ég stefndi að,“ sagði
Róbert Marshall spurður um líðanina eftir að hafa feng-
ið 3. sæti í prófkjörinu. „Mér finnst móttökurnar sem ég
fæ vera afskaplega hlýjar. Ég gekk á milli fólks í kjör-
dæminu og spurði hvort mætti bjóða því nýjan þing-
mann. Svarið er mjög afgerandi já. Ég fékk mjög jafna
og góða kosningu og sýnist tæp 60% hafa viljað hafa mig
þarna í forystunni. Ég er mjög þakklátur því fólki sem
sýndi mér þetta traust,“ sagði Róbert.
Róbert kvaðst hafa lagt áherslu á náttúruvernd, jafn-
réttismál og borgaraleg réttindi í prófkjörsbaráttu sinni
og vilja vinna að þeim málefnum. Hann sagðist hafa fundið að í kjördæm-
inu væru bæjarfélög sem eru afskipt þegar kemur að ríkisvaldinu. „Það
setur sinn svip á pólitíkina. Það sem gerist nú er að hópurinn sem skipar
listann mun koma sér saman um sín áherslumál.“
Fékk hlýjar móttökur
Róbert Marshall
lenti í 3. sæti