Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 22
|þriðjudagur|7. 11. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Rífa á gamla barnaskóla-
húsið á Hólmavík.
sem var byggt árið
1913. » 23
bæjarlífið
Allt að 77% verðmunur var
á smurþjónustu við stóra
jeppa í verðkönnun verðlags-
eftirlits ASÍ. » 24
verðkönnun
Það er margt sem leynist í
kompum manna og koma
má í verð á www.safn-
arbudin.is. » 25
neytendur
Undirbúningur fyrir útilegur og
notkun áttavita eru meðal þess
sem Elísabet og Haraldur Jóns-
börn læra í skátunum. » 24
tómstundir
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Hefurðu einhvern tímann fengið dónalegantölvupóst? Getur verið að þú hafir sent slík-an sjálf/ur? Margrét Reynisdóttir leiðbein-andi á námskeiðinu Bætt tölvupóstsamskipti
– meiri árangur segir að þótt nánast allir sendi tölvu-
pósta hafi fæstir lært hvernig eigi að standa að þeim.
„Rannsóknir hafa sýnt að með því að tileinka sér réttar
aðferðir við tölvupóstsamskipti getur t.a.m. 20 manna
fyrirtæki sparað að lágmarki 5 milljónir árlega. Þá er
ekki tekið tillit til bættrar ímyndar og betri þjónustu við
viðskiptavini og samstarfsmenn,“ segir Margrét sem er
með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun.
„Flestir ef ekki allir hafa sannreynt að tölvupóstur er í
sífellt meira mæli notaður í stað hefðbundinna sam-
skipta, eins og að hringja, skrifa bréf eða að hittast. Fólk,
fyrirtæki og stofnanir þurfa því að vera meðvituð um að í
tölvupósti fer ímyndarsköpun líka fram. Það er mik-
ilvægt að vanda þar til verka því jafnvel þótt pósturinn sé
oft óformleg samskiptaleið þá endurspeglar hann send-
andann í huga viðtakandans. Tölvupósturinn er í vaxandi
mæli að verða andlit fyrirtækja út á við.“
Stundum tímasóun
Það er enginn vafi á því að tölvupósturinn er kominn til
að vera en rannsóknir sýna samt að tæplega 60% telja
tölvupóst of mikið notaðan í stað þess að ræða málin aug-
liti til auglitis eða símleiðis. Þá hafa um 30% pósts ekkert
gildi fyrir viðtakandann og eru hrein tímasóun.
„Fólk þarf að meta hvenær rétt er að nota tölvupóst-
Mistök
algeng í
tölvupóst-
samskiptum
inn og hvenær betra er að nota aðrar samskiptaleiðir.
Það gildir samt þar eins og í öðrum samskiptum að
kurteisi og vingjarnleiki margborga sig. Fólk getur
spurt sjálft sig hvernig það myndi bregðast við ef
manneskja gengi að því án þess að heilsa eða kynna
sig og notaði síðan boðhátt eins og „gerðu“ og „farðu“
og færi síðan aftur án þess að kveðja en þetta gera
margir í tölvupósti. Þeir sem þetta gera hafa venju-
lega ekki áttað sig á því og myndu aldrei nokkurn tím-
ann koma svona fram þegar þeir hafa samband sím-
leiðis eða augliti til auglitis. Tölvupóstur er
þýðingarmikið samskiptatæki og það skiptir máli
hvernig fólk kemur fyrir, annars getur sambandið
orðið fyrir skaða. Þetta skiptir máli, því í nútíma-
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tölvupóstaímyndir Margrét Reynisdóttir kennir Íslendingum að skrifa betri tölvubréf og
pósta enda hafa þau áhrif á ímynd fólks og fyrirtækja.
samfélögum fara samskipti að miklu leyti fram í tölv-
um, sérstaklega í viðskiptum,“ segir tölvupósts-
leiðbeinandinn. „Það gilda að flestu leyti sömu reglur
um rafbréf og hefðbundin bréf varðandi ávörp og
kveðjur. Efni bréfsins þarf auk þess að vera markvisst
til þess að eyða sem minnstu af tíma viðtakandans og
fyrirsögnin á að vera lýsandi fyrir umfjöllunina. Það
er líka mikilvægt að viðtakandi lesi bréfið, það sýnir
t.d. litla virðingu að hálflesa bréf og senda póst til
baka með spurningu um eitthvað sem var í fyrra bréfi.
Þá er mikilvægt að vanda málfar og lesa alltaf bréfið
yfir áður en ýtt er á sendingarhnappinn. Þú breytir
ekki eftir á og veist aldrei hvar eða hjá hverjum
pósturinn gæti endað.“
Námskeiðið
Bætt tölvu-
samskipti –
meiri árangur
er haldið á veg-
um Þekking-
armiðlunar.
Breska fyrirtækið Gymkidshefur sett á markað nýtttæki sem hvetur börn tilað stunda æfingar með-
an þau leika tölvuleiki, að því er
fram kemur á fréttavef breska
ríkisútvarpsins, BBC.
Tækið, stigvél sem nefnist
Step2Play, er tengt við stjórnborð
leikjatölvunnar. Börnin geta ekki
leikið tölvuleikina nema þau noti
stigvélina og stígi á þeim hraða
sem tækið er stillt á. Þar sem tæk-
ið stjórnar aðeins stjórnborðinu,
ekki leikjunum, er hægt að nota
það með öllum Playstation-
leikjum.
„Áfellisdómur“
BBC hafði eftir Ian Campbell,
talsmanni Weight Concern, sam-
taka sem berjast gegn offitu í
Bretlandi, að tækið væri „gagn-
legt“ vegna þess að börn hreyfðu
sig ekki eins mikið og þau þyrftu.
„Allt sem hvetur þau til að stunda
líkamsæfingar er af hinu góða.
Það er samt sorglegt að við skul-
um þurfa að múta börnunum til að
hreyfa sig. Það er hræðilegur
áfellisdómur yfir samfélagi okk-
ar.“
„Ég tel þetta ekki slæma upp-
finningu en hún er þó ekki til
fyrirmyndar. Það væri miklu
betra að hvetja börnin almennt til
að hreyfa sig reglulega, jafnt í
skólanum sem heima hjá sér. Og
það gæti verið ráðlegt fyrir for-
eldra að takmarka aðgang barna
sinna að tölvunni.“
Colin Waine, formaður National
Obesity Forum, annarra samtaka
sem berjast gegn offitu í Bret-
landi, kvaðst vera hlynntur tækinu
og sagði það geta stuðlað að því
að börn fitnuðu ekki þegar þau
kæmust á unglingsárin. „Íþróttir
höfða ekki til allra og við þurfum
að hugsa út fyrir leikvöllinn. Tæk-
ið er nýstárleg leið til að fá börnin
til að hreyfa sig meira. Ég tel ekki
að þetta séu mútur, heldur aðeins
hvatning.“
Fær börn til að hreyfa sig við tölvuna
Step2Play Stigvél sem tengd er við stjórnborð leikjatölvu.
Vondur og
góður póstur
Hér eru tvö dæmi um tölvupósta sem
fjalla um sama efnið en eru settir
fram með mismunandi hætti. Hvorn
myndir þú heldur vilja fá?
Tölvupóstur þar sem sendand-inn hefur ekki vandað sig:Gögnin eru komin ætlar þú
að koma í dag að sækja þau ??kv. Jón
Póstur sem inniheldur sömu skila-
boðin en er afar kurteislegur, með
ávarpsorðum og kveðju og meðfylgj-
andi upplýsingum um það hvar hægt
er að ná í sendandann.
Sæll Guðmundur.
Þakka þér fyrir að svara strax
tölvupóstinum sem ég sendi í gær.
Skýrslan sem þú óskaðir eftir er
tilbúin. Þú getur sótt hana þegar þér
hentar í afgreiðslu hjá okkur.
Bestu kveðjur,
___________________________
Jón Jónsson viðskiptastjóri
Fyrirtækið ehf
Götu 66, 110 Reykajvík
Símar: 555 5555 & 888 8888
Bréfasími: 555 5556
Ungbörn geta tileinkað sér þekk-
ingu úr myndabókum. Í bandarískri
rannsókn sem fjallað er um á norska
vísindavefnum www.forskning.no
kom í ljós að börn á aldrinum 18–30
mánaða gátu lært úr myndabókum
að búa til einfalda hringlu. Börn-
unum voru sýndar myndir af sam-
setningu hringlunnar og eftir að
hafa skoðað myndirnar gátu þau náð
betri árangri en samanburðarhóp-
urinn við að setja hringluna saman.
Rannsóknin sýndi að börnin lærðu
meira af ljósmyndum en blýants-
teikningum í lit.
Morgunblaðið/Ásdís
Smábörn læra
af myndabókum