Morgunblaðið - 07.11.2006, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TRÚARBRAGÐAFRÆÐSLA
OG TRÚARINNRÆTING
Fátt er mikilvægara í sam-félagi sem einkennist æmeir af menningarlegri
fjölbreytni en fólk geti fengið
haldgóða fræðslu um mismunandi
menningu og trúarbrögð til að
auka gagnkvæman skilning og
eyða fáfræði og fordómum. Þetta
var markmið aðalnámskrár
grunnskóla, sem gefin var út fyrir
sjö árum. Þar er ætlazt til að börn
í grunnskólum landsins fái
kennslu í kristinfræði, siðfræði og
trúarbragðafræði. Í þeirri náms-
grein á í ljósi breyttra tíma að
leggja áherzlu á fræðslu um önnur
trúarbrögð en kristindóminn, sem
mikill meirihluti landsmanna að-
hyllist. Í fréttaskýringu Ragnhild-
ar Sverrisdóttur blaðamanns í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
kemur skýrt fram að þessum
markmiðum hefur ekki verið náð.
Fyrsti til fjórði bekkur grunn-
skóla fær ekki námsefni, sem hæf-
ir námskránni, fyrr en næsta vor,
átta árum eftir að hún tók gildi.
Efri bekkirnir eru þó betur settir.
Þá sýnir könnun Höllu Jónsdótt-
ur, aðjunkts í uppeldissögu og sið-
fræði við Kennaraháskóla Íslands,
að skólar landsins séu almennt illa
í stakk búnir til að sinna trúar-
bragðafræðslunni. Erfitt er að fá
kennara til að kenna fagið. Það er
ekki hluti af kjarna náms í Kenn-
araháskólanum, og heldur ekki
kennt í framhaldsskólum, sem
þýðir að kennaranemar koma til
náms með litla reynslu í að ræða
trúar- og siðfræðileg álitaefni.
Endurmenntun fyrir kennara í
faginu er af skornum skammti.
Flestir skólar kenna um trúar-
brögð og siðfræði aðeins einn tíma
í viku og sú kennsla víkur oft fyrir
öðru skólastarfi. Um þetta segir
Halla Jónsdóttir: „Við höfum sofið
á verðinum og erum ekki viðbúin
mikilli fjölgun innflytjenda, þótt
við hefðum átt að geta lært af
reynslu nágrannaþjóða okkar.
Líklega hefur enginn gert sér
grein fyrir hversu hratt samfélag-
ið breyttist.“ Það er sízt of sterkt
að orði kveðið. Hið opinbera
skóla- og fræðslukerfi í landinu
virðist einfaldlega hafa brugðizt í
þessu efni. Það verður að bæta úr
þessu eins og fleiru, sem snýr að
menntamálum í breyttu, fjölmenn-
ingarlegu samfélagi. Á meðan
kennarar hafa hvorki námsefni né
þjálfun til að kenna um mismun-
andi trúarbrögð, er ekki að furða
að þeir halli sér að því, sem þeir
þekkja bezt, þ.e. að uppfræða
börn um kristindóminn. Það er
ekki heppilegt að trúarbragða-
fræðsla gangi eingöngu út á ein
trúarbrögð og því síður á hún að
vera einhvers konar trúboð eða
innræting. Hins vegar skal hér
ítrekuð sú skoðun Morgunblaðs-
ins, að það sé ekki heppilegt að
kristin börn læri bara um krist-
indóminn, múslímar um íslam
o.s.frv. Allir þurfa að kynnast
bæði eigin trúarbrögðum og ann-
arra til að öðlast nauðsynlegan
skilning og samanburð. Þekking á
kristindóminum er algerlega
nauðsynleg fyrir þá, sem aðhyllast
önnur trúarbrögð en hyggjast búa
í íslenzku samfélagi, einfaldlega
vegna þess hvað kristindómurinn
er ríkur þáttur í sögu Íslands, sið-
um þjóðarinnar og menningu. Og
sömuleiðis þurfa kristnir Íslend-
ingar að kynna sér trúarbrögð
þeirra, sem hingað flytjast, til að
skilja siði þeirra, menningu og
þarfir. Í tengslum við umræður
um trúarbragðafræðslu í skólum
hefur verið amazt við sálgæzlu-
verkefni kirkjunnar, svokallaðri
Vinaleið, í skólum. Það er mik-
ilvægt að rugla ekki saman trú-
boði kirkjunnar og þjónustu henn-
ar. Þjóðkirkjan sinnir, vegna sögu
sinnar og hlutverks, þjónustu við
samfélagið allt, burtséð frá trúar-
brögðum. Sem betur fer er kirkj-
an enn virkur þátttakandi í sam-
félaginu. Og ekki verður séð að
verið sé að þvinga þjónustu kirkj-
unnar við sálgæzlu upp á neinn.
Geta ekki önnur trúfélög boðið
sambærilega þjónustu ef þau
vilja? Það væri öfugsnúið og mis-
lukkað að ýta góðu starfi út úr
skólunum í nafni umburðarlyndis
og trúfrelsis. Á undanförnum ár-
um hefur skólinn tekið í vaxandi
mæli við uppeldishlutverki af for-
eldrum. Þeir foreldrar, sem telja
mikilvægt að innræta börnum sín-
um trú og kenna þeim siði og
hefðir trúarinnar, geta hins vegar
ekki treyst á skólann í því efni.
Kannski var það einhvern tímann
hægt að einhverju leyti, en það á
augljóslega ekki við í dag, meðal
annars vegna þess, sem að framan
segir. Hlutverk skólans er að
fræða, ekki boða og innræta.
Kannski líta þó einhverjir foreldr-
ar svo á og kannski er það ástæð-
an fyrir því, sem sr. Úlfar Guð-
mundsson sóknarprestur skrifar í
grein, sem birtist í sama tölublaði
Morgunblaðsins og fréttaskýring-
in um trúarbragðafræðsluna. Þar
segir hann: „… breyting hefur
orðið á trúaruppeldi heimilanna á
undanförnum áratugum. Mörg
börn eru óvön allri tilbeiðslu og
við prestarnir rekumst á börn sem
kunna enga bæn. Þetta er að vísu
mjög misjafnt en þarna hefur orð-
ið breyting.“ Í þessu efni kunna
margir foreldrar að hafa sofið á
verðinum. Trúarbrögðin veita
kjölfestu og siðferðisleg viðmið í
heimi, þar sem ungu fólki er oft
hætt við að lenda á glapstigum
glæpa, eiturlyfja og rótleysis. Það
stendur að sjálfsögðu foreldrum
barna næst að veita þeim aðgang
að þessari kjölfestu. Fólk eignast
ekki trúarvissu í skólanum, það
eignast hana heima hjá sér.
Ég sé mig knúna til aðstinga niður penna umþað mál sem brennurhvað heitast á almenningi
nú um stundir: mál-
efni innflytjenda. Sú
þróun sem er nú á ís-
lenskum vinnumark-
aði er íslenskum laun-
þegum erfið. Inn í
landið flæðir afar
ódýrt vinnuafl frá fá-
tækum ríkjum Aust-
ur-Evrópu sem verður
til þess að rýra launa-
kjör íslensks launa-
fólks. Innflytjendur
vinna láglaunastörf
þar sem boðið er upp á
kjör sem Íslendingar
sætta sig ekki við en aðkomufólkið
tekur fegins hendi vegna neyðar og
skorts í eigin heimalandi.
Dæmin sanna að atvinnurek-
endur segja nú upp íslenskum
starfsmönnum til þess að ráða ódýr-
ara vinnuafl. Eða er einhver önnur
skýring á fréttum af hópuppsögnum
hjá byggingaverktökum á sama
tíma og þörfin er brýn fyrir aukið
vinnuafl?
Íslensk fyrirtæki gætu ekki sagt
íslenskum starfsmönnum sínum
upp störfum til þess eins að ráða
ódýrt, erlent vinnuafl ef Alþingi Ís-
lendinga hefði frestað frjálsri för
launafólks til lands-
ins eins og Frjáls-
lyndi flokkurinn lagði
eindregið til að yrði
gert. Frá og með 1.
maí síðastliðnum
hafa ríkisborgarar
allra ríkja Evrópu-
sambandsins getað
unnið á Íslandi án
þess að þurfa að
sækja um sérstakt
atvinnuleyfi. Alþingi
hafði heimild til
fresta gildistöku laga
um frjálst flæði
launafólks allt til ársins 2011 og
þann frest áttum við hiklaust að
nýta til þess að búa okkur vel undir
gerbreyttar aðstæður á vinnu-
markaði. En Samtök atvinnulífsins
réðu för með stuðningi allra stjórn-
málaflokka nema Frjálslyndra og
málið var kýlt í gegnum þingið á
vikutíma sl. vor.
Kerfið er sprungið
Samkvæmt upplýsingum
Vinnumálastofnun hafa rífl
erlendir starfsmenn komið
ins það sem af er þessu ári.
segir Vinnumálastofnun að
2.000 erlendir starfsmenn s
starfa á íslenskum vinnuma
hafi ekki verið tilkynntir til
málastofnunar eins og lög k
um. Það er því ekki vitað á
launakjörum þessir 2.000 e
starfsmenn vinna og hvort
greitt samkvæmt kjarasam
eður ei.
Staðreyndin er sú að ísle
samfélag er á engan hátt un
búið að taka við þessum grí
fjölda erlends vinnuafls. Þa
um vinnumarkaðinn, skólak
lagslega kerfið og heilbrigð
Málefni innflytjenda
Eftir Margréti K.
Sverrisdóttur » Staðreyndin erað íslenskt sam
félag er á engan h
undir það búið að
við þessu gríðarle
mikla erlenda vinn
Margrét Sverrisdóttir
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
UNDANFARNAR vikur hefur um-
ræðan um þingkosningarnar í
Bandaríkjunum sem fram fara í dag
verið nokkurn veginn á einn veg;
áherslan hefur verið á mikið forskot
demókrata í könnunum og hvort
þeim takist að ná meirihluta í að
minnsta kosti annarri deild þings-
ins. En enginn skyldi vanmeta kosn-
ingavél repúblikana sem hefur enn
einu sinni sýnt að hún er einhver öfl-
ugasta smölunarmaskína í heimi
þegar hún fer að mala fyrir alvöru.
Þannig var forskot demókrata á
meðal líklegra kjósenda yfir 10%
fyrir aðeins viku og hafði þá haldist
svo um nokkra hríð. Nú benda flest-
ar kannanir til að þetta forskot hafi
minnkað verulega og að bjartsýni
repúblikana hafi aukist á lokasprett-
inum, eftir svartsýni um mikla fylgi-
ssveiflu til vinstri.
Könnun dagblaðsins USA Today
og Gallup, sem framkvæmd var um
helgina bendir til að demókratar
hafi 51% stuðning líklegra kjósenda
á móti 44% hjá repúblikönum. Hafði
munurinn minnkað um heil sex pró-
sentustig á hálfum mánuði og sex-
tán prósent á einum mánuði.
Ný könnun PEW-stofnunarinnar
bendir einnig til hægrisveiflu en í
henni mælast demókratar með fjög-
urra prósentustiga forskot.
Á hinn bóginn bendir USA Today
á að stemningin á meðal kjósenda sé
ekki ósvipuð því sem hún var fyrir
tólf árum, þegar repúblikanar kom-
ust til valda í báðum deildum þings-
ins, á miðju fyrra kjörtímabili Bills
Clintons forseta, og hnekktu þannig
áratuga meirihluta demókrata í full-
trúadeildinni.
Sjötíu prósent óánægð
Segir blaðið að þá hafi 51% kosið
fulltrúa repúblikana en 44% fulltrúa
demókrata, hlutfall sem hafi eins og
fyrr segir snúist við ef marka megi
kannanir. Meiri athygli vekur þó sú
niðurstaða blaðsins að þá hafi 52
prósent kjósenda fylgst með kosn-
ingunum af „töluverðri athygli“,
sem hafi verið mesti áhuginn frá
árinu 1958, miðað við 50% kjósenda
nú. Jafnframt hafi óánægja með
störf þingsins mælst 66% árið 1994
en 70% nú.
„Í ljósi sögunnar bendir sjö pró-
sentustiga forskot á meðal líklegra
kjósenda til að demókratar muni
hljóta nægjanlega mörg atkvæði til
að vinna meirihluta sæta í fulltrúa-
deildinni,“ sagði Frank Newport, yf-
irmaður hjá Gallup, í viðtali við USA
Today.
Það sem hins vegar flækir stöð-
una er sú staðreynd að á undanförn-
um árum hefur landamörkum kjör-
dæma verið breytt á þann veg að
þau komi sitjandi þingmönnum til
góða. Þessi aðferð, sem á ensku
nefnist „gerrymandering“, hefur
styrkt þingmenn repúblikana í sessi
og gert andstæðingum þeirra erfitt
um vik. Forskot demókrata á lands-
vísu í könnunum þarf því ekki að
skila sér í einstökum ríkjum.
Gerir grín Kerrys útslagið?
Áður en litið er á þau ríki þar sem
meirihluti repúblikana er í hættu er
vert líta á ástæður þess að taflið
kunni að vera snúast þeim í hag, en
ýmislegt hefur fallið þeim í vil á síð-
ustu dögum.
Þegar John Kerry, öldungadeild-
arþingmaður og forsetaframbjóð-
andi demókrata árið 2004, sagði
misheppnaðan brandara um afleið-
ingar þess að vera ekki iðinn við
námið og eiga þannig á hættu að
„festast í Írak“ gerði hann sér lík-
lega ekki grein fyrir því að hann
hefði fært andstæðingum sínum
dýrmætt vopn í hendur.
Frank Rich, dálkahöfund
York Times, gerði þetta að
efni á sunnudag þegar hann
ummæli Kerrys hefðu vald
neikvæðar fréttir frá Írak h
ið fyrir hneykslan í garð Ke
Nýleg PEW-könnun ren
um undir þessa athugun en
kemur fram 84% aðspur
heyrt brandarann fræga og
óháðra kjósenda myndu h
alvarlega um hvort þau
kjósa demókrata hans vegn
skiptir máli en líkt og Wa
Journal bendir á gæti útkom
á óflokksbundnum kjósendu
Þá var kveðinn upp dau
yfir Saddam Hussein, fyr
forseta Íraks, á sunnudag
George W. Bush reynt hv
getur að færa sér úrskurð
nú þegar kannanir bend
meirihluti kjósenda telji þ
verið mistök að ráðast inn í
Veikleiki verður styrku
Mismæli Kerrys hafa hi
ef til vill gert Bush kleift
veikleika vegna Íraksstríðs
styrk, í anda frægrar kosnin
Hægrisveifla á lok
Forsetaljómi Repúblikani
stuðningsmanna á kosning
Vonir repúblikana glæðast
Næstmesti áhugi á þingkosningum
síðan 1958 Vinsældir demókrata
hjá evangelistum aukast verulega
Í HNOTSKURN
» Kannanir benda til aðÍraksstríðið sé efst í huga
kjósenda sem séu óánægðir
með gang mála í Írak.
» Demókratinn Nancy Pe-losi á möguleika á að
verða leiðtogi neðri deild-
arinnar fyrst kvenna.
» Búist er við um 40% kjör-sókn en jafnan er minni
áhugi fyrir þingkosningum
en forsetakosningum.