Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 29
ÞAÐ er athyglisvert hvernig ein-
stakir alþingismenn og embætt-
ismenn geta staðið í vegi fyrir að
mikið hagsmunamál fyrir almenning
fái brautargengi.
Þetta á m.a. við um
margfluttar tillögur til
þingsályktunar um að
koma á skipulegri leit
að krabbameini í ristli.
Mikið hefur verið
skrifað af fagaðilum og
áhugamönnum til
stuðnings málinu og
hillti undir lausn fyrir
ári þegar þingsálykt-
unartillaga var lögð
fram af þingmönnum
úr öllum þingflokkum.
Fyrsti flutnings-
maður, Drífa Hjart-
ardóttir, hefur fylgt
þessu máli eftir síðan
upphafsmaður málsins
á Alþingi, Árni Ragnar
Árnason, lést úr sjúk-
dómnum fyrir tveimur
árum.
Meðal flutnings-
manna á síðasta þingi
var Siv Friðleifsdóttir
sem síðan var skipuð
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra í mars sl. Mátti þá ætla að
málið fengi brautargengi eftir
margra ára þóf. Sú von brást og
verður að ætla að ráðherra gefi
skýringar á sinnaskiptum sínum.
Árlega greinast um 115 Íslend-
ingar að meðaltali með krabbamein í
ristli og endaþarmi og árlega deyja
um 50–55 af völdum þeirra. Þetta er
önnur algengasta dánarorsök af
völdum krabbameina á Íslandi. Sam-
kvæmt rannsóknum helst nýgengi
nokkuð stöðugt hjá körlum, eykst
hjá konum en tilfellum fjölgar vegna
hækkandi aldurssamsetningar. Tal-
ið er að í þremur af hverjum fjórum
tilvikum megi ná góðum bata með
markvissri meðferð ef sjúkdómurinn
er greindur á forstigum.
Þetta er orðin 20 ára saga. Árin
1985–1987 var gerð tilraun á vegum
Krabbameinsfélagsins, undir umsjá
Ásgeirs Theódórs læknis til að
kanna notagildi hópleitar að krabba-
meini í ristli og endaþarmi með
skimun á blóði í hægð-
um.
Mikið vatn er runnið
til sjávar síðan og rann-
sóknum og aðferðum
við skimun fleygt fram.
Fyrir 5 árum gerði
nefnd á vegum land-
læknis klínískar leið-
beiningar um skimun
fyrir krabbameinum í
ristli og endaþarmi. Um
þessar leiðbeiningar
varð almenn fagleg
samstaða en nokkrir
aðilar halda því fram að
jafn vel rökstudd for-
varnaraðgerð falli undir
það sem nefnt er „sjúk-
dómsvæðing“. Getur
verið að það minni-
hlutasjónarmið eigi að
ráða úrslitum í þessu
máli?
Sú spurning vaknar
líka hvort leiðbeiningar
landlæknis séu ekki til
ógagns fyrir ábyrga
lækna þar sem ráðuneytið hafnar að
skimun fyrir krabbameini í ristli og
endaþarmi sé forgangsmál í heil-
brigðisþjónustunni.
Ég vænti þess að þeir alþing-
ismenn sem fylgja því að fjármunum
sé varið til að skipuleg leit að
krabbameini í ristli hefjist taki á sig
rögg, flytji um það tillögu og fylgi
henni fast eftir. Það verður fylgst
grannt með því á kosningavetri
hvaða flokkar og þingmenn sýna það
í verki að jafn brýn forvarnaraðgerð
verði boðin tilteknum aldurshópum.
Leit að krabba-
meini í ristli
– Hvað tefur?
Almar Grímsson skrifar um
forvarnir með skipulegri leit að
krabbameini í ristli
Almar Grímsson
»Krabbameiní ristli og
endaþarmi er
önnur algeng-
asta dánarorsök
af völdum
krabbameina á
Íslandi.
Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði og á sæti í heiðursráði Krabba-
meinsfélags Íslands.