Morgunblaðið - 07.11.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 45
dægradvöl
1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 Bf5 4. O-O
e6 5. d4 h6 6. c4 c6 7. b3 Be7 8. Bb2
O-O 9. Rbd2 a5 10. a3 Db6 11. Re5
Hd8 12. c5 Da6 13. He1 Rbd7 14.
Rxd7 Rxd7 15. Bf1 Da7 16. b4 Bf6 17.
f4 b6 18. Dc1 Hdb8 19. Bc3 bxc5 20.
bxc5
Staðan kom upp í fyrri hluta Flug-
félagsdeildar Íslandsmóts skákfélaga
sem fór fram fyrir skömmu í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð. Alþjóðlegi
meistarinn Bragi Þorfinnsson (2387)
hafði svart gegn Jóhanni Erni Sigur-
jónssyni (2208). 20... Rxc5! 21. e3
svartur hefði einnig staðið til vinnings
eftir 21. dxc5 Dxc5+. 21... Ra4 22.
Rf3 Hb3 23. Bd2 c5 24. Re5 cxd4 og
hvítur gafst upp enda staðan að hruni
komin.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Margt í boði.
Norður
♠KG109
♥ÁD742
♦83
♣65
Vestur Austur
♠Á2 ♠53
♥1053 ♥KG98
♦ÁD102 ♦G954
♣G872 ♣D109
Suður
♠D8764
♥6
♦K76
♣ÁK43
Suður spilar 4♠ og vestur hefur
vörnina með spaðaás og meiri spaða.
Tvær trompanir í borði skila sagn-
hafa aðeins níu slögum, sem þýðir að
hann verður að næla sér í tíunda
slaginn á rautt spil. Einn möguleiki
er að spila strax tígli á kóng, en svína
í hjarta ef tígullinn bregst. Betri
áætlun er þó að reyna að trompa út
hjartakónginn í samspili við innkast á
vestur. Þá er hjartaás tekinn og
hjarta trompað. Síðan er laufi spilað
þrisvar með trompun og hjarta
stungið. Ekki kemur kóngurinn, en
þegar vestur fylgir lit í fjórða laufið
er málið leyst – sagnhafi hendir tígli
úr borði og vestur verður að gefa
slag. Hefði austur átt fjórða laufið,
myndi sagnhafi trompa í borði, spila
hjarta og henda tígli heima. Þá er
vestur endaspilaður ef hann á hjarta-
kónginn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 hörfar, 4 bolur,
7 hlaupi, 8 stormurinn, 9
útlim, 11 boli, 13 ástund-
unarsama,14 erfiður við-
fangs, 15 brjóst, 17 ljós-
ker, 20 mann, 22 stífla, 23
snákur, 24 trjágróður, 25
haldast.
Lóðrétt | 1 skækjan, 2
ræðustóls, 3 sleit, 4 brott,
5 fúskið, 6 aflaga, 10
ógöngur, 12 auð, 13
vond, 15 kæna, 16 nið-
urgangurinn, 18 mergð,
19 grassvarðarlengja, 20
karlfugl, 21 taugaáfall.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 vindhöggs, 8 unnar, 9 umber, 10 kál, 11 dorga,
13 leiða, 15 skerf, 18 gráða, 21 jór, 22 logna, 23 óviti,
24 villingur.
Lóðrétt: 2 iðnar, 3 dýrka, 4 ötull, 5 gubbi, 6 sund, 7 hráa,
12 gær, 14 eir, 15 sult, 16 eigri, 17 fjall, 18 gróin,
19 álitu, 20 akir.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1Hrafn Jökulsson efndi til skák-maraþons um helgina. Hvað heit-
ir skákfélagið sem Hrafn teflir fyrir?
2Hart var barist í prófkjöri Samfylk-ingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Sigurvegarinn bar sigurorð af tveimur
þingkonum. Hvað heitir hann?
3Verið er að gera heimildamynd umRolling Stones. Einn virtasti kvik-
myndaleikstjóri heims vinnur að
myndinni. Hver er hann?
4Einn frægasti millivegalenda-hlaupari allra tíma er nú formað-
ur framkvæmdanefndar Ólympíu-
leikanna í London 2012. Hvað heitir
hann?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Ein af bókum William Styron, sem lést í
síðustu viku, var Sophiés Choice, sem var
kvikmynduð. Hver fór með aðalhlutverkið?
Svar: Meryl Streep. 2. Samningur hefur ver-
ið gerður um að kanna möguleika á menn-
ingar- og náttúrusetri á Álftanesi. Hver er
bæjarstjóri þar? Svar: Sigurður Magnús-
son. 3. Sr. Sigurður Árni Þórðarson er helsti
forsprakki kyrrðardaga í í Neskirkju. Hann
er einnig djassleikari. Á hvaða hljóðfæri
leikur hann? Svar: Saxófón. 4. Magga
Stína hefur gefið út geisladisk þar sem hún
túlkar lög eins ástsælasta söngvahöfundar
okkar. Hver er hann? Svar: Megas.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
TÓNLEIKAR helgaðir minningu
Þorsteins Gylfasonar prófessors og
listunnanda verða haldnir í Söng-
skólanum í Reykjavík í kvöld þar
sem nemendur syngja ljóðaþýðingar
og lög Þorsteins.
„Dagur íslenskrar tungu er 16.
nóvember og þá erum við vön að
halda tónleika þar sem nemendur
syngja eitthvað íslenskt en vetrarfrí
skólans ber nú upp á þann dag svo
við ákváðum að flýta tónleikunum og
hafa þá í þessari viku. Tónleikarnir í
ár eru tileinkaðir minningu Þor-
steins Gylfasonar og nemendur
munu eingöngu flytja íslensk ljóð
hans við sönglög hinna ýmsu tón-
skálda,“ segir Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir kennari við Söngskólann í
Reykjavík en hún skipulagði tón-
leikana ásamt
Bergþóri Páls-
syni.
„Það verða
líka flutt þrjú lög
sem Þorsteinn
samdi við ljóð
Tómasar Guð-
mundssonar.
Þótt hann væri
aðallega í ljóða-
þýðingum tók
hann sig alltaf til og samdi sjálfur
falleg sönglög.“
Leiðir Þorsteins og Söngskólans
lágu fyrst saman árið 1979 þegar
prófessor dr. Erik Werba hélt sín
fyrstu ljóðasöngnámskeið fyrir skól-
ann. Þorsteinn var mikill músíkant
og styrktarfélagi og kær vinur Söng-
skólanema og kennara. Þá sat hann í
stjórn Íslensku óperunnar frá upp-
hafi, vann af alhug og miklum krafti
að uppbyggingu sönglífs og fylgdist
af áhuga með ungum söngvurum
stíga sín fyrstu spor á listabrautinni.
Ólöf segir að það hafi verið ómet-
anlegt að eiga Þorstein að og geta
leitað til hans með texta og annað
sem viðkom tónlist.
Syngja 28 ljóð Þorsteins
„Á tónleikunum munu 28 nem-
endur Ljóða- og aríudeildar skólans
flytja sönglög ýmissa tónskálda, við
ljóðaþýðingar Þorsteins auk hans
eigin laga. Þorsteinn var afskaplega
laginn við að gera texta til að syngja
við. Hann þýddi mikið fyrir okkur í
Íslensku óperunni í gegnum árin og
það er sérlega gott að syngja text-
ana hans, hann hafði góða tilfinningu
fyrir því hvað hentaði söngvaranum.
Hver nemandi syngur eitt lag á tón-
leikunum en við erum fyrst og
fremst að reyna að hafa sem mest af
ljóðum Þorsteins og gefa flestum
tækifæri til að syngja,“ segir Ólöf.
„Ég og Bergþór völdum lögin sem
verða flutt í kvöld. Við byrjuðum á
að tína saman allt sem við fundum
eftir Þorstein og svo völdum við úr
þeim bunka eftir því hvað hver og
einn söngvari réð við.“
Píanóleikari í kvöld er Kristinn
Örn Kristinsson og segir Ólöf hans
hlut mjög stóran á þessum tón-
leikum. „Hann er búinn að vinna
þetta allt og æfa með nemendunum,
það er mikil vinna sem liggur að baki
svona undirbúningi.“
Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld í
tónleikasal skólans, Snorrabúð, að-
gangur er ókeypis og allir eru vel-
komnir.
„Þorsteinn Gylfason lést fyrir
rúmu ári síðan, langt um aldur fram.
Hann er okkur hugleikinn maður og
minnistæður fyrir svo margt og að
halda þessa tónleika er ein leiðin til
að heiðra minningu hans,“ segir Ólöf
að lokum.
Tónleikar | Söngskólinn í Reykjavík heiðrar minningu Þorsteins Gylfasonar
Samdi söngvæna texta
Ólöf Kolbrún
Harðardóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
Músíkant Þorsteinn Gylfason