Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
gegnum posann. Finnst
ekki taka því.
Starfsmenn verslana
eru mun betur á varð-
bergi erlendis, a.m.k.
þar sem Víkverji kem-
ur. Hann hefur verið
óvenju víðförull á þessu
ári, sótt heim Bretland,
Spán og Frakkland og
það er hending ef
myndin á greiðslukort-
inu er ekki skoðuð þeg-
ar því er framvísað á
þessum stöðum.
Og hvað gerist þá?
Stundum ekki neitt.
Stundum brosa menn í
kampinn en segja ekki
orð. Oftast fær Víkverji þó fyrir-
spurn. „Hver á þetta kort, lagsi, og
hvers vegna ert þú með það?“ Þá fer
Víkverji með sína þaulæfðu útskýr-
ingarþulu sem dugar alltaf, a.m.k.
hingað til. Margir líta hann þó efa-
semdaraugum.
Enda þótt Víkverji hafi lúmskt
gaman af þessum uppákomum
ákvað hann nýverið að spara sér – og
verslunarfólki í fjarlægum löndum –
tíma í framtíðinni og skilaði inn glæ-
nýrri ljósmynd í bankann sinn. Á
hann nú von á nýjum greiðslukort-
um. Fróðlegt verður að sjá hvort
nýja myndin verður tekin gild að tólf
árum liðnum.
Víkverji hefurbreyst mikið í út-
liti undanfarin tólf ár.
Vonandi er breytingin
til hins betra en það er
eflaust umdeilanlegt.
Ástæðan fyrir því að
Víkverji gerist svo
héralegur að vekja
máls á þessu er að ljós-
myndin á greiðslukort-
um hans er einmitt
orðin tólf ára gömul.
Hvernig sem á því
stendur er fæstum Ís-
lendingum ljóst hvern-
ig Víkverji leit út árið
1994 og fyrir vikið er
umrædd mynd oft og
tíðum uppspretta skondinna orða-
skipta milli Víkverja og afgreiðslu-
manna í verslunum. „Hver á þetta
kort?“ spyrja menn gjarnan. „Ég,“
svarar Víkverji þá án þess að hika
enda þrautþjálfaður í viðbrögðum
við þessar vandræðalegu aðstæður.
Þá hleypa menn yfirleitt brúnum og
skella jafnvel góðlátlega upp úr.
Flestir spyrja hvað myndin sé gömul
en aðhafast ekki frekar í málinu.
Það er merkilegt að Víkverji lend-
ir margfalt oftar í þessu erlendis en
hér heima. Ástæðan er sú að íslensk-
ir verslunarmenn líta núorðið yfir-
leitt ekki á myndirnar á greiðslu-
kortunum áður en þeir renna þeim í
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem
heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8,21).
Í dag er þriðjudagur
7. nóvember, 311. dagur
ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hugleiðingar um vöruverð
REGLULEGA birtast fréttir í fjöl-
miðlum um að neytendur og starfs-
fólk steli svo og svo mörgum millj-
örðum úr verslunum landsins og
meðal annars þess vegna er verð
hærra en ella. Eflaust er eitthvað til
í þessu en ég ætla að nefna nokkur
dæmi sem snúa að versluninni
sjálfri.
Hvað skyldi það gerast oft að ný-
byrjað fólk gefi vitlaust til baka í
verslunum og sjoppum? Verða ekki
flestir varir við það í stórmörkuðum
að hilluverð er mun lægra en þegar
maður les strimilinn? Hvers vegna?
Jú, svo þeir sem taka ekki strimilinn
sjái ekki muninn á hilluverði og
strimlaverði. Hversu oft verður
maður ekki var við það að jarðarber
og bláber í boxi virðast fersk í útliti
en þegar maður opnar öskjuna
heima kemur í ljós að 20% berjanna
eru ónýt. Hvers vegna skyldi Fig
Rolls kex sem kostaði 78 kr. í byrjun
árs kosta 128 kr. núna? Varla hefur
innkaupsverð hækkað á því kexi um
65% frá áramótum. Ég get nefnt
fjölmörg önnur dæmi en læt gott
heita.
Ef maður tæki bara þessi fáu
dæmi og umreiknaði í eitt ár, þá
kæmi eflaust í ljós að verslunin í
landinu stelur engu minna óbeint
sjálf en neytendur.
Ég vil kalla þetta óbeinan þjófnað
verslana og ekkert annað. En það
gera ekki allar verslanir þetta og
það sama gildir um neytendur.
Neytandi.
Til blaðbera
KVÖRTUN mín beinist til blaðbera
en undanfarið hef ég og mínir nán-
ustu dottið ítrekað um hvíta plast-
hringi sem halda blaðabunkum sam-
an. Þetta er stórhættulegt!
Persónulega er ég hræddur við að
hleypa börnum mínum út einum í
ótta við að þau hrasi um hringina og
geti enga björg sér veitt. Þetta er
grafalvarlegt mál, sem ber að taka á
hið fyrsta! Svo ég segi: Blaðberar!
Hirðið upp eftir ykkur!
Með von um bætta umgengni,
Böðvar Ásbjörnsson.
Blíðfinnur er týndur
3JA ÁRA gæfur
og skemmtilegur
högni týndist 30.
október frá
Framnesvegi 31.
Hann er nýflutt-
ur í hverfið og
gæti hugsanlega
ekki ratað heim.
Hann er svartur
og hvítur með
svarta doppu á
nebbanum. Hann
er eyrnamerktur
og með hálsól
sem gæti hafið dottið af. Kettir geta
auðveldlega lokast inni, vinsamleg-
ast kíkið í skúra við húsin ykkar.
Hans er sárt saknað. Fundarlaun.
Þeir sem geta gefið upplýsingar, vin-
samlegast hringi í 552 3982 eða
698 9011.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
60 ára af-mæli. Í
dag, 7. nóvem-
ber, er sextugur
Gunnar Stef-
ánsson, út-
varpsmaður,
Kvisthaga 16,
Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og mánudags-
blað. Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-1100 eða
sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Kvikmyndin um Kasakann Borat,Borat: Cultural Learnings of
America for Make Benefit Glorious
Nation of Kazakhstan, var vel sótt í
Bandaríkjunum um helgina en nú
vill Mahir nokkur Cagri fá sinn
skerf af ágóðanum. Cagri þessi segir
Sacha Baron Cohen, manninn á
bakvið Borat, herma eftir sér. Allir
viti að Cohen sé að herma eftir hon-
um.
Cagri er Tyrki, býr í Bandaríkj-
unum og er hreint ótrúlega líkur Bo-
rat bæði í útliti og tali. Cagri sagði
Wired News fréttavefnum að Cohen
hefði aldrei fengið leyfi til þess að
herma eftir honum.
Cagri þessi er Íslendingum ekki
alls ókunnugur því fyrir nokkrum
árum gekk slóð á vefsíðu hans
manna á milli og þótti þar margt
skemmtilegt að finna. Vefsíðuna
opnaði Cagri árið 1999.
Cagri fagnar þeim sem heim-
sækja síðuna með orðunum WEL-
COME TO MY HOME PAGE
!!!!!!!!! I KISS YOU !!!!!, eða VEL-
Romeo Beckham, fjögurra árasonur David og Victoriu Beck-
ham hefur verið greindur með floga-
veiki. Vinur hjónanna segir hann
hafa verið fluttan fjórum sinnum á
spítala vegna þess á síðustu þremur
árum og að foreldrar hans hafi mikl-
ar áhyggjur af heilsu hans. Hann sé
á lyfjum en sé þrátt fyrir það afar
viðkvæmur fyrir áreiti. Þetta kemur
fram á fréttavef Ananova.
Romeo brást harkalega við flassi
ljósmyndara er fjölskyldan kom ný-
lega frá Madrid til Lundúna og mun
Victoria þá hafa hrópað. „Látið hann
í friði. Hann er með flogaveiki.
Flassið getur komið af staði flogi.
Þið megið ekki gera þetta.“
Fólk folk@mbl.is
Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur,
Tanja Líf, Auður Huld og Sigurveig
Steinunn héldu tombólu og söfnuðu kr.
2.306 til styrktar Rauða krossi Íslands
WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919
Varðveit líf mitt fyrir
ógnum óvinarins
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM
GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
BESTA MYND MARTINS
SCORSESE TIL ÞESSA
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
eeee
Davíð Örn Jónsson
– Kvikmyndir.com
eeeee
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
eeee
H.S. – Morgunblaðið
eeee
DV
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
BÖRN
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára.
THE LAST KISS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12.ára
WORLD TRADE CENTER kl. 10:30 B.i. 12.ára
THE QUEEN kl. 8 B.i. 12.ára.
THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára.
BÖRN kl. 8 B.i.12.ára.
AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI
„MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“
HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN.
the last kiss
Vel gerð og rómantísk með
þeim Zach Braff („Scrubs“,
„Garden State“), Rachel
Bilson („The O.C.“
þættirnir) ofl.
eeee
EMPIRE MAGAZINE