Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 49
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn er einstaklega aðlaðandi
þessa dagana. Ólgandi augnaráð leið-
ir eitthvað af sér. Ef þú ert ekki í
þeirri aðstöðu að geta fylgt því eftir,
skaltu vera með sólgleraugu eða bara
passa að horfa ekki. Útlitið hjálpar
þér við að auka tekjurnar í augnablik-
inu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið myndi vilja að umhverfið á
heimilinu væri í jafnvægi, en það
virðist ekki vera takmark allra sem
um ræðir. Í kvöld fá allir tækifæri til
þess að segja hvað þeim býr í brjósti
og byrja upp á nýtt með hreint borð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þoka í kollinum fylgir veðurútlitinu í
stjörnuspánni í dag. En dagdrauma
eftirmiðdagsins ber við bláan og heið-
an himin. Ímyndaðu þér að þú skilir
frábæru verki og gerðu það svo í al-
vörunni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn í dag verður hálf mislukk-
aður, þess vegna skaltu horfa á hann
með þeim formerkjum. Einhver í
fiska- eða bogmannsmerki á sitthvað
undir því að þér takist vel upp.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Að þrá er yndisleg tilfinning og að
vita hvað maður vill er jafnvel enn
betra. En eins og allir þeir sem unnið
hafa stórt í happdrætti vita, tryggir
það ekki endilega hamingju að fá það
sem maður vill.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Freisting kemur við sögu fyrir há-
degi. Eitthvað sem virðist meinlaust í
litlum skömmtum á samt eftir að
leiða til glötunar. Besta herbragðið er
að halda sig alveg í burtu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Daðraðu við nýjar hugmyndir. Þú ert
með eina í kollinum sem gæti opnað
þér væna tekjulind, en þú þarft að
lokka hana út. Steingeitur og naut
eiga eftir að reynast ágætis próf-
steinar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Skraf getur verið undirstaða við-
skipta. Maður lærir það sem maður
þarf að vita með því að vera vakandi
fyrir minnstu smáatriðum í þess kon-
ar samskiptum. Þér tekst sérlega vel
upp með einhverjum í vatns-
beramerki.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Stundum þegar fólk biður þig um að
gera það sem þú gerir best líður þér
eins og tömdum sel með bolta á nef-
inu sem vonast eftir fiski að launum.
En það er ekki eins og aðrir sjá þig.
Segðu sjálfum þér að það sé allt í lagi
að vera hæfileikaríkur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ef hungur er mannlegt, er guðdóm-
legt að vera mettur. Steingeitin veit
hvernig hún á að vera mannleg án
þess að útiloka guðlega forsjá í lífi
sínu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Styrkur þinn felst í því að vera hlý-
legur við aðra, hlusta á þá og viður-
kenna velgengni þeirra og sársauka.
Með þessu styrkir þú líka persónu-
leika þinn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Framfarir í einkalífinu gera daginn
einstaklega líflegan. Gerðu upp við
þig hvar þú átt að einbeita þér, því
himintunglin gefa þér meiriháttar
meðbyr ef þú gerir það.
Merkúr og Venus eru í
samstöðu í dag sem er
fyrirboði ákafrar þarfar til
þess að tjá sig við aðra.
Vingjarnlegt tungl í tví-
bura vermir andrúmsloftið
með því að blaðra um allt og ekkert en úr
því verða kannski einn eða tveir samn-
ingar.
stjörnuspá
Holiday Mathis
LEIKARINN og leikstjórinn Zach
Braff hefur átt skjótan frama í kvik-
myndabransanum en segja má að
hann hafi skapað sér ímynd sem
vandaður og klár en um leið ögn
aulalegur sjarmör. Í Síðasta koss-
inum er gengið út frá þessari ímynd
í persónusköpun aðalsögupersón-
unnar en þar leikur Braff Michael,
29 ára gamlan arkitekt sem á von á
barni með Jennu (Jacinda Barrett),
heittelskaðri unnustu sinni til
margra ára. Michael virðist sem
sagt allt ganga í haginn, en nú þegar
barn er á leiðinni sér hann fram á að
líf sitt sé að steypast í fyrir fram
ákveðið mót og fyllist kvíða. Hann
fer því að hugleiða að láta tilleiðast
þegar Kim (Rachel Bilson), 19 ára
háskólastelpa, sýnir honum áhuga.
Síðasti kossinn fjallar um sambönd,
hjónabönd og ást í gegnum persónur
myndarinnar, en strákarnir í vina-
hóp Michaels eru allir að ganga í
gegnum erfiðleika á rómantíska
sviðinu og varðandi almenna stefnu
sína í lífinu, og sama er að segja um
foreldra Jennu sem eiga 30 ára
hjónaband að baki. Viðleitni mynd-
arinnar til þess að taka á tilfinninga-
legum málum ristir þó ekki sérlega
djúpt þar sem hún er lituð af rót-
grónum hugmyndum um að karl-
menn séu á einhvern hátt neyddir til
að fullorðnast og binda sig fjöl-
skyldu og heimili af konum sem
sjálfar hafi engar efasemdir um að
ganga inn í það hlutverk. Þannig má
skipa Síðasta kossinum í áberandi
stóran flokk Hollywood-kvikmynda
sem fjalla um karlmenn sem vilja
ekki fullorðnast. Í þessum myndum
birtast samskipti kynjanna á staðl-
aðan máta, og alfarið út frá sjón-
arhóli karlmannanna, þar sem konur
birtast sem óskiljanlegar ráðgátur,
og virðast vilja fátt annað en að
snara karlmenn í hlutverk feðra og
fyrirvinna og nöldra síðan í þeim það
sem eftir er ævinnar. Sem mynd af
þessu tagi hefur Síðasti kossinn þó
talsvert fleiri víddir en gengur og
gerist, og nær talsverðri einlægni í
sögupersónum á borð við móður
Jennu sem leikin er af Blythe
Danner og vininn Chris (Casey Af-
fleck) sem sýnir mesta tilfinn-
ingalega þroskann gagnvart sinni
tilvistarkreppu af strákunum í vina-
hópnum. Tilfinningakreppa að-
alsögupersónunnar Michaels er hins
vegar klaufalega spiluð út, og sam-
leikur þeirra Zach Braff (sem er sér-
lega ofmetinn leikari að mínu mati)
og Rachel Bilson er ósannfærandi og
kraftlaus.
Strákar í kreppu
Síðasti kossinn „Þannig má skipa Síðasta kossinum í áberandi stóran flokk
Hollywood-kvikmynda sem fjalla um karlmenn sem vilja ekki fullorðnast.“
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin
Álfabakka
Leikstjórn:Tony Goldwyn. Aðahlutverk:
Zach Braff, Jacinda Barrett, Rachel Bil-
son, Casey Affleck, Blythe Danner og
Tom Wilkinson. Bandaríkin, 104 mín.
Síðasti kossinn (The Last Kiss)
Heiða Jóhannsdóttir
KOMIN Á HEIMASÍÐU MÍNA
!!!!!!!! ÉG KYSSI ÞIG !!!!!. Þar segir
einnig: ,,Hver er vill koma TYRK-
LAND ég get boðið ... Hún getur
verið mínu heimili.“
Cagri segist vera blaðamaður að
atvinnu, en Borat er fréttamaður. Þá
má sjá ljósmyndir af Cagri í tennis
og í sundi í níðþröngri, rauðri sund-
skýlu. Svipuð atriði má sjá í mynd-
inni um Borat, sem frumsýnd var
hér á landi um helgina.
Cagri útilokar ekki að fara í mál
við Cohen. ,,Ef mögulegt þú geta
hjálpað mér til fyrir að stöðva þetta
eða finna góðan lögfræðing?“ mun
Cagri hafa spurt Wired News. Ástr-
alska blaðið Sydney Morning Herald
segir frá þessu.
fyrir 18 mán-
uðum síðan.
Mun hún halda
þrenna tónleika
í Sydney en
ferðinni er svo
heitið í fimm
aðrar borgir
fyrir jól. Í jan-
úar hyggst
Minogue svo
koma fram á nokkrum tónleikum í
Bretlandi.
„Það er stórkostlegt að vera
komin aftur. Ég hef beðið þessa
augnabliks lengi,“ sagði hin 38 ára
Minogue við blaðamenn á alþjóðlega
flugvellinum í Sydney við komuna
þangað.
Ástralska söngkonan KylieMinogue er komin til heima-
landsins og hyggst halda áfram það-
an sem frá var horfið með Showgirl-
tónleikaferð sína, en hún frestaði
Ástralíuhluta ferðarinnar þegar hún
greindist með krabbamein í brjósti
Mikill er máttur fjölmiðla og ekkisíst fjölmiðladrottningarinnar
Oprah Winfrey. Eftir að hafa komið
fram í þætti Oprah í síðustu viku
hefur bók næringarlæknanna Mich-
ael F. Roizen og Mehmet C. Oz verið
áberandi á metsölulistum vestanhafs
svo bókaútgáfan Simon & Schuster
hefur ákveðið að auka upplagið um
nokkur hundruð þúsund eintök.
Um er að ræða auðskildar for-
skriftir að heilbrigðari lífstíl þar sem
höfundarnir líkja mannslíkamanum
við hús.
/ ÁLFABAKKA
THE DEPARTED kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10:10 B.i. 16
THE DEPARTED VIP kl. 5:30 - 8:30
THE LAST KISS kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:30 B.i. 12
THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
BARNYARD m/ensku tali kl. 6 - 10:10 LEYFÐ
JACKASS NUMBER 2 kl. 4 - 8 B.i. 12
ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
BESTA MYND
MARTINS
SCORSESE TIL
ÞESSA
Vel gerð og rómantísk með
þeim Zach Braff („Scrubs“,
„Garden State“), Rachel
Bilson („The O.C.“
þættirnir) ofl.
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS.
BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI
SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI
„THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST
BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI
„MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“
ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
„...groddalegur og
beinskeyttur húmor...
þannig að maður ælir
nánast af hlátri“
Þ.Þ. - FRÉTTABLAÐIÐ
Sýnd í Sambíóunum í Kringlunni og Keflavík
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
UPPRUNALEGU PARTÝ-DÝRIN ERU MÆTTÞú átt eftir
að skemmta
þér sjúklega
vel.
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.is
KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER
Þegar hættan steðjar að ...
fórna þeir öllu
the last kiss
eee
EMPIRE
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?
/ KRINGLUNNI
BORAT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 DIGITAL
BÆJARHLAÐIÐ kl. 6 LEYFÐ m/ísl. tali
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
BEERFEST kl. 8 B.i. 12
/ KEFLAVÍK
BORAT kl. 10 B.I. 12
MÝRIN kl. 8 B.I. 12
THE DEPARTED kl. 10:10 B.I. 16
/ AKUREYRI
THE DEPARTED kl. 8 b.i. 16
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
THE GUARDIAN kl. 8 b.i. 12
eeee
EMPIRE MAGAZINE
T.V. - Kvikmyndir.com
eeeee
THE MIRROR
eeee
S.V. MBL
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
eeeee
EMPIRE
Þriðjudagar eru bíódagar 2 fyrir 1 í Sambíóinfyrir viðskiptavini Sparisjóðsins
04.11.2006
3 12 21 24 25
1 8 5 9 3
9 9 1 9 4
18
01.11.2006
4 14 16 32 45 48
4820 21